Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 90
90 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
✝ Halldóra Jóns-dóttir frá
Geitabergi fæddist
á Draghálsi 26. júní
1925. Hún lést á
hjúkrunar-
heimilinu Sunnu-
hlíð 27. september
2014
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jón
Pétursson, f. 1887 á
Draghálsi, d. 1969,
og Steinunn Bjarnadóttir, f.
1895 á Katanesi, d. 1972. Hall-
dóra fluttist að Geitabergi með
foreldrum sínum árið 1934 og
ólst þar upp ásamt systkinum
sínum. Systkini Halldóru voru
Sigríður, f. 1916, d. 1986. Pétur,
f. 1918, d. 2003. Bjarni, f. 1920.
Einar, f. 1921, d. 2009, Halldóra,
f. 1923, d. 1923. Erna, f. 1927.
Haukur, f. 1929, d. 1991. Pálmi,
f. 1932, d. 1956, og Elísa, f. 1939,
d. 1986. Maki Halldóru var Pét-
ur Kristinn Þórarinsson, f. 16.1.
1922, d. 1999. Þau skildu. Hall-
dóra og Pétur eignuðust 6 börn.
a) Jón eðlisfræðingur, f. 1946, d.
2011. Hann var kvæntur Önnu S.
Stefánsdóttur hjúkrunarfræð-
ingi, f. 1947. Þeirra börn eru
Halldóra, f. 1970, gift Einari
þau skildu. Synir þeirra eru Óð-
inn Þór, f. 1988, í sambúð með
Elvu Rut Hraundal, f. 1991,
þeirra barn er Elías Nökkvi, f.
2012. Dóttir Óðins Þórs og
Emmu Lovísu Diego, f. 1991,
Jasmín Rós, f. 2008. Ægir Már, f.
1996. Sonur Steinunnar og Dav-
id Holmes Gwillen er Hafsteinn,
f. 1982, kvæntur Laufeyju Frið-
riksdóttur, f. 1987, þeirra börn
eru Tómas Orri, Jenný Dagbjört
og Sóley Kristjana. f) Ásta
læknaritari, f. 1967, giftist
Gunnari R. Kristinssyni, f. 1965,
þau skildu. Þeirra synir eru Ró-
bert Már, f. 1990, og Kristinn
Aron, f. 1992.
Halldóra lauk barnaskóla-
prófi 1938. Stundaði nám við
Kvennaskólann á Blönduósi
1942-43 og Gagnfræðaskóla
Akraness 1943-44. Halldóra og
Pétur bjuggu fyrstu árin á Mið-
sandi, Hvalfjarðarstrand-
arhreppi og Hliði á Álftanesi.
Þau fluttu á Kambshól í Svína-
dal, þar sem þau bjuggu í 15 ár.
Halldóra og Pétur fluttu síðan í
Birkihvamm 15 í Kópavogi.
Halldóra var heimavinnandi
fyrstu búskaparárin sín. Síðar
vann hún við heimilishjálp í
Kópavogi. Árið 1997 flutti Hall-
dóra í séríbúð í húsi Jóns sonar
síns og Önnu konu hans. Hall-
dóra sótti dagdvöl í Sunnuhlíð
sl. 10 ár.
Útför Halldóru verður gerð
frá Kópavogskirkju í dag, 9.
október 2014, kl. 15.
Jónssyni, f. 1970.
Þeirra börn eru Ás-
grímur Ari, Jón
Arnar, Unnur Vala
og Baldur Hrafn.
Dofri, f. 1972,
kvæntur Kristrúnu
Sigurðardóttur, f.
1968, þeirra börn
eru Anna, Þrymur,
Þrúður og Gyða.
Dagbjört, f. 1977,
gift Anders B. Jen-
sen, f. 1979, þeirra börn eru Pét-
ur Hugi og Freyja María. b) Gísli
Þór bifreiðasmiður, f. 1947,
kvæntur Þorbjörgu Garð-
arsdóttur þroskaþjálfa, f. 1950.
