Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 108
FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 282. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. 15 ára lék tveim skjöldum
2. Betlari á glænýjum bíl
3. Eldri kona vann 45 milljónir
4. Snerti andlitið með sýktum hanska
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sinfóníuhljómsveit BBC í Skotlandi
flutti íslenska tónlist eftir tónskáld
samtakanna S.L.Á.T.U.R á tónleikum
4. okt. sl. undir stjórn Ilans Volkovs.
Gagnrýnandi Guardian gaf tónleik-
unum fjórar stjörnur af fimm og taldi
þá takast vel og gefa fagra mynd af
tónlist upprennandi tónsmiða á Ís-
landi.
Morgunblaðið/Kristinn
Guardian ber lof á
tónlist S.L.Á.T.U.R.
Vive la France,
kvikmynd Helga
Felixsonar og Titti
Johnson, hlaut
sérstök verðlaun
dómnefndar á
kvikmyndahátíð í
París, Paris
Science Int-
ernational Film
Festival, sem lauk í fyrradag.
Vive la France hlaut
dómnefndarverðlaun
Upptaka af uppsetningu Young Vic
leikhússins í Lundúnum á leikritinu A
streetcar named Desire verður sýnd í
Bíó Paradís í kvöld kl. 18. Leikstjóri
sýningarinnar er Benedict Andrews
og mun leikarinn Atli Rafn Sigurð-
arson ræða við hann að lokinni sýn-
ingu. Andrews hefur hlotið fjölda
verðlauna fyrir leikstjórn, m.a.
Grímuverðlaunin 2011 og 2012 fyrir
uppsetningar í Þjóðleik-
húsinu á Macbeth og
Lé konungi. Í aðal-
hlutverkum í leik-
sýningunni eru
Gillian Anderson,
Ben Foster og
Vanessa Kirby.
A Streetcar Named
Desire í Bíó Paradís
Á föstudag Norðan og norðaustan 5-10 m/s og lítilsháttar slydda
eða rigning á NA- og A-landi, en léttskýjað suðvestantil. Hiti 1 til 8
stig, mildast syðst.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustanátt, víða 5-13 m/s. Léttskýjað á
S- og SV-landi, annars skýjað og lítilsháttar væta fyrir norðan og
austan. Hiti 2 til 10 stig.
VEÐUR
Íslandsmeistarar Snæfells í
körfuknattleik kvenna hófu
titilvörn sína á sannfærandi
hátt í gærkvöldi með því að
leggja Hauka að velli, 65:60,
á heimavelli sínum í
Stykkishólmi.
Grindavík vann nýliða
Hamars í Grindavík með 13
stiga mun, 93:80, og Valur
vann KR-inga í íþróttahúsi
KR með fjögurra stiga mun,
71:67, og Keflavík lagði
Breiðablik. »3
Íslandsmeistarar
byrjuðu vel
Fátt getur komið í veg
fyrir að KR-liðið verði
að minnsta kosti
deildarmeistari í
körfuknattleik karla
á keppnis-
tímabilinu sem
hefst með keppni í
Dominos-deild
karla í kvöld. Ís-
landsmeistarar KR eru
með yfirburðalið, segir
Kristinn Friðriksson í
síðari grein sinni um
liðin 12 í Dominos-
deildinni. »2-3
Fátt virðist geta
stöðvað KR-inga í vetur
„Þjálfararnir hafa rætt um það að ef
manni líður eitthvað illa þá eigi að
láta vita af því en ég vil spila, enda
hefði pabbi ekki tekið annað í mál,“
sagði Emil Hallfreðsson við Morg-
unblaðið fyrir æfingu landsliðsins í
knattspyrnu á Skonto Stadium í Riga
í Lettlandi í gær. Emil missti nýlega
föður sinn, Hallfreð Emilsson, eftir
erfið veikindi. »1
Pabbi hefði ekki tekið
annað í mál en að spila
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Ég hef mjög gaman af því að við höf-
um fengið sömu verðlaunin,“ segir
Hjörtur Marteinsson um bók-
menntaverðlaun Tómasar Guð-
mundssonar sem hann hlaut í annað
skipti nýverið en sonur hans Dagur
hlaut þau fyrir tveimur árum. Hjört-
ur hlaut þau í ár fyrir ljóðahandritið
Alzheimer-tilbrigðin en árið 2000 fyr-
ir skáldsöguna AM 00. Dagur fékk
þau fyrir ljóðahandritið Þar sem
vindarnir hvílast og fleiri einlæg ljóð.
