Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 27

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 27
1925-1934 / GLÆPIR OG GEÐVEIKI Fyrsti flokkurinn, m.-depr.geðv., er hinn eiginlegi skapbrigða eða geðslagssjúkdómur, þunglyndi í ýms- um myndum eða andstæða þess, léttlyndið, æsingin. Þeir sjúkl. gerast yíirleitt sjaldan brotlegir við hegn- ingarlögin; þunglyndir ákæra sig stundum sjálfir og verða einstaka sinnum dæmdir; fyrir kemur að þeir hafi framið morð (á öðrum en sjálfum sér), einkum barnsmorð. Léttlyndir stela stundum eða falsa í ein- hverri hundakæti, eru stundum með hótanir en drýgja sjaldan stórglæpi. Annar flokkurinn dem.prœcox eða schizophreni. Tilfinningalíf sjúklingsins smábreytist, skynjanir skekkjast og hugsanaferill losnar, andlegt líf hans verður gloppótt, hann verður algerlega sljóvgað- ur á einu sviði eða fleirum, en getur verið algerlega ósnortinn á ýmsum öðrum sviðum. Athafnalíf hans fer eftir þessu. Þessi sjúklingar gerast að nokkru oft- ar brotlegir við hegningarlögin en hinir manio-depr. Algengastir glæpir með þeim eru auk þjófnaðar, of- beldisverk, morð, íkveikjur, nauðganir etc., oft mjög hrottaleg, skyndileg og óskiljanlega framin illvirki. Þriðji flokkurinn er hin svonefnda paranoia, dóm- villusjúkdómurinn, „For rykthed". - Dómar vorir eru lokastig hinnar andlegu starfsemi, annað en at- hafnirnar. Þeir geta því truflast með ýmsu móti, fyr- ir allskonar vitsmunalegar veilur og tilfinningalífs- truflanir. Um dómvillur, sjúklega falska eða ranga dóma, er aðeins þá að ræða er hvorutveggja þessara truflana koma til greina, og það þannig að tilfinning- arnar mega sín mest eða alls gagnvart því sem um er að ræða. Slíkt dómínerandi vald fá eingöngu þær til- finningar er koma við kjarna mannsins og því standa í nánu sambandi við skyn- og líkamskenndir hans, við eðlishvatir og lífsþarfir hans. Þess vegna eru einkenni dómvillnanna, 1) auk hins ranga innihalds þeirra, 2) alveg sérstœður sannfœringarkraftur gagnvart sjúk- lingunum og 3) óbifanleiki þeirra fyrir reynslu eða skýrustu vitsmunalegum rökum. Dómvillur geta komið fyrir við alla geðsjúkdóma, en aðallega flöktandi og breytilegar, við paranoia eru þær kerfisbundnar og kjarni sjúkdómsins. Nokkrar dómvillur bíta sig fastar og fastar í huga sjúklingsins, - verða idées fixes - og verða loks óaðskiljanlegur hluti reynsluforða sjúklingsins sem hann treystir jafnt annarri reynslu sinni. Þær geta náð yfir stærra eða minna svið hugans og er dómgreind sjúklingsins ef til vill óskert á öðrum sviðum. Dómvillurnar eru með mörgu móti, en aðallega svonefndar ofsóknarvillur, árásarvillur eða ofur- mennskuvillur. Valda þær iðulega því að sjúklingur- inn verður brotlegur við lög, oftast fyrir hótanir, ofbeldisverk, jafnvel morð, aftur á móti tiltölulega sjaldan þjófnað. Sýfílítískir geðsjúkdómar geta verið með ýmsu móti. Algengust er svonefnd dementia paralytica. Sérkennilegast við glæpi þessara sjúklinga er talinn sá dómgreindarskortur sem lýsir sér £ öllum verkum þeirra og siðferðileg breyting á sjúklingnum áður en veruleg intellektúel breyting verður. Óregla í reikn- ingsfærslu er t.d. oft það einkenni sem sjúklingarnir eru teknir fyrir. Orsök þess er auk dómgreindar- skorts og móralskrar breytingar oftast sú að minni sjúklingsins gegn nýskeðum hlutum bilar meira en annað í andlegri starfsemi hans. Er þeir síðar verða stundum varir við að þeim hafi orðið einhver skiss- an á fyrir minnisleysi fara þeir eventuelt að reyna að klóra yfir hana og verður þá óreglan vísvitandi svik- samleg. Annar sýfílítískur geðsjúkdómur kemur fyrir við mœnusýfilis (tabes) sem hefir lœknast. Líkist hann í mörgu paranoia, en dómvillurnar er m.a. minna kerf- isbundnar. Hin siðferðilega sljóvgun við syfilis í taugakerfinu minnir í mörgu á sljóvgunina við œðakölkun. Við alla sjúkdómana eru algengar sexuel-truflanir allskonar, fyrst og fremst exhibitionismus, masturbation hvar og hvenær sem er, sexuel árásir á börn og unglinga, o.s.frv. Það mætti þannig halda áfram að telja upp við alla geðsjúkdóma en ég hefi minnst á þá helstu í forens- isku tilliti og læt því staðar numið. Aðeins eitt atriði vildi ég ennþá minnast á. Hvernig tilfinningarnar aðeins eru viðbragð manns innsta eðlis kemur greinilegast í Ijós þegar athugað er hið mismunandi skaplyndi manna en aðaluppistaðan í því er geðslagið. Má þá sjá hvernig nákvæmlega sömu ytri áhrif verka mjög mismunandi á menn, framkalla mismunandi sálarástand hjá þeim, allt eftir skaplyndi þeirra. En skaplyndi fer að mestu eftir líkamskennd- unum og þær aftur nokkuð eftir ástandi líkamsvefj- anna, líkamsvökvanna og ósjálfráða taugakerfisins. Eftir þessu þrennu fer líkamsbygging manna og útlit og því er það að af líkamsbyggingu og útliti má marka nokkuð um skaplyndið. Frá alda öðli hefir djöfullinn í þjóðtrúnni venju- lega verið álitinn magur og kræklóttur, mjór og lang- ur, með horn og klaufir, helst með kryppu og hóst- andi; galdranornin þunnleit og króknefjuð. Sá glaði og káti er aftur á móti feitlaginn, sælleg- ur og rauðnefjaður. Konan, með hina almennu heil- brigðu skynsemi, er látin vera bústin og þrekleg. Hinn heilagi er á hinn bóginn mjög grannvaxinn, langlima, fölleitur og hátíðlegur. Fyrir 10-12 árum tók þýskur geðveikralæknir, Kretschmer, sér fyrir hendur að rannsaka hvort nokk- uð raunverulegt mundi liggja til grundvallar fyrir þessari þjóðtrú. Hann komst að þeirri niðurstöðu sem síðan hefir verið staðfest með aragrúa rannsókna í fjölda löndum að sjúklingar með svonefnda manio depressiva geðveiki eru yfirgnæfandi það sem hann nefndi „pykniskir" og sjúklingar með schizophreni Læknablaðið 2005/91 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.