Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 95
Kórsöngur og Alpaferðir
Guðmundur söng með Karlakórn-
um Þrym á Húsavík, í Kirkjukór
Húsavíkurkirkju, með Karlakór
Keflavíkur og Kirkjukór Keflavík-
urkirkju í nokkur ár.
Þú varst kallaður „antísportisti“ á
skólaárunum. Á það enn við?
„Nei, ég hef lært að meta heil-
næma útiveru, ekki síst gönguferðir
og skíðaiðkun. Við hjónin höfum ark-
að þekktar, íslenskar gönguslóðir í
góðra vina hópi og farið í gönguferð-
ir erlendis á hverju ári frá 1995, að
einu ári undanskildu. Oftast förum
við í austurrísku Alpana. En við höf-
um einnig farið til Ítalíu, Sviss,
Slóveníu og Krítar. Þá höfum við átt
margar eftirminnilegar skíðaferðir í
ítölsku Ölpunum.
Við eigum líka sumarhús í Gríms-
nesinu og þar erum við fleiri helgar
en færri, sumar og vetur, og oftar en
ekki með einhverjum af barnabörn-
unum. Það eru unaðsstundir og
dásamlegt líf að fá að njóta þeirra.“
Fjölskylda
Eiginkona Guðmundar er Vigdís
Gunnarsdóttir, f. 21.12. 1944, fyrrv.
ritari. Foreldrar hennar voru Gunn-
ar Maríusson, f. 17.10. 1906, d. 9.8.
1998, sjómaður og bóndi á Húsavík,
og Elín Jónsdóttir, f. 11.9. 1911, d.
15.12. 1990, húsfreyja.
Dætur Guðmundar og Vigdísar
eru Jakobína, f. 23.9. 1964, sviðs-
stjóri hjá Iceland Travel í Reykjavík
en maður hennar er Geir Svan-
björnsson, rafmagnstæknifræðingur
og verkefnastjóri hjá Gagnaveitu
Reykjavíkur; Arna, f. 25.11. 1965,
læknir og formaður Læknafélags
Reykjavíkur, búsett í Reykjavík en
maður hennar er Thor Aspelund,
doktor í stærðfræði hjá Hjartavernd
og HÍ; Silja Rún, f. 23.9. 1974, véla-
verkfræðingur hjá Teris, búsett í
Kópavogi en maður hennar er Gunn-
ar Sverrir Gunnarsson, vélaverk-
fræðingur hjá Mannviti. Barnabörn-
in eru átta.
Bræður Guðmundar: Ásgeir, f.
9.2. 1934, d. 24.8. 1998, var versl-
unarmaður á Húsavík, og Stefán
Jón, f. 30.9. 1948, fyrrv. bæjarstjóri
á Dalvík, fyrrv. sveitarstjóri í Sand-
gerði og nú verkefnastjóri hjá HS-
orku í Reykjanesbæ.
Foreldrar Guðmundar voru
Bjarni Stefánsson, f. 10.8. 1898, d.
22.1. 1977, bifreiðarstjóri og versl-
unarmaður á Húsavík, og Jakobína
Jónsdóttir, f. 26.9. 1908, d. 18.2.
1992, húsfreyja.
Úr frændgarði Guðmundar Bjarnasonar
Guðmundur
Bjarnason
Anna Þorláksdóttir
húskona
Kristján
Davíðsson
húsm., af
Hvassafellsætt,
systursonur
Kristjáns,
langafa Jónasar
frá Hriflu og
Jóhanns Sig-
urjónssonar
skálds
Kristín Kristjánsdóttir
húsfr. á Höskuldsstöðum
Jón Olgeirsson
b. á Höskuldsstöðum í Reykjadal
Jakobína Jónsdóttir
húsfr. á Helluvaði og á Húsavík
Guðbjörg Eiríksd.
húsfreyja í
Reykjadal
Jón
Jónsson
alþm. í
Múla
Árni
Jónsson
frá Múla
alþm. í
Rvík
Sigurður
Jónsson
skáld á
Arnarvatni
Málfríður
Sigurðardóttir
fyrrv. alþm.
