Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 85
MINNINGAR 85
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
Einnig bregður fyrir veiðiferð
í Ölvisvatn norður á Skaga, sem
Jónatan rifjaði gjarnan upp í
góðra vina hópi. Ekkert var
undan dregið og sagan sögð með
miklum tilþrifum.
Og svona var Jónatan Sveins-
son. Traustur eins og klettur
sama hvort um var að ræða skin
eða skúrir. Ósérhlífinn, ákveðinn
og skemmtilegur. Stundum
stærri en lífið sjálft, þegar
þannig lá á honum. Þeir eru fáir
– ef einhverjir – aldanna menn,
sem hefðu orðið betri fé-
lagsskapur á lífsins vegi, hvort
sem gatan var greið eða farið
um vondan vegarkafla.
Það er á engan hallað, þegar
hér er ritað, að Jónatan Sveins-
son hafi farið fremstur meðal
jafningja. Hann skilur eftir sig
mikið skarð en á móti kemur
óþrjótandi sjóður minninga. Það
væri, liggur við, ósanngjarnt að
reyna að gera þeim góð skil með
orðum á blaði, því þær lifa í
samskiptum okkar, ættingja
hans og vina, í augum sem
leiftra og lýsast upp þegar rætt
er um sögur af Jonna. Í brosum
okkar, hlátri og nú – því miður –
gráti.
Öll ferðalög taka enda. Því
miður er þetta ferðalag búið en
stórkostlegt var það. Við þökk-
um Jonna fyrir að hafa leyft
okkur að ferðast með sér.
Við vottum Nönnu, börnum,
barnabörnum, fjölskyldu og vin-
um, okkar dýpstu samúð.
Halla og Anton
(Toni) og fjölskyld-
urnar í Stokkhólmi.
Við fráfall Jónatans Sveins-
sonar, fyrrum saksóknara og
hæstaréttarlögmanns, minnist
ég samstarfs okkar Jónatans um
árabil við embætti ríkissaksókn-
ara. Áttum við góða samvinnu
um ýmis þau álitaefni, sem
komu til kasta embættisins. Féll
oft í hlut Jónatans að vinna að
greinargerðum um umfangsmik-
il og vandasöm mál. Leysti hann
þau vel af hendi og mat ég til-
lögur hans um dómsmeðferð
slíkra mála mikils. Sem sak-
sóknari flutti hann og mörg mál
fyrir dómstólum, og veit ég, að
ég mæli fyrir munn margra sem
til þekktu, að það gerði hann
vel.
Við Erla vorum svo lánsöm að
eignast vináttu Jónatans og
Nönnu. Sendum við henni og
öðrum ástvinum Jónatans inni-
legar samúðarkveðjur.
Hallvarður
Einvarðsson.
Hvítt umslag sem á stendur
Til Jonna var það fyrsta sem ég
rak augun í þegar við komum
heim frá útlöndum um daginn.
Það var reyndar búið að vera
þarna í mánuð, en núna, ein-
hvern allra næstu daga, skyldi
ég færa honum það. Ég hlakkaði
til.
En nú er það of seint. Hann
er lagður af stað í sína hinstu
sjóferð. Ég sé hann fyrir mér,
þennan myndarlega og
skemmtilega bekkjarbróður
minn, fullan af réttlætiskennd,
beita alls óhræddan upp í vind-
inn og gott ef hann kveður ekki
við raust.
Ég þakka fyrir að hafa átt
hann að vini.
Nanna mín, þeir missa mikils
sem mikið hafa átt. Við Friðrik
sendum þér og öllum öðrum að-
standendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Alexía M.
Gunnarsdóttir.
Með fráfalli Jónatans hefur
fækkað enn í stúdentsárgang-
inum 1957 frá Menntaskólanum
á Akureyri. Við vorum 41 sem
brautskráðumst þá á blíðum
júnídegi en eftir lifa nú ekki
nema 24. Varla einleikið hve
dauðinn hefur gengið nærri
hópnum á þessum fimmtíu og
sjö árum. ónatan bættist í hóp
okkar í 3. bekk – mikill hluti
hans hafði þá um vorið lokið
landsprófi í MA eftir gamla lag-
inu. Jónatan skar sig strax úr,
hár vexti, myndarlegur með af-
brigðum og sterklegur – varpaði
líka kúlu lengst jafnaldra sinna.
