Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 87

Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 87
MINNINGAR 87 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 ✝ Kara Mist Ás-geirsdóttir (áð- ur Kara Dröfn) fæddist á Landspít- alanum 16. sept- ember 1993. Hún lést á Algeciras á Spáni 17. sept- ember 2014. Foreldrar hennar eru Guðný Sigurð- ardóttir, fé- lagsfræðingur, f. 5.8. 1972, og Ásgeir Bald- ursson, skipstjóri, f. 21.12. 1963. Bræður Köru eru Snorri Freyr Ásgeirsson, f. 5.6. 1999, og Bjarki Snær Ás- geirsson, f. 27.1. 2005. Barns- faðir Köru Mist- ar er Birgir Rúnar Bene- diktsson, f. 28.7. 1981. Barn þeirra er Mikael Máni Birgisson, f. 13.12. 2012. Útför Köru Mistar fór fram í kyrrþey 2. október 2014. Elsku, hjartans dóttir mín. Það er stórt skarð hoggið í fjölskylduna og er ég enn að reyna að átta mig á því að eiga aldrei eftir að knúsa þig, kyssa þig, hlæja með þér eða heyra röddina þína. Næstu jól verða tómleg, því þú varst svo mikið jólabarn. Ég þurfti að stoppa þig af stundum í október að spila jólalög, því þú áttir svo erfitt með að bíða eftir jól- unum. Og þegar loks kom að stóra deginum, aðfangadegi, kom litla stelpan mín alltaf í ljós, sú sem átti svo erfitt með að bíða eftir að opna pakkana og sem hlakkaði til að borða jólakalkúninn. Það er erfitt að hugsa til þess að litli engillinn þinn, hann Mikael Máni, fái ekki að kynnast þeirri yndislegu móð- ur sem hann átti. Þú hafðir svo mikla ást að gefa og hún var svo skilyrðislaus. Aldrei hafði ég séð þig jafn ham- ingjusama og með litla gullinu þínu og hann var þér alltaf efst í huga. Sorgin í hjarta þínu, þegar þú þurftir að láta í minni pokann fyrir þeim ógeðs-sjúkdómi fíkninni, var skerandi. Þú þráðir ekkert heitar en að vera til staðar fyrir elsku soninn þinn og eiga með hon- um fallegt líf og gefa honum bjarta framtíð. Við sem ekki erum haldin fíknisjúkdómnum skiljum ekki hvernig hægt er að velja vímuna fram yfir móð- urástina, en okkur er víst ekki ætlað að skilja það. Eitt af því sem þú sagðir við mig í síðasta símtalinu okkar var hvað þú saknaðir Mikaels mikið, og að þú ætlaðir að taka þig á og koma ný og betri manneskja til baka. En örlögin stýrðu þér á aðra braut og gáfu þér ekki degi lengur en 21 ár. Elsku, hjartans Kara mín, það er næstum óyfirstíganleg tilhugsun að þú sért farin úr þessu jarðríki og huggun harmi gegn að ég og pabbi þinn fáum að hafa litla afleggjarann þinn, hann Mikael, hjá okkur. Nú ertu laus við sjúkdóminn sem háði þér svo mjög og ég trúi því að þú sért umvafin englum og horfir brosandi til okkar sem elskum þig svo ofurheitt. Þú lif- ir að eilífu í hjörtum okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín heitt elskandi, mamma. Elsku vinkona. Að hafa feng- ið að kynnast þér eru algjör forréttindi. Við erum búnar að brasa margt saman í gegnum tíðina, ég og þú. Að kveðja þig svona snemma er eitthvað sem ég bjóst ekki við og eitthvað sem mig langar ekki að gera. Oft á tíðum bjargaði það mér að geta talað við þig, sagt þér allt og hlegið að allri vitleys- unni með þér. Þú þurftir ekki nema að líta á mig og þú vissir hvað ég var að hugsa. Ég hugsa svo mikið til þín, og stundum finnst mér þetta óraunverulegt. Það eru þung skref að kveðja þig. Þú varst svo falleg, góð og þó að lífið væri oft erfitt, þá varstu alltaf með brandara tilbúinn. Þú sást vanalega það jákvæða í stöðunni, sem er ekki minn besti eiginleiki, og sýndir mér oft aðra leið. Við höfum gengið í gegnum svo margt saman, ýmsa erfið- leika og hindranir og við höfum klesst á sama vegginn oftar en ég get talið. Ég vonaði alltaf, elsku Kara mín, að þú myndir koma til baka, ég bað fyrir þér og hugsaði til þín. Ég er ofsa- lega þakklát fyrir að hafa feng- ið að halda í höndina á þér í gegnum erfiða tíma. Ég gleymi því aldrei þegar ástandið var sem daprast hjá okkur vinkon- um, að þá sagðir þú: „Jafnan er dimmast undir dögun, eða hvernig sem það nú er, Unnur mín“ og hlóst svo eins og brjál- æðingur. Þetta eru orð sem ég held fast í núna, elsku hjartað mitt. Þú ert á góðum stað núna, elsku Kara mín. Þín mun ég alltaf minnast fyrir að vera þessi yndislega mannvera sem þú varst, ég á eftir að sakna þess að heyra brandarana þína, horfa með þér á Fóstbræður, eða taka þriggja klukkutíma samtal við þig í símann. Ég á eftir að sakna þín. Ég veit þú fannst frið, og ég hugsa um þig sem hressasta og skemmtileg- asta engil sem til er. Ég held áfram mína leið með minningu þína að leiðarljósi. Takk fyrir allt, elsku vinkona mín. Guðný, Ásgeir, Snorri, Bjarki og Mika- el, ég votta ykkur mína innileg- ustu samúð, megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur. Eitt sinn varst þú aðeins draumur. Fallegur draumur í huga Guðs. Draumur sem rættist. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þín vinkona, Unnur Regína Gunnarsdóttir. Elsku, fallega Kara okkar. Það var ótrúlega sárt að fá sím- talið um að þú væri farin frá okkur fyrir fullt og allt. Eftir sitjum við með allar fallegu minningarnar um þig þegar þú og Rakel dóttir okkar voru saman í Melaskóla, já þið voruð bara æðislegar saman, algjörir prakkarar og alltaf hlæjandi. Þótt leiðir hafi skilið þá fylgdumst við alltaf með þér og héldum í vonina um að þú gætir sigrað sjúkdóminn. Við kveðjum þig með sárum söknuði við hlýjar minningar um þig. Elsku Guðný, Geiri, Snorri, Bjarki og Mikki, megi Guð veita ykkur styrk um ókomna tíð Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Sara Finney og Vilhjálmur. Elsku Kara mín. Orð fá því ekki lýst hversu mikið ég sakna þín. Þó að stundirnar sem við átt- um síðustu ár hafi ekki verið margar hefur hugur minn alltaf verið hjá þér. En ég hef verið svo heppin að fá að eyða tíma með fallega sólargeislanum þín- um, honum Mikka. Ég er glöð að eiga allar góðu minningarn- ar okkar saman. Öll prakkara- strikin, öll hlátursköstin og öll gleðin sem fylgdi þér. Fallega brosið þitt og yndislegi hlát- urinn þinn. Þú kenndir mér svo ótrúlega margt og varst alltaf svo yndisleg og góð vinkona. Þú verður alltaf hjá mér í huga og hjarta. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Sigurborg Rakel Vilhjálmsdóttir. Elsku Kara okkar. Við mun- um eftir þér sem brosandi og- hlæjandi stelpu sem var alltaf góð við alla. Þú varst alltaf brosandi. Þú varst með sterka réttlætiskennd og passaðir vel upp á vini þína og vorum við svo heppin að teljast meðal þeirra. Þú varst án efa prakk- arinn í hópnum og voru síma- og dyraötin ófá. Alltaf tókst þér að draga okkur með í prakk- arastrikin enda varst þú svo uppátækjasöm og sniðug. Þú varst líka það klár að oftast komst ekki upp um okkur, enda vorum við englabekkurinn. Við munum alltaf muna eftir stóra brosinu þínu og gleðinni sem skein úr hjartanu þínu. Takk fyrir að vera svona frá- bær vinkona, við munum aldrei gleyma þér. Sterk sem sólargeisli sælan barst frá þér. Bast alla vinabeisli er bundust þér hér Trú og traust þú öllum tókst á móti mér. Veittir mér þá von með vináttu frá þér. Senn þarf sól að setjast sest við fyrra bragð. Því fleiri þurfa að hvetjast þá við þráum öll þinn garð Ljósið lifir þó í neista sem lifir innra með mér. Minning um sólargeisla ég mun muna eftir þér. Og seinna mun ég sitja við sólarinnar hlið. Í draumi munt mig vitja þá mun ég finna frið. (Silja Rós) Fyrir hönd bekkjarfélaga úr Melaskóla, Anna Jia. Engin orð fá lýst sársauk- anum sem vinir okkar, Guðný og Geiri, ganga í gegnum nú þegar dóttir þeirra Kara Mist kveður þennan heim einungis 21 árs gömul. Við kynntumst Köru strax við fæðingu og eyddum við vinkonurnar mikl- um tíma saman með frum- burðina okkar sem fæddust með aðeins þriggja vikna milli- bili. Alltaf var gleðin í fyrir- rúmi hjá þeim vinunum og þó að sambandið á milli þeirra hafi minnkað þegar á unglingsárin kom þá var alltaf stutt í hlát- urinn og skemmtilegan húmor þegar þau hittust. Kara var umhyggjusöm og hjartahlý og knúsaði mann fast þegar við hittumst þó að tíminn hafi oft á tíðum verið langur á milli. Kara var svo stolt og glöð þegar hún átti Mikael Mána fyrir tæpum tveimur árum og þá héldum við í vonina að hún myndi komast á beinu brautina. Kara var falleg, góð og yndisleg stúlka sem átti framtíðina fyrir sér. En fíknin nær víst yfir allt og varð að lok- um yfirsterkari. Það er umfram öll sársaukamörk og stríðir gegn öllum lögmálum lífsins að missa barnið sitt og getur eng- inn sett sig í þau spor. Elsku Guðný, Geiri, Snorri, Bjarki og Mikki litli, við kveðjum fallegu Köru okkar með tárum og minnumst hennar brosandi, glaðrar og hamingjusamrar. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hildur, Árni og Heiðar Ingi. Kara Mist Ásgeirsdóttir ✝ VilborgStrange fædd- ist í Reykjavík 22. febrúar 1923. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hrafnistu 27. sept- ember 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hansína Þorvalds- dóttir og Victor Strange. Vilborg átti sjö systkini, Elsu, f. 22.11. 1920, d. 11.9. 2003, Borghildi, f. 6.12. 1921, d. 1.5. 1984, Gyðu, f. 19.10. 1924, d. 5.2. 1984, Eg- il, f. 22.9. 1927, d. 27.2. 2013, Grétar, f. 23.8. 1931, Ruth, f. 26.11. 1933 og Victor, f. 30.11. 1934. Vilborg giftist 9. desember 1950 Árna Sigurðssyni, f. 9.4. 1918, d. 19.3. 2001. Foreldrar Selma Rún, f. 17.9. 2005, börn þeirra eru Knut Aleksander, f. 8.1. 2013, og Sara Marlen, f. 5.9. 2014. Vilborg Anna, f. 8.4. 1983, maki Þorgrímur Hall- steinsson, f. 19.2. 1974, og son- ur þeirra er Garðar Helgi, f. 20.6. 2012. 3) Þorvaldur, f. 4.3. 1964, maki Helga Birna Ingimundardóttir, f. 14.7. 1968, þeirra börn eru Árni Þórmar, f. 14.1. 1993, og Drífa Guðrún, f. 22.7. 1998. Vilborg lauk barnaskólaprófi og síðar vann hún lengi vel við hin ýmsu verslunarstörf. Árið 1958 fluttust þau hjónin til Innri-Njarðvíkur og hófu þar rekstur á eigin verslun til árs- ins 1973 þegar þau fluttust til Keflavíkur þar sem Vilborg vann í versluninni Víkurbæ og síðan í Hagkaup þar sem hún lauk starfsferli sínum. Útför Vilborgar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 9. októ- ber 2014, og hefst athöfnin kl. 13. hans voru hjónin Sigríður Árnadótt- ir, f. 10.4. 1886, d. 19.9. 1972, og Sig- urður Björnsson, f. 29.5. 1886, d. 9.6. 1928. Börn Vilborgar og Árna eru: 1) Sigríður Victoría, f. 25.7. 1951, maki Guðmundur Svav- arsson, f. 3.3. 1949, dóttir þeirra er Hulda Karen, f. 4.10. 1983, maki Hjálmar V. Hjartarson, f. 13.8. 1983, og dóttir þeirra er Sandra Karen, f. 13.10. 2009. 2) Garðar, f. 9.7. 1954, maki Kristrún Stef- ánsdóttir, f. 4.1. 1955, þeirra dætur eru Kristrún Lísa, f. 21.5. 1975, sambýlismaður hennar er Nils Johan Torp, f. 10.12. 1975, dóttir Lísu er Komið er að kveðjustund. Blönduð trega og sorg en einn- ig kæru þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa átt yndislega góða móður og mikla vinkonu. Móðir mín gerðist skáti ung að árum og fannst alltaf vænt um skátaheitið sitt og það að vera ávallt viðbúin hentaði henni vel. Það var alltaf stutt í hlát- urinn hjá henni og ég minnist þess ekki að hafa séð hana í slæmu skapi. Foreldrar mínir voru afar dugleg að ferðast, voru áræðin í ferðavali sínu og héldu iðulega á eigin vegum til fjarlægra landa. Það var þó Benidorm sem átti hug þeirra og hjörtu. Þangað var jafnan haldið í góðra vina hópi og alltaf var tilhlökkunin og gleðin ríkjandi. Á síðari árum áttum við mæðgur dásamlega daga í utanlandsferðum okkar. Við fórum á okkar hraða, nut- um þess