Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Verk listakvennanna Gerðar Helga-
dóttur og Nínu Tryggvadóttur setja
mikinn svip á Skálholtsdómkirkju.
Glerlistaverkin sem prýða kirkju-
gluggana eru eftir Gerði og mósaík-
altarismyndin var unnin eftir vatns-
litamynd Nínu. Á liðnu sumri var
liðið 51 ár frá vígslu kirkjunnar og
nú er svo komið að gera þarf við
skemmdir sem orðið hafa á gler-
listaverkunum og altarismyndinni.
Illa farnir af raka og fúa
Steindir gluggar Gerðar Helga-
dóttur í Skálholti liggja undir
skemmdum. Gerð hefur verið áætl-
un um viðgerð þeirra, eins og greint
var frá í Morgunblaðinu 1. október
sl. Aðalástæða skemmdanna er að of
lítið loftrými var á milli hlífðarglers-
ins að utan og steindu glugganna.
Hitabreytingar valda saggamyndun
á milli gluggabyrðanna.
Sumir gluggarnir í Skálholts-
dómkirkju eru orðnir svo feysknir
að menn óttast að þeir kunni að
detta úr komi sterkur jarðskjálfti,
að sögn séra Kristjáns Vals Ingólfs-
sonar vígslubiskups. Einu sinni eftir
slagviðri sá hann allt að 40 senti-
metra djúpt vatn á milli glerja í ein-
um glugganum. Kristján Valur sagði
það lengi hafa verið ljóst að gera
þyrfti við kirkjugluggana.
Jóhannes Ingibjartsson, formaður
bygginga- og listanefndar þjóðkirkj-
unnar, fór í Skálholt 2005 til eftirlits
og skoðaði um leið kirkjugluggana.
Þá var fúi kominn í tréverkið og ým-
islegt annað að og ljóst að gluggarn-
ir lágu undir skemmdum. Þegar
Kristján Valur var starfsmaður
Biskupsstofu var hann fenginn árið
2009 til að skrifa Oidtmann-
glerlistafyrirtækinu í Linnich í
Þýskalandi þar sem Gerður Helga-
dóttir vann gluggana. Vinna við gerð
þeirra og uppsetningu hófst 1959.
Dr. Stefan Oidtmann kom til
landsins 2010 og gerði úttekt á
gluggunum og skilaði skýrslu um
Altarismyndin Eftir Suðurlandsskjálftana árið 2000 kom fram mjó sprunga
í mósaíkmyndinni. Gera þarf við fúgurnar þar sem sprungan er.
Morgunblaðið/RAX
Skálholtsdómkirkja Steindu gluggarnir hennar Gerðar Helgadóttur og mósaíkaltarismyndin eftir Nínu Tryggvadóttur setja mikinn svip á kirkjuna. Í vet-
ur er stefnt að fjársöfnun til að standa straum af viðgerð á listglerinu og gluggaumbúnaðinum. M.a. þarf að skipta um burðarvirki glugganna.
hvað þyrfti að gera. Kristján Valur
tók við í Skálholti haustið 2011 og
segir brýnt að gera við skemmd-
irnar.
Tilboð Oidtmann í viðgerðina á
listglerinu hljóðar upp á rúmlega 25
milljónir króna. Þá er eftir að borga
fyrir flutning á glerinu í viðgerð og
heim, nýtt hlífðargler, efni og við-
gerð á burðarvirki glugganna. Ljóst
er að því fylgir talsverður kostn-
aður.
Gjöf til þjóðkirkjunnar
Kristján Valur rifjaði upp að
stjórnvöld hefðu fært þjóðkirkjunni
Skálholt að gjöf árið 1963 með öllum
gögnum hennar og gæðum. Fram
kom í frumvarpi til laga um gjöfina
að um væri að ræða „verðmæta al-
þjóðareign“ og að hún ætti að verða
til „sem mestra nytja fyrir þjóðina í
andlegu og menningarlegu tilliti“.
Kristján Valur sagði mikilvægt að
hafa í huga að Skálholt væri ekki
einungis eign þjóðkirkjunnar heldur
einnig þjóðarinnar allrar.
Fúgan sprakk í jarðskjálfta
Altarismynd Skálholtsdómkirkju
er mikil mósaíkmynd sem gerð var
eftir vatnslitamynd Nínu Tryggva-
dóttur. Myndin var unnin hjá verk-
stæði Oidtmann í Linnich í Þýska-
landi, því sama og vann
glerlistaverk Gerðar Helgadóttur.
Hver og ein mósaikflís mynd-
arinnar er merkt með númeri að aft-
anverðu og var stuðst við þau við
uppsetningu myndarinnar. Í Suður-
landsskjálftunum sumarið 2000 kom
fram sprunga í myndinni og þarf að
laga fúgur á milli flísanna þar sem
sprungan er.
Gera þarf við glerlistaverk og a
Skálholtsdóm-
kirkja var vígð í
júlí 1963. Nú er
kominn tími á við-
hald og fjársöfnun
er í undirbúningi
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
Skálholtsfélagið hið nýja ætlar að efna til fjáröflunar
í vetur vegna viðgerðar á gluggum og gler-
listaverkum Skálholtsdómkirkju. Í fyrra var haldið
upp á 50 ára vígsluafmæli Skálholtskirkju. Séra
Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup stóð þá fyrir
stofnun félagsins. Skálholtsfélagið hið eldra vann að
endurreisn Skálholtsstaðar fyrir meira en hálfri öld.
