Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 88
88 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 Elsku besti frændi, ég kveð þig með miklum sökn- uði og sársauka í hjarta. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir en þú varst ákveð- inn að berjast alveg til endaloka. Það var ekki fyrr en þig þraut afl og orku að þú varst tilbúinn að fara inn á líknardeild og ljúka þessari orrustu sem staðið hafði svo lengi. Stundirnar sem við áttum saman voru okkur báðum mik- ilvægar, gáfu okkur báðum styrk og eiga eftir að lifa með mér alla tíð. Ég verð þér ævinlega þakk- látur fyrir að hafa gefið mér svo mikið af þínum dýrmæta tíma síðastliðna mánuði. Þegar við sem höfum haft mest kynni af þér í gegnum tíð- ina ræddum um hvað stæði eftir, þá vorum við sammála að það væri mikið af góðum minning- um. Þú varst sterkur karakter. Þú varst ekki maður sem áttir í vandræðum með að halda upp samræðum og húmorinn, stund- um svolítið svartur, var hreint ótrúlegur. Þú áttir það til að bæta við smá leikrænni tjáningu, kannski örlitlu svipbrigði eða sterkri þögn, sem setti punktinn yfir i-ið. Minningarnar eru margar en við gátum endalaust gert grín að því hvernig tröppugangurinn Steinar Kristjánsson ✝ Steinar Krist-jánsson fæddist 18. september 1960. Hann and- aðist 24. september 2014. Útför Stein- ars fór fram 2. október 2014. hafði verið milli ykkar bræðra sem síðan endaði á mér. Gunnar eða Hafþór höfðu verið að kýta, Hafþór síðan strítt þér og þá fannst þér sanngjarnt að taka það út á mér. En svona var það bara og þrátt fyrir að það hafi stund- um endað með smá árekstrum þá breytti það engu. Þú varst bara minn stóri bróðir og maður gleymir slíku eins og skot. Þú hafðir líka metnað fyrir mína hönd og þá sérstaklega í fótbolta. Ég man eftir því, eftir eina æfinguna, að þú ræddir við þjálf- arann um að ég væri svo góður að ég ætti heima í eldri flokk og þú náðir að sannfæra hann um að gefa mér séns með eldri strákunum. Það fer ekki mörg- um sögum af þeirri frægðarför. En svona varstu bara, hvort sem það var í veiði, golfi eða fótbolta, þú passaðir upp á mig hvort sem var í skólanum eða í frítíma. Það var gott að hafa þig við hlið sér þegar eitthvað bjátaði á eða maður þurfti að leita eftir stuðn- ingi. Málið var að við náðum svo vel saman og vorum líkir í hugs- un. Þurftum ekki alltaf að segja hlutina til að skilja hvað var í gangi og við treystum hvor öðr- um. Nú ertu kominn á annan stað. Stað sem stundum er sagður betri, en við ræddum það og vor- um sammála að besti staðurinn fyrir þig væri í Hverafoldinni hjá stelpunum þínum. Það væri þitt himnaríki á jörðu og það væri nóg fyrir þig. Þar vildir þú vera og varst tilbúinn til að berj- ast alveg til hins síðasta til að geta verið sem lengst heima hjá stelpunum þínum. Þú gerðir eins og þú gast en varðst því miður að játa þig sigraðan að lokum. Elsku Steinar minn. Þegar þín ástkæra eiginkona hringdi í mig og sagði mér að þú hafir kvatt okkur þá var ég úti að keyra. Henni var litið út um gluggann og þá var þar þessi stóri regnbogi. Við sáum hann bæði og hann lýsti upp allt og gerði stundina svo fallega á sinn sérstaka hátt. Það er alveg víst að þegar ég sé regnboga í framtíðinni mun ég