Þeirra börn eru Pétur Fannar, f.
1979, og Anna Guðlaug, f. 1984,
gift Eiríki Kjerúlf, f. 1974. c) Ari
Vagn vinnuvélastjóri, f. 1953,
kvæntur Marie Mercer, f. 1948.
Þeirra börn eru Kári Hrafn, f.
1981, og Jennifer Elín, f. 1982, í
sambúð með Ian Hunt, f. 1980. d)
Þuríður Una kennari, f. 1957,
giftist Emil Dusan Ilic, f. 1955,
d) 2006, þau skildu. Dóttir
þeirra er Olivera, f. 1980. e)
Steinunn leiðbeinandi, f. 1962, í
sambúð með Guðþóri Sverr-
issyni, f. 1961. Steinunn var gift
Jóni Gauta Árnasyni, f. 1960,
Nú þegar Halldóra móðir okk-
ar er farin er margt sem rifjast
upp. Hún var frábær móðir, heið-
arleg, vönduð, greind og traust .
Við systurnar erum yngstar
og æskuminningar okkar eru
flestar úr Birkihvammi. Mamma
var heimavinnandi öll okkar
bernskuár og var alltaf til staðar
fyrir okkur.
Hún var hæglát í fasi en brosti
oft fínlega og það var gjarnan
kímni í augnaráðinu, en hún hló
sjaldan upphátt. Mamma sýndi
okkur oft endalausa þolinmæði
eins og þau mörgu skipti sem við
tókum lök og sængurver og
tjölduðum í kringum eldhúsborð-
ið eða vöfðum þeim utan um okk-
ur og breyttumst í álfkonur eða
prinsessur en mamma hefur
áreiðanlega oft þurft að þvo allt
upp á nýtt og strauja aftur. Í eld-
húsinu hjá mömmu lærðum við
og föndruðum og aðstoðuðum við
að snúa kleinum og gera pipar-
kökukarla og kerlingar og stund-
um slátur en það var ekki eins
vinsælt hjá okkur. Mamma
prjónaði mikið og saumaði jóla-
fötin okkar. Hún hlustaði og tal-
aði við okkur um flest sem við
höfðum þörf fyrir ræða. Stund-
um líka það sem við vildum síður
ræða þegar okkur hafði orðið
eitthvað á og þannig lærðum við
um muninn á réttu og röngu í
daglegri breytni.
Sunnudagsmorgnarnir eru
eftirminnilegir þegar pabbi las
Tímann við eldhúsborðið á með-
an mamma steikti læri og brún-
aði kartöflur. Við máttum ekki
hafa hátt því pabbi var að hlusta
á messuna í útvarpinu.
Mamma var mikið náttúru-
barn og á þessum fimmtíu árum
sem hún bjó í Kópavogi hafði
hún alltaf gott útsýni til vesturs
og í suður. Hún naut þess mjög
að fylgjast með árstíðunum og
sólsetrinu og hvernig umhverfið
breyttist stöðugt en mest hélt
hún upp á Keili og Bláfjöllin.
Mamma hafði mikinn áhuga á
garðrækt og átti stóran og fal-
legan garð. Þegar tók að vora
var mamma úti í garði oft langt
fram á kvöld, að reyta illgresi og
hlúa að gróðrinum og við lékum
okkur í kringum hana.
Á veturna las mamma mikið
bæði ævisögur, skáldsögur og
ljóð og í ellinni rifjuðust upp
stökur og kvæði sem hún hafði
heyrt í æsku.
Mamma fylgdist alltaf grannt
með lífi afkomenda sinna, hjálp-
aði oft til þegar á móti blés og
var stolt þegar vel gekk. Þegar
Ásta spurði hvað hún vildi fá í af-
mælisgjöf á 89 ára afmælinu
svaraði mamma: „Að sjá barna-
börnin mín.“ Það gekk eftir að
mestu og fyldu mörg langömmu-
börnin með á þeim degi. Mamma
var mikil ættmóðir í besta skiln-
ingi þess orðs.
