Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 30
Í STÚKUNNI
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Það er auðvitað ekki hægt að tala
um kostnað í þessum efnum, því þó
að fjárhagsútgjöld hafi verið tölu-
verð höfum við fengið þau margfalt
til baka með ógleymanlegum augna-
blikum og sigrum. En ef við ættum
að nefna tölu þá hefur sá sem hefur
farið á alla leiki sennilega borgað í
kringum meðalmánaðarlaun Íslend-
ings,“ segir Viktor Örn Hólmgeirs-
son, einn af forsprökkum Silf-
urskeiðarinnar,
stuðningsmannasveit Stjörnunnar,
sem litaði Íslandsmótið í fótbolta svo
fallegum litum í sumar.
Viktor og félagar hafa stutt
Stjörnuna með ekki síðri tilþrifum
en liðið inni á vellinum sem hampaði
sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli á
laugardaginn. Allt þetta byrjaði þeg-
ar Stjarnan var í fyrstu deild.
„Þetta byrjaði með Suberstar sem
var virk og góð stuðningsgrúppa
handboltans á tímum georgíska óð-
alsbóndans Tite Kalandadze og
landsliðskempunnar Rolands
Eradze. Þegar Stjarnan var við það
að rísa upp úr 1. deildinni í fótbolt-
anum sumarið 2008 byrjuðu Su-
berstar-menn að mæta á fótbolta-
leiki og hvetja strákana til sigurs.
Með aukinni velgengni inni á vell-
inum eykst áhuginn í stúkunni, hóp-
urinn stækkaði og fljótlega heyrði
Suberstar-nafnbótin sögunni til og
Silfurskeiðin var fædd. Ætli við höf-
um ekki verið í kringum 8-10 strákar
að hvetja Stjörnuna áfram í fyrstu
deildinni, og hér erum við 6 árum
síðar búnir að rífa ótal Garðbæinga
með okkur í lið.“
Vinnuveitendur sýna skilning
Viktor segir að meðlimir Silf-
urskeiðarinnar séu tilbúnir að leggja
ýmislegt á sig til að styðja sitt lið og
vinnuveitendur þeirra hafi góðan
skilning á þessum stuðning. „Menn
eru auðvitað tilbúnir að ganga langt
til þess að redda sér fríi í vinnu og
fylgja sínu liði. Vinnuveitendur okk-
ar hafa verið afar skilningsríkir
gagnvart mörgum utanlandsferðum
og stórleikjum sem drifið hafa á
daga okkar í sumar.“
Stjarnan komst langt í Evr-
ópukeppninni í sumar og spilaði í
Wales, Skotlandi, Póllandi og endaði
ævintýrið í Mílanó þar sem þeir léku
við ítalska stórliðið Inter.
Í aðdraganda leikjanna við Inter
hjálpaði Stjarnan sínum stuðnings-
mönnum mikið að sögn Viktors. Seg-
ir hann að þó að Silfurskeiðin sé
stuðningsaðili Stjörnunnar þá sé
Stjarnan líka stuðningsaðili Silf-
urskeiðarinnar. „Við erum í mjög
góðu sambandi við forráðamenn
Stjörnunnar og þeir eru duglegir að
hjálpa okkur með ýmislegt sem
kemur upp, eins og til dæmis í að-
draganda leiksins gegn Inter á
Laugardalsvelli, en við borgum glað-
ir fyrir okkar árskort á Samsung-
völlinn,“ segir hann og brosir.
Fyrir hinn almenna knattspyrnu-
áhugamann er ákaflega gaman að
koma á knattspyrnuvöll þar sem
Stjarnan er að spila og sjá og heyra
stuðninginn sem liðið fær. Það sem
vekur kannski mesta eftirtekt er
bræðralagið sem er á milli leik-
manna og stuðningsmanna. „Margir
leikmanna hafa verið vinir Skeið-
armanna frá blautu barnsbeini. Það
breytist auðvitað ekkert þó að þeir
séu úti á vellinum og við uppi í stúku.