alltaf minnast þín. Þinn frændi og uppeldisbróð- ir, Frans. Enn á ný er maður minntur á þá staðreynd að gærdagurinn er liðinn, dagurinn í dag er núna og ekki er víst með morgundaginn. Það er þyngra en tárum taki að vera í þeim sporum að fylgja ungum vini sínum til grafar, en Steinar Kristjánsson, vinur minn til margra ára, var svo sann- arlega ungur maður – rétt rúm- lega fimmtugur. Það mun hafa verið í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti sem ég hitti Steinar fyrst en við vor- um þar samtíða og útskrifuð- umst þaðan um jólin 1980. Síð- ustu önnina okkar kynntumst við vel og urðum upp frá því miklir vinir og sú vinátta hefur haldið til dagsins í dag. Steinar var alla tíð maður gleðinnar og hafði gaman af lífinu og vildi njóta hverrar mínútu. Á milli okkar Steinars var alla tíð einhver strengur sem aldrei rofnaði þótt við byggjum ekki alltaf á sama landshorninu. Þeg- ar ég bjó úti á landi var alltaf reynt að koma við í prentsmiðju þeirra feðga í ferðum til höf- uðborgarinnar og fara yfir mál- in. Ófá prentverkin sáu þeir um fyrir mig, í mínu vafstri. Við Steinar gerðum margt saman á liðnum árum. Eitt átt- um við þó eftir að gera saman en það var að fara í veiðiferð. Ég efast hins vegar ekkert um að af slíkri ferð verði þegar við hitt- umst aftur, enda var Steinar mikill veiðimaður og mikill mað- ur náttúrunnar almennt, og var einstaklega vel að sér í flestu sem við kom náttúru landsins. Hann var jafnframt góður upp- stoppari og eigum við til hjá okkur eitt meistarastykki eftir Steinar. Síðasta árið er búið að vera Steinari mínum erfitt; erfitt að takast á við það sem í vændum var. Alltaf reyndi hann þó að gefa af sér, alveg fram undir það síðasta. Alltaf var líka hægt að leita til Steinars vantaði mann aðstoð og skipti þá litlu hvert viðfangsefn- ið var. Ráðagóður var hann og hikaði ekki við að láta mann heyra það ef svo bar undir. Fyr- ir allt þetta er ég ákaflega þakk- látur og mun verða erfitt að sætta sig við að geta hvorki leit- að til hans né heimsótt hann. Steinar var mikill fjölskyldu- maður og var ákaflega stoltur af konu sinni og börnum. Margar stundir áttum við saman þar sem hann sagði mér frá afrekum barna sinna. Ræddum við oft um gæfu okkar varðandi börn okkar og fjölskyldu. Erfitt er að sætta sig við að maður í blóma lífsins, eins og Steinar var, skuli ekki fá að vera meira með okkur hér. Missir Siggu Rósu og barna þeirra er mikill. Bið ég góðan Guð að styrkja þau í sorginni – minningin um góðan dreng lifir með okkur. Far í friði. Þinn vinur, Guðbr. Stígur frá Stíghúsi. Við Steinar kynntumst fyrst í Breiðagerðisskóla þegar við vor- um í 11 ára gamlir og vorum góðir vinir alla tíð upp frá því. Skólaganga okkar var meira og minna sameiginleg úr Breiða- gerði í Réttó, þaðan í Hóla- brekkuskóla og síðan í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti þar sem við vorum á viðskiptasviði og útskrifuðumst þaðan sem stúdentar. Við spiluðum knattspyrnu í mörg ár í stórliði Breiðhyltinga, Leikni fc, með miklum ágætum að okkur fannst. Leiðir okkar hafa síðan legið saman alla tíð. Við stunduðum veiðiskap af kappi í fjölda ára, bæði stang- veiði og skotveiði og fórum í ófáar veiðiferðir. Þær ferðir munu aldrei