Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 92
92 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
Smáauglýsingar
Ýmislegt
Ódýr blekhylki og tónerar
Verslun í Hagkaup, Smáralind og
Fjarðargötu 11, Hafnarfirði
Blekhylki.is, sími 517 0150
GLERFILMUR
Teg. 1139 Sérlega mjúkir og vand-
aðir dömuskór úr leðri, fóðraðir.
Stærðir: 37-41. Verð: 14.685.
Teg. 7308 Sérlega mjúkir og
vandaðir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stærðir: 36-42.
Verð: 14.885.
Teg. 36555 Mjúkir og þægilegir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Góður hæll. Litir: rautt, beige, svart.
Stærðir: 36-41. Verð: 15.885.
Teg. 99512 Sérlega mjúkir og vand-
aðir dömuskór úr leðri, skinn-
fóðraðir.Litir: brúnt og svart.
Stærðir: 36-41. Verð: 15.885.
Teg. 7095 Sérlega mjúkir og
vandaðir dömuskór úr leðri, skinn-
fóðraðir. Góð breidd. Stærðir: 36-42.
Verð: 14.685.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
!!"#$
Sundbolir • Tankini
Bikini • Náttföt
Undirföt • Sloppar
Inniskór • Undirkjólar
Aðhaldsföt
Frú Sigurlaug
Fylgstu með á facebook
Mjóddin s. 774-7377
Glæsilegt úrval
af sloppum og
náttfatnaði
Aukablað
um bíla fylgir
Morgunblaðinu
alla þriðjudaga
✝ Björg Árna-dóttir fæddist
að Þórshamri í
Garði þann 24.
október 1916. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Hlévangi í Reykja-
nesbæ þann 21.
september 2014.
Foreldrar hennar
voru Árni Árnason,
skipstjóri og smið-
ur, f. 18. desember 1875 að
Varmahlíð, Austur-Eyjafjöllum,
d. 11. júní 1967 og Guðrún Þórð-
ardóttir, húsfreyja og sauma-
kona, f. 6. júní 1887, d. 22. júlí
1972, frá Vegamótum á Akra-
nesi.
Björg var næstelst fimm syst-
kina. Þau eru Kjartan, f. 19. júní
1913, d. 16. apríl 1932, Þórður f.
29. maí 1919, d. 24. febrúar
1936, Árni, f. 13. febrúar 1925,
d. 29. nóvember 2010 og Friðrik,
f. 9. janúar 1930.
Þann 16. nóvember 1940 gift-
ist Björg Jónasi F. Guðmunds-
syni, múrara og fram-
kvæmdastjóra, f. 3. apríl 1919, d.
1969. Börn hennar eru Friðrik
og Birna Dögg. Dóttir Friðriks
er Sigurbjörg Ásta. C. Árni, f. 7.
febrúar 1974. D. Björg, f. 7. nóv-
ember 1980, maki Sigurður Ár-
mannsson. Börn þeirra eru Árni
Þór og Sigurrós Birna. 3. Guð-
mundur, f. 29. ágúst 1951, maki
Ína Dórothea Jónsdóttir, f. 30.
júli 1952. Þau eiga tvö börn. A.
Rósa Björg, f. 4. apríl 1970, d. 7.
ágúst 2006. B. Margrét Dórot-
hea, f. 9. ágúst 1982.
Björg og Jónas bjuggu að
Melstað í Garði í 23 ár en fluttu
þá á Skólaveg 36 í Keflavík.
Björg gekk í barnaskólann í
Garðinum og fór á Húsmæðra-
skólann á Blönduósi. Björg var í
Kvenfélaginu Gefn í Garði og
starfaði vel með þeim fé-
lagsskap. Þar var hún heiðurs-
félagi. Björg var mikil handa-
vinnu- og listakona. Hún fór á
ýmis námskeið í myndlist og
tréútskurði hjá Erlingi Jónssyni.
Björg var leiðbeinandi við fönd-
ur hjá Styrktarfélagi aldraðra í
Keflavík og Tómstundafélagi
Keflavíkur. Auk þess vann hún
um tíma á Klæðskeraverkstæði
Brynleifs Jónssonar.
Útför Bjargar verður gerð
frá Útskálakirkju í dag, 9. októ-
ber 2014, kl. 13.
25. desember 1999.
Börn Bjargar og
Jónasar eru: 1. Jór-
unn, f. 12. mars
1942, maki Anton
S. Jónsson, f. 27.
apríl 1942, d. 13.
október 2006. Þau
eiga fjögur börn. A.