Á þessum degi þegar við
kveðjum hana erum við mjög
þakklátar fyrir að hafa átt svona
frábæra móður.
Una, Steinunn (Steina)
og Ásta.
Líkt og ómur fjarlægra söngva,
líkt og ilmur deyjandi blóma
berast orð þín að hlustandi
eyrum mínum.
Eins og lifandi verur
birtast litir og hljómar
hinna liðnu daga,
sem hurfu sinn dularfulla veg
út í dimmbláan fjarskann
og komu aldrei aftur.
(Steinn Steinarr)
Ég sat við rúm Halldóru
tengdamóður minnar daginn áð-
ur en hún lést. Hugur hennar var
heima í Kambshól þar sem hún
og Pétur bjuggu í 15 ár. Hún var
að tala um umönnun lambanna á
vorin og einnig að spyrja um
Nonna og Gísla. Í Svínadalnum
voru átthagar hennar, þar ólst
hún upp við bústörfin í stórum
systkinahóp. Ekki er ósennilegt
að þar hafi tengslin við náttúr-
una skapast en Halldóra hafði
alltaf mikið yndi af að upplifa
breytingar í náttúrunni. Hall-
dóru kynntist ég aðeins nítján
ára gömul þegar Nonni bauð mér
heim til að kynna mig fyrir for-
eldrum sínum. Hún gaf sig ekki
mikið að mér fyrst enda var hún
hlédræg og fremur seintekin.
Hún gekk með yngsta barnið sitt
og lífið var ekki auðvelt á þeim
tíma, í raun erfiðara en margir
sem hana þekktu renndu grun í.
Hún ræddi ekki slík mál við aðra.
Síðar á ævinni þegar traust hafði
skapast milli okkar áttum við
mörg samtöl, ég kynntist kon-
unni sem bjó í tengdamóður
minni og fékk innsýn í lífið sem
skóp hana. Halldóra var mjög
greind kona sem bjó yfir miklum
mannkærleika og yfirvegun.
Hún lét ekki mikið koma sér úr
jafnvægi. Hún tókst á við lífið af
hógværð en einbeittum vilja.
Hún tók allar ákvarðanir að vel
yfirlögðu ráði. Hún var lengi að
ákveða að slíta samvistum við
Pétur eiginmann sinn þó hann
hafi löngum reynst erfiður í sam-
búð. Hún sleit samt aldrei sam-
bandinu við hann, reyndist hon-
um ætíð góður félagi og var
þakklát fyrir að eiga minning-
arnar um samveruna eftir sam-
búðarslitin. Þegar Halldóra hafði
ákveðið eitthvað varð henni ekki
hnikað og það var henni mikil-
vægt að geta tekið ákvarðanir
um eigið líf. Ekki síst þess vegna
reyndist Halldóru það erfitt þeg-
ar hún fann að vegna sjúkdóms-
ins Alzheimers þurfti hún í sífellt
meira mæli að reiða sig á aðra
með stuðning við daglegar at-
hafnir. Við Halldóra bjuggum í
sama húsinu í sextán ár og óhjá-
kvæmilega var mikil samvera
milli okkar. Hún hafði alveg sér-
stakan hæfileika til að gera þá
sambúð auðvelda og vinátta okk-
ar styrktist á þessum árum. Við
vissum hvar við höfðum hvor
aðra og milli okkar ríkti traust.
