Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 58
58 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Eitt helsta tákn Parísar, Eiffel-- turninn, hefur tekið breytingum og glergólf prýðir nú neðstu hæðina sem var tekin í notkun að nýju á mánudaginn var. Vonast er til þess að breytingarnar auki áhuga gesta á að skoða sig um á fyrstu hæðinni en hún er sá hluti turnsins sem hef- ur notið minnstrar hylli til þessa. Flestir gesta turnsins hafa farið upp á efstu hæðina sem er í 325 metra hæð. Með glergólfinu á fyrstu hæðinni má búast við því að einhverjum gestum verði um og ó þegar þeir horfa niður í gegnum gólfið sem er 57 fermetrar að stærð. „Það fer svolítið um mann á glergólfinu, þótt glerið sé sterkt,“ sagði einn gest- anna. Breytingarnar kostuðu 30 millj- ónir evra, jafnvirði 4,5 milljarða króna, og hafa tekið tvö ár. Meðal annars hafa verið settar upp versl- anir, veitingastaðir og safn þar sem saga turnsins, sem er 125 ára gam- all, er sögð á sjö risaskjáum. Eiffel-turninn var byggður úr járni fyrir heimssýninguna árið 1889 og í 40 ár var hann hæsta bygging heims, eða allt þar til Chrysler-byggingin reis í New York árið 1930. AFP Ekki fyrir lofthrædda Starfsmaður hreinsar nýtt glergólf Eiffel-turnsins í París eftir breytingarnar á byggingunni. „Það fer svolítið um mann“  Breytingar á Eiffel-turninum Heimildir: SETE, Agence Moatti-Rivière Hafist var handa við endurbætur og breytingar á turninum árið 2012 Kostnaður: 4,5 milljarðar króna Gestir: 6,74 milljónir árið 2013 Tveir nýir glerskálar Ferrie- skálinn Fyrir ýmsa viðburði, t.a.m. í listum, á tveimur hæðum Eiffel-skálinn Ráðstefnusalur (hæð: 6,8 m) 1 2 Öryggis- hindrun úr gleri Glergólf er á neðstu hæðinni Endurbætur á biðstofum og lyftum Vindhverflar Sólarrafhlöður Regnvatn fyrir salerni Eiffel-turninum breytt Sjálfbær tækni: 57 m 324 m Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Óhjákvæmilegt er að ebólusmit komi upp í Evrópu en hættan á ebólu- faraldri í álfunni er mjög lítil, að sögn Zsuzsanna Jakab, sem stjórnar starfsemi Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar (WHO) í Evrópu. „Það er óhjákvæmilegt að ebóla stingi sér niður í Evrópu vegna ferða milli álfunnar og landanna þar sem faraldurinn geisar. Hins vegar er hægt að afstýra því að veiran breið- ist út í Evrópu og hættan á að það gerist er mjög lítil,“ sagði Jakab. Sex manns eru nú í sóttkví á sjúkrahúsi í Madríd eftir að hjúkr- unarfræðingur smitaðist af ebólu- veirunni. Hjúkrunarfræðingurinn, fertug kona, hafði hjúkrað tveimur spænskum trúboðum sem smituðust af veirunni í Vestur-Afríku og voru fluttir á sjúkrahúsið í Madríd. Læknir hjúkrunarkonunnar sagði í gær að talið væri að hún hefði smit- ast þegar hún fór úr hlífðarbúningi sínum og snerti andlitið með hanska. Á meðal þeirra sem eru í sóttkví á sjúkrahúsinu eru eiginmaður kon- unnar og tveir aðrir hjúkrunarfræð- ingar. Um 52 til viðbótar, flestir þeirra starfsmenn sjúkrahússins, verða undir eftirliti lækna í varúðar- skyni. Yfir 200 heilbrigðis- starfsmenn látnir Alls hafa 3.439 dáið af völdum ebóluveirunnar í Vestur-Afríku það sem af er árinu, þar af yfir 200 heil- brigðisstarfsmenn, að sögn tímarits- ins Time. Ebólufaraldurinn hefur valdið Vestur-Afríkuríkjunum Líberíu, Síerra Leóne og Gíneu miklu efna- hagslegu tjóni. Alþjóðabankinn áætlar að tjónið geti numið 32 millj- örðum dala, jafnvirði rúmra 3.800 milljarða króna, fyrir lok næsta árs ef ekki tekst að hefta útbreiðslu sjúkdómsins og afstýra því að hann berist til fleiri ríkja í Vestur-Afríku. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkj- anna hefur ákveðið að auka eftirlit með farþegum flugvéla sem koma frá Líberíu, Síerra Leóne og Gíneu. M.a. verður athugað hvort þeir séu með hita og þeim verður gert að svara spurningum eftirlitsmanna. Skýrt var frá því í gær að Banda- ríkjamaðurinn Thomas Eric Duncan hefði látist af völdum ebólu á sjúkra- húsi í Texas. Duncan smitaðist af ebólu í Líberíu þegar hann hélt á 19 ára barnshafandi stúlku heim af sjúkrahúsi eftir að henni var vísað frá vegna plássleysis. Þetta er fyrsta dauðsfallið í Bandaríkjunum af völd- um faraldursins. AFP Skæð farsótt Sjálfboðaliðar í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, sækja lík fólks sem dó af völdum ebólu sem hefur kostað nær 3.500 manns lífið. Lítil farsóttar- hætta í Evrópu  Eftirlit með farþegum hert vestra Bretar senda sjúkraskip og þyrlur » Bretar ætla að senda sjúkra- skip, þrjár þyrlur og 750 manna herlið til Síerra Leóne til að taka þátt í baráttunni gegn ebóluveirunni. » Sjúkraskipið verður notað til að lækna ebólusjúklinga og nota á þyrlurnar til að flytja lækna á svæði þar sem þeirra er þörf. Margir virtu blóðmánann, al- myrkva á tungli, fyrir sér í gær, en hann mátti sjá frá vesturhluta Norður- Ameríku, Kyrra- hafinu, austur- hluta Ástralíu og Asíu. Máninn sást ekki frá Íslandi. Almyrkvi á tungli verður þegar tunglið fellur inn í skuggann sem jörðin varpar á tunglið en þetta er í eina skiptið sem skuggi jarðar fell- ur á tunglið. Þetta gerist aðeins þegar tunglið er fullt. Rauði lit- urinn skýrist af ljósdreifingu, þ.e. ljós frá sólinni berst í gegnum loft- hita frá jörðinni, dreifist og verður rautt. Ljósið fer til tunglsins, end- urvarpast á yfirborðinu og þá sést ljósið frá öllum sólarupprásum og sólsetrum jarðarinnar. larahalla@mbl.is ALMYRKVI Á TUNGLI Margir sáu blóð- mána á himni Máninn sést hér frá Indlandi. Náðu þér í aukin ökuréttindi Fagmennska og ökufærni í fyrirrúmi Öll kennslugöng innifalin www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 og 894 2737 • Opið 10-17 alla daga Næsta námskeið hefst 15. okt. ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku Meirapróf Þekking og reynsla í fyrrirúmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.