Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 32

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 32
FRÆÐIGREINAR / SPENNUVISNUN Á ÍSLANDI Tafla III. Samanburður á algengi DMl í nokkrum löndum. Heimild Staöur Ár Fjöldi/105 Hsiao KM, et al. (30) Taívan 2003 0.46 Araki S, et al. (22) Japan 1983 2,0 Pinessi L, et al. (31) Tórínó, Ítalíu 1982 2,1 Mostacciuolo ML, et al. (33) Veneto, Italíu 1975 3,6 Emery AE. (34) Allur heimurinn 1991 5,0 Monckton G, et al. (32) Alberta, Kanada 1979 5,6 Siciliano G, et al. (36) NA- og Mið-Ítalía 2001 9,3 Guðmundsson K. (17) ísland 1968 9,6 Burcet J, et al. (28) Mallorca, Spáni 1992 11,0 Magee A, et al. (29) N-írland 1999 12,0 Turnpenny P, et al. (24) Grampian, Skotlandi 1994 13,4 Lotz BP, et al. (27) Transvaal, SAfrlku 1985 14,3 Segel R, et al. (26) ísrael 2003 15,7 Medica 1, et al. (25) Istria, Króatíu 1998 18,1 Lopez DM, et al. (20) Guipuzcoa, Spáni 1993 26,5 Peterlin B, et al. (23) Króatía 1996 27,0 Leifsdottir G, et al. ísland 2004 28,2 Rolander A, et al. (35) Norrbotten, Svíþjóð 1961 36,5 Olofsson B-O, et al. (19) Norrbotten, Svíþjóð 1988 70,0 Chen K, et al. (21) Guam 1968 76,3 Mathieu J, et al. (18) Quebec, Kanada 1992 189,0 víða gerist, og þessi rannsókn sýnir þrefalt hærra algengi en fyrri faraldsfræðirannsókn Kjartans Guðmundssonar á árunum 1954-63 sem fann al- gengið 9,6/105 (17). Það algengi er í meðallagi miðað við erlendar rannsóknir. Tiltölulega fáar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið gerðar í heiminum og eru flestar þeirra eldri en 10 ára. Hafa þær sýnt algengi allt frá 0,46/105 í rannsókn frá Taiwan frá árinu 2003 til 189/105 í rannsókn frá Quebec frá árinu 1990 (18-36) (tafla III). Þrjár rannsóknir skera sig úr hvað snertir hátt algengi, frá Quebec (18) , Guam (21) og Norður-Svíþjóð (19). Hugsanlega er sjúkdómurinn bundinn kyn- þáttum því rannsóknir hafa leitt í ljós að óstöð- ugar þrínúkleótíða raðir á litningi 19 virðast ekki finnast meðal afrískra blökkumanna og eðlileg keðjulengd í erfðaefni þeirra virðist mun styttri en meðal annarra kynþátta (37, 38). Hafa menn leitt líkur að því að stökkbreytingin hafi fyrst komið fram eftir að frummaðurinn fluttist frá Afríku til annarra heimsálfa. Algengi meðfæddrar spennuvisnunar var sjöf- alt hærra í þessari rannsókn en fannst við rann- sókn Kjartans (7,9/105 m.v. 1,07/105) (17). Líkleg skýring þykir sú að núverandi rannsókn nái til fleiri einkennalítilla sjúklinga en rannsókn hans. Þá þykir líklegt að hærra algengi meðfædda forms- ins endurspegli þá þróun sem orðið hefur í ung- barnalækningum á síðustu áratugum ásamt betri greiningaraðferðum á meðfæddum erfðasjúkdóm- um. Þótt lengi hafi verið ljóst að sjúkdómurinn sé ríkjandi erfðasjúkdómum hefur nýtilkomin þekk- ing á erfðagallanum leitt til meiri árvekni fyrir mis- munandi klínískum birtingarmyndum hans í þeim fjölskyldum þar sem hann greinist. Einkenni með- fædda formsins skarast við marga aðra sjúkdóma og vangreining á nýburum hefur verið vandamál í gegnum tíðina. I þessari rannsókn leiddi greining á nýbura í einu tilviki til greiningar á nokkrum einstaklingum sem raunar tilheyrðu þekktri fjöl- skyldu með sjúkdóminn. Á heimsvísu var hlutfall meðfæddrar spennu- visnunar á íslandi óvenju hátt (26%). Eldri rann- sóknir hafa sagt þetta vera um 10% (34). Flestar erlendu samanburðarrannsóknanna eru þó tiltölu- lega gamlar og líklegt að aðstæður til greiningar meðal nýbura séu almennt breyttar í dag vegna framfara í DNA-kortlagningu og meiri árvekni fyrir þessum sjúkdómi. Þess má geta til saman- burðar að ein rannsókn frá Noregi frá árinu 1988 (39) sýndi algengið meðal barna vera 1.22/105, það er svipað og fannst við rannsókn Kjartans enda báðar rannsókir gerðar fyrir tíma erfðagreiningar á sjúkdómnum. Líkt og þessi rannsókn hafa þrjár aðrar faraldsfræðirannsóknir sýnt verulega hækk- un á algengi DM innan sama svæðis við endur- tekna faraldsfræðirannsókn eftir að erfðagreining varð möguleg (19, 29,36). Önnur möguleg skýring á háu hlutfalli DMl sjúklinga með meðfæddu gerðina á íslandi er hugsanleg vangreining meðal fullorðinna, sérstaklega einstaklinga með vægu gerðina. Það þykir ólíklegt í ljósi þess hve algengið var hátt í þessari rannsókn og hve aðferðir við sjúklingaleit voru ýtarlegar. Þá er hugsanlegt að tíðni á mikilli fjölgun CTG þrínúkleótíða endurtekninga hjá börnum kvenna með DMl sé óvenju há á Islandi. Frekari rann- sóknir á því sviði gætu varpað athyglisverðu ljósi á erfðir sjúkdómsins. Einungis fjórar rannsóknir hafa sýnt hærra algengi en þessi rannsókn (18, 19, 21, 35), þar af eru tvær frá sama svæði í Norður-Svíþjóð (19, 35). Tvær aðrar rannsóknir hafa sýnt svipað algengi og þessi (20, 23) (tafla III). Hafa ber í huga að faraldsfræðileg kortlagning á DM í heiminum er ófullkomin og að rílcjandi erfðasjúkdómar eru lík- legir til þess að sýna svæðabundið algengi. Þessi rannsókn og rannsókn Kjartans eru einu heilþjóð- arrannsóknirnar sem gerðar hafa verið þótt tvær rannsóknir sem taka til heilla eyja, frá Mallorka (24) og Guam (21), hafi sýnt óvenju hátt algengi sem gæti bent til erfðaeinangrunar. Engar vísbendingar fundust um að DM2 væri til á Islandi þótt ekki sé útilokað að sú stökkbreyting finnist hérlendis þar sem ekki er búið að erfða- 832 Læknablaðið 2005/91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.