Hann var aldursforseti hópsins,
hafði eftir skyldunám sótt sjóinn
frá Ólafsvík þar sem hann ólst
upp í stórum systkinahópi, af
miklum sjósóknurum kominn.
En þótt sjórinn togaði í Jónatan
hneigðist hann til bóklegra
mennta, ekki síst fyrir áhrif sr.
Þorgríms á Staðastað. Hann
settist í landsprófsbekk á Laug-
arvatni en fékk ekki að ljúka
þaðan prófi eftir að hafa sýnt
samstöðu með brottreknum
skólabróður. Í höfuðborginni
fékk hann að taka prófið en dyr
MR voru honum lokaðar sökum
„agabrotsins“. Það var svo Þór-
arinn Björnsson skólameistari
sem lauk upp fyrir honum dyr-
um sinnar stofnunar nyrðra.
Hún gat í „dentíð“ verið
skrykkjótt ganga ungmenna inn
í musteri menntanna, ekki síst
þeirra sem höfðu til að bera ríka
réttlætiskennd.
Eftir samveru í 3. bekk MA
skildust brautir og Jónatan fór í
stærðfræðideild. Mikill meiri-
hluti hópsins kaus máladeild og
ekki laust við að litið væri upp
til hinna tiltölulega fáu sem sett-
ust við fótskör Jóns Hafsteins
stærðfræðikennara. En utan
skólatíma var margt brallað, á
heimavist og á kaffihúsum bæj-
arins. Jónatan var sögumaður
góður og kunni m.a. margar
sagnir af snæfellskum sjóurum.
Í 6. bekk kynntist ég Jónatan
náið. Við vorum kostgangarar
hjá hinni landskunnu mat-
reiðslukonu, Jóninnu Sigurðar-
dóttur í Oddagötu 13, þar sem
ég var jafnframt „í logi“ ásamt
nokkrum bekkjarbræðrum. Öf-
unda mátti hvern þann sem naut
allsnægta af borði Jóninnu sem
bjó á efri hæðinni. Þessi fína
dama kunni vel að meta hversu
hraustlega við tókum til mat-
arins og lét gott heita þótt við
færum ekki í einu og öllu eftir
borðsiðabókum. Í vikulok var
svo stundum efnt til sönggleði á
neðri hæðinni meðal kostgang-
ara, gjarnan undir stjórn Heim-
is Steinssonar, herbergisfélaga
míns.
Að menntaskólaárum loknum
fór hver í sína áttina en fundum
bar saman öðru hverju á út-
skriftarafmælum og ferðalögum
þeim tengdum. Þar fengum við
líka að kynnast nánar Nönnu,
konu Jónatans, sem varð frá
upphafi „ein af okkur“. Af mörg-
um góðum samfundum er ekki
síst minnisstæður fagnaður ár-
gangsins í Stykkishólmi í tilefni
af þrjátíu ára útskriftarafmæl-
inu. Þar var Jónatan hrókur alls
fagnaðar og sem leiðsögumað-
urinn um Nesið naut sögumað-
urinn sín til fulls. Eftir að sú
venja skapaðist í hópnum að
hittast öðru hverju yfir vetrar-
mánuðina í „Perlukaffi“, létu
þau Jónatan og Nanna sig sjald-
an vanta meðan heilsan leyfði.
Fyrir hönd okkar MA-stúd-
enta 1957 færi ég Nönnu og
ættingjum hlýjustu samúðar-
kveðjur. Áfram lifir minningin
um góðan dreng og félaga.
Loftur Guttormsson.
Margir telja menntaskólaárin
besta og skemmtilegasta tíma
lífsins. Þá eignast maður vini til
lífstíðar og framtíðin brosir við
með öllum sínum fyrirheitum.
