Milli mála - 01.01.2011, Page 212

Milli mála - 01.01.2011, Page 212
212 „Hafið ekki áhyggjur af mannorði yðar, frú,“ svaraði hann, „eng- inn veit af ferðum mínum; þetta snýst ekki um hjónaband mitt, né hamingju mína, þetta snýst einungis um ást yðar, frú, að vera elskaður af yður; allt annað er mér einskis virði. Þér hafið sýnt mér að þér eruð mér ekki afhuga en þér hafið reynt að dylja mig þess að gleði mín yfir hjónabandinu veldur yður sársauka. Ég er hingað kominn, frú, til þess að láta yður vita að ég er hættur við að kvænast, hjónabandið yrði mér áþján ein og ég vil aðeins lifa fyrir yður. Það er beðið eftir mér, sem ég tala hér við yður, allt er til reiðu en ég mun rjúfa heit mitt ef það er yður til þægðar og getur fullvissað yður um ást mína.“ Greifynjan hafði risið upp en lét sig falla aftur niður á legubekk- inn og horfði á riddarann; augu hennar voru full af ást og tárum. „Viljið þér að ég deyi?“ sagði hún. „Haldið þér að það hjarta sé til sem geti rúmað allar þær tilfinningar sem þér vekið hjá mér? Ætlið þér af mínum sökum að snúa baki við þeirri hamingju sem bíður yðar! Ég get ekki afborið þá tilhugsun. Farið til prinsessunnar af Neufchâtel, á vit þeirrar hamingju sem yður er ætluð, þér fáið einnig ást mína. Ég mun eiga við iðrun mína, óvissu og afbrýðisemi, úr því ég neyðist til að játa þetta fyrir yður, eins og mín veika skynsemi býður mér, en ég mun aldrei hitta yður aftur ef þér farið ekki nú þegar í brúðkaup yðar. Farið nú, dveljið ekki hér stundinni lengur og af ást til mín og yðar sjálfs gefið upp á bátinn þessa óskynsamlegu ástríðu sem þér berið til mín og gæti kallað hræðilega óhamingju yfir okkur.“ Í fyrstu var riddarinn yfir sig glaður að sjá hversu heitt greifynjan elskaði hann, en um leið varð honum ljós hryllingurinn sem fólst í því að gefa sig annarri konu. Hann grét og var harmi sleginn, hann lofaði henni öllu fögru með því skilyrði að hann fengi að sjá hana aftur á þessum sama stað. Áður en hann fór vildi hún vita hvernig hann hefði komist inn til hennar. Hann sagði henni að hann hefði leitað til hestasveins hennar, sem hefði áður verið í þjónustu hans, og að hann hefði hleypt honum í gegnum portið hjá hesthúsunum en þaðan lægi einmitt stiginn bæði upp í litlu stofuna og herbergi hestasveinsins. Það styttist í brúðkaupið og riddarinn neyddist til að fara, enda rak greifynjan á eftir honum. Hann hélt af stað, eins og honum væri GREIFYNJAN AF TENDE
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.