Morgunblaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 39
FRÉTTIR 39Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014
Morgunblaðið/Þórður
Flug Snertilending á Kaldármelum.
Innanríkisráðuneytið hefur beint
því til ISAVIA að kanna möguleika
á samstarfi við einkaaðila um flug-
brautina á Kaldármelum. Eins og
hefur komið fram á að taka flug-
brautirnar á Kaldármelum,
Sprengisandi og á Siglufirði af skrá
og þar með úr notkun. Einkaaðilar
hafa sýnt áhuga á að taka flugbraut-
ina á Siglufirði yfir og verið er að
leita eftir áhuga annarra á að taka
yfir hinar brautirnar.
Flugbrautirnar á Kaldármelum
og á Sprengisandi eru ekki á lista
yfir flugbrautir þjónustusamnings
innanríkisráðuneytisins og ISAVIA
og því ekkert fjármagn sett í þær.
„Innanríkisráðherra hefur hins veg-
ar beint því til ISAVIA að leita eftir
samstarfi við einkaaðila eða samtök
um rekstur þessara flugbrauta sem
hafa hag af því að halda þeim opn-
um, eru í betri aðstöðu til þess að
koma að rekstri þeirra og geta gert
það á mun hagkvæmari hátt en
mögulegt er í núverandi fyr-
irkomulagi,“ segir í svari frá innan-
ríkisráðuneytinu.
Fjárveitingar til þjónustusamn-
ings ráðuneytisins og ISAVIA um
rekstur flugvallarkerfisins innan-
lands hafa verið skornar verulega
niður frá 2007 og eru nú vel á annan
milljarð króna lægri en þegar best
lét. Því hefur verið leitað allra leiða
til að spara.
Grasflugbrautin á Kaldármelum
gegnir mikilvægu hlutverki fyrir
nemendur Flugskóla Íslands en þar
eru æfðar lendingar og flugtök á
mjúkbrautar-flugvöllum í yfirlands-
flugi.
Friðþór Eydal, talsmaður ISAVIA
segir langt ferli að taka flugbraut af
skrá, það hafi hafist í mars með
Kaldármela og sé enn í gangi. „Það
er í gangi ferli vegna athugasemda
til 15. október. Það hafa nokkrar at-
hugasemdir borist til ISAVIA, t.d
hafa hagsmunaaðilar í einkaflugi og
kennsluflugi sent inn athugasemdir,
þeim hefur verið svarað og það er
verið að vinna í því máli,“ segir
Friðþór og bætir við að endanleg
ákvörðun liggi ekki enn fyrir með
Kaldármela. ingveldur@mbl.is
Kanna samstarf við einkaaðila
Endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir með flugbrautina á Kaldármelum
Stjórn BSRB
kom saman til
fundar á Ak-
ureyri í gær. Þar
var m.a. sam-
þykkt ályktun
þar sem stjórnin
lýsir yfir fullum
stuðningi við
Starfsmanna-
félag Kópavogs-
bæjar (SfK) í
kjaradeilu sinni við samninganefnd
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
SfK hefur verið án kjarasamnings
frá vormánuðum en þá skrifuðu öll
önnur bæjarstarfsmannafélög inn-
an BSRB undir framlengingu samn-
inga. Kópavogsbær hefur hins veg-
ar viljað fella úr gildi svonefnda
háskólabókun í kjarasamningnum,
sem stjórn BSRB telur vega að fé-
lagafrelsi nokkurra félagsmanna
SfK. Krefst stjórnin þess að gengið
verði frá framlengingu samninga
nú þegar.
BSRB styður starfs-
menn í Kópavogi
BSRB styður félaga
sína í Kópavogi.
Tuttugu prósent íslenskra barna í
4.-7. bekk grunnskóla eru yfir kjör-
þyngd. Þetta sagði heilbrigð-
isráðherra í umræðu um lífs-
stílstengda sjúkdóma barna og ung-
linga á Alþingi í gær. Ráðherra
sagðist byggja á nýlegum mæl-
ingum, frá árunum 2013 og 2014.
Umræðuna hóf Höskuldur Þór
Þórhallsson, þingmaður Fram-
sóknarflokks, og kallaði hana þjóð-
arvá vegna lífsstílstengdra sjúk-
dóma barna og unglinga. Kristján
Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra
sagði að síðari hluta 20. aldar hefði
átt sér stað mikil þyngdaraukning
en síðustu mælingar sýndu að ekki
væri lengur um mikla aukningu að
ræða.
Sjötti hluti barna er
yfir kjörþyngd
Vísbending, tímarit um efnahags-
mál, hefur útnefnt Seltjarnarnes
„Draumasveitarfélagið“ árið 2013.
Tímaritið gefur sveitarfélögum ein-
kunnir eftir fjárhagslegum styrk
þeirra en Seltjarnarnesbær fékk
einkunnina 9,3 fyrir árið í fyrra.
Forsendur Vísbendingar fyrir val-
inu eru eftirfarandi: Skattheimta
þarf að vera sem lægst, breytingar
á fjölda íbúa hóflegar, afkoma sem
hlutfall af tekjum sem næst 10%,
hlutfall nettóskulda af tekjum sem
næst 1,0 og veltufjárhlutfall nálægt
1,0.
Morgunblaðið/Ómar
Úti á Nesi Seltjarnarnesbær er fyrsta
sveitarfélagið sem fær einkunn yfir 9.
Draumasveitarfélag-
ið Seltjarnarnes
salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík
Handan minninga
Kíktu á salka.is
eftir Sally MagnussonHVERS VEGNA HEILABILUN
BREYTIR ÖLLU
Sally Magnusson skrifar hér
um móður sína, Mamie Baird,
og glímuna við Alzheimer-
sjúkdóminn. Sally er þekkt
sjónvarpskona í Bretlandi og
dóttir hins kunna sjónvarpsmanns
Magnúsar Magnussonar.
Bersögul og áleitin fjölskyldu-
saga, skrifuð af ást, virðingu og
söknuði en leiftrandi húmorinn
er aldrei langt undan.
Einstök blanda af skarpri greiningu á
alzheimersjúkdómnum og hjartnæmum minningum.
Scotsman
Mögnuð
Guardian
Metsölulisti
Eymundsson
1.1. sæti ámetsölulista
Eymundsson