Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Page 60

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Page 60
474 Öryggismál Tómas Jóhannesson og Þorsteinn Arnalds, Veðurstofu Islands: Slys og tjón af völdum snjóflóða og skriðufalla Samantekt Snjóflóð hafa valdið mörgum slysum og stór- felldu fjárhagslegu tjóni hér á landi siðan byggð hófst á níundu öld. Fyrstu heimildir um mannskaða af völdurn snjóflóða eru frá árinu 1118 þegar snjó- flóð i Dölum hreif með sér 5 menn sem allir fór- ust. Samtals er getið u.þ.b. 680 dauðsfalla af völdum snjóflóða á íslandi síðan þá. Gera má ráð fyrir að nokkur hundruð manns hafi farist til við- bótar. Einkum skortir heimildir á um 250 ára löngu tímabili fyrir 1600 sem skráðir annálar ná ekki til. A tuttugustu öld fórust samtals 193 af völdurn snjóflóða og skriðufalla hér á landi. Hörmuleg snjóflóðaslys í Súðavík og á Flateyri árið 1995, sem kostuðu 34 mannslíf og ollu miklu fjárhagslegu tjóni, hafa gerbreytt afstöðu íslend- inga til snjóflóðahættu. Slysin opnuðu augu manna fyrir því að snjóflóðahætta er langt umfram það sem hægt er að sætta sig við í nokkrum þorpum og bæjum á landinu. Rýmingar er hægt að nota til þess að draga að vissu marki úr slysahættu af völdum snjóflóða. Engu að síður verður að líta á viðtækar rýmingar sem tímabundna ráðstöfun meðan unnið er að lausn vandans með byggingu fullnægjandi snjóflóðavarna og breytingum á skipulagi og landnýtingu. Beint Qárhagslegt tjón af völdum snjóflóða og skriðufalla hér á landi á 26 ára tímabili, frá 1974 til 2000, er um 3,3 milljarðar kr. Heildarkostnaður við varnarvirki, sem byggð hafa verið á Flateyri, Siglufirði og í Neskaupstað síðan 1995, ásamt kostnaði við uppkaup og flutning byggðar frá hættusvæðum, er um 2,5 milljarðar kr. Tjónið felur í sér tryggingarbætur og kostnað við björgunarað- gerðir vegna ofanflóða í þéttbýli og tryggingar- bætur vegna flóða utan þéttbýlis (þar er m.a. um að ræða tjón á sveitabæjum, rafmagns- og símalínum og skíðalyftum). Annað fjárhagslegt tjón, sérstak- lega vegna snjóflóða utan þéttbýlis, er umtalsvert, en gera má ráð fyrir að það sé miklu minna en heildartjónið sem nefnt er hér að framan. Samtals hafa 52 látið lífið í snjóflóðum sem fallið hafa á heimili, vinnustaði eða á opin svæði í þéttbýli á tímabilinu 1974 til 2000, en 17 hafa lát- ist af völdum snjóflóða og skriðufalla á ferða- lögum eða í óbyggðum á sama tímabili. Ef hvert dauðaslys af völdum ofanflóðs er metið sem 100 milljóna kr. „tjón“ þá er fjárhagslegt umfang ofan- flóða hér á landi síðustu 26 árin meira en 13 millj- arðar kr. Stjórnvöld hafa gert áætlun um uppbyggingu snjóflóðavarna og uppkaup húsnæðis á hættu- svæðum til þess að draga úr slysum og tjóni af völdum snjóflóða og skriðufalla í framtíðinni. Inngangur Snjóflóð og skriðufoll hafa valdið mörgum mannskæðum slysurn og miklu eignatjóni á Islandi frá landnámi. Tímamótaverk Ólafs Jónssonar, „Skriðufoll og snjóflóð", sem kom út 1957 og var Tómas Jóhannesson erjarðeðlis- frœðingur á Veðurstoju Islands. Hann laukcand. mag.-próft i jarðeðlisfrœði og stœrðfrœði frá Háskólanum í Ósló árið 1982 og M.Sc - og Ph.D.-prófum i jarðeðl- isfrœði með jöklafrœði sem sér- grein frá University ofWashington i Seattle í Bandarikjunum árin 1984 og 1992. Þorsteinn Arnalds er verkfrœð- ingur á Veðurstofu Islands. Hann lauk C.S.-prófi í véla- og iðnað- arverkfrœði frá Háskóla Islands 1996 og M.Sc.-próft í tölfrœði frá University of London árið 2000.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.