Einkum munu bekkjaskólarnir
þjappa nemendum saman og
dvöl í heimavist þroska fé-
lagskennd og tillitssemi sem að
gagni kemur allt lífið. Mennta-
skólinn á Akureyri hefur mörg-
um orðið sá sælureitur og þar
þróast enn tryggð við skóla og
samnemendur.
Árgangurinn sem útskrifaðist
þaðan vorið 1957 á nú að sjá á
bak góðum og minnisstæðum
heillavini, Jónatan Sveinssyni.
Jónatan var sjómaður frá
Ólafsvík sem ákvað um tvítugt
að afla sér langskólamenntunar,
en það mun þá ekki hafa verið
algengt á þeim blómlega útgerð-
arstað. Þegar hann kom í bekk-
inn okkar hafði hann nokkra
sérstöðu. Hann var eldri en við
hin og hafði aflað sér meiri lífs-
reynslu og þroska. Jónatan var
stór, kröftugur og bráðmyndar-
legur. Hann var ágætur náms-
maður og vann sér strax virð-
ingu og vinsældir okkar sem
umgengumst hann. Hann var
glaðvær, góður félagi og greini-
lega vel til forystu fallinn. Eftir
stúdentspróf fór hann í Stýri-
mannaskólann og aflaði sér
skipstjórnarréttinda áður en
hann hóf laganám í Háskólan-
um. Stundaði hann sjómennsku
með háskólanámi sínu og var til
dæmis kunnur síldarskipstjóri á
sumrin. Sögur gengu um hve
traustan aga hann hefði haft á
óstýrilátri skipshöfn sinni. Að
loknu laganámi stundaði hann
ýmis lögfræðistörf og gegndi
meðal annars um árabil embætti
saksóknara. Hann sagði því
starfi lausu er Hróbjartur sonur
hans hafði lokið laganámi og
setti þá upp Almennu málflutn-
ingsstofuna í félagi við hann.
Jónatan eignaðist gullfallega
og mæta eiginkonu Nönnu Jón-
asdóttur hjúkrunarfræðing frá
Dalvík og með henni synina
Svein og Jónas, en Hróbjart
eignaðist hann fyrir hjónaband.
Ætíð er þau hjón komu í hóp
okkar á gleðistundum brugðu
þau ljóma á samfundi bekkjar-
ins. Nú söknum við vinar í stað
og minnumst hans með virðingu
og þökk.
Við Sigrún sendum Nönnu og
afkomendum bestu samúðar-
kveðjur. Jónatan var sjómaður í
eðli sínu alla tíð. Nú siglir hann
út á Eilífðarsjóinn, honum mun
vel farnast.
Páll Pétursson.
Oft er sagt að lífið sé ferðalag
og það má til sanns vegar færa.
Líf Jónatans Sveinssonar var
sannarlega ferðalag, stundum
auðvelt, stundum erfitt og
næstu áfangastaðir ekki alltaf
kunnir. En Jónatan skipulagði
sitt ferðalag sjálfur og lét engan
segja sér hvert ferðinni skyldi
heitið.
Við fráfall Jónatans Sveins-
son tengdaföður okkar er gott
að staldra við horfa um öxl og
ylja sér við minningar um mik-
inn mannkostamann sem nú er
fallinn frá. Við tengdadætur
hans og Nönnu komum inn í
fjölskylduna á svipuðum tíma og
strax frá fyrsta degi vorum við
boðnar velkomnar í hús þeirra
hjóna.
Jónatan eða Jonni eins og
hann var kallaður af sínum nán-
ustu var einstakur maður. Hann
var glæsilegur, hávaxinn, skarp-
leitur með sterkt augnaráð og
fangaði athyglina fljótt hvar sem
hann fór. Hann hafði brennandi
áhuga á þjóðmálunum og fylgd-
ist vel með. Var jafnvel til þess
tekið að ekki væri bráðnauðsyn-
legt fyrir hann að fylgjast með
öllum fréttatímum dagsins.