gleymast því Stein- ar var dásamlegur veiðifélagi sem alltaf var kátur, glaður, sanngjarn og jákvæður á hverju sem gekk. Steinar var þeirrar gæfu að- njótandi að eiga frábæra for- eldra sem að okkar áliti gerðu allt fyrir drenginn sinn. Hann var yngstur bræðranna og naut ákveðinna forréttinda því þeir Gunnar Örn og Hafþór voru farnir að heiman þegar við vor- um komnir á bílprófsaldurinn. Heimilisbíllinn var yfirleitt okk- ar ef þau Kristján og Kristín voru ekki að fara neitt á kvöldin, sem í minningunni var mjög sjaldan því við vorum yfirleitt á Fíatinum eða Hornettinum öll kvöld. Hann fékk líka vikupening á föstudögum sem dugðu eiginlega fyrir okkur alla vel fram yfir helgi. Steinar vann við fjölmargt á lífsleiðinni, en lengst af með pabba sínum í þeirra eigin prentsmiðju sem þeir ráku sam- an í fjölda ára og í einhvern tíma rak hann einnig antikversl- un. Steinar menntaði sig í upp- stoppun og vann við það í tölu- verðan tíma í seinni tíð og það virtist vera brjálað að gera. Ég heyrði það utan af mér frá mönnum sem hafa meira vit á þessari grein en ég að „dreng- urinn“ hafi verið talsvert fær og til hans hafi verið leitað með flókin verkefni, sem hann leysti af stakri snilld. Árið 2006 vaknar Steinar upp með einhvern sjúkdóm sem erf- itt virtist vera að greina og ég man ekki hversu margar grein- ingar hann fékk eftir það, en á endanum urðu þessi veikindi honum að aldurtila. Hann var eðlilega ósáttur við að hafa ekki fulla orku og geta ekki með nokkru móti fengið bót meina sinna og mjög ósáttur við að yf- irgefa þennan heim allt of snemma. Með eftirlifandi eiginkonu sinni Sigríði Rósu Víðisdóttur á hann tvær stúlkur, Hönnu Krist- ínu og Petru Ósk, fyrir átti hann drengina Kristján Karl og Hjört og Sigrúnu Tinnu leit hann alltaf á sem sína eigin dóttur. Sigga Rósa og Steinar náðu afskaplega vel saman og voru góðir vinir og til þeirra var gott að koma. Þau bjuggu börnum sínum gott heimili þar sem auðséð var að öllum leið vel og þótti vænt um hvort annað. Það síðasta sem Steinar sagði við mig að það væri hræðilega sárt að þurfa að hverfa á braut frá svona efnilegum og góðum börnum sem eiga framtíðina fyr- ir sér, en það væri þó huggun harmi gegn að vita af þeim í góð- um höndum hjá mæðrum sínum og ömmu Kristínu. Kæra fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð því missir ykkar er mikill, en ég trúi því að minningin um góðan eig- inmann, pabba og son sé mikil huggun. Gunnar Örn Gunnarsson. Menn minnast maklega frásagnar- listar Stefáns Þor- lákssonar. Leikur hans með frásögur linaði þrautir og sárindi eftir bílslysið, sem hann lenti í 17 ára og getið var í eftir- mælum hér í blaðinu. Þá brotnaði hryggurinn og höfuðkúpan. Eftir slysið var hann var um tíma án meðvitundar. Þrautir eftir áverka og löskuð líffæri voru viðfangsefni lækna alla ævi hans. Atvik í kring- um slysið ollu honum sárindum, sem ekki voru meðfæri lækna. Sár- indin földust undir brosi og hlátri og komu sjaldan fram, en þá var harmurinn þungur. Þétt handtak Stefáns var engu líkt. Það var hressilegt ákall um vináttu. Vita- skuld varð honum fleira en vinátta og leikur með frásögur til að lina þrautir og sárindi. Sjaldnast sagði hann af sjálfum sér. Í tveimur frá- sögum