Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
látið drauminn rætast þurfti að
safna 800 þúsund krónum. Meðal
fjáröflunarleiða Brands voru mál-
verk sem hann málaði sjálfur og
seldi hann tvö verk. Er meðal ann-
ars á dagskrá hjá honum að opna
sína fyrstu málverkasýningu á
listahátíð í Vík í Mýrdal sem fram
fer um helgina. Verk hans eru flest
landslagsverk. Í gegnum fjáröfl-
unarvefsíðuna Karolinafund náði
Brandur svo að fjármagna kaup á
dróna og hyggst hann nota myndir
úr honum til þess að mála eftir.
Einskonar loftmyndir. Hann stefnir
á að halda aðra sýningu í janúar þar
sem hann mun sýna verk sem gerð
verða eftir myndum úr drónanum.
Brandur hafði aldrei málað áður en
hann veiktist og lamaðist. Hann
hefur náð mikilli færni með því að
mála með munninum. „Það var eig-
inlega út af Eddu Heiðrúnu (Back-
man) sem ég byrjaði á þessu,“ segir
hann.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tekst á loft Brandur Bjarnason Karlsson málaði meðal annars myndir til að fjármagna kaup á flugstól sem hann
mun nota til þess að fara í svifflug. Hann heldur sína fyrstu málverkasýningu um helgina á Vík í Mýrdal.
„Geggjað að fá að fljúga“
Stefnir á að endurvekja drauma úr æskunni Prófar flug-
stólinn á morgun Fjármagnar flugdrauminn með listinni
Flugstóll Margir komu að söfnun flugstóls sem kostaði um 800 þúsund
krónur. Hér má sjá stólinn þegar hann var í hönnunarferli hjá Össuri.
Svifflug
» Brandur Bjarnason Karlsson
stefnir að því að fara í svifflug
um helgina.
» Brandur er lamaður fyrir
neðan háls en hefur safnað
fyrir sérútbúnum stól sem ger-
ir það að verkum að hann get-
ur drauminn rætast.
» Brandur fjármagnaði kaupin
m.a. með því að mála.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Brandi Bjarnason Karlssyni gefst
loks tækifæri til að uppfylla draum
sinn um að svífa um loftin blá í svif-
vængjaflugi. Ástæðan er sú að nú er
lokið söfnun fyrir sérútbúnum flug-
stól sem nota má í flugið. Brandur
þarf á stólnum að halda því hann er
lamaður fyrir neðan háls, líkt og
persónan Philippe í kvikmyndinni
Intouchables, en hugmyndina fékk
Brandur eftir að hafa horft á Phil-
lipe fara í svifvængjaflug í kvik-
myndinni hugljúfu. Hann segir að
undirliggjandi sé mikill spenningur.
„Með þessu er ég að vonast til þess
að endurvekja drauma frá því í
æsku þegar mann dreymdi um að
fljúga,“ segir Brandur.
Margar hættur í heiminum
Margir hafa komið að söfnuninni
en Össur á að mestu heiðurinn af
hönnun stólsins. Ef veður leyfir
hyggst Brandur fljúga ásamt kenn-
ara sínum Gísla Steinari Jóhanns-
syni um helgina. „Maður heldur
væntingum niðri þangað til það
kemur að þessu en auðvitað er
geggjað að fá að fljúga,“ segir
Brandur. Hann segist hvergi bang-
inn. „Það er fagmaður með mér og
maður er öruggur í þessum stól. Að
auki fljúgum við ekkert nema í kjör-
aðstæðum. Ég sé ekki að þetta sé
hættulegra en margt annað sem
maður gerir,“ segir Brandur.
Brandur var ekki búinn að prófa
stólinn þegar blaðamaður ræddi við
hann en til stendur að gera það í
dag. Fjáröflun fyrir verkefnið gekk
vonum framar en svo Brandur gæti
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Landspítalinn á inni ríflega 1.230
milljónir í útistandandi kröfum,
eins og staðan var 31. september
2014. Sumar eru gjaldfallnar, aðr-
ar ekki.
Ógreidd sjúklingagjöld á Land-
spítalanum nema um 310 millj-
ónum. Skuldir á erlendum kenni-
tölum, oft skuldir ósjúkratryggðra
einstaklinga við spítalann, eru um
220 milljónir. Þá nema aðrar
skuldir við spítalann, t.d. fyr-
irtækja og annarra heilbrigð-
isstofnana, um 700 milljónum.
Heildarkröfurnar hafa lítið hækk-
að frá sama tíma í fyrra en síðan
þá hafa tvisvar verið gerðar breyt-
ingar á gjaldskrá, komugjöld fyrir
sjúklinga hækkuðu um síðustu
áramót og um mitt árið, að sögn
Sigrúnar Guðjónsdóttur, deild-
arstjóra á fjármálasviði.