Jónatani féll sjaldan verk úr
hendi og eftir erilsama vinnu-
daga við lögfræðistörf virtist
hann hvílast best við að taka til
hendinni. Hann kunni vel við sig
úti á sjó, í vinnugallanum í sum-
arbústaðnum við gróðurumhirðu
og viðhaldsvinnu. Hann var son-
um sínum og fjölskyldum okkar
sérstaklega hjálpsamur og skipti
ekki máli hvaða verk þurfti að
vinna, ef hann gat liðsinnt þá
var hann boðinn og búinn.
Jónatan sinnti fjölskyldu sinni
vel og sóttist eftir félagsskap
hennar. Oft var mikill hávaði
sem fylgdi fundum þeirra feðga,
hvort sem unnið var, horft á fót-
bolta eða rætt um landsins gang
og nauðsynjar. Ekki var hann
alltaf sammála sonum sínum og
færði rök fyrir máli sínu á sinn
einstaka máta. Hann kunni líka
að meta þá viðbót sem stór-
tengdafjölskyldurnar voru og
umgekkst þær að sömu rækt-
arsemi á sinn alþýðlega hátt og
alla aðra.
Ekki voru það síst barna-
börnin sem nutu samvista við
afa sinn. Hann kom fram við
þau af hjartahlýju, sýndi þeim
og viðfangsefnum þeirra áhuga.
Gagnvart börnunum átti hann
ómælda þolinmæði og lagði sig
fram við að fræða þau og fylgj-
ast með því sem þau tóku sér
fyrir hendur.
Eitt af stóru gæfusporunum á
lífsferðalagi Jónatans var þegar
hann kynntist eiginkonu sinni
Nönnu. Þau voru ákaflega sam-
hent í öllu sem þau tóku sér fyr-
ir hendur. Og öll þeirra sam-
skipti einkenndust af ást,
virðingu og hlýju. Til þeirra var
gott að leita hvort sem um var
að ræða barnapössun, snúninga
eða ráðleggingar af öllum toga.
Eftir að Jonni veiktist hefur
Nanna borið hitann og þungann
af umönnun hans og annast
hann af fágætri alúð og natni.
Ferðalaginu hans Jonna með
okkur sem ferðafélaga er lokið.
Við kveðjum ástkæran tengda-
föður með ómælt þakklæti í
huga fyrir manngæsku og góð-
vild. Missirinn er mikill og því
við hæfi að enda á þessum fal-
legu orðum Hannesar Péturs-
sonar.
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn látni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
Anna Margrét
Tómasdóttir og
Brynja Ólafsdóttir.
Ég kynntist Jónatani þegar
lögmannsstofa mín og Baldvins
heitins Jónssonar hæstaréttar-
lögmanns sameinaðist lög-
mannsstofu þeirra feðga Jónat-
ans og Hróbjarts haustið 1992.
Síðar kom Sveinn sonur Jón-
atans í samstarfið. Saman rák-
um við stofuna um 15 ára skeið,
fyrst undir merkjum Almennu
málflutningsstofunnar og síðar
AM Praxis.
Jónatan var einstaklega góð-
ur félagi og frábær lögfræðing-
ur. Hann var að mörgu leyti lím-
ið í samstarfinu á
lögmannsstofunni. Hann var
mannasættir og afar sanngjarn
maður. Ég fann aldrei fyrir því
að hann kæmi öðru vísi fram við
mig en sína eigin syni. Margir
viðskiptavinir stofunnar töldu
mig enda einnig son hans.
Jónatan var mjög fús að leið-
beina okkur yngri mönnunum.
Sjálfur lærði ég mikið af honum.
Honum var einkar lagið að
greina aðalatriðin í erfiðum mál-
um sem honum og stofunni voru
falin. Hann var afar nákvæmur
og vandvirkur í störfum sínum.
