Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 68

Morgunblaðið - 09.10.2014, Side 68
68 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk. 570 4800 Grensásvegur 13 - 2. hæð Reykjavík - gimli@gimli.is Árni Stefánsson, viðskiptafræðingurFASTEIGNASALA Vorum að fá í einkasölu gott 166 fm parhús á einni hæð. Húsið sem byggt er árið 1994 er timburhús með múrsteinsklæðningu. Þrjú rúmgóð herbergi. Stór björt stofa og borðstofa. Stór timburverönd til suðurs og fallegur garður. Innbyggður 28 fm bílskúr með góðri lofthæð. Verð 44,5 millj. 246 fm parhús á þremur hæðum, m/bílskúr og auka- íbúð í kjallara. Stór og góð stofa með suðurverönd. Þrjú svefnherbergi. Gesta- snyrting. Flísalagt baðherb- ergi. Aukaíbúð: Svefnherb- ergi, stofa, eldhús, þvottahús og geymsla. Eign á góðum stað í fallegu hverfi. LAUS STRAX. Verð 40,5 millj. Falleg 151,4 fm íbúð á tveimur hæðum á þessum eftirsótta stað í Smáranum Kópavogi. Fimm góð svefn herbergi. Stofa með mikilli lofthæð, fallegur arinn. Góð viðarinnrétting í eldhúsi. Þvottahús innan íbúða. Íbúð- in er laus við kaupsamning. Stutt í skóla og alla þjónustu. Verð 36,9 millj. VIÐARÁS - PARHÚS Á EINNI HÆÐ SKÓLAGERÐI - PARHÚS LINDASMÁRI 45 - FIMM SVEFNHERBERGI OP IÐ HÚ S Traust þjónusta í 30 ár OPIÐ HÚS Í DAG FIMMTUD. 9. OKT. FRÁ KL. 17:30-18:00 Skógræktarfélag Ís- lands, ásamt sex skóg- ræktarfélögum á Vest- fjörðum, ályktaði nýlega með upp- byggðum vegi um Teigsskóg í vest- anverðum Þorskafirði og þar með á móti verndun eins elsta og heillegasta, villta birki- skógar á Vestfjörðum. Sigurður Blöndal, sá mikli skóg- ræktarfrömuður, segir í ferðalýs- ingu frá 1980: „Skoðuðum Teigs- skóg. Stórkostlega fallegt náttúrufyrirbæri. Samfellt kjarr. Hæst 4-5 m. Jarðvegur mest frá- bær.“ Og birkinefndin sem um- hverfisráðherra skipaði árið 2006 með aðild Skógræktarfélags Íslands komst að því að: „Gamlir íslenskir birkiskógar eru auðlind, sem fela í sér bæði náttúru og nýtingararfleifð sem ekki er annars staðar að finna.“ Skógræktarfélögin telja aftur á móti fagvinnu Skipulagsstofnunar og rök allra þeirra sem lýst hafa kjarrskóg þennan vera gersemi sem beri að vernda „haldlaus rök, notuð sem yfirvarp“. Í ályktun þeirra kemur einnig fram að eyðing sex hektara af gamalgrónum birkiskógi verði að teljast „óverulegur skaði“. Berum það saman við verðmætamat Skógræktarfélags Reykjavíkur vegna tjóns sem varð á ræktuðum barrskógi í Heiðmörk árið 2007 við vatnsveituframkvæmdir Kópavogs- bæjar. Félagið fór í mál vegna þessa og fékk með dómi tæpar 19,5 millj- ónir króna í bætur fyrir 559 tré sem fjarlægð voru, 35 þúsund fyrir hvert tré. Þéttleiki trjáa í villtum birkiskógi er oft á bilinu 3500-5500 tré á hekt- ara. Á sex hekturum geta því vaxið 30 þúsund birkitré. Ef við notum sama verð og Skógræktarfélag Reykjavíkur fékk fyrir trén í Heið- mörk leggja sex hektarar í Teigs- skógi sig því á tæpan milljarð og allt í einu eru jarðgöng undir Hjallaháls orðin samkeppnisfær í verði; það eru nefnilega aðrar góðar vegteng- ingar færar á sunn- anverðum Vest- fjörðum en bara um Teigsskóg. Margir munu lík- lega blása á þessa rök- semdafærslu og það skal fúslega