Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 40
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.s
„Það má segja að skemmtilegar til-
viljanir hafi ráðið því að málverkið
sé komið aftur á sinn stað, meira en
eitt hundrað árum eftir að farið var
með það úr landi til Vesturheims,“
segir Valgeir Þorvaldsson, stjórn-
arformaður Kolkuóss ses. og for-
stöðumaður Vesturfarasetursins á
Hofsósi, um málverk sem hann tók
nýverið við og komið er upp í mynd-
arlegu gistihúsi á Kolkuósi í Skaga-
firði. Gistihúsið er í gamla íbúðar-
húsinu á þessum fornfræga
verslunarstað, en það var end-
urbyggt frá grunni og opnað í sum-
ar.
Málverkið er úr eigu hjónanna
Tómasar Ísleikssonar söðlasmiðs og
Guðrúnar Jóelsdóttur ljósmóður.
Þau voru fyrstu föstu ábúendur á
Kolkuósi, frá árunum 1891 til 1903,
en þá fluttu þau vestur um haf til
Winnipeg í Kanada líkt og margir
Íslendingar á þeim tíma. Ekki er vit-
að hver málaði myndina en það sýnir
Drangey, Málmey og Þórðarhöfða,
með tvö gufuskip siglandi úti fyrir
Skagafirði. Útsýnið er ekki ósvipað
því sem blasir við á hverjum degi frá
Kolkuósi við austanverðan fjörðinn.
Örlagarík gjöf
Valgeir segir söguna á bak við
endurheimt málverksins hafa byrjað
fyrir allmörgum árum, þegar Vest-
ur-Íslendingurinn Wayne Gud-
mundsson heimsótti Skagafjörð og
fleiri staði á Íslandi, í því skyni að
gera kvikmynd en Wayne starfar
sem kvikmyndagerðarmaður. Val-
geir hitti hann í þessari ferð.
„Hann varð mjög hrifinn af
Skagafirði og þegar ég hitti hann á
Hofsósi vildi svo til að ég var í hesta-
vesti með Kolkuósnafninu á bakinu,
sem var nýbúið að gefa mér. Ég fór
úr vestinu, hengdi það á hann og gaf
honum, líklega eina vestið í heim-
inum með þessu nafni á,“ segir Val-
geir og þeir Wayne kvöddust glaðir í
bragði.
Síðan liðu nokkur ár, þar til
Wayne hringdi í Valgeir með
skemmtilega sögu. Þá hafði kvik-
myndin hans um Ísland verið sýnd á
kanadískri sjónvarpsstöð, þar sem
Skagafjörður og Drangey komu m.a.
í mynd. Eftir sýningu myndarinnar
hringdi kona að nafni Judy Kellett í
Wayne. Hún sagðist vera af vest-
uríslenskum ættum og auk þess að
lýsa hrifningu sinni á myndinni
sagðist hún vera með málverk af
Drangey í sínum fórum. Reyndist
þetta vera ættargripur sem hafði
gengið kynslóð fram af kynslóð.
Barnabarnið hringdi
„Hún sagðist vera orðin fullorðin,
og ætti engin börn, og langaði að
gefa málverkið aftur til Íslands. Hún
spurði Wayne hvort hann sæi fyrir
sér einhvern stað sem vildi taka við
málverkinu. Honum datt þá Vest-
urfarasetrið á Hofsósi í hug og
hringdi í mig. Ég tók þessu mjög vel
og sagði það að sjálfsögðu heiður að
fá myndina aftur til Íslands,“ segir
Valgeir sem næst spurði Wayne
hvort hann vissi hver hefði átt mál-
verkið í upphafi. Það vissi hann ekki,
en sagðist ætla að kanna málið.
„Síðan hringdi hann nokkrum tím-
um síðar og mátti vart mæla, honum
var það mikið niðri fyrir,“ segir Val-
geir en þá kom í ljós að myndin fór
frá Kolkuósi 1903 og var í eigu Tóm-
asar og Guðrúnar. Konan sem
hringdi í Wayne reyndist vera
barnabarn þeirra og hafði fengið
málverkið frá móður sinni, Láru
Kristínu Tómasdóttur.
Eftir þetta samtal flaug Wayne
við fyrsta tækifæri til Íslands og af-
henti Valgeiri málverkið í sérstakri
athöfn á Kolkuósi.
Sem stendur er málverkið yfir pí-
anói í setustofu gistihússins. Þar
kemur það ágætlega út, t.d. þegar
Þórhildur Björnsdóttir, staðarhald-
ari á Kolkuósi og píanóleikari, sest
og spilar þar fagra tóna. Valgeir seg-
ir það einnig koma til greina að hafa
málverkið við hliðina á mynd af frú
Vigdísi Finnbogadóttur, sem á sæti í
stjórn Kolkuóss ses. Mestu skiptir
þó að listaverkið er komið heim.
Komið heim eftir rúm hundrað ár
Skemmtilegar tilviljanir réðu því að málverk úr eigu fyrstu ábúanda á Kolkuósi í Skagafirði skilaði
sér heim Sýnir Drangey í allri sinni dýrð Hestavesti og kvikmyndagerðarmaður örlagavaldar
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Uppbygging Þórhildur og Valgeir á tröppum hússins á Kolkuósi, sem var
endurgert í sinni upprunalegu mynd. Frekari uppbygging er fyrirhuguð.
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Komið heim Valgeir Þorvaldsson og Þórhildur Björnsdóttir, staðarhaldari á Kolkuósi, með málverkið úr eigu
fyrstu föstu ábúenda á staðnum. Málverkið er nú komið heim eftir fjarveru í Vesturheimi í meira en öld.
Afhending Wayne Gudmundsson
(t.h.) kom til Íslands með málverkið.
40 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Nýjar hagstæðar lausnir í innréttingum.
Nútímaleg hönnun, glæsilegt útlit og
örugg gæði frá fagmönnum.
Verktakar – húsbyggjendur
ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
Tómas Ísleiksson og Guðrún Jóels-
dóttir urðu fyrst til að hefja fasta
búsetu á Kolkuósi, árið 1891. Þau
fóru til Vesturheims árið 1903. Um
líkt leyti fluttu Hartmann Ásgríms-
son og Kristín Símonardóttir í
Kolkuós og byrjuðu þar verslun. Á
næstu árum stóðu þau fyrir mikilli
uppbyggingu á staðnum, byggðu
íbúðarhús, verslunarhús og slát-
urhús. Sonur þeirra, Sigurmon, tók
við búinu, ásamt eiginkonu sinni,
Haflínu Marín Björnsdóttur, og
bjuggu þau á Kolkuósi til ársins
1984. Sigurmon hélt uppi mynd-
arlegri hrossarækt sem faðir hans
stofnaði til í upphafi 20. aldar.
Ljósmynd/Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
Þau fyrstu Tómas Ísleiksson söðlasmiður og Guðrún Jóelsdóttir ljósmóðir.
Föst búseta á Kolkuósi
frá 1891 til 1984
Kolkuós Sigurmon Hartmannsson
og Haflína Marín Björnsdóttir.