Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 50
50 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 ekkert undanfæri; þá bíður fangels- isvist. Þannig fór fyrir Uli Hoeness, stjórnarformanni Bayern München, í fyrra og hann situr nú inni. Í fyrra notuðu 26.000 manns tæki- færið og gengust við brotum. Alls mun þýska stjórnin hafa fengið í hendur um 3,5 milljarða evra auka- lega vegna þessara játninga, um 534 milljarða íslenskra króna. Það eru ekki aðeins vellauðugir menn sem eiga í vanda, fjöldi frægra einstaklinga, þ. á m. íþróttamanna, leikara og stjórnmálamanna um all- an heim hefur orðið ber að því að nýta sér skattaskjól. „Áður var það venjulega þannig að pólitíkusar lentu í klípu vegna þess að þeir héldu fram hjá, núna er það vegna þess að þeir eiga falda bankareikn- inga,“ sagði dálkahöfundurinn Jan Fleischhauer á Spiegel Online. Á að refsa með fangelsi þeim bankamönnum sem hafa veitt aðstoð við undanskot en sjá að sér? Bent er á að refsing geti fælt marga frá því að ljóstra upp um svik. Bandaríski bankamaðurinn og uppljóstrarinn Bradley Birkenfeld hratt skriðu af stað þegar hann hóf samstarf við skattayfirvöld í Washington, IRS, árið 2007. Hann líkir svissneskum bankamönnum við glæpagengi. „Í reynd er bankaleynd sambæri- leg við svikabrask glæpagengja – og svissnesk stjórnvöld eru samsek ásamt svissneskum einkabönkum,“ sagði hann. Upplýsingar Birkenfelds urðu til þess að hafin var viðamikil rannsókn á starfi útibús svissneska bankans UBS vestanhafs og fleiri banka sem höfðu gert bandarískum borgurum kleift að stunda undanskot. Svo fór að UBS varð að borga 780 milljón dollara sekt, nærri 95 milljarða ísl. króna. Gert var samkomulag við UBS sem m.a. olli því að bankinn af- henti nöfn nærri 52.000 Bandaríkja- manna sem áttu viðskipti við bank- ann og mörg þúsund þeirra voru grunaðir um undanskot. Sjálfur fékk Birkenfeld árið 2012 um 104 milljónir dollara í verðlaun frá sérstakri uppljóstraraskrifstofu IRS en hún hefur heimild til að greiða uppljóstrurum ákveðið hlut- fall af því fé sem innheimtist vegna upplýsinga frá þeim. Var miðað við að hann fengi um 25% af því skattfé sem hafði verið klófest en það var um 400 milljónir dollara. Mikill hagnaður af gagna- kaupum IRS hefur, með því að beita sams konar loforðum og Þjóðverjar um væga refsingu, tekist að innheimta um 5.000 milljónir dollara, nær 608 þúsund milljónir ísl. kr., hjá fólki sem notfærði sér ólögleg ráð UBS til að skjóta fé undan skatti. Samstarfið við Birkenfeld skilaði því skattborg- urum Bandaríkjanna margföldum ágóða. Sviss undirritaði loks í fyrra eftir mikið þóf fjölþjóðlegan sáttmála um gagnkvæma aðstoð við skattrann- sóknir. En ákvæði sáttmálans hafa sætt harðri gagnrýni þeirra sem segja að hann sé nánast eins og gatasigti. Auk þess er ljóst að þótt Svisslendingar hafi verið stórir á þessu sviði eru fjölmörg ríki reiðubúin að taka við keflinu, ef svo má að orði komast. Heimildarmenn segja að þegar öllu sé á botninn hvolft séu það fjár- málafyrirtæki í fjármálamiðstöðinni miklu, London, sem séu duglegust allra við að aðstoða þá sem vilja koma fé undan skatti. Þau nýta þá skattaskjól eins og Guernsey, Mön, Tortólu og Cayman-eyjar. Bresk stjórnvöld eru ekki líkleg til að slátra mjólkurkúnni í bráð. Falið fé grafið upp og skattlagt  Ráðamenn Þjóðverja og Bandaríkjamanna eru iðnir við að borga fyrir gögn um skattundanskot  Bandarískur uppljóstrari segir svissneska bankamenn samseka og líkir þeim við „glæpagengi“ Peningalegur árangur af því að heimila þýskum skattsvikurum að gangast sjálfir við brotum sínum gegn því að sleppa við refsingu er ótvíræður, frá sjónarhóli yfirvalda. En nú segja ráðherrar jafnaðar- manna (SPD, sem sitja í stjórn