Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 63
63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Skógur Svo virðist sem borgin sé að vakna til lífsins og framkvæmdagleði ríkjandi miðað við kranana sem eru áberandi í miðborginni og setja sinn svip á umhverfið. Árni Sæberg Það er margt sem við Íslendingar getum lært af frændum okkar norskum. Sérstök ástæða er til að sam- fagna með þeim í ár vegna tveggja sögu- legra viðburða, annars vegar afmælis stjórn- arskrárinnar sem þeir settu sér á Eiðsvelli vorið 1814 og lagði grunninn að þing- bundnu lýðræði, og hins vegar höfn- un á inngöngu í Evrópusambandið í nóvember 1994. Tvöhundruð ára af- mælis stjórnarskrárinnar hefur þeg- ar verið minnst hátíðlega en enn standa yfir viðburðir um allan Noreg undir merki samtakanna Nei til EU sem ná munu hámarki 28. nóvember næstkomandi. Leikfléttur undir forystu sósíaldemókrata Fyrir þeim sem höfðu aðstöðu til að fylgjast allnáið með atburða- rásinni á Norðurlöndum á árunum 1989-1994 eru leikflétturnar sem efnt var til af stuðningsmönnum ESB-aðildar í fersku minni. Þær hófust með útspili Jacques Delor hins franska og Gro Harlem Brundt- land 1988-89 um nánari tengsl Norð- urlanda og þáverandi Evrópubandalags (EB) í formi tveggja stoða samstarfs undir hatti EB og EFTA. Dan- mörk var allt frá 1973 aðili að Evrópu- bandalaginu og ráðandi meirihluti þar vildi fá önnur Norðurlönd með í púkkið. Forysta sósí- aldemókrata í Noregi og Svíþjóð hafði lengi horft til EB-aðildar en Norðmenn felldu þegar árið 1972 fyrirliggjandi samning. Tveggja-stoða-módelið átti að vera áfangi á leið til að tryggja að slíkt gerðist ekki öðru sinni. Við- ræður þar að lútandi hófust þegar 1989, einnig með þátttöku íslenskra stjórnvalda, en í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi tóku ráðandi öfl stefnu á fulla aðild. Fall Sovétríkjanna 1990 ýtti undir þau viðhorf, sérstaklega meðal Finna. Evrópubandalagið breytti jafnframt grunnreglum sín- um með Maastricht-sáttmálanum 1993 og til varð European Union (EU) sem við köllum Evrópusam- band (ESB). Söguleg andstaða norsks almennings Norðmönnum var tilraunin frá 1972 enn í fersku minni og 1989 var efnt til almannasamtaka þvert á stjórnmálaflokka til að bregðast við endurnýjaðri tilraun um aðild. Þar var fremstur í forystu Kristen Nyga- ard (1926-2002) tölvunarfræðingur, reyndur úr baráttunni um 1970. Það sem skipti sköpum voru hins vegar undirtektir norsks almennings til sjávar og sveita, sem fylkti sér undir merki andstöðunnar við aðild og komu frá flestum ef ekki öllum byggðarlögum landsins. Sumarið 1994 var gífurleg og vaxandi spenna eftir að ákveðin hafði verið þjóð- aratkvæðagreiðsla um fullgerðan samning í löndunum þremur og hag- að þannig að fyrst skyldi kosið um aðild í Finnlandi og Svíþjóð og síðast í Noregi þar sem menn töldu úrslitin tvísýnust. Lengi vel mældu skoð- anakannanir meirihluta fyrir aðild, en það bil minnkaði er nálgaðist kjördag 28. nóvember. Afdrifaríkt reyndist þegar forysta norska al- þýðusambandsins (LO) tapaði kosn- ingu um að mega nota sjóði verks- lýðshreyfingarinnar til stuðnings fyrir aðild. Eftirminnilegt Norður- landaráðsþing Norðurlandaráð hélt haustþing í Tromsö 15. nóvember 1994, tveimur vikum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl- una. Báðar fylkingar, með og móti aðild, leituðust við að koma boðskap sínum á framfæri í tengslum við þennan atburð, en ekki leyndi sér hvorir höfðu meiri hljómgrunn á staðnum, andstaðan við ESB-aðild hvergi meiri en í Norður-Noregi. Einnig deildu norrænir þing- fulltrúar