Hann sýndi andstæðingnum
ávallt virðingu og mér er kunn-
ugt um að yngri lögfræðingum
þótti oft gott að flytja mál á
móti honum. Honum tókst á ein-
hvern furðulegan hátt að leið-
beina þeim og gera þá sátta,
jafnvel þótt að þeir töpuðu mál-
um á móti honum. Það er mikil
náðargáfa.
Við hjónin minnumst með
gleði margra góðra stunda með
Jónatani og Nönnu í gegnum ár-
in, heima og erlendis. Minnis-
stæðar eru ferðir til Barcelona
og Las Vegas þar sem mikið var
hlegið.
Með Jónatani er genginn einn
af þeim mönnum sem hvað mest
áhrif hefur haft á mig um dag-
ana. Á samstarf okkar og vin-
áttu bar aldrei skugga. Fyrir
það þakka ég nú. Ég votta
Nönnu, Hróbjarti, Sveini og
Jónasi og fjölskyldunni allri
samúð. Ef himnaríki er til á
Jónatan þar vísan stað.
Reynir Karlsson.
✝ Ólafur Berg-steinn Ólafsson
fæddist í Keflavík
21.9. 1940. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun
Suðurnesja 28.9.
2014.
Foreldrar hans
voru Ólafur Berg-
steinn Ólafsson og
Guðlaug Ein-
arsdóttir. Systur
hans eru Sólveig Einarsdóttir,
Guðrún Ólafía Guðný Ólafs-
dóttir (látin), Bergþóra Hulda
Ólafsdóttir (látin), Lúlla María
Ólafsdóttir, Jóna Þuríður Ólafs-
dóttir og Bergþóra Hulda
Ólafsdóttir.
Eftirlifandi eiginkona hans
er Elín Júlíusdóttir, f. 15. júlí
1944. Börn þeirra eru: Júlíus
Ólafsson, f. 18.3. 1963. Maki
hans er Helga Björk Jóhanns-
dóttir, f. 9.8. 1965. Börn Júl-
íusar eru Helena, Lilja og Vikt-
or. Þá á hann tvö fósturbörn
þau Jóhann Davíð Albertsson
og Söndru Rún Jóhannesdóttur
og tvö afabörn þau Magna Þór
Magnason og Vigdísi Kötlu
Birgisdóttur. Ólafur Bergsteinn
Ólafsson, f. 23.9.
1965. Maki hans er
Sóley Margrét
Ingvarsdóttir, f.
13.11. 1975. Guð-
munda Ólafsdóttir,
f. 10.7. 1970. Maki
hennar er Ólafur
Jónatan Ólafsson,
f. 14.4. 1970. Börn
þeirra eru Jónatan
Huginn Ólafsson,
Tinna Björk Ólafs-
dóttir og Elín Ósk Ólafsdóttir.
Þá á Guðmunda eitt barnabarn,
Gabríel Mána Jónatansson. Elín
Ólafsdóttir, f. 15.8.1974. Maki
hennar er Ragnar Már Guð-
mundsson, f. 2.5. 1973. Börn
þeirra eru Viðar Már Ragn-
arsson og Júlía Dögg Ragnars-
dóttir.
Ólafur var fæddur og uppal-
inn í Keflavík, næstyngstur í
systrahóp. Bróðurpart ævi sinn-
ar vann hann sem verkstjóri við
flugafgreiðslu á Keflavík-
urflugvelli, nú síðast hjá IGS
eða allt þar til hann lét af
störfum sökum aldurs.
Útför Ólafs fór fram frá
Keflavíkurkirkju 3. október
2014.
Elskulegur pabbi minn er far-
inn, ég veit ekki hvernig ég á að
fara að. Börnin mín vita heldur
ekki hvernig þau eiga að fara að,
afi þeirra er farinn. Afinn sem
þau hafa verið mikið hjá, afinn
sem átti alltaf súkkulaði fyrir
litla munna. Hann var afinn sem
skutlaði afastráknum sínum á æf-
ingar í fótbolta og körfubolta og
beið eftir honum fyrir utan, kom
og horfði á hann keppa. Þessi
strákur hefur misst yndislegan
afa sem gerði margt fyrir hann
en umfram allt var hann AFI
hans með stórum stöfum. Hann
var afinn sem skutlaði stelpunni
sinni í leikskólann og sótti hana.