Kröfur á útlendinga erfiðar
Kröfur vegna ósjúkratryggða
einstaklinga er erfiðast að inn-
heimta en það eru kröfur á út-
lendinga sem hafa þurft lækn-
isþjónustu hér og Íslendinga sem
hafa ekki dvalið lengur en sex
mánuði í landinu og því ósjúkra-
tryggðir hér. „Það tekur yfirleitt
langan tíma að innheimta þessar
kröfur. Þær koma yfirleitt í sveifl-
um, á góðærisárunum þegar það
var mikið af erlendum verkamönn-
um hérna var þetta dálítið mikið
en datt svo niður en með auknum
ferðamannafjölda fjölgar þeim aft-
ur. Oft eru þetta mjög háar kröf-
ur, ef sjúklingur liggur lengi á
gjörgæslu getur hver reikningur
skipt mörgum milljónum,“ segir
Sigrún. Alltaf þarf að afskrifa eitt-
hvað af kröfum á útlendinga enda
ekki hægt að elta menn uppi á
kennitölum eins og á Íslandi.
Sigrún segir að það gangi held-
ur verr að innheimta nú en oft áð-
ur og þá hafi staðgreiðsluhlutfallið
líka lækkað á spítalanum sem ger-
ir það að verkum að það hlutfall
sem ekki næst inn hækkar.
Íslendingar skulda 310 milljónir
í komugjöld og sjúklingagjöld. 700
milljónirnar tilheyra svo fyr-
irtækjum og stofnunum t.d.
Sjúkratryggingum Íslands og öðr-
um heilbrigðisstofnunum sem
Landspítalinn selur rannsókn-
arþjónustu.
„Það yrði gott að ná þessum
pening inn. Við gerum okkar besta
en þessar upphæðir eru alltaf
svipaðar á milli ára,“ segir Sigrún.
Ekki stendur til að breyta inn-
heimtuferlinu, það fá allir
greiðsluseðil, áminningarbréf og
ítrekunarbréf og ef greiðslan skil-
ar sér ekki eftir það fer reikning-
urinn í innheimtu til lögfræðistofa
sem eru t.d. í samskiptum við er-
lendar innheimtustofur.
Spítalinn á inni
yfir milljarð
Útistandandi heildarkröfur Land-
spítalans eru 1.230 milljónir
Morgunblaðið/Rósa Braga
Á spítala Heilbrigðisþjónusta kost-
ar en erfitt getur verið að innheimta
gjöld hjá sjúklingum.
Heildarkröfur Landspítalans
Heildarkröfur
Kröfur v. sjúklingagjalda einstaklinga
Kröfur v. ósjúkratryggðra einstaklinga
Kröfur á fyrirtæki og stofnanir
Í sept. 2013
270.000.000
190.000000
680.000.000
1.140.000.000
310.000.000
220.000000
700.000.000
1.230.000.000
14,81%
15,79%
2,94%
7,89%
Í sept. 2014 Hækkun
„Hann hefur haft góð áhrif fyrir Ísland, orðspor Ís-
lands; að það sé svo ótrúlega frjálslynt að grínisti gat
orðið borgarstjóri. Og með því að gera það hefur hann
haft áhrif á allan heiminn, ekki bara Ísland,“ sagði
listakonan Yoko Ono um Jón Gnarr, fyrrverandi
borgarstjóra Reykjavíkur, í samtali við mbl.is í gær. Í
dag mun hún afhenda Jóni LennonOno-friðarverðlaun-
in í Hörpu.
Ono sagði Jón hafa svipaðar hugmyndir og hún um
frið. „Þegar hann var borgarstjóri rann það upp fyrir
mér að hugmyndir hans um heimsfrið, og til hvaða
ráða við ættum að grípa og allt það, væru afar líkar
mínum hugmyndum. Þannig að við skildum hvort ann-
að,“ sagði hún í gær.
LennonOno-friðarverðlaunin voru fyrst veitt árið
2002 en þau eru afhent annað hvert ár. Verðlaunahafar
hljóta styrk að upphæð 50.000 Bandaríkjadalir, jafn-
virði 6 milljóna króna. Meðal þeirra sem áður hafa
hlotið verðlaunin eru Lady Gaga og rússneska hljóm-
sveitin Pussy Riot.
Aðrir verðlaunahafar í ár eru Jann Wenner, einn
stofnenda tónlistartímaritsins Rolling Stone, Jeremy
Gilley, stofnandi samtakanna Peace One Day, og Do-
reen Remen og Yvonne Force Villareal, stofnendur
samtakanna Art Production Fund. Friðarsúlan í Viðey
verður tendruð kl. 20 í dag en á heimasíðu Viðeyjar
segir að Yoko Ono bjóði þeim sem vilja taka þátt í at-
höfninni fría siglingu frá Skarfabakka.
Hafa líkar hugmyndir um frið
Morgunblaðið/Golli
Yoko Ono Listakonan mun veita Jóni Gnarr
LennonOno-friðarverðlaunin í Hörpu í dag.
Sími 555 2992 og 698 7999
BLÁBER
Bláberin fást í apótekum,
heilsuhúsum og Fjarðarkaupum
Bláber eru full af andoxunarefnum sem vinna á
móti hrörnun líkamans og ákveðnum sjúkdómum
eins og krabbamein, æðakölkun og ský á auga.
Bláber eru líka holl hjartanu því þau vinna á
slæma kólesterólinu og þau
gagnast einnig við
þvagfærasýkingum.
Landslæknis-embættið mælirmeð notkuná bláberjum
Prófaðu bláberin
og finndu muninn!
Er náttblinda, gláka, sjónskerpa, sykursýki,
kólestról eða minnisleysi vandamál hjá þér?
Þá gætu Bláberin verið lausnin!