Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 89
MINNINGAR 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Fallinn er frá einn af frumkvöðl- um opinbers stuðn- ings við nýsköpun í atvinnulífi á Íslandi. Hörður Jóns- son efnaverkfræðingur var einn mikilvægasti máttarstólpi í stuðn- ingsneti við tæknilega nýsköpun í landinu á síðari hluta 20. aldar. Að loknu námi í efnaverkfræði við há- skólann í Edinborg 1957 hóf hann störf við iðnaðardeild Atvinnu- deildar Háskólans. Sú stofnun var af opinberri hálfu sett á laggirnar til að treysta stoðir atvinnulífsins á kreppuárunum eftir 1930 og virkjaði háskólamenntað fólk til starfa í þágu atvinnuveganna sem þá voru skilgreindir sjávarút- vegur, landbúnaður og iðnaður. Um skeið starfaði Hörður fyrir einkafyrirtæki sem voru að ná tökum á notkun plastefna í bygg- ingariðnaði og sjávarútvegi. Ég kynntist Herði fyrst um 1970 þegar hann starfaði hjá Iðn- aðarmálastofnun, sem síðar varð Iðnþróunarstofnun Íslands og loks Iðntæknistofnun Íslands eftir sameiningu við Rannsóknastofn- un iðnaðarins. Hjá Iðntæknistofn- un veitti Hörður forstöðu þeirri deild sem studdi vöruþróun og ný- sköpun hjá fyrirtækjum auk þess sem stundaðar voru rannsóknir á möguleikum til að nýta innlendar auðlindir til atvinnuuppbygging- ar. Þetta var tími opinberra að- gerða stjórnvalda til að styðja at- vinnuþróunina með beinum hætti – jafnvel forgöngu um stofnun fyr- Hörður Jónsson ✝ Hörður Jóns-son fæddist 1. október 1931. Hann lést 12. sept- ember 2014. Útför Harðar var gerð 19. september 2014. irtækja í opinberri eigu. Með breyttum áherslum upp úr 1985 beindist stuðningur- inn meira að verkefn- um sem atvinnulífið sjálft kaus að vinna að, gjarnan með fag- legri aðstoð stofnana og háskóla. Þau verk- efni voru valin í inn- byrðis samkeppni milli styrkumsókna til nýstofnaðs Rannsóknasjóðs, síðar Tækni- sjóðs hjá Rannsóknaráði Íslands (RANNÍS), frá 1994. Þar gerðist Hörður forstöðumaður tæknisviðs hjá RANNÍS þar sem ég var þá framkvæmdastjóri. Framlag Harðar til uppbyggingar á starf- semi RANNÍS var ómetanlegt. Hann hafði aflað sér mikillar reynslu, m.a. sem yfirmaður líf- og efnistæknideildar Norræna iðn- aðarsjóðsins á árunum 1985-1989. Hann var því gjörkunnugur nor- rænu tæknisamstarfi og fljótur að tileinka sér tækifærin sem buðust í Evrópusamstarfinu eftir að Ís- land fékk aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Hörður var ósérhlífinn hug- sjónamaður og fullhugi við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Áhugi hans var smitandi og hann hafði mikil áhrif á umhverfi sitt, bæði starfslið RANNÍS, við- skiptavini stofnunarinnar og stjórnvöld. Hann sat í mörgum starfsnefndum, norrænum og evr- ópskum, um tæknimál. Honum var einstaklega lagið að laða til samstarfs og aðstoðaði fyrirtæki og stofnanir af fremsta megni við útvegun erlends fjármagns til þróunarstarfs til viðbótar því sem takmarkaðir fjármunir Tækni- sjóðs réðu við. Það lagði, með öðru, grunninn að ýmsum þeim fyrirtækjum sem í dag eru mest áberandi en voru á bernskuskeiði á þeim árum. Starf Harðar á sinn þátt í því að tæknileg staða Ís- lands og framlag til rannsókna og þróunar mælist svo hátt sem raun ber vitni. Ég kveð hér mikilvægan sam- starfsmann og vin og votta fjöl- skyldu hans samúð. Vilhjálmur Lúðvíksson. Með Herði Jónssyni er enn