Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 44
44 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 TWIN LIGHT GARDÍNUR Betri birtustjórnun MEIRA ÚRVAL MEIRI GÆÐI ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA EFTIR MÁLI Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18 VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég hef aldrei lært að skrifa ís- lensku,“ segir Thor Thors yngri á lýtalausri íslensku, en hann hefur búið í Bandaríkjunum mestalla ævi sína. Faðir hans var Thor Thors, bróðir Ólafs Thors, sendi- herra Íslands í Bandaríkjunum í rúmlega aldarfjórðung og fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Samein- uðu þjóðunum. „Þegar ég var lítill strákur hérna á Íslandi gat ég ekki farið í skóla, því að Bretinn tók barnaskólana í hernáminu og nýtti þá fyrir sig,“ segir Thor, sem fékk því aldrei formlega menntun í íslensku, því að fjölskyldan flutti vestur um haf áður en bresku her- mennirnir færðu sig úr skólunum. Thor yngri var hér á landi í síð- ustu viku vegna ræðismannaráð- stefnu utanríkisráðuneytisins, sem haldin var í Hörpunni. Thor ber ráðstefnunni vel söguna og segir hana einstakt tækifæri til þess að treysta böndin við það duglega fólk er sinnir ræðismennsku. Hann er nú áttræður, en var bankamað- ur í fjörutíu ár, auk þess sem hann er varaformaður Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins (IACC), og vinnur þar að auknum viðskiptatengslum ríkjanna tveggja. Í tengslum við þau störf sín hefur Thor fengið að- stöðu hjá aðalræðisskrifstofu Ís- lands í New York. „Ég fæ einn dollar á ári, frítt kaffi og skrif- stofu fyrir að vera ráðgjafi,“ segir Thor, og bætir við að hann sé þar Hlyni Guðjónssyni, fram- kvæmdastjóra verslunarráðsins, innan handar, auk þess sem hann reyni að aðstoða þegar Sameinuðu þjóðirnar koma saman. Þá er Thor einnig í stjórn Am- erican Scandinavian Foundation, en hún veitir styrki, sem nefndir eru í höfuðið á föður hans, til ís- lenskra námsmanna sem eru á leiðinni í nám til Bandaríkjanna. Byrjaði allt í bílskúrnum „Við sigldum til Bandaríkjanna, og ég man hvað skipsáhöfnin var okkur systkinunum góð,“ segir Thor, en fjölskylda hans fór með Goðafossi vestur um haf. „Við urð- um því svo sorgmædd síðar þegar við fréttum að Goðafossi hefði ver- ið sökkt af þýskum kafbáti. Að hugsa sér, hvað það var agalegt,“ segir Thor og minnist þess að mannfall Íslendinga var svipað og Bandaríkjamanna í styrjöldinni. „Og nær allt kom það úr kaup- skipa- og togaraflotanum okkar.“ Fyrsta árið var Thor eldri aðal- ræðismaður Íslands með aðsetur í New York, en fór ári síðar til Washington, þar sem fjölskyldan bjó síðan. Íslenska ríkið hafði hins vegar ekki bolmagn til þess að halda úti sendiskrifstofum líkt og nú tíðkast. „Hann keypti húsið fyrir sína eigin fjármuni, en það var ekki hægt að leigja skrifstofu, þannig að hann bjó hana til í bíl- skúrnum sínum,“ segir Thor. „Ut- anríkisþjónustan er í góðum mál- um núna, en ætli þjóðin viti að þetta byrjaði allt í bílskúr?“ spyr Thor með bros á vör. Stríðsárin voru um margt at- hyglisverð fyrir fjölskylduna. „Pabbi komst ekki heim, þannig að þegar hann vildi tala við bróður sinn talaði hann inn á plötu sem var send til Íslands,“ segir Thor og segir að þannig hafi það gengið fram og til baka á milli þeirra Ólafs og Thors. Sendiherrar annarra ríkja voru í svipuðum sporum og Thor, þeir gátu ekki farið heim, því að heima- lönd þeirra höfðu verið hernumin af Þjóðverjum. „Sendiherrar Nor- Stoltur af því að vera Íslendingur  Thor Thors yngri segir utanríkisþjónustuna skipaða dugmiklu fólki  Faðir hans setti upp sendi- skrifstofu í bílskúrnum sínum  Sér fyrir sér að Íslendingar gætu miðlað málum í milliríkjadeilum Morgunblaðið/Kristinn Ríkisfangið mikill heiður Thor Thors yngri segir að hann sé stoltur af íslenskum uppruna sínum og að hann hafi komið sér til góða á starfsferli sínum er- lendis. Íslendingar megi sömuleiðis vera ánægðir með það duglega fólk sem beri merki Íslands uppi á erlendum vettvangi. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið Merkisstund Thor Thors, sendiherra Íslands, undirritar stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, ári eftir að samtökin voru formlega stofnuð. Sterk tengsl við upprunann Thor skoðar hér mynd af föður sínum að und- irrita stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í nóvember árið 1946.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.