kunna orð hans að hafa orð- ið dráttur í sögu þjóðarinnar; reyndar vörðuðu þær báðar for- setaframboð. Í afmæliskaffi Stef- áns áttræðs í dvalarheimilinu á Þórshöfn gerðist ég svo djarfur að segja þær; áður hafði hann flutt gestum kvæði um ástina eftir Ein- ar Benediktsson, vitaskuld upp úr sér. Hann lét sér endursögn mína af sögunum vel líka. Því leyfi ég mér að birta þær. Fyrri atburðurinn var, þegar Stefán var kominn til starfa á Hag- stofunni (1965-1968). Fyrst þarf að geta þess, að Kristinn og Sæmund- Stefán Þórarinn Þorláksson ✝ Stefán Þór-arinn Þorláks- son fæddist 28. september 1930. Hann lést 22. ágúst 2014. Útför Stefáns fór fram 1. sept- ember 2014. ur Stefánssynir frá Völlum í Svarfaðar- dal voru oft við veiðar í Svalbarðsá og héldu þá til heima á Sval- barði. Þannig eignað- ist Stefán ungur vin- áttu þeirra og kynntist því einnig Sigríði, systur þeirra, Thorlacius. Hún var þjóðkunn fyrir störf að félagsmálum, meðal annars sem formaður kven- félagasambandsins og sambands framsóknarkvenna. Maður hennar var Birgir, ráðuneytisstjóri í for- sætisráðuneytinu. Stefán átti eitt sinn erindi fyrir Hagstofuna við Halldór Pálsson, búnaðarmála- stjóra. Þegar hann kom í Bænda- höllina, var honum sagt, að menn væru inni hjá Halldóri, og var hon- um boðið sæti og kaffibolli, meðan hann biði. Skömmu síðar kemur Halldór fram, gengur til Stefáns og heilsar með virktum og segir, að hjá honum séu menn, og nefnir Kristján Thorlacius, og ræði það, að Birgir Thorlacius verði boðinn fram til forseta. Þá sagði Stefán að bragði: Hann gæti orðið ágætis forsetafrú. Við þessi orð strauk Halldór hendinni niður eftir sínu langa andliti, eins og hann átti til, þegar hann skildi eitthvað sniðugt. Þar með lauk því framboðsmáli. Síðan var það í janúar 1980, að Stefán lá á Landspítalanum vegna hryggbrotsins, lá þar á stofu með erlendum manni, sem ekki skildi íslensku. Þá kom til hans trúnaðar- vinur hans, Vigdís Finnbogadóttir, leikhússtjóri. Hún sagði honum það, sem ekki var opinbert, að til stæði, að hún yrði forsetafram- bjóðendi íslenskra kvenna. Stefán sagði að bragði: Láttu engan mann heyra þetta. Forsetinn er forseti allrar þjóðarinnar. Stefán taldi, að slík orð opinber hefðu getað riðið baggamuninn, þegar kosið var í júní. Björn S. Stefánsson. Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. - Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. (Einar Benediktsson) Þannig vona ég að handan- heimar hafi tekið á móti Stefáni fósturbróður mínum sem lést 22. ágúst sl. Minningar leita á hugann. Stef- án fylgir barninu í fyrsta próf. Hann þylur Fáka, hestarnir fara fetið. Kvíðablandin eftirvænting víkur fyrir hátíðleika, stundin ógleymanleg. Stefán dyttar að úti- húsum, kalsaveður, krakkinn í kringum hann, tunna við húsvegg. Stefán leggur dæmi fyrir barnið sem leitar skjóls í tunnunni, kem- ur stolt út með svarið. Nýtt dæmi, erfiðara, smá vísbending, krakk- inn inn í tunnuna og út með rétt svar, annars frekari vísbending, ekki orð um aulaskap. Ætli megi ekki kalla þetta sóknarstærð- fræði. Oft minntumst við þessarar ágætu kennslustundar. Alltaf var lærdómsríkt og skemmtilegt að vera nálægt Stef- áni. Af honum mátti læra að bjarga sér eftir bestu