Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 78
78
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
AKUREYRI
Morgunblaðið
gefur út sérblað
Vertu viðbúin
vetrinum
föstudaginn
17. október
Vertu viðbúinn vetrinum
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn 13. október.
SÉRBLAÐ
Vetrarklæðnaður • Snyrtivörur • Ferðalög erlendis
Vetrarferðir innanlands • Skemmtilegar bækur
Námskeið og tómstundir • Hreyfing og heilsurækt
Bíllinn • Leikhús, tónleikar. • Skíðasvæðin hérlendis
Mataruppskriftir • Ásamt fullt af öðru spennandi efni!
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Á
þessu fimmta starfsári
Menningarhússins Hofs er
dagskráin að venju mjög
fjölbreytt og spennandi.
Það er ljóst að allir ættu að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir
Lára Sóley. „Gestum Hofs fjölgar
líka stöðugt og við tökum einnig eft-
ir aukinni ásókn viðburðahaldara í
að koma í húsið með ýmiskonar
menningarviðburði, ráðstefnur og
fundi.“
Lára Sóley bætir því við að það
sem einkenni þetta starfsár sé
kannski gróskan í norðlensku menn-
ingarlífi. Margir viðburðanna séu
þannig sprottnir
upp úr nær-
umhverfi Hofs.
„Þar má nefna að
Tónlistarfélag
Akureyrar held-
ur í vetur sína
mánaðarlegu há-
degistónleika,
svokallaðar föstu-
dagsfreistingar, í
Hofi. Þetta er
gert í samstarfi við 1862 Nordic
Bistró sem framreiðir léttan hádeg-
isverð meðan á tónleikum stendur.
Norðurljósin eru svo aftur nýir og
spennandi jólatónleikar þar sem ein-
vala lið norðlenskra tónlistarmanna
tekur á móti góðum gestum og núna
í lok október heldur Populus Tre-
mula, sem starfrækt hefur verið í
Listagilinu undanfarin ár, upp á 10
ára afmæli sitt með tónleikum í Hofi
ásamt Sigríði Thorlacius og Valdi-
mar Guðmundssyni. Norðlenski
stórtenórinn Óskar Pétursson held-
ur sýna árlegu tónleika um Páskana
og þá býður Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands auðvitað upp á glæsi-
lega dagskrá sem fyrr. Okkur for-
svarsmönnum Hofs þykir þessi þró-
un einstaklega ánægjuleg og við
efumst ekki um að tilkoma Hofs hafi
ýtt undir þessa grósku.“
Heiðurstónleikar í öndvegi
Þegar dagskráin í Hofi fyrir vet-
urinn framundan er skoðuð sést að
það er talsvert um tónleika sem efnt
er til í þeim tilgangi að heiðra tiltek-
inn flytjanda. „Já, heiðurstónleikar
af ýmsu tagi eru áberandi í Hofi í
vetur og þar koma við sögu stór
nöfn úr tónlistarsögunni. Frábærir
Led Zeppelin tónleikar fóru fram
um síðustu helgi og í september
seldist upp á þrjár sýningar af Bat
Out of Hell. Í vor verða meðal ann-
ars haldnir tónleikar til heiðurs Villa
Vill og Bítlunum. Einnig er þónokk-
uð um afmælistónleika. Raggi
Bjarna hélt nýverið tónleika í tilefni
af áttræðisafmæli sínu og Manna-
korn fagna 40 ára afmæli í þessum
mánuði með tvennum tónleikum svo
eitthvað sé nefnt,“ bætir Lára Sóley
við.
En tónleikar eru ekki einu uppá-
komurnar. Sjónlistasýningar eru
settar upp í opnum rýmum Hofs all-
an ársins hrings. „Um næstu helgi
lýkur sýningunni Sjónarhorn sem
vakið hefur verðskuldaða athygli
meðal gesta Hofs í sumar,“ bendir
Lára Sóley á. „Hún var unnin í sam-
starfi við Minjasafnið á Akureyri og
samanstóð af gömlum ljósmyndum
úr nærumhverfi Hofs sem hefur
heldur betur tekið breytingum í
gefnum tíðina.“
Ný sýning verður opnuð 18. októ-
ber. Yfirskrift hennar er Náttúra-
Fjölbreytt og spennandi í
Það stendur mikið til í Menningarhúsinu
Hofi, nú í haust sem endranær, og dagskráin
öll með líflegasta móti eins og Lára Sóley Jó-
hannsdóttir, verkefnastjóri í Hofi, segir frá
Akureyrarvaka Það eru fjölbreyttir viðburður á dagatali Hofs árið um kring.
Lára Sóley
Jóhannsdóttir
Ljósmyndir/Daníel Starrason