Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Page 89
Umhverfismál
Hinn 23. október 1997 voru SORPU veitt umhverfisverðlaun UMFÍ og Umhverfissjóðs
verslunarinnar fyrir stórstígar framfarir í sorpeyðingu og endurvinnslu úrgangs á höfuð-
borgarsvæðinu. Myndin er tekin í móttöku- og flokkunarstöðinni við það tækifæri.
Á undanfÖrnum árurn hefur verið þróuð fram-
leiðsla á moltu úr garðaúrgangi en mikið magn
berst Sorpu á hverju ári. Tekist hefur að þróa mjög
góða afúrð en ekki hefúr gengið sem skyldi að fá
aðila á markaði inn í þetta samstarf. Flokkun alls
þess efnis sem berst til endurvinnslustöðvanna
hefur leitt af sér margs konar starfsemi. Hér má
nefna lítið fyrirtæki, Góða hirðinn, sem er að vaxa
upp. Það fyrirtæki byggir starfsemi sína á að end-
urnýta húsgögn og búnað sem berst til endur-
vinnslustöðvanna og selja. Allur ágóði af þeirri
starfsemi fer til líknarmála.
Nýjasta verkefnið sem nú er verið að þróa er til-
raun með endurvinnslu bylgjupappa og svinaskíts.
Þar er á ferðinni merkileg tilraun, sem unnið er að
með Svíum og stuðningi umhverfisráðuneytisins.
Vonandi tekst vel til með þetta verkefni, því að hér
eru á ferðinni stórir úrgangsflokkar.
Heimild til að stofna hlutafélög
í stofnsamningi var kveðið á um að hann skyldi
endurskoða í siðasta lagi innan fO ára frá stofnun
byggðasamlagsins „með hliðsjón af framkvæmd
hans og breyttum aðstæðum“. Á undanfornum
árum hefúr verið unnið mjög að því að færa
rekstur úr höndum hins opinbera yfir til einkaaðila.
Einkafyrirtæki hafa verið að færa sig inn á þennan
vettang og því þarf vel að gæta að samkeppnis-
reglur séu í heiðri hafðar. Rekstrarfyrirkomulag
fyrirtækisins hefur því verið rætt
í hópi eigenda þess. Leitað var
eftir því í tengslum við endur-
skoðun stofnsamningsins fyrir
fáum árum hvort hljómgrunnur
væri fyrir þvi að breyta byggða-
samlaginu í hlutafélag. Jafnframt
að kannaður yrði áhugi annarra á
að taka þátt í slíkum rekstri.
Ekki reyndist stuðningur hjá
öllum aðildarsveitarfélögum
fyrir þessari breytingu. Á hinn
bóginn var í endurskoðuðum
stofnsamningi, sem undirritaður
var í maí 1998, sett inn nýtt
ákvæði um að stjórn byggðasam-
lagsins væri heimilt að stofna
hlutafélög til að sinna ýmsum
verkefnum sem féllu að tilgangi
byggðasamlagsins.
Fyrirtækið á að gegna lögboðnum skyldum eig-
enda sinna, sveitarfélaganna sem að baki því
standa. Þann tíma sem fyrirtækið hefúr starfað
hefur markaðurinn á þessu sviði verið að þróast.
Lögð hefúr verið áhersla á að ýta undir þessa
þróun. Þannig hafa verið stofnuð sérstök fyrirtæki
um nýja starfsemi sem ætla má að samkeppni geti
orðið til um. Þá hafa einstakir rekstrarþættir jafnan
verið boðnir út eftir því sem kostur er. Á síðasta ári
var gjaldskrá fyrirtækisins breytt þannig að að-
greint var gjald fyrir urðun á urðunarstaðnum í
Álfsnesi. Með því skapast svigrúm og tækifæri
fyrir þá aðila sem vilja bagga sorp.
Á þeim rúma áratug sem Sorpa hefúr starfað hefúr
fyrirtækið vaxið og dafnað. Eigið fé fyrirtækisins
nemur nú 640 milljónum króna og veltan á síðasta
ári var um 1.020 milljónir króna. Á árinu 2001 tók
fyrirtækið við 112 þúsund tonnum og af því má
ætla að um tæpur þriðjungur fari til endurvinnslu.
Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt metnað sinn í
að þjóna ibúum höfúðborgarsvæðisins vel og upp-
fylla þær kröfúr sem til þess eru gerðar um leið og
leitast er við að halda öllum kostnaði í lágmarki.
Sorpa mun áfram hafa mikilvægu hlutverki að
gegna við að þróa nýjar aðferðir sem bætt geta um-
hverfi okkar og mun halda áfram að vera leiðandi
fyrirtæki á sviði umhverfismála.