getu. Eitt sinn fluttum við hey af engjum, leiðin lá yfir óbrúaða á. Stefán stýrði Fergusoninum með fullan vagn af böggum, ég á eftir með Skjóna gamla og langgrindina. Ekki tókst betur til en svo að ækið sat fast í ánni. Nú voru góð ráð dýr, bakveikur maður og barn á ferð. Stefán dó ekki ráðalaus, strengdi kaðal úr vélinni í kerruna með klárinn fyrir, kippti all rösk- lega í með vélinni, upp úr komst Skjóni karlinn, sallarólegur með sína kerru. Stefán sá spaugilegu hliðarnar á flestu og hermdi snilldarvel eftir nágrönnum, frændum og þjóð- þekktum mönnum, heimamönn- um og gestum til óblandinnar ánægju. Þá hummaði fóstri minn þætti honum full langt gengið en fóstra hafði yfir stundar hátt, oft má satt kyrrt liggja, sonur minn. Það var gaman þegar Stefán kom heim, nýstúdent, nýkvæntur með hana Valborgu svo góða og glæsi- lega. Ég vék ekki langt frá henni. Stefán hélt til Þýskalands í nám. Kom heim í fríum, gerði við vélarnar, svartur upp fyrir haus, vann á vélaverkstæðum, í radar- stöð, stjórnaði Gagnfræða- og iðn- skólanum í Neskaupstað vetur- langt svo að nokkuð sé nefnt. Að námi loknu vann hann á Hagstof- unni, kenndi við Kennaraskólann og Hólaskóla. Enn hitti ég nem- endur sem minnast skemmtilegra stærðfræðitíma Stefáns. Um 1970 settist hann að á Akureyri og kenndi stærðfræði og þýsku við MA í nærfellt tvo áratugi, var far- arstjóri á sumrin með erlenda ferðamenn, gjarna þýska fugla- áhugamenn og náttúruunnendur. Þar naut víðtæk þekking hans og frásagnargleði sín til fulls ekki síð- ur en í kennslunni. Stefán átti gott bókasafn sem hann sinnti í frí- stundum, safnaði steinum, sagaði og slípaði. Það var gott og gefandi að koma til Stefáns, hlýjar móttökur, fjölskyldumál, það nýjasta úr Spiegel, sögur, smellnar vísur. Frásagnarlist og eftirhermur nutu sín sem fyrr. Hann notaði húmorinn til að dreifa sársauka eftir alvarlegt bílslys er hann var 17 ára. Hvernig hefði ævi hans orðið hefði hann sloppið við þá skelfilegu reynslu? Við því fást ekki svör. Að leiðarlokum þakka ég bróð- urlega hlýju og umhyggju sem Stefán sýndi mér og mínum. Dætrum hans sem hann var svo stoltur af bið ég blessunar. Góður maður er genginn. Björk Axelsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN G. ÞORSTEINSDÓTTIR, Brekkugötu 9, Ólafsfirði, lést á dvalarheimilinu Hornbrekku laugardaginn 4. október. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju mánudaginn 13. október kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnafélagið eða Hornbrekku. Jónmundur Stefánsson, Guðrún K. Jónmundsdóttir, Sigtryggur Valgeir Jónsson, Snjólaug S. Jónmundsdóttir, Jón Viðar Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Jónatansson & Co. lögfræðistofa er lokuð eftir kl. 12 í dag vegna útfarar Jónatans Sveinssonar hæstaréttarlögmanns. ✝ Ástkær eiginmaðurinn minn faðir, fósturfaðir og afi, LEIFUR TEITSSON, Prestastíg 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 4. október. Úförin fer fram frá Guðríðarkirkju föstudaginn 10. október kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, Kristín Leifsdóttir, Hrafn Leifsson, Skúli Leifsson, Ásta Kristín Guðbjörnsdóttir, Haraldur Guðbjörnsson, Guðbjörn Guðbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.