Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 84
84 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
✝ JónatanSveinsson,
hæstarétt-
arlögmaður, fædd-
ist í Ólafsvík 18.
febrúar 1934.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 29. september
2014.
Foreldrar hans
voru hjónin
Sveinn Einarsson,
sjómaður í Ólafsvík, f. 10. jan-
úar 1892, d. 13. september
1967 og Þórheiður Ein-
arsdóttir, húsfreyja í Ólafsvík,
f. 4. apríl 1895, d. 6. júní 1964.
Systkini Jónatans: Einar, f.
1916, d. 1979, Lárus, f. 1919,
d. 1947, María, f. 1921, d.
2007, Sigurður, f. 1923, d.
1947, Elinbergur, f. 1926, Sól-
veig, f. 1928, d. 2010, Sæunn,
f. 1930, Katrín, f. 1932, d.
Þóra Nanna og Sigríður
Soffía. Sonur Jónatans er Hró-
bjartur, hæstaréttarlögmaður,
f. 1958, maki Valgerður Jó-
hannesdóttir, viðskiptafræð-
ingur, f. 1964. Börn þeirra eru
Viktoría, Jóhannes og Jón-
atan. Auk þess á Hróbjartur
soninn Björn en börn hans eru
Kristín Metta, Mikael Nói og
Erik Leo.
Jónatan ólst upp í Ólafsvík í
stórum systkinahópi. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1957,
skipstjórnarprófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík
1960 og lögfræðiprófi frá
lagadeild Háskóla Íslands
1965. Jónatan starfaði sem
stundakennari við Unglinga-
skólann í Ólafsvík á árunum
1957-59. Hann gegndi ýmsum
störfum á fiskiskipum með-
fram námi, þ. á m. stýri-
manns- og skipstjórn-
arstörfum. Að laganámi loknu
starfaði hann fyrst um sinn
sem fulltrúi. hjá ríkissaksókn-
ara en árið 1966 hóf hann
störf á málflutningsskrifstofu
Bjarna Beinteinssonar hrl. Ár-
ið 1967 hóf hann störf sem ftr.
hjá ríkissaksóknara og var
settur saksóknari árið 1977 og
skipaður saksóknari 1982.
Hann rak eigin lögfræðiskrif-
stofu frá árinu 1986 allt þar
til að hann lét af störfum árið
2009. Hann rak fiskiskipaút-
gerð í félagi við aðra á ár-
unum 1972-1986 og var
stundakennari í sjórétti við
Stýrimannaskólann í Reykja-
vík á árunum 1968-1984.
Áhugamál Jónatans voru fjöl-
mörg. Hann tengdist sjávar-
útvegi og fiskveiðum sterkum
böndum alla tíð og hafði ávallt
brennandi áhuga á öllu sem
því við kom.. Hann rak lengi
útgerð eins og áður segir auk
þess sem átti hann smábáta
sem hann réri á til fiskveiða
og skemmtunar þegar færi
gafst. Hann átti sæti í ýmsum
nefndum og ráðum í gegnum
tíðina auk þess sem hann
fylgdist grannt með allri þjóð-
málaumræðu.
Útför Jónatans fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 9. októ-
ber 2014, og hefst athöfnin kl.
13.
1996, Sveinbjörn,
f. 1936, d. 2007,
Guðmundur, f.
1939. Fóstursystir
Þóra Stef-
ánsdóttir, f. 1909,
d. 1998.
Jónatan kvænt-
ist árið 1962
Nönnu Jón-
asdóttur, hjúkr-
unarfræðingi,
fæddri á Dalvík
16. júní 1939. Þau eiga tvo
syni: 1) Svein, héraðsdóms-
lögmann, f. 1963, maki Brynja
Ólafsdóttir, grunnskólakenn-
ari, f. 1963. Dætur þeirra eru
Nanna og Sigrún Hrefna.
Dóttir Brynju er Alexandra
Gyða Frímannsdóttir. 2) Jón-
as, verkfræðingur, f. 1964,
maki Anna Margrét Tóm-
asdóttir, arkitekt, f. 1965.
