Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 70
70 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
Í Morgunblaðinu 3.
október birtist grein eft-
ir Jóhann J. Ólafsson
um íslensk mannanöfn.
Jóhann bendir á að
nafnakerfið sé óaðskilj-
anlegur þáttur íslenskr-
ar menningar sem beri
að varðveita. Þar er
hann í félagsskap
mætra manna sem um
þetta hafa fjallað á lið-
inni tíð. Íslensk nafna-
hefð á nú mjög í vök að verjast, ekki
síst vegna aðstreymis fólks af erlend-
um uppruna og fjölgunar þeirra sem
bera ættarnöfn eftir að heimilað var
að ættarnöfn gengju í kvenlegg. Ætt-
arnöfn eru ekki sérlega gömul í ís-
lensku máli en hafa valdið varanlegri
breytingu á nafnahefð Íslendinga.
Önnur breyting eru fleirnefnin, en
fram eftir öldum var eitt eiginnafn yf-
irleitt látið nægja. Þriðja breytingin
og sú nýjasta er að menn eru farnir
að kenna sig við móður sína í stað föð-
ur. Í fyrrnefndri grein virðist mér Jó-
hann telja þetta forna hefð, en svo er
ekki. Þótt finna megi dæmi um þetta í
fornum ritum, var slíkt algjör und-
antekning allt fram á vora daga.
Þessi nýlunda í nafn-
giftum kann að vera
liður í baráttu fyrir
réttindum kvenna, en
sé svo, er aðferðin mis-
ráðin. Sá sem kennir
sig við móður sína og
brýtur þannig alda-
gamla hefð, gefur í
skyn að faðirinn sé
annað hvort óþekktur
eða af einhverjum
ástæðum óverðugri en
móðirin. Nafnið verður
gildishlaðið eins og
sagt er. Eldri hefðin, að kenna mann
við föður sinn, er hins vegar hlutlaus
með öllu þótt upphaflega hafi hún
sjálfsagt vísað til þess að faðrinn væri
höfuð fjölskyldunnar. Þar kom þó
fleira til. Vafi gat leikið á faðerni
barns og því mikilvægt að gera föður
ábyrgan fyrir barninu með nafngift-
inni. Sú röksemd hefur enn nokkurt
gildi.
Um ættarnöfnin hafa margir fróðir
menn ritað á liðinni tíð. Hér vil ég ein-
ungis benda á ritgerð eftir Ingólf
Pálmason mag. scient. sem út kom
fjölrituð árið 1987. Þar sem þessi rit-
gerð mun fáum aðgengileg hef ég
freistað þess að skanna hana og setja
á vefsíðu (http://halo.internet.is/
ingolf.pdf). Í ritgerðinni er einkum
fjallað um beygingu ættarnafna og
erlendra nafna, en auk þess er þar
margvíslegan sögulegan fróðleik að
finna. Ættarnöfn hafa lengi verið um-
deild hér á landi, en þau hafa unnið
sér sess í málinu hvort sem mönnum
líkar það betur eða verr. Hins vegar
er óheppilegt að sumir skuli hafa rétt
til að bera ættarnöfn en aðrir ekki. Í
því efni sem öðrum eiga menn að vera
jafnir fyrir lögunum. Fyrir þá sem
vilja bera ættarnafn gæti besta lausn-
in verið sú að láta föðurnafn fylgja
hverju ættarnafni, að minnsta kosti í
þjóðskrá og símaskrá. Það myndi
styrkja tengslin við forna nafnahefð
og jafnframt draga úr líkunum á því
að menn fari mannavillt. Innflytj-
endur gætu þá aðlagað sig íslenskri
hefð með því að setja föðurnafn milli
eiginnafns síns og ættarnafns.
Eftir Þorstein
Sæmundsson
» Besta lausnin
gæti verið sú að
láta föðurnafn fylgja
hverju ættarnafni,
a.m.k. í þjóðskrá og
símaskrá.