Það mætti jafnvel segja að Silf-
urskeiðin hefði byrjað vegna þess að
nokkrir strákar vildu mæta á völlinn
að styðja við vini sína sem voru í lið-
inu í fyrstu deild, svo þetta bræðra-
lag okkar og leikmanna er okkur öll-
um mjög mikilvægt.“
Þrátt fyrir að vera enn hásir eftir
að hafa hvatt liðið sitt til dáða á laug-
ardaginn eru Viktor og félagar byrj-
aðir að hugsa um næsta sumar. „Það
má alltaf gera betur og okkar tak-
mark er að hver einn og einasti áhorf-
andi á Samsung-velli taki undir með
Skeiðinni og að Silfurskeiðin vaxi enn
frekar. Það er margra ára verkefni
þó að grettistaki hafi verið lyft í ár og
viljum við þakka Garðbæingum kær-
lega fyrir frábærar undirtektir. Von-
andi náum við að bæta okkur á milli
ára enda verður sannarlega tilefni til
stórræða á næsta tímabili þar sem
við munum spila í Meistaradeild Evr-
ópu og freista þess að verja titilinn.
Við getum í það minnsta ekki beðið
eftir því að byrja aftur.“
Ein mánaðarlaun en ótal minningar
Stuðningsmenn Íslandsmeistara Stjörnunnar settu svip á Íslandsmótið Hafa sungið, trallað og
skemmt sér og öðrum í allt sumar Byrjaði allt með 8-10 strákum í fyrstu deildinni
Skotastemning Silfurskeiðin í að-
draganda leiksins við Motherwell.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Bræðralag Margir leikmanna Stjörnunnar hafa verið vinir Skeiðarmanna frá blautu barnsbeini. Mikið bræðralag er á milli Silfurskeiðarinnar og leik-
manna eins og hér sést þegar Ólafur Karl Finsen hafði tryggt liðinu sigur á Keflavík. Hann hljóp beint til stuðningsmanna.
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
Ný sending
• Fallegar peysur
• Tunikur
• Bolir
• Buxur
• Leggings
Fyrir konur á öllum aldri
Stærðir s-xxxl
Ný sending af
velúrgöllum
Tax free af öllum
snyrtivörum í október
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
„Þeir sem eru að gagnrýna okkur
ættu kannski að prófa að mæta í
Skeiðina í einn leik áður en þeir út-
húða okkur sem fyllibyttum. Á heild-
ina litið eru áhrif Skeiðarinnar mjög
góð,“ segir Viktor Örn.
„Á leikina mæta ungir krakkar
sem kunna allan söngkatalóginn og
syngja hástöfum með. Í leikjum þar
sem við höfum verið slappir hafa
krakkarnir, sem við köllum Teskeið-
arnar, rifið þetta í gang. Svo mæta
þau á yngri flokka leiki með trommu
og hvetja liðið sitt áfram. Þetta er
næsta kynslóð Silfurskeiðarinnar
sem við bindum miklar vonir við.
Sumir eru gjarnir á það að kalla okk-
ur illum nöfnum, en að okkar mati er
ekkert rangt við það að fá sér bjór
fyrir leiki og auðvitað er allt gott í
hófi.
Þetta er skemmtilegur og menn-
ingarlegur vettvangur fyrir fé-
lagsmenn að stunda áhugamál sitt, og
menn eru í þessu til að skemmta sér
og öðrum. Þeim sem þykir það svona
hrikalega neikvætt og leiðinlegt líkar
sennilega bara illa við okkur af öðrum
ástæðum og reyna þar af leiðandi að
benda á neikvæðu hliðarnar.“
Morgunblaðið/Ómar
Stuð Silfurskeiðin gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að stuðningsmanna-
sveitin sé bara guttar með drykkjulæti.
Skemmta sér og
vonandi öðrum
Silfurskeiðin um gagnrýni um drykkjulæti