Og eftir að leikskóladvölinni lauk
fóru þau saman í heimsókn því að
konurnar í leikskólanum áttu
sérstakan stað í hjarta hans.
Þessum yndislegu heimsóknum
lýkur því miður að þessu sinni en
minningin lifir áfram í hjarta
þeirra sem þekktu þennan ynd-
islega mann sem pabbi minn var.
Ég veit ekki hvernig ég fer að
en ég veit að ég mun ylja mér við
minningar um allt sem við áttum
saman. Allar góðu stundirnar
eins og þegar pabbi gaukaði að
mér prins póló þegar hann kom
heim af næturvöktum af vellin-
um, þegar hann skutlaði mér og
systur minni á tónleika í bænum
þar sem hann beið eftir okkur
fyrir utan og svona mætti lengi
telja. Það var ekkert sem hann
hefði ekki gert fyrir fólkið sitt,
hefði mig vantað e-ð á Akureyri
þá hefði hann skutlast eftir því úr
Keflavíkinni og sagði manni það
oft. Þannig maður var hann og ég
hef misst mikið en ég er samt rík-
ari en ella því þennan mann
þekkti ég og átti að alveg sama
hvað bjátaði á og er stolt af því að
kalla hann pabba minn.
Þegar ég kynntist Ragga mín-
um held ég að pabbi hafi verið
ánægður að vita af mér í öruggri
höfn og tók hann honum eins og
sínum eigin. Þeir áttu margar
góðar stundir saman sem má ylja
sér við þegar söknuðurinn verður
yfirþyrmandi. Margt væri hægt
að segja um þennan góða mann
sem hann var en sumu vill maður
bara halda fyrir sjálfan sig. Sökn-
uðurinn er sár en þá veit maður
líka að maður hefur elskað.
Nú kveðjum við þennan ynd-
islega pabba, tengdapabba og afa
og vonum við öll að honum líði
betur á þeim stað sem hann er á.
Elín, Ragnar, Viðar og Júlía.
Elsku afi okkar, þín verður
sárt saknað. Það hefur verið
hugsað mikið til þín síðustu daga.
Það verður erfitt að geta ekki
komið til þín að sjá þig og fá
súkkulaði, spjall og knús. Það
verður skrítið að geta ekki farið
með þér á bíómyndir sem
mamma nennir ekki að fara á. Þú
áttir oft til með að draga mig á
bíómyndir sem ég hafði engan
áhuga að sjá, en furðulegt en satt
þá voru þær myndir sem þú dróst
okkur á flestar góðar. Það verður
frekar erfitt að ekki sjá þig. Það
var alltaf gaman að koma til þín í
pössun. Þú varst alltaf svo
skemmtilegur. Þú varst flottasti
galdramaðurinn, sem kom með
súkkulaði. Þú gast alltaf komið
og sótt mann þegar mamma eða
pabbi gátu það ekki. Við gátum
alltaf treyst á þig til að hjálpa
okkur ef við þurftum. Alveg eins
og þú gast treyst á okkur til að
hjálpa þér með að stilla fótbolt-
ann á fyrir þig í tölvunni, eða
bera með þér þung húsgögn.
Við vorum alltaf góðir vinir.
Þú komst á fótboltaleiki hjá
yngstu stelpunni þótt þú værir
veikur og dróst síðan barnabarn-
ið með þér. Þú varst alltaf mjög
barngóður, alltaf viljugur til þess
að leika við yngstu börnin þótt
þau voru hundleiðinleg. Það mun
enginn geta tekið þinn stað. Við
innilega vonumst til þess að vera
eins góð og þú varst við okkur
þegar við eignumst börn og
barnabörn.
Tinna Björk Ólafsdóttir og
Elín Ósk Ólafsdóttir.
Ólafur Bergsteinn
Ólafsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar