Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 99
MENNING 99
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
Sýningin Rás er sú fjórða íröð haustsýninga Hafn-arborgar. Þar sýna þauDaníel Þ. Magnússon,
Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Ívar
Brynjólfsson, Ívar Valgarðsson,
Sólveig Aðalsteinsdóttr og Þóra
Sigurðardóttir undir sýningarstjórn
Helgu Þórsdóttur menningarfræð-
ings og myndlistarmanns. Fram
kemur í sýningarskrá að sýning-
arhugmyndin að baki Rás tengist
neikvæðu viðhorfi til listarinnar í
þjóðfélagsumræðu undanfarinna
ára, ekki síst umræðu um list-
sköpun sem óþarfa „lúxus“ á tím-
um niðurskurðar og kreppu. Með
Rás er hins vegar leitast við að
draga fram gildi og mikilvægi
skapandi hugsunar og listarinnar í
lífsbaráttu mannsins.
Í salnum á efri hæðinni liggur
slanga eða leiðsla sem vafin er í
hring á miðju gólfi. Inni í henni
rásar bláleitur vökvi, knúinn af raf-
magni og má segja að þannig tengi
höfundur verksins, Ívar Valgarðs-
son, hugvit, listsköpun og umbreyt-
ingaröfl. Í tvískiptu vídeóverki
Guðrúnar Hrannar, „Flökti“, flakk-
ar myndavélaraugað á mismunandi
hraða um herbergi innanhúss.
Verkið kveikir þanka um það
hvernig mannsaugað hefur tilhneig-
ingu til að skanna umhverfið með
leifturhraða. Þegar hlutunum er
fylgt hægt eftir verður reynslan
dýpri og við tökum betur eftir eigin
viðbrögðum í slíku ferli. Ljós-
myndaverk Sólveigar birta minn-
ingarbrot og þar er sem augum sé
lygnt aftur og skynjuninni leyft að
hvarfla á óræðum mörkum innri og
ytri veruleika. Í verkinu Vegir efn-
isins eftir Þóru, er dregið fram
hvernig listræn umbreyting á
hversdagslegum hlutum ljær þeim
nýja merkingu og hvernig sköp-
unarferlið kveikir einnig nýja
merkingu og form. Ljósmyndir Ív-
ars Brynjólfssonar þar hjá eru
„sýnishorn“ af hversdagslegum
hlutum eins og fatnaði, stól,
plöntum og glösum. Hér reynir
einnig á skynviðbrögð áhorfandans
sem gengur milli myndanna og
tengir myndefnið við eigin reynslu
eða minningar. Endurtekning er
gegnumgangandi stef í verkunum
og þau eiga það sammerkt að kalla
á virka skynræna þátttöku sýning-
argestsins, þótt misaðgengileg séu.
Öll fjalla þau með einhverjum hætti
um það hvernig listhugsun og
skapandi nálgun getur breytt
reynslu mannsins í hversdagslegri
tilveru.
Verkin í Sverrissal á neðri hæð
mynda sterkt samtal sem áhorfand-
inn á auðvelt með að taka þátt í.
Fallegar ljósmyndir af yfirborði
lækjar eftir Ívar Brynjólfsson
hanga í hnapp sem endurspeglar
flæði vatnsins. Áhorfandinn „geng-
ur með læknum“ ef svo má segja
og staldrar við einstaka mynd og
verður fyrir hughrifum. Velheppn-
að verk Daníels af ýmsum tröðum
og stígum hafa einnig slíka virkni
og vekja merkingartengsl og skyn-
hrif í ýmsar áttir, auk þess að
kveikja íhugun um tengsl tungu-
málsins og veruleikans. Ljós-
myndainnsetning Guðrúnar Hrann-
ar hrífur einnig áhorfandann með í
huglægt ferðalag. Í þessum sal ber-
ast skilaboð um gildi listarinnar
með áreynslulausum hætti til
áhorfandans: hvernig skapandi
skynjun, úrvinnsla og túlkun á um-
hverfinu getur verið vegvísir á ferð
um lífsins rými.
Umfjöllun í sýningarskrá byggist
á heimspekilegri umræðu sem
vissulega er áhugaverð í þessu sýn-
ingarsamhengi. Hins vegar er hætt
við því að lesefnið reynist torskilið
hinum almenna lesanda. Honum
kann að finnast þessi umræða í
nokkru ósamræmi við þá viðleitni
sýningarhöfundar að opna skilning
á gildi listarinnar. Í heild er sýn-
ingin fáguð og fagmannlega unnin.
Þegar best lætur kveikir hún í lág-
stemmdum einfaldleika sínum rás
hugleiðingar um það sem gefur líf-
inu gildi.
