Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Síða 87
Umhverfismál
501
stjóri, Seltjarnarnesi, Jón Ásbjörnsson bæjartækni-
fræðingur, Mosfellsbæ, og Guðmundur Benedikts-
son sveitarstjórnarmaður, Kjalarnesi.
Verkefnisstjórnin réð Verkfræðistofu Guðmundar
og Kristjáns og sænska ráðgjafarfyrirtækið VBB til
starfa við undirbúninginn. Fyrst var farið í að at-
huga hagkvæmni sorpbrennslu með orkunýtingu
fyrir höfuðborgarsvæðið og í framhaldi af því at-
hugun á urðunarstað svo að greining kosta næði til
allra þátta sorpeyðingar. Ljóst var í upphafi að
finna yrði nýjan urðunarstað fyrir sorp af höfuð-
borgarsvæðinu, því að þeir tveir staðir sem þá voru
í notkun, á Hvaleyrarholti og í Gufunesi, myndu
ekki endast nema fáein ár í viðbót.
Verkefnisstjórnin skilaði áliti sínu og tillögum á
árinu 1987 og er þar lagt til að sveitarfélögin stofni
hlutafélag um móttöku á sorpi, rekstur á urðunar-
stað, framleiðslu og sölu á eldsneyti og orku úr
sorpi og vinnslu og sölu á efnum úr sorpi til end-
urnýtingar. Niðurstaða sveitarfélaganna átta var að
stofna byggðasamlag í samræmi við ákvæði IX.
kafla sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 um samvinnu
sveitarfélaga við framkvæmd einstakra verkefna.
Stofnsamningur um Sorpeyðingu höfuðborgar-
svæðisins bs. var undirritaður 15. febrúar 1988.
Gott starfsfólk
Þórður Þ. Þorbjarnarson var kjörinn fyrsti for-
maður stjórnar og gegndi hann formennsku þar til
hann lést í október 1992. Hann vann mikið og gott
brautryðjendastarf á þessum vettvangi. Björn Árna-
son varaformaður tók við og gegndi formennsku út
það kjörtímabil. Ingimundur Sigurpálsson, bæjar-
stjóri í Garðabæ, var stjórnarformaður kjörtíma-
bilið 1994-1998, en þá tók greinarhöfundur við
formennsku. í stjórn Sorpu sitja níu menn. Fimm
þeirra koma frá Reykjavík, einn frá Kópavogi, einn
frá Hafnarfirði og önnur aðildarsveitarfélög kjósa
tvo stjórnarmenn til tveggja ára í senn eftir nánara
samkomulagi þeirra í millum. Stjórnin skiptir sjálf
með sér verkum.
Ögmundur Einarsson var ráðinn framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins strax í upphafi og hefúr stýrt
því og mótað af mikilli festu og framsýni öll þessi
ár. Sorpa hefúr notið víðtækrar þekkingar hans og
reynslu. Hann hefúr lagt mikla áherslu á að efna til
samstarfs við aðila erlendis og til dæmis hafa náðst
Þórður Þ. Þorbjarnarson, þáverandi borgarverkfræðingur,
formaður verkefnisstjórnar og fyrsti formaður stjórnar SORPU.
Myndin er tekin við vígslu móttökustöðvar SORPU í Gufunesi
26. apríl 1991.
samningar um endurvinnslu í öðrum löndum, sem
er harla óvenjulegt. Sorpa er í dag stærsti útflytj-
andi héðan til Svíþjóðar í magni talið.
Fyrirtækið hefur átt því láni að fagna að hafa
góðu starfsfólki á að skipa. Nú starfa tæplega 100
manns hjá fyrirtækinu og hefur um fjórðungur
þeirra starfað frá upphafi. Á afmælisárinu var
gerður í fyrsta sinn vinnustaðasamningur Sorpu
við starfsmenn fyrirtækisins. Sá árangur sem náðst
hefur með starfsemi undanfarinna ára og sú stað-
reynd að almenningur leitar í auknum mæli til fyr-
irtækisins með hvaðeina sem varðar endurvinnslu
og sorpförgun segir sína sögu um fyrirtækið og
starfsmenn þess.
Fræðsla og flokkun úrgangs
Þegar litið er til baka og horft til þeirrar þróunar
sem orðið hefúr á starfstíma fyrirtækisins er óhætt
að segja að góður árangur hafi náðst. í upphafi var
lagt af stað af metnaði til að gera betur en áður
hafði þekkst og þróa nýjar leiðir. Urðunarstaður
var fundinn í Álfsnesi í landi Kjalarness og gerður
um hann leigusamningur til ársins 2014. Urðunar-
staðnum voru settir strangari skilmálar en annars
staðar tíðkuðust og ákveðið að bagga allt sorp sem
þangað færi. Ný mótttökustöð var byggð í Gufu-
nesi og áhersla lögð á að gera umhverfi allt og um-
gjörð um reksturinn eins snyrtilega og kostur væri.