við- urkennt að ekki er um nákvæma hagfræði að ræða. Að mati grein- arhöfundar eru þó margra áratuga gömul birkitré ekki síður verðmæt en ræktuð barrtré á sama aldri. Eyðilegging 30 þúsund birki- trjáa er þó ekki aðalatriði þessa máls heldur það að gamalgróið vist- kerfi Teigsskógar verður rofið með uppbyggðum þjóðvegi. Í því sam- bandi gildir einu hvar í skóginum vegurinn liggur. Ofangreind ályktun skógrækt- arfélaganna lýsir miklum hroka og er dapurleg í ljósi þess að einn helsti tilgangur Skógræktarfélags Íslands við stofnun árið 1930 var að berjast fyrir verndun villtra birkiskóga. Hvað rekur þá forystumenn félag- anna til að álykta svona árið 2014? Gera þau ekki greinarmun á villtum birkiskógi og nýrækt? Finnst þeim of mikið af gamalgrónum birkiskóg- um í landinu? Undirritaður getur ekki svarað þessum spurningum en fullyrðir að með þessu hafi skóg- ræktarfélögin dæmt sig úr leik í umræðu um sjálfbæra og heilbrigða landnýtingu. Og hér eftir verður erfitt að taka mark á fagurgala þeirra um mikilvægi nátt- úruverndar og endurheimtar birki- skóga. Heggur sá er hlífa skyldi Eftir Snorra Baldursson » Skógræktarfélögin telja aftur á móti rök þeirra sem lýst hafa Teigsskóg gersemi sem beri að vernda, „haldlaus rök, notuð sem yfirvarp“. Snorri Baldursson Höfundur er líffræðingur og áhugamaður um náttúruvernd Það er með ólík- indum, að þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Árnason, sem segist aldrei hafa drukkið áfengi og ætli sér ekki að gera það í framtíðinni, skuli hafa tekið að sér það skað- væna hlutverk um út- breiðslu áfengis með frumvarpi á Alþingi um sölu áfengis í matvörubúðum. Þeir, sem ekki treysta sér til að lífa án áfengis hljóta að láta það nægja að nálgast áfengi í verslunum ÁTVR, en hafa það umfram allt hugfast, að áfengi er talið hættulegasta eiturlyfið að dómi þeirra, sem mesta þekkingu hafa á sviði fíkniefnamála. Lands- flokkur Sjálfstæðisflokksins hafði áð- ur samþykkt sölu áfengis í mat- vörubúðum. Þetta frumvarp er hrein aðför að áfengisvörnum, en augljóst, er að áfengisdrykkja mun aukast, ef frum- varpið verður að lögum og um leið vaxa það mikla tjón og aðrar hörm- ungar sem áfengið veldur. Með frum- varpi þessu er ekki farið að ráðlegg- ingum sérfræðinga t.d. hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, en sú stofnun mælir með því að takmarka aðgengi að áfengi til að draga úr neyslu þess. Þá er einnig ekki framfylgt þeirri ályktun Norðurlandaráðs á sl. ári að hvetja þjóðir Norðurlanda til að minnka áfengisneyslu á næstu árum. Verðlagning á áfengi verður óbreytt samkvæmt frumvarpi að fjárlögum meðan matarverð verður stór- hækkað. Þetta er óréttlát mismunun, en verðlagning á áfengi er eitt af ráð- um sérfræðinga til að draga úr áfeng- isdrykkju. Vafalaust er verið að þjóna hags- munum framleiðenda áfengis og sumra verslana með sölu áfengis í mat- vörubúðum og óskum þeirra sem vilja nálgast áfengi á sem auðveld- astan hátt. Ekki virðast þó allir verslunareig- endur vera áhugasamir um slíka sölu. Eins og fram kemur í blaða- viðtali við versl- unarstjóra Fjarð- arkaupa sem segir: „Ég er í sjálfu sér ekki viss um, að það sé heppilegt skref að færa áfengið inn í kjörbúð- irnar, mér þykir það mjög tvíbent.“ Margir kjósendur Sjálfstæðisflokks- ins eru vafalaust mjög óánægðir með þessa stefnu síns flokks í áfeng- ismálum og íhuga, hvort flokkurinn verðskuldi stuðning þeirra í framtíð- inni. Afstaða annarra flokka Það er sómi fyrir Vinstri græna að hafa það sem flokksstefnu að vera á móti áfengi í matvörubúðum. Jafn- aðarmenn í Samfylkingunni ættu að minnast þess, að verkalýðsleiðtogar fyrri ára voru einbeittir í baráttunni gegn áfengisbölinu, svo og sumir leið- togar Alþýðuflokksins. Það er gleðiefni, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur lýst sig mótfallinn nefndu áfengisfrumvarpi og ættu aðrir framsóknarmenn á al- þingi að fylgja hans góða fordæmi. Þá gleymist ekki, að Ólafur Jóhann- esson, fv. forsætisráðherra, hvatti í áramótaávarpi til þjóðarinnar til þess að hafin yrði barátta gegn áfeng- istískunni. Og ekki verður minningu hins mikilsvirta fyrrverandi ráðherra Vilhjálms Hjálmarssonar betur minnst en að hafna nefndu frum- varpi, en hann veitti aldrei vín í sínum veislum. Flokkur sem kennir sig við Bjarta framtíð stendur ekki undir nafni ef hann beitir sér fyrir sölu áfengis í matvörubúðum, sem yrði dimmur skuggi á bjarta framtíð og velferð þjóðarinnar. Það er sorglegt, að í dag virðast viðhorf kvenna til áfeng- isdrykkju vera önnur en áður var, en þá stóðu kvennasamtök einhuga í barráttu gegn útbreiðslu áfengis. Nú hafa nokkrar konur stofnað til fé- lagsskapar kvenna sem hafa áhuga á bjórdrykkju. Verra fordæmi gefa mæður ekki börnum sínum en halda tryggð við Bakkus með ófyrirsjáan- legum afleiðingum fyrir börnin. Athyglisvert ávarp Á árinu 1981 var birt ávarp til þjóð- arinnar um baráttu gegn áfengisböl- inu frá 49 alþingismönnum, Sig- urbirni Einarssyni, biskupi, Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands, og Ólafi Jóhanni Sigurðssyni, rithöfundi. Þar segir m.a.: „Íslenska þjóðin verð- ur að snúast gegn áfengi sem öðrum fíkniefnum. Við hvetjum fólk til að endurskoða áfengisvenjur sínar og viðhorf til vínneyslu, draga úr eða hafna henni algerlega.“ Það væri þarft framlag hjá forseta Íslands og biskupi þjóðkirkjunnar að undirstrika með ávarpi framangreind aðvörunarorð, hvetja börn og ung- linga til að drekka aldrei áfengi og þingmenn til að fella frumvarpið um sölu áfengis í matvörubúðum. Heil- brigt þjóðfélag fær ekki að þróast, meðan mengað mannlíf af völdum áfengis og annarra fíkniefna fær óhindrað að lama vilja fólks til heil- brigðra lífshátta. „Meðan áfengi er örlagaríkt þjóð- félagsböl á það ekki við, að kristnir menn áskilji sér undanþágu í þæg- indaskyni eða vegna smekksatriða“ eru orð úr bók um áfengismál eftir Thorsten Behling. Megi þessi áminn- ing vekja ábyrgðartilfinningu hjá þingmönnum, áður en þeir taka af- stöðu til áfengissölu í matvörubúðum, og megi þeir sýna þá þjóðhollustu að hafna fyrrnefndu frumvarpi. Aðför að áfengisvörnum Eftir Árna Gunnlaugsson »Með frumvarpi þessu er ekki farið að ráð- leggingum sérfræðinga t.d. hjá Alþjóða heil- brigðisstofnuninni. Árni Gunnlaugsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.