Samræður við Halldóru voru oft
skemmtilegar, ekki síst í hópi
fjölskyldu og vina, við sem
þekktum hana vel fengum að
njóta kímni hennar og hnyttinna
tilsvara. Það er gott að minnast
Halldóru mitt á meðal afkom-
enda sinna þegar haldið var upp
á 89 ára afmælið hennar síðast-
liðið sumar. Það var glettni í aug-
unum og brosið lék um varirnar
þegar langömmubörnin skokk-
uðu í kringum hana. Hún vildi
vera sem lengst með ungviðinu
þó heilsan væri farin og minnið
orðið stopult. Halldóra varð fyrir
miklu áfalli þegar Nonni lést eft-
ir alvarlegt umferðarslys árið
2011. Hann var hennar stoð og
stytta frá unglingsárum og
þeirra samband var mjög náið.
Þá sýndi hún ótrúlegan styrk og
jákvæðni, sem aðrir fengu notið,
ekki síst þeir sem næst henni
stóðu. Afleiðingar áfallsins komu
í ljós þegar frá leið, heilsan fór
þverandi og lífið var henni sann-
arlega ekki auðvelt eftir það. Ég
minnist tengdamóður minnar
með virðingu og einlægu þakk-
læti fyrir hartnær fimmtíu ára
samveru og vináttu.
Anna Stefánsdóttir.
Halldóra, tengdamóðir mín,
hefur nú kvatt þetta líf södd líf-
daga. Hún var frekar hæglát og
hlédræg kona sem barst ekki
mikið á en fylgdist vel með sínu
fólki og sinnti því vel. Hún heim-
sótti okkur austur nokkrum
sinnum og lét það ekki stoppa sig
þó henni þætti erfitt að fljúga.
Mig grunar að lífið hafi ekki
alltaf verið tengdamóður minni
auðvelt en með þrautseigju sinni
og æðruleysi tókst henni að kom-
ast í gegnum erfiðleika og halda
sínu striki án þess að verða bitur
og neikvæð. Stærsta áfallið var
þegar hún missti Jón, elsta son
sinn, af völdum bílslyss fyrir
rúmlega þremur árum en Jón og
Anna, kona hans, voru hennar
mesta stoð og stytta í lífinu. Hún
var svo lánsöm að fá íbúð á neðri
hæðinni hjá þeim þegar hún
flutti úr Birkihvamminum og bjó
þar í 16 ár, allt þar til hún fór inn
í Sunnuhlíð í byrjun þessa árs.
Tengdamóðir mín var fróð um
ýmsa hluti, hafði gaman af ljóð-
um og kunni mikið af þeim. Eftir
að minnið fór að bila leitaði hún
oft í ljóðin og rifjaði upp vísur.
Afkomendurnir eru orðnir
margir og hún var stolt af hópn-
um sínum sem hún reyndi að
fylgjast sem best með alla tíð og
var alltaf tilbúin að leggja lið ef
einhvers staðar var aðstoðar
þörf. Það var yndislegt að sjá
hvað hún naut þess að hitta stór-
an hluta hópsins í kaffiboði hjá
Önnu í sumar og gleðjast yfir
ærslum yngstu kynslóðarinnar.
Tengdamóðir mín greindist með
Alzheimers-sjúkdóm fyrir
nokkrum árum. Hún tókst á við
minnisleysi og minnkandi færni
af ótrúlegu æðruleysi og jafnvel
húmor og naut áfram dyggrar
aðstoðar Önnu og dætra sinna.
Ég kveð kæra tengdamóður
mína með söknuði og ástarþökk
fyrir allt.
Þorbjörg.
Halldóra
Jónsdóttir
Það var gott að
hafa Sigga í Mónu í
liði með sér. Sam-
starf okkar um ára-
fjöld í stjórn Félags
íslenskra iðnrekenda reyndist
mér gott og farsælt. Hann lagði
drjúga hönd á plóg á þeim vett-
vangi og miðlaði okkur sem
yngri vorum af sinni miklu
reynslu. Hann flutti ekki langar
ræður yfir okkur á stjórnarfund-
um en þegar honum ekki líkaði í
hvaða átt umræðan var að
þróast fengum við að heyra það
frá honum í stuttu og hnitmið-
uðu máli. Þegar honum líkaði
var síðan ljóst að hjá honum gilti
hið fornkveðna „þögn er sama
Sigurður Emil
Marinósson
✝ Sigurður Emilfæddist 21.
október 1929. Hann
lést 15. ágúst 2014.