Þorsteinn
Sæmundsson
Höfundur er stjörnufræðingur.
Um íslensk mannanöfn
Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499
Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 www.ullarkistan.is
Fyrir börnin í vetur
Hlýr og
notalegur
ullarfatnaður
á öll börn á
góðu verði
Lítil saga getur
vísað á merkilegt
mál. Ég hitti um dag-
inn kunningja minn,
Borgfirðing, og sagði
honum frá heimsókn
á bæ í Borgarfirði,
þar sem er gert út á
útreiðar útlendinga
og þeim veittur allur
viðurgerningur, og
gengur vel. Kunn-
inginn kunni að segja frá manni í
næsta dal, sem ætti bágt með að
reka áfram gistingu, sem var í
smáum stíl. Það hefðu nefnilega
verið settar reglur, sem heimiluðu
ekki veitingar, þar sem matur úr
eldhúsi væri borinn í gegnum
setustofu í borðstofu; útreiðamað-
urinn má reyndar leggja mönnum
til nesti á ferðum. Það kynni að
verða manninum of dýrt að breyta
húsakynnum samkvæmt regl-
unum. Þetta gerir stærri gisti-
húsum ekki til. Með þessu móti er
gripið inn í samkeppni, umbúðir
um gistingu og veitingar eru ekki
mál, sem menn ráða og ferðamenn
fá að velja og hafna. Hér er um að
ræða mikilvægar forsendur sam-
keppni, sem birtast á mörgum
sviðum.
Það hét í upphafi, að Evrópu-
sambandið skyldi koma á sam-
keppni um öll lönd þess, og Íslend-
ingar urðu þátttakendur í því með
aðild að Evrópska efnahagssvæð-
inu. Með margs konar regluverki
er tekið fram fyrir hendur fram-
leiðenda og neytenda með því, að
framleiðendur eru skyldaðir til að
hafa ákveðinn umbúnað um starf-
semi sína, en hitt væri að láta
samkeppnina vera um verð og
gæði, eins og tíðkaðist, og ég vil
ætla, að tíðkist mest í öðrum
heimshlutum.
Ofangreint dæmi úr Borgarfirði
er um regluverk, sem íþyngir sum-
um, en ekki öðrum; það raskar því
samkeppnisskilyrðum. Ástæða er
til að ætla, að hvers konar reglu-
verk sé í þágu þeirra, sem eru
stórir og eru í fjölmenni, en bitni á
smárekstri og skilyrðum, sem Ís-
land býr mönnnum. Ég sakna
þess, að Samkeppniseftirlitið láti
sig slíka mismunun
varða. Því er einmitt
skylt, að vekja athygli
ráðherra og almenn-
ings, ef álitið er, að
ákvæði laga og stjórn-
valdsfyrirmæla tor-
veldi samkeppni í við-
skiptum.
Utanríkisráðuneytið
sagði frá því um dag-
inn, að fyrir Alþingi
lægju um 80 regluverk
vegna samningsins um
Evrópska efnahagssvæðið. Þau
væru vissulega sum íþyngjandi, en
„fyrirtækin“ vildu þola það, þau
mætu það mest að fá að vera alveg
eins og væri í Evrópusambandinu.
Þau fyrirtæki og þeir hagsmunir,
sem ég hef bent á, sem eru smáir
eða hafa horfið vegna regluverks,
hafa vitaskuld ekkert um málið að
segja. Umræða um þetta er engin
hér á landi af hendi þeirra, sem
bera sérstaka ábyrgð og ættu að
hafa afl til þess, ég nefni stjórn-
arráðið og háskóla, sem starfa að
Evrópufræðum. Þá verður að ætl-
ast til nokkurs af stjórnmálaflokk-
um, sem allir hljóta að vilja veg
smærri fyrirtækja og valfrelsi
neytenda.