Börn þeirra eru Jónas Grétar,
Skarðið sem pabbi skilur eftir
er stórt og vandfyllt. Við sem
eftir lifum varðveitum fjölmarg-
ar góðar minningar um hann
sem munu gera missinn léttbær-
ari. Pabbi var traustur og áreið-
anlegur og lagði metnað sinn í
að skapa fjölskyldunni öruggt
og gott umhverfi. Hann ólst upp
í hópi 11 samheldinna systkina í
Ólafsvík þar sem lífsbaráttan
gat verið hörð. Pabbi var sá eini
úr hópnum sem fór í langskóla-
nám. Þetta hefur eflaust mótað
hann. Eljusemi og samviskusemi
einkenndu hann alla tíð. Tengsl
hans við sjóinn voru sterk og út-
gerð og fiskveiðar heilluðu. Há-
skólanámið var fjármagnað með
sjómennsku og hann kenndi um
árabil við Stýrimannaskólann.
Vinnudagurinn gat verið langur
og fríin iðulega notuð í sjósókn
eða framkvæmdir. Við bræðurn-
ir vorum ekki gamlir þegar
pabbi fór að taka okkur með á
skak, línu eða net á Faxaflóan-
um. Fyrst á Sæfellinu en eftir
því sem árin liðu urðu fleyin
betur búin. Það gat verið erfitt
fyrir okkur bræðurna að vakna,
jafnvel um miðjar nætur því
pabbi var stundum svo spenntur
að leysa landfestar ef útlit var
fyrir gott veður og fiskirí. Auk
þess að vera með smábáta í
bænum var pabbi lengi með
talsverða útgerð í Stykkishólmi
með Bjössa bróður sínum.
Pabbi og mamma byggðu
sumarhúsið Sunnufell við Með-
alfellsvatn og þar hefur fjöl-
skyldan átt athvarf í um ald-
arfjórðung. Þar er gott að slaka
á og ekki skemmdi fyrir að um-
hirða sumarhússins og umhverf-
isins eru uppspretta endalausra
verkefna fyrir eljusama menn.
Fáum kom á óvart að meðal
fyrstu verka pabba var að
byggja hafnaraðstöðu til að auð-
velda útgerð frá sumarhúsinu.
Pabbi var alltaf boðinn og bú-
inn til að rétta hjálparhönd og
fór ekki í manngreinarálit.
Skipti þá ekki máli hvort um var
að ræða að bretta upp ermar og
fara í drullugallann eða leysa úr
lögfræðilegum málefnum fyrir
skjólstæðinga sína.
Pabbi hafði gaman af fótbolta.
Leikur í enska boltanum eða
meistaradeildinni var gott tilefni
til að kíkja í heimsókn til hans.
Eins var hann dyggur stuðn-
ingsmaður Fylkis enda flutti
fjölskyldan í Hraunbæinn þegar
hverfið var að byggjast. Síðar
var byggt í Deildarásnum þar
sem stutt var að rölta á Fylk-
isvöllinn.
Pabbi bar ekki tilfinningar
sína á torg en var samt með
stórt hjarta. Hagur fjölskyldu,
ættingja og vina skiptu hann
miklu – sérstaklega barnanna.
Hann var kletturinn í fjölskyld-
unni sem ég leit upp til. Alltaf til
staðar ef á bjátaði eða aðstoðar
var þörf, en hélt sig oft til hlés.
Hann var okkur bræðrunum góð
fyrirmynd og veitti okkur nauð-
synlegt aðhald enda gátum við
verið óstýrilátir í uppvextinum.
Pabbi var lengst af hraustur.
Það var honum því erfitt þegar
heilahrörnunarsjúkdómur sótti
að honum síðustu árin. Viljinn
var til staðar en getan fór þverr-
andi. Það var því ómetanlegt
hversu vel mamma hlúði að hon-
um í veikindunum hans allt til
hinstu stundar. Ekki bar skugga
á þeirra samband alla tíð.
Pabbi var hvíldinni feginn og
gangur lífsins heldur áfram. Við
sem þekktum hann getum með
gleði þakkað fyrir allar góðu
stundirnar sem hann gaf okkur.
Blessuð sé minning hans.
Jónas Jónatansson.
Þegar ég læt hugann reika
um minningar tengdar Jónatan
tengdapabba þá er margra
góðra stunda að minnast. Jón-
atan var traustur, hlýr og heil-
steyptur maður sem gott var að
umgangast. Hann hafði slíkt yf-
irbragð að auðvelt var að líka
vel við hann frá fyrstu kynnum.