hart, en aðild Íslands að EES var þá ráðin. Ekki fór hins veg- ar fram hjá viðstöddum að íslenski utanríkisráðherrann Jón Baldvin Hannibalsson talaði í Tromsö öðrum tungum um ESB en þáverandi for- sætisráðherra Davíð Oddsson. Nið- urstaða norskra kjósenda tveim vik- um síðar, 52,2% á móti aðildar- samningi en 47,8% með, kom flestum utanaðkomandi á óvart, en þó tæp- ast þeim sem fylgst höfðu með þrótt- mikilli baráttu samtakanna Nei til EU. Samkvæmt skoðanakönnunum myndu nú að minnsta kosti 70% norskra kjósenda hafna ESB-aðild. Aðdáunarverð þrautseigja Eftir þennan sögulega árangur hefði mátt ætla að samtökin Nei til EU rifuðu seglin, en sú varð ekki raunin. Því réð reynslan af end- urteknum tilraunum stjórnmála- og hagsmunaafla að ganga gegn 49. grein stjórnarskrárinnar frá 1814 um „folkestyre“, þ.e. löggjafarvaldið í höndum þjóðar og Stórþings. Þessi þrautseigja ber vott um innsæi og skarpan skilning á eðli sjálfstæð- isbaráttu þjóðar. Samtökin Nei til EU hafa haldið uppi þróttmiklu starfi alla götu síðan, áfram með fót- festu í félagseiningum um allan Nor- eg. Fræðsla um þróun ESB og áhrif forskrifta frá Brussel gegnum EES- samninginn er stöðugt á dagskrá í fréttabréfum og á fundum samtak- anna. Margir eldhugar hafa fallið frá en reyndir forystukaftar hafa fyllt þeirra skörð og menn borið gæfu til að standa saman um meginatriði óháð tengslum við stjórnmálaflokka. Á engan er hallað þótt nefnt sé sér- staklega nafn Dags Seierstads, sem í áratugi hefur miðlað af þekkingu sinni á þróun og stöðu Evr- ópussambandsins. Hann er aðalhöf- undur að hátíðarriti samtakanna sem kemur út á þessum tímamótum. Íslendingar, og þar á meðal Heims- sýn; hreyfing sjálfsstæðissinna í Evrópumálum, geta margt lært af baráttu Norðmanna við að varðveita arfinn frá Eiðsvelli. Þörfin á varð- stöðu um þjóðlegt sjálfstæði hefur aldrei verið brýnni en nú. Eftir Hjörleif Guttormsson » Það sem skipti sköpum voru undir- tektir norsks almenn- ings til sjávar og sveita sem fylkti sér undir merki andstöðunnar við ESB-aðild Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Mikill meirihluti Norðmanna myndi nú hafna ESB-aðild Sjávarútvegs- ráðherra hefur kynnt flutning Fiskistofu til Akureyrar. Engin greining liggur að baki ákvörðuninni og ekk- ert samráð hefur verið haft við starfsfólk. Ekki liggur fyrir hversu margir starfs- menn þurfa að flytja búferlum. Engin heim- ild er í lögum fyrir flutningnum og því þarf Alþingi að samþykkja flutn- inginn. Hann hefur hins vegar ekki verið kynntur í þingflokkum stjórn- arflokkanna og hann var ekki rædd- ur í ríkisstjórn áður en sjáv- arútvegsráðherra tilkynnti hann opinberlega. Það liggur því ekkert fyrir um það hvort þingmeirihluti stjórnarflokkanna stendur að baki ákvörðuninni. Þessi framgangsmáti einn er forkastanlegur. Þykjustulausnir Þetta eru dæmigerð vinnubrögð gengins tíma. Opinber þjónusta á landsbyggðinni verður ekki byggð upp með svona fruntaskap. Af hverju er Fiskistofa yfir höfuð í Hafnarfirði? Jú, vegna þess að Hafnfirðingur á ráðherrastóli ákvað staðsetninguna á sín- um tíma. Eftir flutning Fiskistofu til Akureyr- ar væri áfram full- komin óvissa um það hversu lengi eða í hvaða formi stofnunin yrði á Akureyri. Hvert ákveður næsti ráð- herra að flytja hana? Hvar verður Akureyri stödd þá? Á sama tíma stendur þessi ráð- lausa ríkisstjórn að fordæmalausri aðför að opinberri þjónustu á lands- byggðinni. Tökum nokkur dæmi. Vegið að framhaldsskólum á landsbyggðinni Framhaldsskólar á landsbyggð- inni eru skornir niður við trog í nýju