með Kristilegum demókrötum (CDU) Angelu Merkel kanslara, að um- rædd syndakvittun ætti aðeins að gilda um smáar fjárhæðir. „Ég skil það vel að ráðherrar fjár- mála vilja ná í peningana en við verðum líka að hafa í huga réttlætið í þessu landi,“ sagði Thomas Opper- mann, þingflokksformaður jafn- aðarmanna. Annar áhrifamaður sagði að með vægari refsingum til handa iðrandi skattasyndurum væri verið að hygla þeim í samanburði við þá sem fremdu brot af öðru tagi. En CDU-maðurinn Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra vill engu breyta. Enn aðrir benda á að aldrei verði hægt að hindra auðmenn í að skjóta fé undan skatti með hjálp rándýrra sérfræðinga sem kunni fjölmargar brellur. Einfaldast sé að draga sem mest úr skattheimtu og einfalda skattalögin en flækja þau ekki. Deilt um réttlæti og fyrirgefningu  Jafnaðarmenn gagnrýna syndakvittun Líf Unaðslegt líf í skattaparadís en líka má njóta peninganna heima fyrir. En svo er það spurningin um siðferðið. Bandaríkjamaðurinn Bradley Birkenfeld, sem vann hjá UBS og veitti IRS upplýsingar um undanskot þúsunda landa sinna, hagnaðist vel á tiltækinu. En þar sem Birkenfeld, sem var 44 ára gamall og bjó í Sviss, hafði veitt einum skjólstæðinga sinna aðstoð við undanskot var hann dreginn fyrir rétt þegar hann kom heim. Hann hlaut 40 mánaða fangelsi í ágúst 2009 og fékk 30 þúsund dollara sekt. IRS kom því til leiðar að af- plánun var frestað í þrjá mánuði til þess að hann gæti unnið með stofnuninni að því að fletta ofan af bankamönnunum. Og svo fór að Birkenfeld fékk reynslulausn eftir þrjú ár enda urðu margir til að gagnrýna dóminn. Fékk dóm en reynslulausn UPPLJÓSTRUN Í SVISS Virki fjármálaheimsins UBS-bankinn í Sviss. Ljóstrað hefur verið upp um skuggalega starfsemi þar á bæ. Banda- rískir og þýskir viðskiptamenn fengu aðstoð við að fela fé og svíkja þannig undan skatti í heimalöndum sínum. FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Rætt er nú um að íslensk stjórnvöld kaupi stolin gögn af óþekktum aðila um leynilega bankareikninga Ís- lendinga í svonefndum skatta- skjólum. Eðlilega vilja ráðamenn hér koma í veg fyrir undanskot frá skatti en margir benda að siðferð- islega sé vafasamt að ríkisvaldið taki þannig óbeint þátt í að brjóta lög, þótt í góðum tilgangi sé. En for- dæmin eru til staðar erlendis. Margir þýskir auðmenn og stór- fyrirtæki engjast nú vegna þess að síðustu árin hafa stjórnvöld í Berlín hert mjög róðurinn gegn und- anskotum frá skatti. Sama er upp á teningnum í sambandsríkjunum sem vilja líka fá sína skatta og engar refj- ar. Stjórnlagadómstóll Þýskalands hefur lagt blessun sína yfir að stjórnvöld kaupi stolnar upplýsingar af starfsmönnum fjármálastofnana til að klófesta skattsvikara, banda- rísk stjórnvöld hafa einnig keypt slík gögn fyrir stórfé. Fyrir fjórum árum komust liðs- menn skattayfirvalda í Þýsklandi yf- ir dvd-diska með listum yfir leyni- lega bankareikninga í skattaskjóli í Sviss og fleiri ríkjum. Ekki er ljóst hve mikið þýsk stjórnvöld hafa greitt fyrir gögn frá uppljóstrurum en talið að fjárhæðin geti verið allt á annað hundrað milljónir evra, allt að 15 milljarðar ísl. króna. Þetta gerðist um sama leyti og ráðamenn í Evrópusambandsríkjum og Bandaríkjunum voru farnir að auka samstarf yfir landamæri um aðgerðir gegn skattundanskotum. Hoeness laug og lenti í fangelsi Margir skattsvikarar brugðust við með því að gefa sig fram, borga sekt- ir og að sjálfsögðu ógreidda skattinn og áfallna vexti. Í Þýskalandi hefur auk þess verið beitt þeirri aðferð að lofa mun vægari refsingu ef fólk skýrir sjálfviljugt frá undanskotum sínum. En séu upplýsingar þeirra rangar í mikilvægum atriðum er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.