Útför Sigurðar fór
fram 4. september
2014
og samþykki“.
Þegar mikið lá
við fékk ég stund-
um símtal þar sem
Siggi vildi ræða
málin betur og
dýpra en færi gafst
á reglubundnum
stjórnarfundum. Ég
lærði fljótt af
reynslu að þegar
slík símtöl komu
var betra að hlusta
vel og gaumgæfa það sem hann
hafði til mála að leggja. Þá var
hann að miðla mér af sinni miklu
reynslu og jarðbundnu yfirsýn
og segja skoðun á fyrirliggjandi
verkefnum hverju sinni. Þau ráð
hans voru ávallt hollráð. Það var
því gott að eiga hann að sam-
ferðarmanni.
Ágústu og fjölskyldu sendum
við Kristín okkar samúðarkveðj-
ur á kveðjustund. Blessuð sé
minning Sigga í Mónu.
Víglundur Þorsteinsson.
✝ Haraldur Sig-urður Þor-
steinsson fæddist í
Reykjavík 16. maí
1944. Hann lést í
Reykjavík þann 27.
september 2014.
Haraldur var
sonur Sylvíu Þor-
steinsdóttur hjúkr-
unarfræðings, f.
17. nóvember 1918,
d. 2. september
2011. Börn hans eru Óskar Har-
aldsson, rekstrarfræðingur, f.
31. ágúst 1964, Erla S. Haralds-
dóttir, myndlistarmaður, f. 19.
mars 1967 og Borgar Þór
Bragason, rafmagnstæknifræð-
ingur, f. 21 desember 1969.
Kjörforeldrar Borgars Þórs eru
Bragi Eyjólfsson, vélfræðingur,
og Elísabet Dröfn Ástvalds-
dóttir húsmóðir. Barnabörn
Haraldar eru Þórunn Sylvía
Óskarsdóttir f. 1988, Þórdís
Birna Borgarsdóttir, f. 1992 og
Ester Borgarsdóttir, f. 2000.
Haraldur ólst upp með móður
sinni og móðurforeldrum að
Guðrúnargötu 8 í Reykjavík.
Hann gekk í Austurbæjarskóla
og 17 ára gamall fór hann að
vinna á norsku fraktskipi og
sigldi um öll heimsins höf. Har-
aldur lauk gagnfræðaprófi og
árið 1970 lá leið
hans til Tulsa í
Bandarikjunum
þar sem hann fór í
nám í flugvirkjun.
Hann starfaði um
tíma hjá Flugfélagi
Íslands, Cargolux í
Luxemborg og
Swift Air. Upp úr
1980 fór Haraldur í
framhaldsnám í
flugvirkjun til San
Louis Obispo. Þar sérhæfði
hann sig í rafbúnaði flugvéla og
eftir það hóf hann störf hjá
United Airlines þar sem hann
þjónustaði meðal annars flug-
rita í flugvélum. Eftir farsælan
starfsferil hjá United Airlines
lét hann af störfum haustið
2011 en var búsettur í San
Francisco síðustu 35 árin. Har-
aldur hafði einnig stundað flug-
nám og var með próf sem
einkaflugmaður. Hann hafði
alla tíð mikinn áhuga á júdó og
hóf að æfa þá íþrótt um tvítugt.
Hann var með svarta beltið í
júdó sem og í brasilísku jiu-
jitsu, fyrstur Íslendinga, en það
æfði hann síðustu 18 árin í San
Francisco.
Útför Haraldar fer fram frá
Garðakirkju í dag, 9. október
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
Minningarbrot um pabba
minn, Harald Sigurð Þorsteins-
son: Pabbi minn var hægur og
með góða og milda nærveru.