Björg Jónsd.
húsfr. á
Húsavík
Pétur
Olgeirsson
skipstj. á
Húsavík
Linda
Pétursdóttir
fyrrv.
fegurðar-
drottning
Olgeir
Sigurgeirsson
útgerðarm. á
Húsavík
Sigfríður
Jónsdóttir
húsfr. á Húsavík
Margrét
Karlsdóttir
húsfr. í Eyjum
Guðlaugur
Friðþórsson
sundkappi
Sigurhanna
Stefánsd.
húsfr. á
Húsavík
Stefán
Benediktsson
kaupm. á
Húsavík
Sigrún
Stefánsd.
húsfr. í Rvík
Kolbeinn
Sigþórsson
knatt-
spyrnum.
hjá Ajax
Margrét Magnúsdóttir
húsfr. á Bergsstöðum
Jónas Ólafsson
b. á Bergsstöðum
í Aðaldal
Guðrún Jónasdóttir
ljósmóðir á Fótaskinni
Stefán Guðmundsson
b. á Fótaskinni í Aðaldal
Bjarni Stefánsson
b. á Helluvaði í
Mývatnsssveit og
starfsm. KÞ á Húsavík
Ingibjörg
Guðmundsdóttir
húsfr. í Valla-
koti, bróðurdóttir
Björns Pálssonar,
langafa Björns á
Hróaldsstöðum,
langafa Halldórs
Ásgrímssonar
fyrrv. forsætis-
ráðherra
Guðmundur Jónsson
b. í Vallakoti
Jón Múli Árna-
son tónskáld og
útvarpsm.
Jónas Árnason
alþm. og
rithöfundur
Olgeir Hinriksson
b. á Ytra-Fjalli í Aðaldal, af Harðabóndaætt
Jón
Hinriksson
skáld á
Helluvaði
ÍSLENDINGAR 95
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
Lára Margrét fæddist í Reykja-vík 9.10. 1947. Foreldrarhennar voru
Ragnar Tómas Árnason, útvarps-
þulur og heildsali, og Jónína Vigdís
Schram læknaritari.
Ragnar Tómas var sonur Árna
Benediktssonar stórkaupmanns og
Kristrúnar Tómasdóttur húsfreyju,
en Jónína Vigdís var dóttir Kristjáns
Schram skipstjóra og Láru Jóns-
dóttur húsfreyju.
Systkini Láru Margrétar eru
Kristján Tómas, prófessor og yf-
irlæknir; Árni Tómas, yfirlæknir;
Ásta framkvæmdastjóri og Hall-
grímur Tómas, viðskiptafræðingur
og framkvæmdastjóri.
Lára Margrét giftist Ólafi Grétari
Guðmundssyni augnlækni en þau
skildu. Þau eignuðust þrjú börn,
Önnu Kristínu sem er látin, Ingva
Steinar, og Atla Ragnar.
Lára Margrét lauk stúdentsprófi
frá MR, viðskiptafræðiprófi frá HÍ
og meistaranámi í heilsuhagfræði frá
Háskólanum í Björgvin. Hún var
skrifstofustjóri Læknasamtakanna
1968-72, forstöðumaður áætl-
anadeildar Ríkisspítalanna 1983-85
og kenndi jafnframt heilsuhagfræði,
var forstöðumaður þróunardeildar
Ríkisspítalanna 1989-91, alþm. fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík 1991-
2003 og vþm. 2003-2006. Hún sat í ut-
anríkismálanefnd, umhverfisnefnd
og heilbrigðis- og trygginganefnd,
stýrði heilbrigðisnefnd Sjálfstæð-
isflokksins um árabil, sat í full-
trúaráði Sólheima, í stjórn Íslensku
óperunnar og Íslensk-ameríska fé-
lagsins, var formaður Skálholts-
nefndar, sat þing Vestur-Evrópu-
sambandsins og leiddi Íslandsdeild
þess. Hún var ötul baráttukona fyrir
mannréttindum og lýðræði, sat í Ís-
landsdeild Evrópuráðsins og var for-
maður þess og varaforseti ráðsins
1998-2000. Innan Evrópuráðsins
stýrði hún m.a. rannsóknum á afleið-
ingum kjarnorkuslyssins í Tjernobyl
og aðbúnaði stríðsfanga í Tjetsníu.
Eftir að þingmennsku lauk starfaði
hún áfram fyrir Evrópuráðið og ut-
anríkisráðuneytið.
Lára Margrét lést 29.1. 2012.
Merkir Íslendingar
Lára Margrét Ragnarsdóttir
95 ára
Ingibjörg Friðjónsdóttir
90 ára
Hannes Pálsson
85 ára
Halldór Christensen
Haraldur Árnason
Hermann Sigurjónsson
Jónína Magnúsdóttir
Steindór Ólafsson
80 ára
Baldur Pálsson
Olgeir Svavar Gíslason
Sveinn Þ. Sigurjónsson
75 ára
Árni Þorsteinsson
Bryndís F. Guðjónsdóttir
Gerður Björnsdóttir
Guðni Kristján Sörensen
Kolfinna Gunnarsdóttir
Moritz Wilhelm
Sigurðsson
70 ára
Björn Jóhannsson
Elsa Hlíðar Jónsdóttir
Guðmundur Bjarnason
Helgi Jónsson
Magdalena M.