Hann var víðlesinn og hafði
mikla frásagnargáfu og talaði
litskrúðugt mál þannig að unun
var að hlusta á. Það kom honum
vel sem málflutningsmanni.
Okkar samskipti voru bæði
fjölskylduleg og vinnutengd þar
sem þeir feðgar Hróbjartur og
Jónatan ráku saman lögmanns-
stofu í um tuttugu ár. Sú sam-
vinna og vinátta þeirra var þeim
báðum mikill happafengur sem
aldrei bar nokkurn skugga á.
Hróbjartur naut þess að hafa
pabba sinn sér til halds og
trausts frá fyrstu árum síns lög-
mannsferils og í langan tíma,
sem hann er afar þakklátur fyr-
ir. Jónatan var ekki einungis
góður og virtur lögmaður heldur
var hann líka mikill reiðumaður
í bókhaldi og fjármálum en sá
þáttur er ekki síður mikilvægur
í rekstri lögmannsstofu en lög-
fræðin sjálf. Það var samverka-
mönnum hans til eftirbreytni.
Jónatan og Nanna nutu þess
að dvelja í sælureitum sínum,
bæði á Spáni og ekki síður í bú-
stað sínum við Meðalfellsvatn. Á
báðum stöðum áttum við með
þeim margar góðar stundir sem
við Hróbjartur og börnin okkar
erum þakklát fyrir.
Jónatan var alinn upp í
stórum systkinahópi í Ólafsvík
sem var mjög samheldinn. Ég
fann fljótt að sjórinn og sjávar-
útvegur var Jónatan mikið
áhugaefni enda stundaði hann
sjó á yngri árum og rak útgerð
um árabil. Eftir því sem árin
færðust yfir hann voru fréttir
tengdar útgerð og aflabrögðum
skipa í Fiskifréttum vinsælt les-
efni hans og umræðuefni. Nú
þegar komið er að því að kveðja
Jónatan kemur upp í hugann
þakklæti fyrir að hafa kynnst
honum og hans yndislegu konu,
Nönnu.
Blessuð sé falleg minning um
Jónatan Sveinsson.
Valgerður Jóhannesdóttir.
Elsku afi, þú varst svo stór
hluti af lífinu mínu og ég verð
þakklát alla ævi fyrir allt sem
þú kenndir mér og allar stund-
irnar sem við höfum átt saman.
Það eru góðar og dýrmætar
minningar sem ég mun alltaf
eiga. Mér fannst alltaf svo gam-
an að koma í heimsókn til ykkar
ömmu og ég tala nú ekki um
þegar ég fékk að gista sem var
nú ekki sjaldan. Við Sigrún gát-
um leikið endalaust með svefn-
sófann, gerðum m.a. búð, renni-
braut, leikskóla og leikhús þar
sem Hans og Gréta var leikið
nokkrum sinnum í heimatilbún-
um búningum úr Nóatúnspok-
um. Svo náðum við yfirleitt í epli
sem við komum með til þín þar
sem þú sast og horfðir á sjón-
varpið og bara þú máttir skræla
og skera eplið enda bragðaðist
það ekki eins ef einhver annar
gerði það. Markmiðið var að ná
hýðinu af í heilu lagi og sá sem
sótti eplið fékk svo fyrsta bitann
sem var að sjálfsögðu bestur.
Ég tók þig líka nokkrum sinnum
í hárgreiðslu þar sem þú sast í
sófanum og ég ofan á öxlunum á
þér og setti í þig eins margar
teygjur og komust í hárið á þér.
Á morgnana var alltaf sama rút-
ínan við komum upp í til ykkar
og horfðum á barnatímann, ég
yfirleitt á undan þar sem ég hef
aldrei verið þekkt fyrir að sofa
lengi. Þá fór amma fram í eld-
hús og náði í ristað brauð sem
hún skar í ræmur (ristabrauð-
aræmur), rúgbrauð og kakó með
„sjúguskeið“ og kom með upp í
rúm þar sem við lágum öll sam-
an fram eftir morgni. Ég á svo
margar dásamlegar minningar
úr bústaðnum. Þegar þú ýttir
mér svo hátt í rólunni að ég
fékk kitl í magann og aðrir sem
voru að ýta mér fengu þær leið-
beiningar að þeir ættu að gera
þetta eins og afi gerði. Þegar við
tókum upp kartöflur sem við
elduðum svo með kvöldmatnum
og við Sigrún fengum að taka
hluta af þeim heim til mömmu
og pabba, mjög stoltar af upp-
skerunni. Þegar þú varst að slá
grasið og ég fékk stundum að
sitja á lærinu á þér og hjálpa
þér að stýra traktornum. Svo
þegar það var búið að raka öllu
saman var kerran fest aftan í og
við keyrðum á milli hrúga og
söfnuðum öllu heyinu í hana og
það var aðalsportið að fá að sitja
í kerrunni og fá allt heyið ofan á
sig. Þegar við fórum á litla bátn-
um út á Meðalfellsvatn þar sem
það var skýr regla að allir væru
í björgunarvestum og enn þann
dag í dag hleypi ég engum á
bátinn nema í vesti. Ég hef oft
sagt fólki frá því að afi minn sé
hetja því að hann bjargaði
ömmu þegar hún fékk hjarta-
stopp í Danmörku og mun alveg
örugglega monta mig af því
nokkrum sinnum í viðbót. Ég
mun aldrei geta þakkað þér
nógu vel fyrir það því að ég væri
ekki helmingurinn af þeirri
manneskju sem ég er í dag ef
ekki væri fyrir ömmu Nönnu og
ég lofa þér að ég skal hugsa vel
um hana þangað til hún kemur
til þín.
Elsku afi, nú ertu frjáls og
kominn tími til þess að við
kveðjumst í bili.
Sofðu rótt.
Nanna Sveinsdóttir.
Afi Jonni var yndislegur mað-
ur, alltaf hlýr og góður. Hann
var einstaklega klár, duglegur,
heiðarlegur og mikil fyrirmynd í
bæði leik og starfi.
Við vorum alltaf svo velkomin
í heimsókn, þó að strákarnir hafi
átt sín móment í ærslagangi,
gátum leikið við Goldie, farið
niður í kjallara að hamast í öllu
dótinu, fengið eins og einn frost-
pinna og stundum skottast niður
í Árbæjarlaug. Þegar hann fór
með okkur systkinin í bátsferðir
og stýrði bátnum eins og sönn-
um skipstjóra sæmir, þær ferðir
eru okkur dýrmætar og minn-
umst við hans þannig. Minning-
arnar sem við eigum frá því að
leika okkur öll saman hjá ömmu
og afa uppi í bústað eru okkur
líka kærar og við erum þakklát
fyrir þær. Það var alltaf fjör að
leika úti í garði og í rólunum og
hlaupa síðan inn til að fá heitt
súkkulaði. Viktoría var svo
heppin að fá að vera mikið með
afa seinustu mánuðina, sem er
ekki sjálfgefið þegar maður er
úti í námi. Að hafa verið með afa
á góðu og slæmu dögunum gef-
ur meiri skilning á því hversu
sterkur karakter hann var.
Við munum alltaf eiga góðu
minningarnar, frá Spáni, útá
bátnum, sumarbústaðnum og
Deildarásnum. Það hefði verið
gaman að þekkja og muna betur
eftir góðu árunum en við mun-
um eflaust heyra fleiri skemmti-
legar sögur um ókomin ár.
Eins erfitt og það er að
kveðja þá vitum við að afi er á
betri stað. Hann myndi vilja að
við héldum áfram að standa
okkur vel og við vitum að hann
var stoltur af okkur, rétt eins og
við vorum af honum.
Viktoría, Jóhannes og
Jónatan.
Við fráfall Jónatans mágs
míns er margs að minnast.
Kynni okkar hófust í Ólafsvík er
ég sá fyrst þennan óvenju glæsi-
lega 19 ára ungling sem var þá í
fremstu röð frjálsíþróttamanna í
sýslunni og þekktur að dugnaði
og harðfylgi.