Hann var opinn, forvitinn, for-
dómalaus, dæmdi engan og var
ekki að reyna að breyta fólki,
heldur leyfði því að vera eins og
það var. Hann var mjög auð-
mjúkur maður, var alveg sama
um veraldleg gæði og var ekki
hégómagjarn. Hann var næmur
og greindur. Var með „gáfur“,
gat fundið eitthvað á sér, var
berdreyminn. Hann var sérstak-
lega góður vinur, hlustaði á alla
og átti marga vini. Var með
stórt hjarta og var mjög heið-
arlegur. Það var gaman að vera
með honum, við hlógum mikið
og ég held að ég hafi erft húm-
orinn hans. Hann var sérstak-
lega hrifinn af dýrum, öllum
dýrum, og þótti einnig vænt um
skrýtin skordýr. Ég fékk hann
oft til að fara með mér í alls
konar leiki, okkur þótti gaman
að vera saman, Oft voru það ein-
hverskonar dýraleikir, til dæmis
þóttist ég vera hestur og hann
klappaði mér á nefið, ég gaf frá
mér hestahljóð sem hann tók
undir. Hann gaf mér kettling í
jólagjöf þegar ég var 6 ára, hún
var hvít og ég kallaði hana
Mjallhvíti. Við fórum oft í þrjú-
bíó á sunnudögum í Gamla bíó.
Hann fór með mig á „Fantasia“
eftir Disney, sem hafði gífurleg
áhrif á listsköpun mína seinna
meir. Sú mynd opnaði hug minn
og leið inn í heim ævintýranna,
ég varð svo uppnumin að ég dró
hann með mér fimm sinnum á
myndina. Ég var 7 ára.
Hann hafði mikinn áhuga á
stjörnufræði, kunni margt í
stjarneðlisfræði, hafði áhuga á
alheiminum og las bækurnar
hans Carls Sagan. Við fórum í
göngutúra á stjörnubjörtum
kvöldum og hann sýndi mér
stjörnurnar. Hann naut þess að
dveljast úti í náttúrunni og fór-
um við oft á fjöll á sumrin, sér-
staklega í Þórsmörk. Ein kær
minning frá því að ég var orðin
eldri er þegar við fórum til „Mu-
ir woods“ í Bay Area, tréin voru
sum 1000 ára gömul og þau ilm-
uðu. Þegar ég var lítil sagði
hann mér að alheimurinn væri
þrunginn lífi, að það væri líf
allsstaðar, ekki bara á jörðinni.
Hann trúði á endurfæðingu. Var
andlega þenkjandi. Hann fór
sínar eigin leiðir. Hann hlustaði
á klassíska tónlist, Beethoven,
Mozart, óperur eftir Puccini og
var mjög hrifinn af Maria Callas
og Jussi Björling. Einu sinni
þegar við vorum að hlusta á
Maria Callas spurði ég hann
hvort röddin segði eitthvað um
persónuna, hvort að það gæti
kannski verið samhengi þarna á
milli – að falleg rödd þýddi að
manneskjan væri góð. Hann
svaraði að það væri auðvitað
þannig. Hann átti marga
skemmtilega og góða vini, hann
var stemningsmanneskja, lifði í
núinu og hafði ekki áhuga á að
ganga í augun á fólki, leyfði því
að tala og greip ekki frammí.
Hann hafði mikinn áhuga á
íþróttum, var með svart belti í
júdó og jui jitsu, æfði þrisvar í
viku. Var grænmetisæta síðustu
35 árin og dansaði West Coast
Swing. Elsku pabbi minn, hvað
ég sakna þín sárt og vildi að ég
hefði fengið tækifæri til að
kveðja þig áður en þú fórst. Ég
finn þó fyrir þinni mildu nær-
veru og finn að þú ert sáttur.
Ég elska þig. Þín dóttir,
Erla.
Haraldur Sigurður
Þorsteinsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum.
Minningargreinar