Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 91

Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 91
MINNINGAR 91 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Það er erfitt að kveðja, sérstaklega þegar það er jafn góð kona og hún Adda tengdamóðir mín var. Þeg- ar ég kom fyrst inn á heimilið sextán ára gömul fannst mér hún ströng og hvöss í röddinni en það var aldeilis dæmi um það að dæma ekki bókina eftir kápunni. Þótt hún héldi af festu um heim- ilistaumana var það á réttlátan hátt og hún gat alltaf losað um. Hún sá um heimilið og börnin á meðan Sverrir, tengdapabbi, var á sjónum en þegar hann kom í land og börnin farin að geta séð meira um sig sjálf fór hún út á vinnumarkaðinn. Hún vann á Sambandsverksmiðjunum á Gleráreyrum alla sína starfsævi þótt ekki væri það alltaf á sama stað og fyrirtækin skiptu um nafn. Hún var einnig mjög virk í starfi stéttarfélagsins síns. Þau tengdapabbi áttu það sameiginlegt að gefa af sér þessa þöglu umhyggju, aldrei var of mikið af orðum en nóg af gjörð- um. Litlu hlutirnir skiptu máli eins og að ef þau vissu að maður væri að koma var kaffikannan mín komin á borðið og búið að taka fram það sem vitað var að krakkarnir voru hrifin af. Hall- dór Björn fékk ógrynni af heima- saumuðum fötum á sig þegar hann var bara smá patti og dúkk- urnar hennar Guðbjargar áttu ábyggilega met fjölda af fallegum kjólum, kápum og fleiri fallegum hlutum sem Adda saumaði. Sverrir kvaddi eftir löng veik- indi fyrir ellefu árum og það var mikil breyting. Öddu tókst samt mjög vel að takast á við nýja lífið. Þegar hún hætti að vinna hellti hún sér út í félagsstarf aldraðra og hafði meira en nóg að gera. Mér fannst broslegt að í fyrsta skipti sem ég sá rykkorn á heim- ilinu var eftir að hún hætti að vinna, hún hafði orðið miklu skemmtilegri hluti að nota tím- ann sinn í en að þurrka af og moppa. Síðustu árin kom kær vinur inn í líf hennar og mér þótti vænt um að sjá hvað þau Bjössi Aðalbjörg Sigvaldadóttir ✝ Aðalbjörg Sig-valdadóttir fæddist 5. nóv- ember 1939. Hún lést 24. september 2014. Útför hennar fór fram 7. október 2014. náðu vel saman og gátu notið sameigin- legra áhugamála af hjartans lyst. Í byrjun þessa árs greindist hún með alvarleg veik- indi og var vitað að tíminn væri núna bara að láni. Þrátt fyrir það var þessi baráttukona ekki að gefa upp vonina og hristi af sér ólíklegustu hluti og reis upp aftur og aftur svo farið var að kalla hana Fönixinn. En það kemur alltaf að endalokum og í dag leggjum við hana til hinstu hvílu við hlið Sverris. Hafðu þökk fyrir öll þessi ár. Eygló Daníelsdóttir. Elsku Adda amma. Ég trúi því ekki ennþá að þú sért farin. Þú fallega, brosmilda, hjartahlýja, gjafmilda og yndislega kona. Þeir sem fengu að kynnast þér ættu að þakka fyrir það. Ég geri það á hverjum degi, sérstaklega núna undanfarið. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig, eða aðra sem þurftu á einhverjum að halda. Ég man svo vel eftir þér sitjandi við saumavélina að sauma einhverja dúkkuflíkina, eða gera við eitt- hvert gatanna á fötunum mínum. Þú varst alltaf brosandi og í góðu skapi og litli prakkarinn ennþá til staðar þó þú vildir kannski ekki viðurkenna það, þú hlóst alveg ógurlega þegar pabbi hrekkti mömmu óvart síðast þegar við vorum hjá þér. Ég var að fara í gegn um myndaalbúm um daginn og fann þar mynd af okkur með hreindýrskálfi. Það sem er svo sérstakt við hana er það að á myndinni vantar á þig hálfan hausinn, alveg eins og þú hefðir tekið hana. Ég trúi