Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 55
Fæst í vökvaformi GeoSilica hefur nýlega und- irritað samning við Heilsu ehf. um dreifingu á vörunni sem er í vökvaformi og inniheldur örsmá- ar kísilagnir sem líkaminn á auð- velt með að taka upp. Fæðubót- arefnið mun fást í 300 ml. flöskum sem hver inniheldur um 6000 mg af kísli. Í hverri flösku eru svo um 20 skammtar sem innihalda það magn kísils sem nægir daglegri þörf líkamans. Nú starfa fimm manns hjá Geosilica sem hefur aðsetur á Ásbrú eins og fleiri frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtæki. Þegar er farið að huga að því að bjóða vöruna erlendis og hafa verið viðræður í gangi við breska aðila í því sambandi. gudmundur@mbl.is Ljósmynd/Geosilica Fæðubót Varan sem Geosilica framleiðir kemur á markað í nóvember. Samstarf við Eimskip Spurður hvort umhverfismál hafi alla tíð verið honum hugleikin segir Tómas svo vera. Hann fór ungur til sjós, var messagutti á skipum Sambandsins og eitt af verkum hans var að losa rusl í sjó- inn. „Öllu var fleygt fyrir borð, mér sveið að þurfa að gera það og kannski er ég að einhverju leyti að bæta fyrir þetta. Það sem ég hef barist fyrir í gegnum tíðina er að við göngum almennilega um náttúr- una. Við eigum bara eitt eintak af þessari jörð,“ Að sögn Tómasar fær Blái her- inn um milljón í opinbera styrki á ári hverju og nýtur einnig velvildar ýmissa fyrirtækja og aðila. Nú stefnir í að starfsemi Bláa hersins fari í fastari farveg, því þessa dag- ana er verið að þróa samstarf við Eimskip um umhverfisvernd og verður það líklega kynnt á næsta ári. Tómas og Blái herinn eru í samstarfi við ýmsa innlenda og er- lenda aðila á sviði umhverf- isverndar og hafa fengið ýmsar við- urkenningar fyrir störf sín að umhverfis- og hreinsunarmálum, núna síðast Náttúruverndarvið- urkenningu Sigríðar í Brattholti. Tómas segir að fyrir utan það að vera mengandi geti rusl í hafi ógnað öryggi báta. Er þetta ekki óvinnandi verk, að halda fjörum og hafsbotni við strendurnar hreinum? „Við lítum ekki þannig á það. Auð- vitað er af nógu að taka, en við höf- um tekið nokkur svæði hérna á Reykjanesi í fóstur, m.a. Sandvík, Fitjar, Kópuvík og Garðsskaga- fjöru. Þar höfum við virkjað heima- fólk með okkur og það gengur sí- fellt betur.“ Við eigum bara eitt haf Tómas segir allan gang á því hvernig rusl berist í sjóinn. Oft sé um að ræða rusl sem hent sé á víðavangi og fjúki síðan út á sjó. Spurður hvernig þungir hlutir á borð við dekk og rafgeyma endi í sjónum segir hann að enn eigi fólk til að henda dekkjum í sjóinn, raf- geymunum sé hent beint niður þeg- ar verið sé að skipta um þá í bát- unum úti á sjó. „Við eigum bara eitt haf og megum þakka fyrir að það er ekki eins slæmt ástand við Íslands- strendur og víða annars staðar. Við getum sýnt umheiminum hvernig hægt er að hafa þessa hluti í lagi, það yrði sterkur stimpill á íslenskar sjávarafurðir. En til þess þurfum við að taka þessi mál alvarlega.“ Fundið í fjöru og sjó Tómas á fjölbreytt safn ýmissa muna sem hann hefur fundið í köfunar- og hreinsunarferðum sínum. Fartölvuna slæddi hann upp af hafsbotni og hann hefur fundið talsvert af glerflöskum frá ýmsum tímum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 „Það er ekki mikið um að fólk móðgist ef það er fjallað um það í revíunni. Frekar að fólk ákveði að móðgast fyrir hönd annarra.“ Þetta segir Arnar Ingi Tryggvason, félagi í Leikfélagi Keflavíkur, sem þessa dagana vinnur að upp- setningu revíu leikfélagsins, þar sem fjallað er um íbúa á Suðurnesjunum og lífið og til- veruna á svæðinu á gam- ansaman hátt. Slíkar revíur hafa verið settar upp að jafn- aði á fjögurra ára fresti und- anfarin ár og áratugi við góð- ar undirtektir heimamanna. Revían hefur fengið nafnið Með ryk í auga og verður væntanlega frumsýnd um miðjan nóvember. Alls koma á milli 25 og 30 manns að uppsetningunni. Tíu manna hópur semur revíuna, Arnar er einn þeirra og hann seg- ir að af nægum efnivið sé að taka. „Já, heldur betur. En við erum ekk- ert endilega að taka tilteknar persónur fyrir, heldur reynum við að fanga stemninguna í þjóðfélaginu eins og hún kemur okkur fyrir sjón- ir.“ annalilja@mbl.is Glettin revía fangar stemninguna í þjóðfélaginu Sumir móðgast fyrir hönd annarra Ljósmynd/Davíð Óskarsson Með ryk í auga Í revíunni er gert grín að málefnum líðandi stundar og íbúum á Suðurnesjunum á góðlátlegan hátt, segir einn höfunda. Æfingar Revían verður frumsýnd um miðjan nóvember. Kassi úr Hörpuvegg ÚR SJÓNMÁLI, ÚR HUGANUM, ÚR BÖNDUNUM Nýjasta verkefni Bláa hersins er blámál- aður sýningarkassi sem geymir rusl sem hefur verið hreinsað úr fjörum og af sjáv- arbotni. Hann er úr málmstrendingum sem áður prýddu útveggi tónlistarhússins Hörpu og til stóð að farga. Á kassann eru málaðar setningar sem hvetja til vernd- unar hafsins, m.a. Úr sjónmáli, úr hug- anum, úr böndunum. Tómas hefur hug á að fara um með kassann og nota hann til að vekja athygli á mengun hafs og fjöru. Til sýnis Tómas og Blái herinn hyggjast fara um með kassann. VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu- lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.