Umbreytingaröfl
Hafnarborg – Menningar- og
listamiðstöð Hafnarfjarðar
Rás – Daníel Þ. Magnússon, Guðrún
Hrönn Ragnarsdóttir, Ívar Brynjólfs-
son, Ívar Valgarðsson, Sólveig Að-
alsteinsdóttir, Þóra Sigurðardóttir
bbbmn
Til 19. október 2014. Opið kl. 12-17 alla
daga, fimmtud. til kl. 21. Lokað á þriðju-
dögum. Aðgangur ókeypis. Sýning-
arstjóri: Helga Þórsdóttir.
ANNA JÓA
MYNDLIST
Morgunblaðið/Golli
Rás „Í heild er sýningin fáguð og fagmannlega unnin,“ segir m.a. í dómi.
Play varð Plain
Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu
í gær kom fram að hún hefði nýverið
leikið á tónleikum í Berlín sem hefðu
verið hluti af hátíðinni Plain Nordic.
Hátíðin heitir hins vegar Play Nor-
dic og er beðist velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
mbl.is
alltaf - allstaðar
STOFNAÐ1987
einstakt
eitthvað alveg
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s
M
ál
ve
rk
:
Si
g
u
rb
jö
rn
Jó
n
ss
o
n
Gullna hliðið –★★★★★ – H.A. - DV
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 11/10 kl. 13:00 13.k. Sun 26/10 kl. 13:00 19.k. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k.
Sun 12/10 kl. 13:00 14.k. Sun 26/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k.
Sun 12/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k.
Lau 18/10 kl. 13:00 15.k. Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k.
Lau 18/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 6/12 kl. 13:00 27.k.
Sun 19/10 kl. 13:00 16.k. Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 7/12 kl. 13:00 28.k.
Sun 19/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Lau 13/12 kl. 13:00 29.k.
Lau 25/10 kl. 13:00 17.k. Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Sun 14/12 kl. 13:00 30.k.
Lau 25/10 kl. 16:30 18.k. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas.
Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins!
Bláskjár (Litla sviðið)
Sun 12/10 kl. 20:00 6.k. Sun 9/11 kl. 20:30 8.k.
Sun 19/10 kl. 20:00 7.k. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k.
Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar!
Gullna hliðið (Stóra sviðið)
Fim 9/10 kl. 20:00 6.k. Fim 16/10 kl. 20:00 8.k. Fös 24/10 kl. 20:00 10.k.
Fös 10/10 kl. 20:00 7.k. Fös 17/10 kl. 20:00 9.k.
Vinsæl verðlaunasýning frá Leikfélagi Akureyrar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fim 9/10 kl. 20:00 9.k. Mið 29/10 kl. 20:00 Aukas. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k.
Fös 10/10 kl. 20:00 10.k. Fim 30/10 kl. 20:00 15.k. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k.
Mið 22/10 kl. 20:00 aukas. Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k.
Fim 23/10 kl. 20:00 11.k. Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. Fös 21/11 kl. 20:00
Fös 24/10 kl. 20:00 12.k. Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Lau 22/11 kl. 20:00
Lau 25/10 kl. 20:00 13.k. Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Lau 29/11 kl. 20:00
Sun 26/10 kl. 20:00 14.k. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k.
Sýningar í Hofi Akureyri 17. október kl. 19 22
Skálmöld: Baldur (Stóra sviðið)
Lau 11/10 kl. 20:00 2.k.
Epískir tónleikar með leikhúsívafi. Aðeins þessar sýningar!
Gaukar (Nýja sviðið)
Fös 10/10 kl. 20:00 5.k. Fim 23/10 kl. 20:00 9.k. Fim 6/11 kl. 20:00
Sun 12/10 kl. 20:00 6.k. Sun 26/10 kl. 20:00 10.k. Sun 9/11 kl. 20:00 13.k.
Fös 17/10 kl. 20:00 7.k. Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k.
Lau 18/10 kl. 20:00 8.k. Lau 1/11 kl. 20:00 12.k.
Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur
★★★★ – SGV, MblHamlet –
Róðarí (Aðalsalur)
Sun 12/10 kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00
Eldklerkurinn (Aðalsalur)
Fim 9/10 kl. 20:00 Sun 19/10 kl. 20:00
Trúðleikur (Aðalsalur)
Sun 12/10 kl. 14:00
Lífið (Aðalsalur)
Lau 18/10 kl. 14:00 Sun 2/11 kl. 13:00 Sun 9/11 kl. 13:00
Sun 26/10 kl. 13:00 Sun 2/11 kl. 15:00 Sun 9/11 kl. 15:00
Sun 26/10 kl. 15:00 Lau 8/11 kl. 14:00
Strengir (8 ólík rými Tjarnarbíós)
Fim 23/10 kl. 19:00 Fös 31/10 kl. 19:00
Fös 24/10 kl. 19:00 Lau 1/11 kl. 19:00
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is