að spila, fara í mini- golf, kíkja í búðir, tala og hlæja saman og njóta lífsins. Mamma var yndisleg amma og langmamma og naut innilega þessara titla. Það eru ófá skiptin er hún sat með dóttur minni á hennar yngri árum og spilaði, púslaði eða litaði með henni, já þar var pottþétt kona sem alltaf var tilbúin í slaginn! Mamma bjó heima hjá sér allt þar til fyrir tæpu ári. Hún hafði notið dvalar í dagdvölinni á Nesvöllum í nokkur ár. Þar leið henni vel og átti þar marga góða vini. Það var í nóvember 2013 að hún flutti á Dvalarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði og dvaldi þar allt til loka ágústmánaðar að hún flutti yfir á Hjúkrunarheimilið. Þar kvaddi hún þennan heim 27. september. Elsku mamma mín, þakka þér fyrir að vera frábær manneskja, yndisleg móðir og fyrir allar skemmti- legu stundirnar okkar saman. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Sigríður Victoría ( Sirrý). Amma, viltu spila? Þetta er ein af mínum fyrstu minning- um um okkur saman. Ég fékk aldrei nóg af því að spila við þig og þú varst alltaf jafn ynd- isleg og gafst þér tíma fyrir mig. Þú varst alltaf svo hlýleg, glaðlynd, málglöð og ávallt mjög stutt í hlátur og bros. Elsku yndislega amma mín, ég sakna þín og hef gert um nokkurt skeið. En ég trúi því að þér líði betur núna hjá manninum þínum, honum afa Árna, og er það mikill léttir. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa komið til þín dag- inn áður en þú fórst. Þá áttum við góða stund saman og ég veit að þú heyrðir hvert orð því hönd mín var kreist ofur fast allan tímann. Dóttir mín, 5 ára, saknar þín mikið. Hún mun alltaf kalla þig ömmu Villí líkt og ég ein gerði og heldur hún því í þetta fallega nafn fyrir okkur báðar. Ég enda þetta á bæninni sem þú fórst ávallt með fyrir mig: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Takk fyrir allt, elsku amma. Þín Hulda Karen. Nú er hún tengdamóðir mín farin í sína hinstu ferð. Hún var alltaf mikill ferðalangur og því til staðfestingar þá end- urnýjaði hún vegabréfið sitt í fyrra – þá 90 ára gömul. Mað- ur veit aldrei og eins gott að vera viðbúin því að pakka nið- ur eins og hún orðaði það. Vil- borg var mér einstaklega góð og má segja að hún nyti sín best þegar hún gat verið að gera eitthvað og gleðja aðra – sér í lagi börnin sín og fjöl- skyldur þeirra. Það er sagt að hláturinn lengi lífið og víst er að það á við um hana Vilborgu. Alltaf hress og kát og með svörin á reiðum höndum. Vil- borg sagði hverjum sem vildi heyra að hún ætti besta tengdason í heimi – hún átti reyndar bara einn en ég er mjög sáttur við þessa yfir- lýsingu hennar. Og er sann- færður um að betri tengdafor- eldra en þau Vilborgu og Árna hefði ég ekki getað fengið. Eftir að Árni tengdafaðir minn lést var það svo að Vilborg dvaldi oft á tíðum um helgar hjá okkur í Brekkubænum. Þá ókum við saman á föstudegi frá Njarðvíkum til Reykjavík- ur og síðan aftur til baka á mánudagsmorgnum. Það eru mörg óborganleg gullkorn sem hún tengdamóðir mín lét flakka í þessum ferðum okkar – gullkorn sem er svo gott að eiga og minnast á stundum sem þessari. Við ræddum oft um hinar ýmsu íþróttir, og þar var hún tengdamóðir mín á heimavelli. Mikill aðdáandi hverskonar boltaíþrótta og fylgdist vel með gangi mála hjá sínum félögum. Það var stundum með ólíkindum að sjá rígfullorðna konu horfa á leiki landsliða okkar, hvort heldur það var fótbolti eða handbolti – hún hafði alveg skoðun á gangi mála og lét það óspart í ljós. Ég vil þakka Vilborgu fyrir samfylgdina síðastliðin 45 ár. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt slíka tengdamóður sem hún var. Hvíl þú í friði og ljúfar minningar um þig lifa um ókomin ár. Þinn tengdasonur, Guðmundur Svavarsson. Vilborg Strange
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.