„Jonni minn, heldurðu að sé
ekki miklu betra fyrir þig að
vera skipstjóri á báti hjá mér
heldur en hefja lögfræðistörf í
Reykjavík sem eru víst ekki vel
launuð. Þú hefðir þá miklu betri
laun, og ég skal láta byggja und-
ir þig nýjan bát.“ Eitthvað á
þessa leið fórust Halldóri Jóns-
syni, útgerðarmanni í Ólafsvík,
orð um það leyti sem Jónatan
var að ljúka lögfræðiprófi frá
Háskóla Íslands, en hann hafði
þá þegar verið nokkur sumur
skipstjóri á bátum hans. – Ég
hygg að það hafi verið með fá-
dæmum að ungir menn væru
svo vel gerðir til líkama og sálar
að þeim stæðu slíkir valkostir til
boða, og væru jafnhæfir til
hvors tveggja, en Jónatan hafði
aflað sér bæði skipstjórnarrétt-
inda og lokið lögfræðiprófi á
sama tíma. – Og það var úr
vöndu að ráða, niðurstaðan varð
að velja lögfræðistörf en sleit
sig þó aldrei alveg frá sjónum.
Hann keypti fiskibát og gerði út
með bróður sínum, skaust þá
stundum á sjóinn og enn síðar
keypti hann sér trillubát og réri
frá Reykjavík þegar hentaði.
Í hinni stóru sjómannsfjöl-
skyldu hans í Ólafsvík störfuðu
allir bræðurnir sjö að sjó-
mennsku í lengri eða skemmri
tíma.
Allan sinn námstíma í
Menntaskólanum á Akureyri
stundaði hann námið mikið ut-
anskóla, varð að skreppa til
Ólafsvíkur um vetrarvertíðina
og aflaði oft mikilla tekna á
skömmum tíma, en hann skilaði
sér alltaf til prófs á vorin. Sami
háttur var á hafður er hafið var
lögfræðinám í háskólanum, skot-
ist á sjó í jóla- og páskahléum,
þannig að aldrei þraut skotsilfur
á námsárunum.
Minnisstæður er gamlársdag-
ur 1962 er hringt var til mín og
ég beðinn að mæta kl. 4 síðdegis
og vera svaramaður Jónatans en
hann hugðist þá gifta sig. Hann
hafði farið sem stýrimaður út á
báti 2. jóladag og vegna mikillar
síldveiði hefði hann lítið sofið frá
þeim tíma en kæmi í land um
tvöleytið og vildi drífa í að gift-
ast henni Nönnu sinni því nýárs-
dagur væri frídagur. Það gekk
svo allt samkvæmt áætlun, en
það var svefnlítill maður sem
játaðist brúði sinni og steinsofn-
aði þegar að lokinni athöfninni.
Jónatan starfaði nær 20 ár
við embætti ríkissaksóknara og
þótti öflugur í starfi, fékk í fang-
ið mörg landhelgisbrot og einna
eftirminnilegast mála er hann
varð saksóknari í Miðkvíslar-
málinu er Mývetningar
sprengdu þar stíflu. – En þar
vann hann sér slíkt traust og
virðingu sinna „delikventa“, að
er hann hóf lögmannsstörf á eig-
in vegum komu sömu Mývetn-
ingar og báðu hann að gerast
lögmann sinn í þeirra málum.
Við Sæunn áttum því láni að
fagna að fara ógleymanlegar
ferðir með Jónatan og Nönnu
víða um Evrópu og siglingu um
Miðjarðarhafið. Vart var hægt
að eiga betri ferðafélaga.
Fyrir vináttu og aðstoð við
mig og mína eru Jónatan færðar
hugheilar þakkir og samúðar-
kveðjur fluttar Nönnu, Hró-
bjarti, Sveini og Jónasi ásamt
fjölskyldum þeirra um leið og
blessuð er minning hans.
Ásgeir Jóhannesson.
Minningar um móðurbróður
minn eru fyrst tengdar búsetu
hans og Nönnu í starfs-
mannabústað á Kleppi, þar sem
hún starfaði um árabil. Við
frænkur vorum gjarnan fengnar
til að gæta sona þeirra, Jónasar
og Sveins. Það sem einkenndi
Jonna var yfirvegun en hann
var gamansamur og sagði marg-
ar sögur úr sjóferðum sínum.
Jonni var einstaklega hjálpsam-
ur og velviljaður og allar hans
sögur voru græskulaust gaman.
Hann var alinn upp á heimili
þar sem sjö bræður sóttu sjóinn
og lífið í Ólafsvík snerist allt um
aflabrögð. Sjórinn gaf og sjórinn
tók af okkar fjölskyldu. Þegar
Jonni útskrifaðist sem lögfræð-
ingur var hann með allra fyrstu
Ólsurum sem luku háskólaprófi.
