Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 94

Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 94
94 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Sigurgeir Már Halldórsson, forstöðumaður yfir innflutnings-sviði hjá Icelandair Cargo, verður með þriggja daga dagskráfyrir afmælið sitt. „Ég ætla að byrja á að fara út að borða með eiginkonunni og börnum í kvöld, býð nánustu fjölskyldu í mat á morgun og enda afmælistörnina á því að halda partí fyrir nánustu vini á laugardagskvöldið. Í tilefni af fertugsafmælinu fórum við félagarnir í golfferð um miðjan september, en sami hópur fór í fótboltaferð þegar við urðum þrítugir. Einn félaga okkar býr í London og við heimsóttum hann og spiluðum golf í þrjá daga. Þetta er í fyrsta sinn sem við förum saman og spilum golf erlendis og þetta var virkilega skemmtileg ferð og ekki skemmdi fyrir að vera í 20 stiga hita og sólskini.“ Fyrir utan golfið þá hefur Sigurgeir mikinn áhuga á hlaupum og fótbolta og heldur hann með Breiðabliki og Manchester United. Hann hefur tvisvar hlaupið maraþon, annars vegar í Stokkhólmi og hins vegar í Edinborg, og tíu sinnum hálfmaraþon. Hann er í hlaupahópi í vinnunni og þar eru æfingar öll hádegi. „Ég reyni að mæta sem oftast á þær en við fjármálastjórinn erum kallaðir „The Cargo-Kings“.“ Sigurgeir ætlar að vera duglegur í Powerade- hlaupunum í vetur og hann og konan hans, Hólmfríður Ása Guð- mundsdóttir, eru skráð til leiks í Kaupmannahafnarmaraþoninu í maí á næsta ári. Börn þeirra eru Arnar Freyr, Ásdís Birta og Brynjar Már. Sigurgeir M. Halldórsson er fertugur í dag Hjónin Í göngu yfir Fimmvörðuháls í sumar. Þriggja daga veisla í tilefni af afmælinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Vinkonurnar Sigrún María Péturs- dóttir og Amalía Árnadóttir söfnuðu dóti og héldu tombólu við Bónusversl- unina í Naustahverfi á Akureyri. Þær söfnuðu 10 þúsund krónum sem þær styrktu Rauða krossinn með. Hlutavelta Í dag, 9. október, eiga hjónin Arn- dís Ólafsdóttir og Sigurður Th. Ingvarsson frá Ísafirði, 60 ára brúðkaupsafmæli. Þau munu fagna þessum tímamótum með fjölskyld- unni. Demantsbrúðkaup G uðmundur fæddist á Húsavík 9.10. 1944 og ólst þar upp við leik og störf. Hann var í barna- og gagnfræðaskóla á Húsavík og lauk landsprófi og versl- unarprófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1963. Guðmundur starfaði hjá Kaup- félagi Þingeyinga á Húsavík 1963- 67, vann við útibú Samvinnubanka Íslands á Húsavík 1967-77, var úti- bússtjóri sama banka í Keflavík 1977-80, var alþm. fyrir Framsókn- arflokkinn í Norðurlandskjördæmi eystra 1979 -99, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1987-91 og landbúnaðar- og umhverfisráðherra 1995-99. Hann var framkvæmda- stjóri Íbúðalánasjóðs 1995-2010 er hann lét af störfum að eigin ósk. Guðmundur sat í miðstjórn og framkvæmdastjórn Framsóknar- flokksins um árabil, var ritari flokks- ins 1983-94 og varaformaður 1994- 98, bæjarfulltrúi á Húsavík 1970-77, forseti bæjarstjórnar 1974-77, fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðs- ins 1991-95, sat í samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir og ráðn- inganefnd ríkisins 1983-87 og um ríkisfjármál 1983-87, sat í stjórnar- nefnd Ríkisspítalanna 1991-95, var fulltrúi Alþingis í Evrópuráðinu í Strassborg og sat í fjárveitinga- nefnd Alþingis og fjárlaganefnd. Guðmundur hefur starfað í Lions- hreyfingunni í fjóra áratugi, hefur átt sæti í stjórn og fulltrúaráði Sól- heima í Grímsnesi undanfarin ár, sit- ur í stjórn Hjartaheilla frá 2006 og er þar stjórnarformaður frá 2007. Guðmundur Bjarnason, fyrrv. ráðherra – 70 ára Barnabörnin í bústaðnum Karvel, Gylfi, Ari Karl, Hildur, Guðmundur Viggó, Bríet Reine, Vigdís og Erling. Hógværi Þingeyingurinn Göngufélagar úr Alpaferðum Ragnheiður, Jenný, Sveinn, Unnur, Margrét, Jónas, Jón, afmælisbarnið og Vigdís, Magnús, Jónas og Valgerður. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.