einn horfinn á braut úr árgangi 1952 frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þó að við skólasystk- inin séum orðin vel við aldur og því ekki nema eðlilegt að kvarnist úr hópnum, bregður manni við í hvert skipti. Á síðustu tveim vik- um höfum við séð á bak jafnmörg- um bekkjarbræðrum okkar, fyrst Einari Bjarnasyni lækni og nú Herði. Leiðir okkar Harðar lágu sam- an áður en við settumst formlega í skólann. Á þessum fyrstu árum landsprófsins, sem þá gaf rétt til náms í menntaskólum, starfrækti MR sérstaka deild utanskóla fyrir nemendur, sem hugðust taka landspróf, en voru einhverra hluta vegna ekki í hefðbundnum gagn- fræðaskóla. Námið þar hófst í jan- úar og stóð til vors. Þarna var samankomið fólk úr mörgum átt- um og á ýmsum aldri. Deildin var í hálfkæringi nefnd vísindadeild, ekki vegna námsefnisins, heldur af því að þar ríkti svokallað aka- demískt frelsi. Menn réðu því sjálfir hvort þeir sóttu tíma eins og tíðkaðist í háskólum. Þarna tókum við Hörður lands- próf vorið 1948 og var þá leiðin greið inn í MR um haustið. Síðan fórum við báðir í stærðfræðideild og þar urðum við sessunautar í þrjá vetur. Á þessum árum komu í ljós þeir þættir í fari Harðar, sem mér fannst einkenna hann alla tíð. Hann bjó yfir góðri greind og ró- legri yfirvegun, var frekar léttur í lund og stutt í húmorinn, en fastur fyrir ef á reyndi. Hugur Harðar stóð til náms í efnaverkfræði og lauk hann prófi frá Háskólanum í Edinborg 1957. Ekki veit ég hver afstaða hans hefði verið til þeirrar rimmu, sem staðið hefur yfir undafarið um sjálfstæði Skot- lands, en hitt veit ég að hann hafði mætur á Skotum eftir námsár sín þar. Á námsárunum kynntist Hörð- ur sinni góðu konu, Þórgerði Brynjólfsdóttur, sem sér nú á bak lífsförunaut sínum eftir 57 ára samfylgd. Að námi loknu hóf Hörður störf hjá Atvinnudeild Háskóla Íslands. Þetta markaði upphafið að störf- um hans við rannsóknir og þróun á sviði iðnaðar, en segja má að þau hafi verið ævistarf hans. Hörður hafði óbilandi áhuga á að afla nýrrar þekkingar og þróa hana áfram til hagnýtrar starfsemi. Þessum áhugaefnum sínum sinnti hann á hinum ýmsu þróun- ar- og tæknistofnunum iðnaðarins og síðustu starfsár sín hjá Rann- sóknaráði Íslands, hvarvetna við góðan orðstír. Hörður lét einnig til sín taka á norrænum vettvangi og var deildarstjóri hjá Norræna iðn- aðarsjóðnum í nokkur ár. Árgangur 1952 var lengi fram- an af ekki sérlega samheldinn, en hin síðustu ár hefur verið ráðin bót á því og nú hittumst við mán- aðarlega, drekkum saman kaffi og hlýðum gjarnan á spjall einhvers úr árganginum. Hörður tók fullan þátt í þessu eins lengi og heilsa hans leyfði. Síðustu misserin var þó svo komið að hann treysti sér ekki til fundanna og nú er hann farinn af heimi. Við slík tímamót bærir sorgin fyrst á sér, en síðan koma minningar, safn minninga um góðan dreng, sem var ljúfur í viðkynningu og lét gott af sér leiða bæði í lífi og starfi. Þórgerði og allri fjölskyldu Harðar sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Helgi Hallgrímsson. ✝ GuðmundurSkúli fæddist á fæðingardeild Landspítalans 31. mars 1986. Hann lést 27. september 2014. Foreldar hans eru Hanna Íris Guð- mundsdóttir, f. 30.10. 1963, og Guð- mundur Hjörtur Einarsson, f. 16.7. 1964. Systkini Guðmundar Skúla eru: Hólmar Ernir, f. 22.8. 1995, og Martha Guðrún, f. 30.5. 