ekki ennþá að þú sért farin frá okkur og það svona snemma. Mér þykir rosa- lega vænt um þig. Ég er svo heppin að eiga þig að og ég veit að þú vakir yfir mér og fylgist með mér. Í kvöld ætla ég að fá mér jarðarberjagraut, með silf- urskeiðinni þinni, og hugsa um þig. Við sjáumst amma, þegar minn tími er kominn, en þangað til ætla ég að gera þig stolta af mér því þú átt það skilið. Takk fyrir allt. Þín sonardóttir, Guðbjörg. Við verðum að tala við Nonna, sagði móðir mín alltaf ef eitthvað fór úrskeiðis í rafmagninu hjá henni og pabba. Jón kom ungur inn á heimili foreldra minna og okkar sem vinur bróður míns og varð fljótlega eins og einn úr fjöl- skyldunni. Hann var yndislegur drengur og okkur öllum þótti vænt um hann. Ungur að árum kynntist hann henni Ástu sinni og eignuðust þau tvö börn. Þau voru einkar samheldin meðan þau bjuggu saman og var heimili þeirra þekkt fyrir snyrtimennsku og gestrisni. Jón fór ungur að læra rafvirkjun og varð annálað- ur verkmaður. Ég hef aldrei séð iðnaðarmann með skrúfjárn og töng fara jafn faglega með áhöld- in eins og hann þegar hann var með marga enda út úr rafmagns- dósinni eða töflunni og tengdi hann alltaf þá réttu saman. Hann var einstakur fagmaður og á sínu sviði eftirsóttur. Jón var vinum sínum tryggur og margir leituðu til hans þegar rafmagnið fór úr- skeiðis hjá þeim og ávallt leysti hann þeirra vanda og það með bros á vör. Meðan foreldrar mínir voru á lífi var það oft sem hann skrapp til þeirra í kaffi og átti við þau spjall sem þau kunnu svo sannarlega vel að meta. Hann ræktaði einnig vinskap við vini Jón Gestsson ✝ Jón Gestssonfæddist á Naustum II í Eyja- fjarðarsveit hinn 21. mars 1952. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 18. sept- ember 2014. Jón var jarðsung- inn frá Akureyr- arkirkju 25. sept- ember 2014. sína og heim til okkar kom hann oft „bara til að sjá ykk- ur“ eins og hann sagði. Börnin hans og barnabörn voru augasteinar hans og talaði hann stolt- ur um þau og vildi framtíð þeirra sem besta. Nú þegar Jón er allur, allt of ungur, lifir minn- ingin um hann og minning um góðan dreng sem öllum vildi vel. Að leiðarlokum sendum við aldr- aðri móður hans, börnum og fjöl- skyldum þeirra, systkinum svo og öllum sem honum stóðu nærri, samúðarkveðjur og biðjum Guð almáttugan að vernda alla þá sem honum þótti svo vænt um. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Ólafur og Bente Ásgeirsson. Mig setti hljóðan þegar ég fékk fregnir af því, úti á Tenerife, 19. september að vinur minn Jón Gestsson væri látinn. Ég settist niður og margt flaug í gegnum hugann. Jóni eða Nonna, eins og hann var alltaf kallaður, kynntist ég fyrst þegar hann gerðist lær- lingur hjá Rafljós hf. árið 1972, sem ég og Hákon Guðmundsson rafvirkjameistari áttum saman. Við Nonni unnum mikið saman við allskonar rafmagnsverk í blokkum, raðhúsum og fleiri byggingum. Nonni var góður starfsmaður og samviskusamur rafvirki. Við áttum margar góðar stundir saman. Við hjónin send- um aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. Vilhelm Guðmundsson rafvirkjameistari og Rannveig Alfreðsdóttir. ✝ SæmundurKjartansson læknir fæddist 27. september 1929 í Eystri-Garðsauka í Hvolhreppi. Hann lést á Elliheimilinu Grund 21. sept- ember 2014. Foreldrar hans voru Ingunn Sæ- mundsdóttir, f. 30. júní 1902 og Kjart- an Ólafsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, f. 23. maí 1905. Maki 1: Málfríður Anna Guð- mundsdóttir, f. 30. nóvember 1929 í Sveinsvík í Þistilfirði. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1. Ing- unn verkfræðingur, f. 19. mars 1953, maki Elías Gunnarsson verkfræðingur, f. 17. janúar 1953. Synir þeirra eru Sæmund- 2002, og Bryndís, f. 7. október 2005. Maki 2: Bergljót Halldórs- dóttir, f. 1936. Þau skildu. Bræð- ur Sæmundar eru Ólafur, f. 12. mars 1940, d. 10. nóvember 1945 og Steinn Kjartan, f. 7.ágúst 1944, maki Hrafnhildur Ósk- arsdóttir, f. 4. maí 1958. Sæmundur lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1956 og sér- fræðiprófi í húðsjúkdómum frá háskóla í Minneapolis í Banda- ríkjunum 1964. Hann starfaði sem húðsjúkdóma- og heim- ilislæknir um árabil í Reykjavík. Einnig starfaði hann um tíma við húðsjúkdómadeild Landspít- alans. Sæmundur var góður skákmaður og var mótslæknir við Reykjavíkurskákmótin 1976, 1978, 1980 og fleiri skákmót. Hann var einnig læknir við ein- vígi Spassky og Hort 1977 og þá greindi hann Spassky með botn- langabólgu, en það vildu læknar Landspítalans ekki viðurkenna og svo fór að botnlanginn í hon- um sprakk. Útför Sæmundar fór fram í kyrrþey frá Bústaðakirkju 30. september 2014. ur, f. 12. júlí 1977, Kjartan, f. 29. októ- ber 1983 og Elías Ingi, f. 12. maí 1990. 2. Guð- mundur, f. 11. sept- ember 1956, d. 18. nóvember 2009. 3. Sigurbjörg verk- fræðingur, f. 25. mars 1962, maki var Hafsteinn Helgason verk- fræðingur, f. 9. ágúst 1962. Syn- ir þeirra eru Helgi Jason, f. 3. júní 1987, Guðmundur Steinn, f. 14. júní 1989 og Sæmundur, f. 28. janúar 2000. 4. Guðrún lyfja- fræðingur, f. 12. júní 1967, maki Eiríkur Sigurðsson skipstjóri, f. 4. desember 1961. Dætur þeirra eru Málfríður Anna, f. 14. sept- ember 1997, Hlín, f. 12. júní 2000, Anna, f. 14. september Góður vinur minn og fyrrver- andi bekkjarbróðir, Sæmundur Kjartansson læknir, er látinn. Við kynntumst þegar ég hóf nám í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík haustið 1946. Okkur varð fljótt vel til vina enda báðir utanbæjarmenn, hann frá Vest- mannaeyjum og ég frá Eskifirði, en það sem ekki síður sameinaði okkur var skákáhugi okkar beggja. Á þessum tíma vorum við báðir byrjendur í skáklistinni og því langt að baki sumum bekkj- arbræðrum okkar en það átti þó eftir að breytast. Okkur fór fljótt fram, sérstaklega Sæmundi. Næsta vetur þegar við vorum í 6. bekk tók hann þátt í tveimur skákmótum hjá Taflfélagi Reykjavíkur og sigraði í þeim báðum og vann sér inn rétt til að tefla í meistaraflokki. Ekki tók Sæmundur þó þátt í fleiri skák- mótum enda hóf hann nám í læknisfræði þá um haustið og því minni tími til skákiðkunar. Hann tefldi þó alltaf annað slagið hrað- skákir og eftir að hann lét af störfum átti skákin hug hans all- an. Sæmundur var frábær náms- maður og gekk honum vel í öllum fögum þó svo hann legði sig ekki alltaf mikið fram. Hann var yngstur í okkar bekk enda ári á undan í skóla. Það kom til vegna þess að þegar hann lauk inntöku- prófi sagði Einar Magnússon kennari við móður hans að hann hefði staðið sig svo vel að ekki væri ástæða fyrir hann að setjast í 1. bekk, heldur ætti hann að lesa 1. og 2. bekk saman, sem hann og gerði og lauk því 2. bekk eftir ein- ungis eins árs nám. Saman lukum við svo stúdentsprófi vorið 1948. Sæmundur lauk síðan læknaprófi vorið 1956 og sérfræðiprófi í húð- sjúkdómalækningum frá háskóla í Minneapolis í Bandaríkjunum nokkrum árum seinna. Þegar Sæmundur var við nám í lækna- deildinni bauðst honum sumar- starf við rannsóknir á síld og síld- arafurðum norður á Raufarhöfn en sú ákvörðun hans að fara