Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Side 60
474
Öryggismál
Tómas Jóhannesson og Þorsteinn Arnalds, Veðurstofu Islands:
Slys og tjón
af völdum snjóflóða og skriðufalla
Samantekt
Snjóflóð hafa valdið mörgum slysum og stór-
felldu fjárhagslegu tjóni hér á landi siðan byggð
hófst á níundu öld. Fyrstu heimildir um mannskaða
af völdurn snjóflóða eru frá árinu 1118 þegar snjó-
flóð i Dölum hreif með sér 5 menn sem allir fór-
ust. Samtals er getið u.þ.b. 680 dauðsfalla af
völdum snjóflóða á íslandi síðan þá. Gera má ráð
fyrir að nokkur hundruð manns hafi farist til við-
bótar. Einkum skortir heimildir á um 250 ára löngu
tímabili fyrir 1600 sem skráðir annálar ná ekki til.
A tuttugustu öld fórust samtals 193 af völdurn
snjóflóða og skriðufalla hér á landi.
Hörmuleg snjóflóðaslys í Súðavík og á Flateyri
árið 1995, sem kostuðu 34 mannslíf og ollu miklu
fjárhagslegu tjóni, hafa gerbreytt afstöðu íslend-
inga til snjóflóðahættu. Slysin opnuðu augu manna
fyrir því að snjóflóðahætta er langt umfram það
sem hægt er að sætta sig við í nokkrum þorpum og
bæjum á landinu. Rýmingar er hægt að nota til
þess að draga að vissu marki úr slysahættu af
völdum snjóflóða. Engu að síður verður að líta á
viðtækar rýmingar sem tímabundna ráðstöfun
meðan unnið er að lausn vandans með byggingu
fullnægjandi snjóflóðavarna og breytingum á
skipulagi og landnýtingu.
Beint Qárhagslegt tjón af völdum snjóflóða og
skriðufalla hér á landi á 26 ára tímabili, frá 1974
til 2000, er um 3,3 milljarðar kr. Heildarkostnaður
við varnarvirki, sem byggð hafa verið á Flateyri,
Siglufirði og í Neskaupstað síðan 1995, ásamt
kostnaði við uppkaup og flutning byggðar frá
hættusvæðum, er um 2,5 milljarðar kr. Tjónið felur
í sér tryggingarbætur og kostnað við björgunarað-
gerðir vegna ofanflóða í þéttbýli og tryggingar-
bætur vegna flóða utan þéttbýlis (þar er m.a. um að
ræða tjón á sveitabæjum, rafmagns- og símalínum
og skíðalyftum). Annað fjárhagslegt tjón, sérstak-
lega vegna snjóflóða utan þéttbýlis, er umtalsvert,
en gera má ráð fyrir að það sé miklu minna en
heildartjónið sem nefnt er hér að framan.
Samtals hafa 52 látið lífið í snjóflóðum sem
fallið hafa á heimili, vinnustaði eða á opin svæði í
þéttbýli á tímabilinu 1974 til 2000, en 17 hafa lát-
ist af völdum snjóflóða og skriðufalla á ferða-
lögum eða í óbyggðum á sama tímabili. Ef hvert
dauðaslys af völdum ofanflóðs er metið sem 100
milljóna kr. „tjón“ þá er fjárhagslegt umfang ofan-
flóða hér á landi síðustu 26 árin meira en 13 millj-
arðar kr.
Stjórnvöld hafa gert áætlun um uppbyggingu
snjóflóðavarna og uppkaup húsnæðis á hættu-
svæðum til þess að draga úr slysum og tjóni af
völdum snjóflóða og skriðufalla í framtíðinni.
Inngangur
Snjóflóð og skriðufoll hafa valdið mörgum
mannskæðum slysurn og miklu eignatjóni á Islandi
frá landnámi. Tímamótaverk Ólafs Jónssonar,
„Skriðufoll og snjóflóð", sem kom út 1957 og var
Tómas Jóhannesson erjarðeðlis-
frœðingur á Veðurstoju Islands.
Hann laukcand. mag.-próft i
jarðeðlisfrœði og stœrðfrœði frá
Háskólanum í Ósló árið 1982 og
M.Sc - og Ph.D.-prófum i jarðeðl-
isfrœði með jöklafrœði sem sér-
grein frá University ofWashington
i Seattle í Bandarikjunum árin
1984 og 1992.
Þorsteinn Arnalds er verkfrœð-
ingur á Veðurstofu Islands. Hann
lauk C.S.-prófi í véla- og iðnað-
arverkfrœði frá Háskóla Islands
1996 og M.Sc.-próft í tölfrœði
frá University of London árið
2000.