1997. Einnig systkinin Klara Ósk, f. 1990, Ingibjörg Gróa, f. 1995, og sem blaðburðardrengur fyrir bæjarblað í Hafnarfirði og síðan Morgunblaðið. Einnig starfaði hann sem verslunarmaður, lag- ermaður og verkamaður. Síðustu árin vann hann sem vélvirki hjá tengdaföður sínum í Vélrás. Guðmundur Skúli fór sem unglingur í sveit norður að Mol- astöðum í Fljótum til Halldórs og Maríu og þeirra fjölskyldu og hélt tryggð við Fljótin og fólkið þar. Hann var mikill Íslandsvinur og náttúruunnandi og ágætur veiðimaður. Hans áhugamál voru helst bílar. Einnig var hann stuðningsmaður Liverpool og mikill Haukamaður og átti m.a. Íslandsmeistaratitil með þeim í yngri flokkum í handbolta. Guðmundur Skúli verður kvaddur frá Fossvogskirkju í dag, 9. október 2014, og hefst at- höfnin kl. 13. fósturbróðir, Ingi Þór, f. 1986. Unn- usta Guðmundar Skúla er Birna Björg Salómons- dóttir, f. 3.6. 1991, og áttu þau saman Baltasar, f. 24.6. 2014. Guðmundur Skúli lauk grunn- skólagöngu frá Hafnarfirði. Hann hóf nám á málmiðnaðarbraut í Iðnskólanum í Hafnarfirði en út- skrifaðist síðan sem bifvélavirki frá Borgarholtsskóla 17. desem- ber 2011. Ungur hóf hann störf Elsku Skúli minn. Það er mér mjög mjög þungt að skrifa til þin minningargrein, því við áttum að eiga svo mikinn tíma eftir sam- an, þú, Birna og litli Baltasar og við Salli að fylgjast með ykkur í nýja hlutverkinu sem foreldrar. Það var vorið 2011 er við hitt- umst fyrst á verkstæðinu okkar VélRás og ég man er ég tók í hönd þína er ég kynnti mig þá hugsaði ég: mikið er þetta vin- gjarnlegur og fallegur drengur. Sumarið leið og þú og Birna fór- uð að vera saman og var gaman að sjá ást ykkar vaxa og gleðina líka. Birna okkar fór að brosa og hafa gaman af lífinu aftur, en þú hjálpaðir henni mikið að vinna í sorginni vegna Karls Cesars sem við misstum sumarið 2010. Þið fóruð að búa og bjugguð til fallegt hreiður og var gott að koma til ykkar, það var svo mikil ró og kyrrð, en líka gleði. Við fórum tvisvar til útlanda um jól og eigum skemmtilegar minningar þaðan og verður gam- an að skoða myndirnar í framtíð- inni, en í dag er það bara svo sárt, því þú ert farinn frá okkur. Ég man daginn svo vel, 7.9. 2013, er þið voruð í New York og þú baðst Birnu uppi á Empire State. Ég fékk mynd af hring og hringdi strax til ykkar og við Salli vorum svo glöð og erum glöð að hafa fengið að hafa þig í lífi okkar, en nú ertu farinn að- eins lengra en við, en ég er viss um að við hittumst aftur. Gleðin er fréttin um að lítið barn væri að koma var líka mik- il, þið voruð bæði svo tilbúin og svo fæddist stór og fallegur drengur 24. júní, og þið Birna ljómuðuð af hamingju og amma og afi líka og allt okkar fólk. Við unnum sama á verkstæð- inu og oft áttum við gott spjall um ýmis málefni og var gaman að hlusta á þig, því þú vissir ótrúlegustu hluti, enda ertu bú- inn að lesa svo mikið af alls kon- ar bókum. Stundum komstu bara yfir á skrifstofu til mín og áttum við okkar stund, við gát- um talað um allt, og oft gafstu mér gott faðmlag er þú fannst að ég var döpur og mér leið alltaf betur á eftir. Það var gaman að gefa þér að borða og fannst þér venjulegur íslenskur matur bestur, líka villibráð. Þú og Salli gátuð talað um bíla o.fl. og fóruð í vinnuferðir/viðgerðartúra og áttuð góðar stundir við það sem þið höfðuð mest gaman af – sem sagt bíla