Mér segir svo hugur, að hnignun
efnahags Evrópusambandsins stafi
ekki lítið af íþyngjandi regluverki,
sem er samið í Brussel undir
áhrifum sterkra hagsmunaafla
með tugþúsundir málafylgjumanna
á göngum sambandshúsa. Svo gæti
einnig verið um byggðir Íslands,
sem eiga í vök að verjast, að fram-
leiðsla, sem eru náttúruleg skilyrði
fyrir hér, sé gerð dýr til að full-
nægja skilyrðum, sem neytendur
fá ekki tækifæri til að meta, hvort
eru nokkurs virði.
Eftir Björn S.
Stefánsson
Björn S. Stefánsson
»Margs konar reglu-
verk íþyngir fram-
leiðendum mismikið og
spillir þannig frjálsri
samkeppni. Samkeppn-
iseftirlitið situr hjá þrátt
fyrir lögboðna skyldu.
Höfundur er dr. scient.
Um samkeppni
Af tilefni þess að
enn hefur verið lagt
fram frumvarp um að
leyfa sölu áfengis í
matvöruverslunum
finnst okkur við hæfi
að minna á hag
barna.
Börnin okkar eiga
skilið að alast upp í
vímulausu umhverfi.
Við höfum þá sér-
stöðu hér á landi í dag að áfengi er
selt í sérverslunum þar sem áfengi
er engin venjuleg neysluvara. Börn
verða ekki fyrir beinum eða óbein-
um áhrifum framsetningar áfengis
þegar þau fara með
foreldrum sínum að
kaupa nauðsynjar í
dagvöruverslunum.
Flestir sem nota
áfengi telja það ekki
eftir sér að fara í sér-
verslun til að kaupa
það. Meirihluti þjóð-
arinnar er sáttur við
að áfengi og öðrum
vímuefnum skuli
haldið frá börnum í
lengstu lög. Máltækið
á hér vel við „betra er
krókur en kelda“ og til þess að
vernda börnin okkar sem best
skulum við ekki auka aðgengi og
áróður áfengisframleiðenda til að
hvetja til meiri áfengisneyslu.
Okkur er ljóst að framsetning
áfengisframleiðenda og áróður
þeirra er til þess að hvetja til
meiri áfengisneyslu. Við skulum
ekki fylgja þeim einhliða áróðri
heldur snúast gegn blekkingum
þeirra af öllu afli fyrir börnin okk-
ar.
Frelsi barna er í húfi
Eftir Aðalstein
Gunnarsson
Aðalsteinn Gunnarsson
»Meirihluti þjóð-
ar innar er sáttur við
að áfengi og öðrum vímu-
efnum skuli haldið frá
börnum í lengstu lög.
Höfundur er framkvæmdastjóri
IOGT á Íslandi.
Mig langar til að leggja orð í belg
varðandi fostureyðingar. Það kom
fram í umræðu um þessi mál að
konur láta gjarnan eyða fóstrum
oftar en einu sinni. Ég vil beina
þeirri spurningu til kvenna og þá
aðallega til femínista að fyrst
konur hafa eða vilja hafa svona
mikið vald yfir líkama sínum geta
þær þá ekki líka stjórnað því hve-
nær eða hvort þær verða ófrísk-
ar? Eru þær farnar að nota fóst-
ureyðingar eins og pilluna? Hvað
segja of önnum kafnir læknar
okkar? Alltaf tilbúnir í slaginn?
Ætla þeir að framkvæma fóstur-
eyðingar og kannski láta þær
ganga fyrir þegar og ef þeir fara í
verkfall? Við femínista vil ég
segja: Það er dálítið lengra í að
þið takið við hlutverki Guðs al-
máttugs og stjórnið heiminum.
Gúgga.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Fóstureyðingar
Fóstureyðingar Hver mun sinna
þeim aðgerðum ef til verkfalls
lækna kemur?
Morgunblaðið/Rósa Braga
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/