Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 71
UMRÆÐAN 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Það er hreint út sagt ömurlegt að sjá hvernig farið er með íslenskan almenning í þessu landi – og það af sjálfu Alþingi og ríkisstjórn. Hér á árum áður þá voru það stór- bændurnir, landeig- endurnir, sem áttu allar jarðir á Íslandi og réðu öllu. Vinnufólkið, þræl- arnir og ambáttirnar, átti ekkert en það fólk var neytt til þess að vinna alla ævina, nánast kaup- laust. Það fólk mátti ekki einu sinni giftast nema það ætti jörð. Þar með var hægt að þrælpína vinnufólkið alla ævi. Það var inni- lokað í ófrelsi. Var nokkur furða þótt fólk notaði tækifærin þegar þau buðust til þess að flýja til Brasilíu eða Vesturheims? Eftir seinna stríðið komu nýir uppgangstímar og vindar frelsis og framfara fóru að blása yfir Fróni. En svo fór vindurinn að snúast og upp kom ný stétt stór- bænda, stétt „sægreifa“ eða „sæ- konunga“. Og líkt og hér áður fyrr er bændurnir áttu allar jarðir, þá er hin nýja stétt sægreifanna búin að slá eign sinni á öll fiskimiðin í kringum landið og segjast þeir jafnframt hafa einkarétt til þess að nýta öll fiskimiðin, rétt eins og þeim sýnist. Og aftur er það almenningurinn – vinnumennirnir og vinnukon- urnar – sem er fótum troðinn og gerður að eignalitlum þrælum. Fólkið í hinum ýmsu sjáv- arplássum er fyrirvaralaust svipt atvinnunni og jafnframt svipt frelsinu (með kvótakerfinu), svipt frelsinu til þess að það megi bjarga sér sjálft. Nú fyrir nokkru síðan, þá hefur enn einn lítill útgerðarstaður, Djúpivogur, verið lagður í rúst og sægreifi staðarins flutt sína starf- semi til Suðurnesja. Þá kom það líka í fréttunum að útgerðin hefði keypt þar byggingu og vildi líka flytja starfsfólkið þangað. Þetta hljómar ekki ólíkt því, að þarna sé verið að byrja á því að koma upp einskonar þrælabúðum, einskonar „gúlagi“. Einn íbúi þorpsins fór til Reykjavíkur með bænarskjal til ríkisstjórnarinnar, skjal sem und- irritað var af íbúunum. Það var sem maður sæi hann í anda, hvar hann lá á hnjánum með bæn- arskjalið í hendi að biðja fólkinu sínu að griða, að fólkið mætti fá að lifa og bjarga sér sjálft með frjálsum fiskiveiðum, á sínum eig- in firði, á sínu eigin „hafssvæði“. Skömmu seinna komu reyndar fréttir þess efnis að útgerðin hefði skipt um skoðun og slakað til og hefði ákveðið að halda hluta af starfseminni áfram á Djúpavogi í eitt ár, en að starfsemin yrði flutt í burtu í áföngum. Síðasta sumar hafa makrílveiðar smábátasjómanna gengið vel, en veiðar voru bannaðar 5. sept- ember. Kom þá aftur upp svipuð staða og fyrr og framkvæmda- stjóri Landssambands smábáta- eigenda fór með bænarskjal í hendi til sjávarútvegsráðherra með ósk um leyfi til áframhald- andi makrílveiða á hinum minni bátum. Rök sjómanna voru þau að hafið væri „fullt af makríl“og mæl- ingar bentu til að um 1,6 milljónir tonn af makríl væru í íslensku fiskveiðilögsögunni, svo að það væri af nógu að taka. En svarið við þessu frá ráðherra var bara þvert nei. Maður getur ekki annað en undrast svona háttalag af hálfu ráðherra. Nú reynir á þessa núverandi ríkisstjórn – ásamt með Alþingi – að þingmenn allir vinni vinnuna sina og geri það sem þeim er borgað fyrir. Kvótakerfið verður að afnema og það strax. Ef rík- isstjórnin gerir það ekki nú þegar við upp- haf þings, að beita sér fyrir því að Alþingi setji strax lög um al- gjört afnám kvóta- kerfisins og geri allar aðrar nauðsynlegar breytingar á fisk- veiðakerfinu, með það fyrir augum að gefa öllum Íslendingum all- ar veiðar frjálsar á fiskiskipum og bátum í fullri eigu Íslend- inga, og sem skrásett eru á Ís- landi – og það án nokkurra veiði- takmarkana – þá verður stjórnin að segja af sér og að efnt verði til nýrra kosninga. Þessi stjórn var mynduð með „loforðum“ til kjósendanna um það, að afnema vísitölu á lánum, afnema kvótakerfið (eða gera stór- ar endurbætur á því) og að draga til baka „ólöglegu“ umsóknina um inngöngu í ESB. Nú er eitt og hálft ár liðið og ekkert af loforðunum hefur verið efnt. Búið var til eitthvert „píp“ um skuldaleiðréttingu. En það er ekki það sama og það að efna lof- orðin um að afnema verðtrygg- inguna. Fram að þessu þá hafa öll loforðin verið svikin og nú eru þingmennirnir komnir úr sínu þriggja mánaða sumarfríi og búið að setja Alþingi á ný. En það lítur helst út fyrir að stjórnin ætli að reyna að hanga næstu tvö og hálft árið á sama hátt og standa ekki við kosninga- loforðin, en ef þeir standa ekki við loforðin, þá eru báðir stjórn- arflokkanna búnir að vera að mínu mati. Ef stjórnin gerir ekkert næstu átta vikur til þess að efna gefin kosningaloforð, er þá ekki rétti tíminn kominn til þess að kjós- endur krefjist þess að þessi rík- isstjórn segi af sér og þá jafn- framt, að þar strax á eftir verði efnt til nýrra kosninga? Eftir Tryggva Helgason Tryggvi Helgason »Nú reynir á að þessi núverandi ríkisstjórn, ásamt með Alþingi, vinni vinnuna sína og geri það sem þeim er borgað fyrir og afnemi kvótakerfið. Höfundur er fv. flugstjóri. Alþingi og fiskveiðakerfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.