Jóna Björg, f. 21.
febrúar 1963, maki
Ellert Þórarinn
Ólafsson, sonur
þeirra er Anton. Unnusta hans
er Ásdís Björk Guðmundsdóttir
og sonur þeirra er Guðmundur
Karl. B. Óskírð, f. 4. mars 1972,
d. 4. mars 1972. C. Guðrún Anna
Antonsdóttir, f. 31. desember
1973. D. Bogi Jón, f. 18. nóv-
ember 1976, unnusta Natalja
Krasnova. 2. Árni, f. 9. mars
1947, maki Birna K. Margeirs-
dóttir, f. 20. maí 1947. Þau eiga
fjögur börn. A. Jónas Frímann,
f. 13. júlí 1968, maki Ragnheiður
Ragnarsdóttir. Börn þeirra eru
Ragnar Björn og Kristrún
Björg. Unnusta Ragnars Björns
er Bryndís Gunnarsdóttir. B.
Elenora Katrín, f. 14. október
Til elskulegrar móður minn-
ar:
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og
hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða
anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna
landa,
og eykur þeirra afl og trú,
en það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum eins og þú.
Ég flyt þér, móðir, þakkir
þúsundfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt.
Er Íslands bestu mæður verða taldar,
þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna,
blessað sé hús þitt, garður feðra
minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna
þinna,
– og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stefánsson)
Þín dóttir,
Jórunn.
Elskuleg amma mín, Björg
Árnadóttir frá Þórshamri í
Garði, er borin til grafar í dag.
Það er með miklum söknuði sem
ég kveð hana, en styrkur henn-
ar, viska, ylur og ástúð mun
ávallt fylgja mér þar til að minn
tími kemur. Amma var stór-
glæsileg kona, há og grönn, með
stórt hjarta og útbreiddan faðm-
inn sem tók alltaf jafn hlýtt utan
um mann. Amma var pjattrófa
og sagði ávallt að ég hefði það
frá sér. Það lýsti sér í klæða-
burði hennar og heimilið var
alltaf hið glæsilegasta enda setti
hún svip á það með listrænum
tilburðum sínum.
Amma hefur frá því að ég
man eftir verið í senn hlýja
amman sem maður naut þess að
kúra sig upp við og kletturinn í
lífi mínu. Sama hvað ég hef tek-
ið mér fyrir hendur í lífinu þá
stóð ekki á hvatningu. Sama
þótt illa gengi og ég væri hálfn-
iðurlútur og vonlaus, þá var far-
ið til ömmu sem stappaði í mig
stálinu og sannfærði mig um
eigið ágæti.
Ég dvaldi oft hjá ömmu og
afa á Skólavegi 36 í Keflavík.
Þar var stór bakgarður og hún
kenndi mér að klippa trén,
grisja plöntur og að sjálfsögðu
varð ég að þekkja allar tegundir
með nöfnum. Þrátt fyrir að vera
ungur að árum lærði ég af
ömmu að bera virðingu fyrir
náttúrunni og allri þeirri fegurð
sem henni fylgir. Þá héldum við
amma í mörg ár okkar eigin
jóladag. Heimilið þeirra var sett
í jólabúning undir ljúfum jóla-
tónum og heita súkkulaðið
drukkið með smákökunum. Ég
held ennþá fast í það að hafa
jóladag sem mun alltaf færa
hugann til ömmu og þeirrar list-
rænu leiðsagnar sem hún veitti
mér.
Það er ekki öllum gefið að ná
þeim aldri sem amma náði, hún
lifði tvær heimsstyrjaldir,
kreppur, fátækt og höft yfir í
það að lifa góðu lífi. Hún fór þó
nokkuð til útlanda og hafði því
frá mörgu að segja. Að setjast
niður með henni og ræða liðna
tíð var mjög fróðlegt, þó svo að
hún hafi aldrei talað nema vel
um uppvaxtarárin í sárri fátækt.
Hún var stolt af uppruna sínum
og hélt tengslum við fjölskyldu
sína á Akranesi. Síðustu fimm
ár dvaldi hún á dvalarheimilinu
Hlévangi í Keflavík þar sem fór
vel um hana.
