Milli mála - 01.01.2011, Page 65

Milli mála - 01.01.2011, Page 65
65 MAGNÚS FJALLDAL misskilið. Þá hafi ekki hjálpað að Matthías styddist við sænska þýðingu C. A. Hagbergs, sem væri meingölluð, og treysti henni betur en eigin þekkingu á frummálinu.10 Næst vék Eiríkur að textanum sjálfum og taldi upp 24 þýð- ingavillur sem hann hefði fundið og það einungis í fyrsta þætti. Yrði það að duga, því að rúmsins vegna hefði hann ekki tök á að sýna fleiri dæmi.11 Af einstökum villum sem hann tíundaði má nefna að Matthías lætur Óthelló kyrkja en ekki kæfa Desdemónu, eðla verður að froski, línum í frumtexta er sums staðar sleppt, orðum bætt við sem breyttu merkingu frumtextans og íslenski textinn á köflum óskiljanlegur. Hér er því við að bæta að Eiríkur var með öllu ósveigjanlegur í þeirri afstöðu sinni að texta yrði að þýða frá orði til orðs,12 en þannig vann Matthías alls ekki eins og ég mun víkja betur að síðar. Þannig voru margar aðfinnslur Eiríks þess eðlis að ekki verður annað séð en Matthías leysi málin ágæt lega, þótt það brjóti í bága við þessa stefnu Eiríks. Að lokum klykkti Eiríkur út með þeim orðum að þýðingin væri í heild „ónýtt verk“, „ósamboðið inum klasíska frumhöfundi“, „blygðunar innsigli dug- leysis og vanræktar“ og til þess fallin að „gjöra bókmenntir þjóðar- inn ar að athlægi“. Því næst setur höfundurinn fram þá ósk – sem hann undirstrikar svo enn frekar með því að skáletra hana – að forseti Hins íslenzka bókmenntafélags, Magnús Stephensen, „gæti betr skyldu sinnar næst“ (bls. 142). Þórunn Erlu Valdimarsdóttir lýsir viðbrögðum við þessum ritdómi Eiríks þannig að áhrif hans hafi farið „sem rafmagn um íslenskan menningarheim“ og þótti ýmsum að hann hefði farið skammarlega með Matthías,13 enda mætti margt gott um Óthelló- þýðingu hans segja. Matthías var þó til í að fallast á sumt í gagnrýni Eiríks og þá sérstaklega það að heilar línur skyldu hafa fallið niður.14 En fyrstu viðbrögð við ritdóminum komu þó ekki frá Matthíasi heldur Magnúsi Stephensen sem ekki var vanur að láta andstæðinga 10 Þjóðólfur, 15. desember 1883, bls. 138. 11 Sama blað, 15. desember 1883, bls. 138–140 og 22. desember 1883, bls. 141–142. 12 Stefán Einarsson, Saga Eiríks Magnússonar, bls. 101. 13 Þórunn Erlu Valdimarsdóttir, Upp á sigurhæðir, bls. 374. 14 Sama rit, bls. 374. Þess má geta að Matthías kenndi ritnefndinni um að svo hefði farið og stóð greinilega í þeirri trú að hún hefði skipt sér eitthvað að útgáfunni. Sjá Kristján Albertsson, Bréf Matthíasar Jochumssonar til Hannesar Hafsteins, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1959, bls. 31.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.