Hann stundaði útgerð á tímabili
og fékk Lárus bróðir minn 16
ára gamall sína fyrstu reynslu á
sjónum á skipinu Sigurði
Sveinssyni, sem gert var út frá
Stykkishólmi. Skipið átti Jonni
með Sveinbirni bróður sínum.
Sjómennskan var honum held
ég í raun hugleiknari en lög-
fræðin enda þótt hann væri með
allra bestu lögfræðingum lands-
ins. Hann sameinaði þetta
reyndar hvort tveggja í ára-
langri kennslu í sjórétti í Sjó-
mannaskólanum. Er ég hóf sjálf
nám í lögfræði gaf hann mér
margvísleg ráð. Ég var heldur
að flýta mér í gegnum lagadeild-
ina en hann lagði ríka áherslu á
hvað þyrfti að melta vel lög-
fræðina, leyfa þessu að síast inn.
Hann stofnaði um fimmtugt lög-
fræðistofu í samstarfi við son
sinn Hróbjart eftir að hafa
starfað hjá ríkissaksóknara um
áratuga skeið. Í lögmennskunni
held ég að hann hafi notið sín
enn betur en hjá ákæruvaldinu.
Það er merkilegt að sumir af
þeim sem hann hafði sótt til sak-
ar leituðu síðar til hans á lög-
mansstofuna. Jonni var ekki ref-
siglaður og lagði áherslu á að
sætta sjónarmið. Ekki gleymi ég
því þegar Jonni bauð mér að
ganga inn í lögmannsstofuna á
því tímabili í mínu lífi sem mest
mæddi á fjölskyldu minni. Enda
þótt ég hafi ekki þegið boðið þá
sýnir það best hvaða umhyggju
hann bar fyrir mér. Hann áleit
að á stofunni gæti ég haft það
svigrúm sem ég þyrfti í erfiðum
veikindum eiginmanns míns.
Jonni var einstakur gæfumaður
að eiga Nönnu fyrir lífsförunaut.
Það var stundum sagt frá því í
fjölskyldunni að Jonni hefði ver-
ið mikið kvennagull enda stór-
glæsilegur. Hann bjó á tímabili í
fjölbýlishúsi hjá systur sinni og
mági og mun hann hafa sætt
nokkurri ásókn af hálfu kven-
þjóðarinnar. Það var hins vegar
mágurinn sem sagði að sér hefði
litist langsamlega best á Nönnu
og því ákveðið að vísa henni
beint á réttan stað í húsinu. Þau
Jonni áttu síðan samleið í meira
en 50 ár og var umhyggja henn-
ar fyrir honum í veikindum al-
veg einstök. Frá því ég man eft-
ir mér hefur Nanna verið
máttarstólpi fjölskyldunnar.
Hún er glaðvær og úrræðagóð
og óþreytandi að liðsinna öðrum.
Við Finnbogi vottum Nönnu og
öðrum aðstandendum innilega
samúð okkar.
Berglind Ásgeirsdóttir.
Það tekur alltaf á að kveðja.
En þegar við kveðjum Jónatan
Sveinsson, þennan trausta og
hugprúða mann, er okkur efst í
huga þakklæti fyrir hvern dag í
návist hans. Kveðjustundin er
ljúfsár. Lituð af rúmlega hálfrar
aldar kynnum og nánum fjöl-
skyldutengslum. Það er sárt að
kveðja en ljúft að staldra við,
líta til baka og finna allar fal-
legu minningarnar um liðnar
samverustundir streyma fram.
Þær leiftra um hugann. Ör-
lagaríkt ferðalag til Raufarhafn-
ar á síldarárunum þar sem veðr-
ið var vont og vegirnir verri.
Eða fjallganga Jónatans og
tengdaföður hans, Jónasar Hall-
grímssonar, vestur yfir Heljar-
dalsheiði þar sem lagt var af
stað í blíðskaparveðri sem
breyttist í foráttu suðvestanátt
þegar komið var að Heljar-
brekku og Kolbeinsdalurinn
framundan. Vöxtur hlaupinn í
ána Kolku og úr varð löng
þrautaganga út að Sleitustöðum.
Jónatan
Sveinsson