Kjartansdóttir
Rafn Herbertsson
Sveinbjörn Jónsson
60 ára
Björg Brynjólfsdóttir
Hafdís Sigurðardóttir
Hrafnhildur Haraldsdóttir
Ívar Valgarðsson
Jón Gíslason
Kristmundur Bjarnason
Margeir Elentínusson
Ríkarður M Ríkarðsson
Vilborg Aðalsteinsdóttir
50 ára
Alma Þórisdóttir
Ása Valdís Ásgeirsdóttir
Gíslína V. Gunnsteinsdóttir
Jóhanna Guðný
Guðjónsdóttir
Kristín Þorleifsdóttir
Lárus Jóhannesson
Sigríður María
Magnúsdóttir
Steinar Þór Guðleifsson
40 ára
Ágúst Mogensen
Einar Ingimundarson
Jóhannes Pétursson
Kristbjörg Hjaltadóttir
Kristján Sigurðsson
Sigríður Ragna
Birgisdóttir
Sigurbjörg Ragna
Ragnarsdóttir
Sigurður Helgi Pálmason
Silke Freudenberger
Unnar Þorsteinn
Bjartmarsson
Vilhjálmur Vagn
Steinarsson
30 ára
Alyona Nekrasova
Arndís Kristjánsdóttir
Birna Hrönn Björnsdóttir
Guðbjörg Sandra
Óðinsd. Hjelm
Helga Jóhanna
Harðardóttir
Hjördís Haraldsdóttir
Jón Ingi Björnsson
Jónína Aðalsteinsdóttir
Magnús Þór Kristjánsson
Marta Maria Sawicka
Ómar Örn Ómarsson
Sigrún Ingþórsdóttir
Tinna Eiríksdóttir
Tomasz Andrzej
Kusmierski
Til hamingju með daginn
30 ára Tinna lauk BA-
prófi í bókmenntafræði
og er að ljúka MA-ritgerð í
umhverfis- og auðlindafr.
Maki: Ólafur Eiríkur Þórð-
arson, f. 1983, nemi í
sagnfræði við HÍ.
Sonur: Styrmir Logi, f.
2011.
Foreldrar: Eiríkur Hreinn
Helgason, f. 1955, yfirlög-
regluþjónn og kennari við
Lögregluskólann, og Stef-
anía Valgeirsdóttir, f.
1956, ráðgjafi hjá Sjóvá.
Tinna
Eiríksdóttir
30 ára Jónína ólst upp í
Kópavogi og býr þar, lauk
iðjuþjálfaprófi frá HA og
er iðjuþjálfi á Æfingastöð-
inni í Reykjavík.
Dóttir: Eva Rut, f. 2006.
Systkini: Birna Rut, f.
1987, og Bjarki Steinn, f.
1992.
Foreldrar: Aðalsteinn
Jónsson, f. 1963, prentari
og framleiðslustjóri hjá
Odda, og Runný Björk
Daníelsdóttir, f. 1964,
lyfjatæknir við LSH.
Jónína
Aðalsteinsdóttir
30 ára Ómar ólst upp í
Hafnarfirði, býr í Grindvík,
lauk diplomaprófi í verk-
efnastjórnun frá HR og
stundar nú nám í við-
skiptafræði við HÍ.
Sonur: Gabríel Máni, f.
2010.
Systkini. Hulda, f. 1969,
Valdimar, f. 1970, og Íris,
f. 1977.
Foreldrar: Sigríður Þor-
gilsdóttir, f. 1950, fé-
lagsliði, og Ómar Sigurðs-
son, f. 1953, rafeindavirki.
Ómar Örn
Ómarsson
Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is
25ÁRA
1988-2013 Þar sem gervihnattabúnaðurinn fæst
ÞRÁÐLAUSIR
HÁTALARAR
- BLUETOOTH
NÝTT
X05 hátalararnir eru tilvaldir hvar sem er þar sem að þú vilt njóta tónlistar í
gegnum snjallsímann eða spjaldtölvuna. Þeir eru með rafhlöðu sem endist allt að 8 tíma. Þú
getur svarað símanum með honum líka. Þetta er sérlega vandaðir hátalarar sem er búnir til úr
burstuðu áli sem er fáanlegt í rauðum, svörtum og silfurlit. Þú ert 2-3 tíma að hlaða hann með
USB hleðslutæki.
Fellum niður
vörugjöld af
bluetooth
hátölurum