þangað reyndist mikið gæfuspor í lífi hans því þar kynntist hann fyrri konu sinni Málfríði Guð- mundsdóttur. Eftir að hann var orðinn læknir starfaði hann um tíma sem héraðslæknir á Rauf- arhöfn áður en hann hélt til fram- haldsnáms. Einu sinni kom ég þangað í heimsókn til þeirra og það situr enn í minningunni hversu ánægð og hamingjusöm þau voru bæði þarna norður við ysta haf. Ekki var ævi Sæmundar þó alltaf dans á rósum og ýmislegt var honum mótdrægt í lífinu. Hann varðveitti þó sitt góða skap og mikla skopskyn fram á síðustu stundu. Að lokum viljum við Ingi- björg votta dætrum hans, barna- börnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Baldur Davíðsson. Sæmundur Kjartansson Ég vil minnast ömmu minnar, Rúnu frá Hesteyri sem kjarnakonu. Fædd í sveit, flutti á mölina og þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Þú varst af ann- arri kynslóð en við sem á eftir komum, kynslóð sem hafði ekki allt til staðar eins og við hin, en kannski af kynslóð sem talaði og átti meira samband við náung- ann en við í dag. Það hefur vænt- anlega gert þig að þeirri góðu konu, sem þú svo sannarlega varst og við munum öll minnast þín sem ljúfrar og viðkunnan- legrar persónu sem tók öllum fagnandi. Öll erum við börnin þín sammála um að farin sé burt frá okkur besta amma í heimi, það var einstakt að koma á Nes- ið til þín og afa og finna þá vænt- umþykju og alúð sem okkur var sýnd, hvort sem var í skreppit- úrum um bæinn, ferðum út á land eða bara í spilum inni í her- bergi á Miðbrautinni. Minningar um þig verða geymdar í huga okkar sem eftir erum, góðar og sælar um frábæra persónu. Ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum saman, fyrst sem lítill strákur, og nú sem fjöl- skyldufaðir, þar sem börnin mín elskuðu þig og dáðu. Guð veri með þér og þinni fjölskyldu sem þú ert nú sameinuð. Hinsta kveðja. Þinn, Rúnar og fjölskylda. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Guðrún Ólafía Árnadóttir ✝ Guðrún ÓlafíaÁrnadóttir fæddist 21. sept- ember 1920. Hún lést 20. september 2014. Útför Guð- rúnar fór fram 29. september. Með landnemum sigldi’ ’hún um svarr- andi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti’ er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska kon- an, sem allt á að þakka vor þjóð. Ó! Hún var ambáttin hljóð. Hún var ástkonan rjóð. Hún var amma, svo fróð. Ó! Athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín eins og björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! (Ómar Ragnarsson.) Ég bið góðan Guð að geyma elsku móður mína. Ég þakka henni fyrir öll þau ár sem við áttum saman og ég á henni allt að þakka, fyrir það hvað hún var góð við mig og börnin mín og barnabörn. Minning þín lifir, sæl að sinni, þín dóttir, Oddný Gréta Eyjólfsdóttir. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, stjúpföður, sonar, bróður og afa, EGGERTS STEFÁNS SVERRISSONAR, Þórðarsveig 2. Sérstakar þakkir fá þeir sem veittu honum stuðning í veikindum hans. Guðrún Sigurðardóttir, Karítas Melstað, Sverrir Ragnarsson, Þóra Stefánsdóttir, Ágúst Þór Sigurjónsson, Haraldur Arnar Stefánsson, Jóhanna Njálsdóttir, barnabörn og systkini. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, INGIBJARGAR MARKÚSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir góða umönnun, hlýju og alúð. Marta Katrín Sigurðardóttir, Halldór Sigdórsson, Áslaug Brynja Sigurðardóttir, Birgir Ólafsson, Ármann Óskar Sigurðsson, Fríða Björnsdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.