Ég vil nota tækifærið og
þakka starfsfólkinu á Hlévangi
fyrir frábæra umönnun og hlý-
hug í garð ömmu. Þá vil ég
þakka Jónu Björgu frænku fyrir
allt það sem hún gerði fyrir
ömmu. Ég veit að það gerði hún
af hlýju og einlægni. Elsku
amma, það er komið að kveðju-
stund. Þú verður ávallt í hjarta
mér og ég er fullur þakklætis
fyrir að hafa öðlast þann heiður
að vera barnabarnið þitt.
Kveðja,
Árni Árnason.
Þegar ég sest niður til að
minnast ömmu minnar eftir 51
árs samveru streyma endalausar
minningar upp í hugann. Þær
minningar ætla ég að eiga fyrir
mig og varðveita en ég þakka
fyrir að hafa átt yndislega
ömmu, sem hafði stóran faðm,
sem gott var að leita til og var
mér svo góð. Ömmu sem hafði
áhuga á öllu sem ég tók mér
fyrir hendur, ömmu sem var svo
tignarleg og flott, ömmu sem
hringdi á öllum tímum sólar-
hrings, ömmu sem passaði Ant-
on og hún var honum svo kær,
ömmu sem var listræn og var
með næmt auga fyrir öllu sem
fallegt var, ömmu sem kenndi
mér svo margt og var umfram
allt vinkona mín.
Elsku amma mín, ég kveð þig
með virðingu, söknuði og ást. Þú
átt svo stóran hlut í mér og ég
er svo þakklát fyrir að hafa átt
hluta í þér.
Þú varst amma mín,
ég var stúlkan þín.
Fann ég hlýja hönd
hnýta ættarbönd.
(Höf. óþekktur.)
Þín
Jóna Björg.
Nú er yndislega amma okkar
fallin frá og komið að kveðju-
stund. Við systkinin urðum
þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga
ömmu sem varð rúmlega 97 ára
(bara mánuður í að hún næði 98
ára aldri). Stundum ætlaði hún
sér að verða 100 ára en stundum
fannst henni það allt of mikið.
Helst hefðum við viljað hafa
hana hjá okkur um ókomna tíð
því hún var svo stór hluti af
okkar lífi.
Amma var alltaf svo hlý og
góð við okkur. Hún hafði þann
eiginleika að láta manni finnast
maður vera sérstakur í hennar
augum og við höldum að öllum
barnabörnunum hafi liðið eins.
Hún sýndi einlægan áhuga og
umhyggju fyrir því sem við vor-
um að gera og þegar við heim-
sóttum hana vildi hún alltaf fá
fréttir og stundum vorum við í
vandræðum með sögur því alltaf
sagði hún „segðu mér meira“.
Listræn var hún amma okkar
og ekki skipti máli hvort hún
var að sauma, prjóna eða mála,
það lék allt í höndunum á henni.
Okkar helstu gersemar eru allt
jólaskrautið sem hún bjó til og
gaf okkur, auk annarra hluta
sem við geymum á góðum stað.
Þær eru ógleymanlegar ferð-
irnar sem við áttum saman þeg-
ar amma heimsótti Guðrúnu
Önnu í London þegar hún var
90 ára og svo ári seinna þegar
við heimsóttum Boga Jón í Kö-
ben. Í London var leigður handa
henni hjólastóll svo hún þyrfti
nú ekki að labba um allt, en
henni fannst nú alveg síðasta
sort að láta keyra sig um í svo-
leiðis græju. Hún gæti sko alveg
labbað. Mikið fannst henni gam-
an að skoða fötin í búðunum og
þegar hún var spurð að því
hvort hún vildi ekki fara í útsýn-
istúr í 2ja hæða strætó, þá sagði
hún nei takk því hún vildi frekar
fara í búðir.
Í Köben fór hún á næturrölt
sem endaði á að hún hrasaði og
fékk skurð á ennið. Við fengum
náttúrulega sjokk og drifum
hana á næsta spítala til að láta
athuga með hana. Þar eyddum
við hálfri nóttinni en hún fékk
góða aðhlynningu og ekki fannst
henni það verra eftir að hún
komst að því að hún var á kon-
unglega spítalanum. Þegar
henni var trillað út í hjólastól
sagði hún þessa gullnu setningu:
„þetta var nú sport“. Já, amma
sá það spaugilega í hlutunum og
alltaf var stutt í hláturinn hjá
henni.
Við geymum allar góðu minn-
ingarnar í hjarta okkar og þökk-
um fyrir að hafa fengið að alast
upp með þér, elsku amma.
Þín
Guðrún Anna og Bogi Jón.
Björg Árnadóttir