Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2005, Side 31

Læknablaðið - 15.11.2005, Side 31
FRÆÐIGREINAR / SPENNUVISNUN Á ÍSLANDI um Landspítala að sjúklingum sem fengið höfðu vöðvavisnunargreiningar (ICD-9: 359.0, 359.1, 359.2, 359.8, 359,9. ICD-10: G71.0, G71.1G71.2, G71.3, G71.8, G71.9). Leitað var jafnframt til allra starfandi taugalækna, barnalækna og endurhæ- fingarlækna sem talið var að hefðu annast þennan sjúklingahóp í gegnum tíðina og þeir beðnir um aðstoð við leitina. Sjúkragögn á Landspítala svo og niðurstöður vöðvarafrita (EMG) voru yfirfarin í því skyni að meta áreiðanleika sjúkdómsgrein- ingarinnar. Fengnar voru niðurstöður erfðaat- hugana sem gerðar hafa verið á íslenskum sjúk- lingum á síðustu árum. Sjúklingar voru teknir inn í rannsóknina ef þeir höfðu eitthvert af eftirfarandi auðkennum: 1) staðfest erfðamörk sjúkdómsins, 2) klínísk einkenni um vöðvaherping með eða án annarra sjúkdómseinkenna og greiningu stað- festa af tauga- eða barnalækni, 3) fjölskyldusögu um DM og væg einkenni, svo sem skýmyndun á augasteini, og ljóst var að sjúkdómurinn hafði erfst til afkomenda í gegnum viðkomandi. Sjúklingar voru útilokaðir frá rannsókninni þegar sjúkragögn bentu til annarra vöðvavisnunargreininga. Þrír rannsakenda (JEB, GJ, SS) höfðu skoðað ríflega helming sjúklinga sem voru á lífi þegar rannsóknin var gerð. Til að reikna út heildaralgengi var aflað upp- lýsinga frá Hagstofu íslands um fjölda íslendinga þann 31. desember 2003 (290.570 manns). Upplýs- ingar varðandi aldur, kyn, einkenni, ættarsögu og aldur við byrjun einkenna voru fengnar úr sjúkra- skrám viðkomandi, tölvuskráðar og síðan dulkóð- aðar fyrir frekari úrvinnslu. Niðurstöður voru miðaðar við algengið þann 31.10. 2004. Við fyrri rannsókn höfðu ættartré sjúklinga verið kortlögð með því að styðjast við ættfræðibækur og ýmis þjóðskjöl. Frekari ættrakning var gerð með aðstoð erfðafræðinefndar Háskóla íslands. Niðurstöður Fjögurhundruð og þrír einstaklingar fundust sem grunur lék á að hefðu vöðvavisnun af ein- hverjum toga. Yfirferð sjúkragagna þeirra leiddi í ljós að 273 höfðu aðra vöðvavisnunarsjúkdóma eða höfðu verið ranglega greindir. Alls fundust 130 lifandi og látnir einstaklingar með staðfestar greiningar á DM. Af þeim voru 82 á lífi, 44 konur og 38 karlar (kynjahlutfall 1,2:1, ekki marktækur munur). Heildaralgengi sjúkdómsins reyndist vera 28,2/105. 23 sjúklingar (26%) höfðu meðfæddu gerðina, það er 7.9/105. Meðalaldur sjúklinga við upphaf einkenna var 27,5 ára (bil: 5-70 ára - með- fædda gerðin ekki talin með). Meðalaldur alls hópsins við rannsókn var 43,5 ára (bil: 1-85 ára). Mynd 1 sýnir aldursdreifingu við byrjun einkenna Fjöldi sjúklinga Aldur sjúklinga við upphaf einkenna DM 12 i 0-9 10-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 Aldur Mynd 1. Aldur við byrjun einkenna hjá körlum og konum með DM. Meðfœdda formið ekki talið með. Tafla II. Klínísk einkenni hjá 82 tslenskum sjúklingum með DM. Fjöldi sjúklinga meö Fjöldi sjúklinga án einkenna/ Einkenni einkenni vantar upplýsingar um Skýmyndun á augasteini 19 15/48 Hjartaleiðnitruflanir 27 12/43 Opinmynntur 28 14/40 Öndunartruflanir 30 11/41 Innkirtlatruflanir 33 17/32 Nefmælgi 42 18/22 Vitsmunaskerðing 37 15/30 Há kollvik/ennisskalli 34 19/29 Rýrnun á Sternomastoid vöðvum 48 13/21 Sigin augnlok (ptosis) 49 14/19 Slappir andlitsvöðvar 49 15/18 Vöðvaherpingur (myotonia) 73 0/9 Staðfest ættarsaga um DM 82 0/0 hjá þeim sjúklingum sem ekki höfðu meðfæddu gerðina. Eldri gögn sýndu að sjúklingarnir tilheyrðu 25 fjölskyldum en frekari ættrakning leiddi í ljós að fjölskyldurnar voru alls 10. I einni fjölskyldu hafði erfðagallinn komið frá Bretlandi en aðrar fjölskyldur voru alfarið af íslenskum uppruna. Nokkrar upplýsingar varðandi klínísk sjúkdóms- einkenni voru tiltækar fyrir tæplega 90% sjúkling- anna og eru þær sýndar í töflu II. Erfðarannsóknir hjá 28 einstaklingum sem tilheyrðu DM-fjölskyld- um sýndu CTG þrínúkleótíða raðir á litningi 19 hjá 12 einstaklingum, þar af höfðu tveir fyrirboða- stökkbreytingu en 10 lengri keðjumyndanir í erfða- efninu, allt frá 141-1508 þrínúkleótíða raðir. Umræða Heildaralgengi DM á íslandi (28,2/105) er hærra en Læknablaðið 2005/91 831

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.