Hjörtur hefur gefið út tvær aðrar
ljóðabækur, Ljóshvolfin 1996 og
Myrkurbil 1999. Eftir Dag liggur
smásagnasafnið Eldhafið yfir okkur
2013 og bókverkið Sjálfsmorðstíðni í
Finnlandi 2013.
„Jú jú, við spjöllum um skáldskap.
En þetta er alls ekki eins og í bíó-
myndunum þar sem faðirinn gengur
um gólf og sonurinn hlustar af and-
akt á orð föður síns og bíður eftir
næsta spakmæli eða ljóði,“ segir
Hjörtur kíminn. Dagur tekur undir
og segir þá feðga ekki alltaf sammála
um bókmenntir og menningu, en það
komi þó fyrir.
Verðlaunin komu Hirti nokkuð á
óvart en segir þau hvatningu til frek-
ari ritstarfa. Hann er með sína aðra
skáldsögu í smíðum.
Hjört dreymir um að geta sinnt
ritstörfum alfarið. „Það á vel við mig
að skrifa og ég nýt þess að vera í eig-
in heimi en það er ekki mikið upp úr
ritstörfum að hafa.“
Lesa yfir hvor fyrir annan
„Hann hefur eflaust orðið fyrir
áhrifum en ég bjóst allt eins við að
hann færi aðra leið í lífinu,“ segir
Hjörtur. Eins og sönnum föður sæm-
ir þá hefur hann fulla trú á syni sín-
um.
„Mér líst vel á ljóðin hans. Hann er
áhugasamur, metnaðarfullur og hef-
ur ánægju af því að skrifa. Það er
mikilvægt.“
Í gegnum tíðina hafa feðgarnir les-
ið mikið yfir hvor fyrir annan og veitt
góð ráð. „Foreldrar mínir eru góðir
yfirlesarar og hafa ekki hlíft mér, það
hefur reynst mér mjög gefandi,“ seg-
ir Dagur. Hann segir fjölskylduna
listhneigða en móðir hans er listmál-
arinn Guðbjörg Lind Jónsdóttir. „Ég
hafði engan áhuga á listum sem barn
og var alltaf mikið í íþróttum.“ Það
var ekki fyrr en á menntaskóla-
árunum sem Dagur fékk áhuga á
ljóðagerð. Þegar hann skráði sig í ís-
lensku kviknaði áhuginn fyrir alvöru
og ljóðin hrönnuðust upp í skúffunni.
Sigfús Daðason í uppáhaldi
„Mér er minnisstætt þegar ég var í
tíma hjá Bergljótu Kristjánsdóttur í
háskólanum og við lásum ljóð eftir
ýmsa höfunda. Ég heillaðist strax af
ljóðum Sigfúsar Daðasonar. Þegar
ég kom heim og talaði um Sigfús við
pabba þá átti hann upptöku af Sigfúsi
lesa sama ljóðið. Þá urðu ákveðin
tímamót,“ segir Dagur og tekur fram
að Sigfús sé skáld skáldanna.
Forlagið Tunglið, sem Dagur
stofnaði ásamt Ragnari Helga Ólafs-
syni, gefur út ljóðabók föður hans.
Dagur er einnig með skáldsögu í
bígerð. Ljósmyndir utan úr geimnum
er vinnutitill bókar Dags.
Þeir sinna báðir listagyðjunni og
leggur Hjörtur stund á myndlist í
formi lágmynda, þrívíðra verka og
málverka. Um helgina mun Hjörtur
lesa upp úr nýjustu ljóðabókinni í
Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði. Þau
hjónin verða þar að taka niður sam-
eiginlega listasýningu sem nefnist
Umhverfis djúpan fjörð.
Ljóðrænir feðgar heiðraðir
Hlutu báðir
bókmenntaverð-
laun Tómasar
Guðmundssonar
Morgunblaðið/Kristinn
Feðgar Hirti Marteinssyni og Degi Hjartarsyni er margt til lista lagt en þeir eru ritfærir með eindæmum.
Sjaldan fellur eplið langt frá
eikinni, á vel við um þá feðga.
Báðir hafa þeir lokið BA-prófi í
íslensku og meistaraprófi í ís-
lenskum bókmenntum. Hjörtur
kennir íslensku á unglingastigi í
Árbæjarskóla og hefur kennslu-
réttindi í farteskinu og Dagur
kennir íslensku við Mennta-
skólann við Sund. Þá hafa þeir
báðir verið í ritlist við Háskóla
Íslands.
Íslenska og
bókmenntir
SJALDAN FELLUR EPLIÐ
LANGT FRÁ EIKINNI