Formaður stjórnar Skálholtsfélagsins hins nýja er
Jón Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur, fyrrverandi
seðlabankastjóri og ráðherra. Hann sagði að stjórn
félagsins mundi leita eftir nákvæmri kostnaðaráætlun vegna
viðgerðar glugganna hjá Biskupsstofu.
„Við höfum verið í sambandi við dr. Stefan Oidtmann varð-
andi það sem að þeim snýr. Það þarf að taka steindu gluggana
niður og setja í glugga til bráðabirgða, væntanlega með filmum
sem gefur ímynd glugganna. Steindu gluggana þarf að senda
til Þýskalands til viðgerðar. Á meðan þarf að gera við glugga-
umbúnaðinn. Þetta verkefni getur tekið eitt til tvö ár og kostað
ef til vill 40-50 milljónir,“ sagði Jón.
Stofna á sérstakan sjóð vegna söfnunarinnar og fá staðfest-
ingu ríkisskattstjóra á því að framlög í sjóðinn verði frádrátt-
arbær hjá lögaðilum. Jón sagði ekki raunhæft að reyna fjáröfl-
unina án þess að þetta lægi fyrir. „Þetta er stórkostlegt
verkefni sem mun taka marga mánuði að vinna. Það þorir eng-
inn að leggja af stað í viðgerðina fyrr en búið er að ljúka fjár-
mögnuninni. Þetta er meginverkefnið sem við höfum hugsað
niður því þar vantar gangstíga. Jón sagði að Þorláksbúð væri
listaverk af hendi Gunnars heitins Bjarnasonar en heimamenn
vissu ekki hvernig ætti að nýta húsið. Hugmyndin er að minn-
ingarmarkið um Ragnheiði Brynjólfsdóttur verði suðaustur af
Þorláksbúð. Þá nefndi Jón að ekki væri búið að gera fornleifa-
rannsóknir nema á þriðjungi gamla Skálholtsstaðar og þar biðu
mikil verkefni á sviði fornleifarannsókna.
Næsta stórverkefni á eftir gluggaviðgerðinni verður að vinna
að því að Skálholtsbókasafn fái framtíðaraðstöðu sem hæfir
þessu dýrmæta safni, að sögn Jóns. Einnig á að láta laga
dönsku kirkjuklukkuna sem brotnaði árið 2002. Þá hefur verið
rætt um að gera þurfi göngustíga ekki síst til þess að verja
kirkjugarðinn þeim mikla ágangi sem þar er. Í votviðrinu á liðnu
sumri traðkaðist jarðvegurinn víða niður í svörð. Í móttökuhúsi
við bílastæðið í Skálholti er sýning, en sú aðstaða er ófullnægj-
andi fyrir gesti staðarins, að mati Jóns.
Hann sagði ekki gott ef óvissa fengi að ríkja um hver framtíð
Skálholts ætti að vera. „Við hugsum um Skálholtsstað sem
biskupsstól með dómkirkju og menningarsetur sem er opið
gestum. Það er til önnur hugmynd og hún er um Skálholtsstað
sem ferðamannamiðstöð með dómkirkju. Þjóðkirkjan þarf að
gera það upp við sig hvora leiðina hún vill fara,“ sagði Jón.
„Þarna bíða ótal verkefni. Draumur okkar er að fá samþykki og
ákvörðun nýs kirkjuráðs um fjársöfnun í vetur. Við höfum sam-
ið drög að skipulagsskrá sjóðsins og munum leggja hana fram.
Eftir það getum við gengið í fyrirtæki og beðið um stuðning.“
mest um, hvernig við getum hjálpað til að afla fjár
svo gert verði við þessa glugga.“ Jón sagði að í
skattalögum væri ákvæði um skattaafslátt lögaðila
og þeir gætu varið allt að 0,5% af tekjum til við-
urkenndra málefna án þess að greiða skatt af gjöf-
inni. Jón sagði að þetta gætu stór fyrirtæki gert og
væri framlaginu dreift á 2-3 ár gæti fjáröflun af þess-
ari stærðargráðu orðið raunhæf.
Minningarmark um Ragnheiði
Jón sagði stefnt að því að Skálholtsfélagið hið nýja héldi innan
tíðar fund með heimamönnum og nágrönnum Skálholts-
dómkirkju. Þar á að fara yfir hugmyndir félagsins um aðgerðir
til stuðnings Skálholti og viðhalds á staðnum. Einnig er verið
að athuga með hvaða hætti megi útbúa minningarmark um
biskupsdótturina Ragnheiði Brynjólfsdóttur og fjölskyldu
hennar í Skálholti. „Þjóðin hefur áhuga á þeirri sögu og máli
Ragnheiðar. Það væri virðingarvert og ánægjulegt að geta gert
því vegleg skil á staðnum. Gröf þeirra er sennilega 4-5 metra
austan við kirkjuna,“ sagði Jón.
Hann sagði að dómkirkjan í Skálholti hefði gegnt sínu hlutverki
með mikilli prýði en þegar betur væri skoðað sæist að þar lægi
ýmislegt undir skemmdum. Auk glugganna þyrfti að laga
kirkjuklukku og huga að framtíð Skálholtsbókasafns.
Austan við dómkirkjuna er kirkjugarður og inni í honum var
Þorláksbúð reist. Svæðið í kringum Þorláksbúð er að troðast
Ætla að safna fyrir viðgerð á steindu gluggunum
SKÁLHOLTSFÉLAGIÐ HIÐ NÝJA HEFUR ÞAÐ MARKMIÐ AÐ STUÐLA AÐ UPPBYGGINGU OG VIÐHALDI SKÁLHOLTSSTAÐAR
Jón Sigurðsson