og stórar vélar, strák- arnir á verkstæðinu sakna sam- starfsmanns og vinar. Ég sakna þín svo sárt og trúi ekki að við fáum ekki meiri tíma saman, þú ert mér í huga og nú ertu búinn að hitta hann Karl Cesar, ömmu Birnu og ömmu Möllu, bið þig að kúnsa þau með þínu góða faðmlagi. Takk fyrir allt, elsku vinur. Kveð þig með bæninni sem við bæði kunnum svo vel: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Þín elskandi tengdamóðir, Þóra Lind. Guðmundur Skúli Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Með þér er vorið yndislegt og sumarið dýrðin ein. Með þér er haustið göngutúr og ævintýri undir stein. Með þér er veturinn kertaljós koss og stök rós. (Bubbi Morthens) Söknum þín pabbi, Birna og Baltasar. Ég fann gullmola en tapaði honum. Hann fullkomnaði mig í gegnum súrt og sætt. Ég er óend- anlega þakklát fyrir þann tíma sem okkur gafst til að njóta lífs- ins hvort með öðru, vinum okkar og fjöldskyldum. Ef ég væri fugl og gæti flogið myndi ég fljúga til þín og taka þig með mér til tunglsins. Missirinn er sár. Ef ég ætti eina ósk, Gísli Ögmundsson ✝ Gísli Ögmunds-son fæddist 4. desember 1951. Hann lést 29. sept- ember 2014. Útför Gísla fór fram 8. október 2014. myndi ég óska mér þín aftur til mín, svo þú gætir lifað lífinu eins og þú hefðir kosið. Ef þú finnur þig knúna að koma aftur til mín. Birstu mér í draumi og segðu mér að þér líði vel. (Vjofn) Vonandi hefur þú fundið friðinn og ert verkjalaus, elsku kallinn minn. Þín, Sigurbjörg (Sibba) Vegna tæknilegra örðugleika birtist grein Sigurbjargar ekki með öðrum greinum hinn 9. októ- ber. Viðkomendur eru beðnir vel- virðingar á því. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINBJÖRG ZOPHONÍASDÓTTIR, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðju- daginn 30. september. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 10. október kl.13.00. Sveinn Elíasson, Ingibjörg Soffía Sveinsdóttir, Baldur Jóhann Baldursson, Elías Jón Sveinsson, Harpa Einarsdóttir, Baldur Sveinn Baldursson, Lára Helga Sveinsdóttir, Karl Baldvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR EINARSDÓTTIR, Svarfhóli, lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi mánudaginn 22. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jósef Rafnsson, Líney Traustadóttir, Sólrún Anna Rafnsdóttir, Jón Finnsson, Ásgeir Rafnsson, Rebekka Guðnadóttir, Hrafnhildur Jónína Rafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR frá Brekkum í Mýrdal, lést að kvöldi 6. október á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík. Fyrir hönd aðstandenda, Auðbert Vigfússon. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HJÁLMAR HAFÞÓR SIGURÐSSON, Hrauni, Hnífsdal, lést á heimili sínu fimmtudaginn 2. október. Hann verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 18. október kl. 14.00. Hulda Helgadóttir, Ólafur R. Hjálmarsson, Þóranna Þórarinsdóttir, Anna E. Hjálmarsdóttir, Jón Matthías Helgason, Hallgrímur Hjálmarsson, Hafrún Maríusdóttir, Helga S. Hjálmarsdóttir, Orri Sverrisson og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, DAGBJARTUR MAJASSON frá Leiru í Grunnavíkurhreppi, síðast búsettur í Sydney í Ástralíu, lést laugardaginn 4. október. Björk Dagbjartsdóttir, Gary Potter, Reynir Potter, Erika Hanrahan, Sean Hanrahan. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.