Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 81
81
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
Leikfélagið er ein af þeim stofn-
unum sem líma samfélagið á Ak-
ureyri saman. Þetta sást vel á ný-
legri sýningu á Bláa hnettinum
eftir Andra Snæ Magnason, en
sýningin fór fram á pólsku. „Erling
Jóhannesson hafði á sínum tíma
verið fenginn til að stýra uppfærslu
á verkinu í Gdansk. Var sama sýn-
ing á fjölunum hjá okkur eina helgi
með pólska leikhópnum og við-
brögðin mjög góð. Húsið fylltist af
Pólverjum sem hafa sest að hér á
landi og margir aldrei komið áður í
leikhúsið.“
Leiklistarskólinn er líka ein af
grunn-stoðum bæjarlífsins. „Þessi
skóli er krúnudjásnið okkar en þar
fer fram leiklistarkennsla fyrir
börn frá 3. upp í 10. bekk,“ segir
Ragnheiður. „Þau börn sem byrja
strax við fyrsta tækifæri og eru í
leiklistarskólanum út grunn-
skólanámið eru nánast orðin tæk í
háskólanám í leiklist. Þessi sömu
börn halda svo áfram leiklist-
arstarfi í leikfélögum framhalds-
skólanna og er mikill listrænn
mannauður að verða til í þessum
ungmennum.“
Mikilvæg samfélagsstofnun
húsakynnum leikfélagsins og gaman
frá því að segja að búið er að end-
urvekja Yggdrasil, leikfélag Verk-
menntaskólans á Akureyri. Þau
sýna núna í lok október verkið 101
Reykjavík eftir Hallgrím Helgason
en Menntaskólinn á Akureyri heldur
sína sýningu eftir áramót,“ útskýrir
Ragnheiður.
Hundur í óskilum frumsýnir í
októberlok verkið Öldin okkar úr
smiðju tónlistar- og leikhópsins í
samvinnu við LA. Félagarnir Eirík-
ur Stephensen og Hjörleifur Hjart-
arson vöktu mikla athygli fyrir
tveimur árum með verkinu Saga
þjóðar þar sem farið var á líflegan og
hrífandi hátt yfir helstu viðburði í
sögu Íslands. „Sú sýning Hunds í
óskilum sló rækilega í gegn bæði hér
á Akureyri og síðar í Borgarleikhús-
inu þar sem verkið var sýnt margoft
fyrir troðfullu húsi. Í Öldinni okkar
er áfram sagt frá sögu Íslands nema
einblínt er á viðburði 21. aldarinnar,
eða þess sem af henni er liðið.“
Eftir áramót segir Ragnheiður að
langþráður draumur muni rætast
með stórri barna- og fjölskyldusýn-
ingu. Ræðst leikfélagið til atlögu við
ekki ómerkilegra verk en Lísu í
Undralandi eftir Lewis Carroll.
„Verkið er í leikgerð Margrétar
Örnólfsdóttur, leikstýrt af Vigni
Rafni Valþórssyni með tónlist eftir
sjálfan Dr. Gunna. Verður það
Thelma Marín Jónsdóttir sem fer
með hlutverk Lísu.“
Ragnheiður á von a geysiflottri
sýningu. „Með þennan frábæra hóp
listamanna getur útoman ekki orðið
annað en flott. Verkið er líka af þeim
toga að ætti að höfða bæði til barna
og fullorðina. Börnin hafa gaman af
ævintýrinu og furðuverunum en for-
eldrarnir njóta þessa sérstaka verks
á annan hátt.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Metnaður Valinn maður er í
hverju hlutverki í uppfærslu á
Lísu í Undralandi eftir ára-
mót. „Með þennan frábæra
hóp listamanna getur útkom-
an ekki orðið annað en flott,“
segir Ragnheiður Skúladóttir
leikhússtjóri.
www.gulimidinn.is
AF HVERJU SELDU BLEIKU GLASI RENNUR
TIL STYRKTAR BLEIKU SLAUFUNNAR.
Fyrir flottan málstað
er bleikur miði
hugsaðu um heilsuna
húð, bein og liði.
Fæst í apótekum, heilsuverslunum og stórmörkuðum.