fjárlagafrumvarpi: Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Menntaskólinn á Tröllaskaga, nýjar og framsæknar menntastofnanir, fá fyrirmæli um fækkun nemendaígilda svo nemur nærri 20%. Sama má segja um Menntaskólann á Egilsstöðum. Skólaárið fellur ekki saman við fjár- lagaárið, svo skólunum virðist nauð- ugur sá kostur að segja strax upp starfsfólki. Hvaða áhrif mun það hafa á skólastarf og skólagöngu þeirra nemenda sem skólarnir hafa þegar veitt skólavist? Framhaldsskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Menntaskóli Borgarfjarðar, Framhaldsskólinn á Laugum, Fjölbrautaskólinn í Vest- mannaeyjum og Framhaldsskólinn á Húsavík bera allir skarðan hlut frá borði. Erfitt er að sjá hvernig marg- ir þessara skóla og sérstaklega þeir minni sem verða verst úti munu lifa þennan niðurskurð af. Fjölbreyttir framhaldsskólar á landsbyggðinni eru lífæð hennar. Þeir eru forsenda þess að fólk geti fengið framhaldsmenntun í heima- byggð, en þurfi ekki að flytja burt. Því fleiri og fjölbreyttari sem þeir eru, því betra. En ríkisstjórnin stefnir þarna í öfuga átt. Þessi breyting kallar óhjákvæmi- lega á fækkun kennara í framhalds- skólum á landsbyggðinni. Fram- haldsskólakennarar eru í dag hryggjarstykkið í opinberri þjón- ustu og oft mikilvægustu og best menntuðu opinberu starfsmennirnir í hinum dreifðu byggðum. Þeir munu ekki hafa að neinu öðru að hverfa. Jafnframt er stoðunum kippt undan dreifnámi í landsbyggðunum, sem hefur skilað mikilvægum ár- angri: Stutt við rekstrargrunn þess- ara minni menntastofnana og aukið aðgengi ungs fólks að framhalds- menntun í heimabyggð. Fækkað í heilbrigðisþjónustu og staðbundinni stjórnsýslu Til viðbótar þessu standa innan- ríkisráðherrann og heilbrigð- isráðherrann þessar vikurnar að stærstu einstöku niðurlagning- araðgerð í opinberri þjónustu í landsbyggðunum með sameiningu sýslumannsembætta, lögreglu- stjóraembætta og heilbrigðisstofn- ana. Í tilviki heilbrigðisstofnananna er verið að færa þjónustu fjær fólki enn einn ganginn og á Akureyri stendur heilbrigðisráðherra Sjálf- stæðisflokksins fyrir allsherjarrík- isvæðingu nærþjónustu við íbúana. Aukin miðstýring, meiri einhæfni og minni fjölbreytni virðast vera ein- kunnarorð sjálfstæðisráðherra. Eigum við svo eitthvað að ræða klípurnar litlu sem hvarvetna blasa við? Minnkun starfshlutfalls hjúkr- unarfræðings á Borgarfirði eystri og Vopnafirði? Lokun starfsemi Vinnu- málastofnunar á Húsavík og í Vest- mannaeyjum? Lokun framhalds- skólanna fyrir fólki yfir 25 ára aldri? Afnám vinnustaðanámssjóðs, sem hefur fjölgað tækifærum fyrir fólk í verknámi? Niðurstaðan er einföld: Rík- isstjórnin vegur að lífæð byggðanna og leggur niður mikilvæg opinber störf í þjónustu við fólk. Hún reynir að dreifa athyglinni með því að kaupa sér stundarvinsældir með stórkarlalegum aðgerðum sem aldr- ei munu duga sem stoð fyrir lands- byggðirnar til lengri tíma litið. Jafn- vel þótt Fiskistofa yrði flutt til Akureyrar, er nettótap landsbyggð- anna af þessum hreinsunar- aðgerðum ríkisstjórnarinnar marg- falt á við þann ávinning. Og enn keppist ríkisstjórnin við að ala á óvild milli höfuðborgar og landsbyggðar. Hún getur bara sundrað, aldrei sameinað. Att einum gegn öðrum, tekið einn fram yfir annan. Við þurfum annars konar rík- isstjórn sem vinnur í þjóðar þágu. Eftir Árna Pál Árnason »Ríkisstjórnin vegur að lífæð byggðanna og leggur niður mik- ilvæg opinber störf í þjónustu við fólk. Árni Páll Árnason Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Aðför ríkisstjórnarinnar að landsbyggðunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.