Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2005, Page 37

Læknablaðið - 15.11.2005, Page 37
FRÆÐIGREINAR / TVÍSTÆÐA LITNINGS Tvístæða litnings nr. 11 frá föður hjá sjúk- lingi með Beckwith-Wiedemann heilkenni Fyrsta greining á íslandi - Sjúkratilfelli Gestur I. Pálsson1 BARNALÆKNIR Valdís Finnsdóttir2 LÍFFRÆÐINGUR Jóhann Heiðar Jóhannsson3 BARNAMEINAFIÍÆÐINGUR Sigurður Ingvarsson4 KRABBAMEINS- LÍFFRÆÐINGUR ‘Barnaspítali Hringsins, Land- spítala, 2frumulíffræðideild rannsóknastofu í meinafræði, Landspítala, Mitninga- rannsóknadeild Landspítala, 4Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Sigurður Ingvarsson, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, sími: 5855100, siguring@hi.is Lykilorö: Beckwith-Wiede- mann heilkenni, tvístœða, erfðagreyping, litningur 11. Ágrip í Beckwith-Wiedemann heilkenni kemur fram meðfæddur aukinn líkamsvöxtur hjá ungbörnum, ofvöxtur í líffærum, misræmi í stærð líkamshelm- inga og aukin hætta á illkynja æxlisvexti. Erfðir heilkennisins geta verið flóknar en einkennast af stökkbreytingum, afbrigðilegri erfðagreypingu og litningagöllum á svæðinu llpl5.5. Lýst er fyrsta tilfelli sem greinst hefur hér á landi með erfða- markarannsókn sem leiddi í ljós tvístæðu (disomy) litninga nr. 11 frá föður. Greining á Beckwith- Wiedemann heilkenni er ntikilvæg í ljósi þess að fylgja þarf þessum börnurn vandlega eftir fyrstu æviárin með reglubundnum rannsóknum vegna hættu á illkynja æxlum. Inngangur Beckwith-Wiedemann heilkenni er meðfætt of- vaxtarheilkenni sem einkennist af almennum eða svæðisbundnum ofvexti líkamshluta og líffæra og vissum tegundum vanskapnaðar (1). Helstu einkenni á nýburaskeiði eru aukin líkamsstærð (macrosomia), sýnilegur ofvöxtur í öðrum líkams- helmingi (hemihypertrophia), óeðlileg tungustærð (macroglossia), stækkun innri líffæra (visceromeg- alia), blóðsykurlækkun (hypoglycemia) og galli í kviðvegg (omphalocele). Aukið magn legvatns (polyhydramnios), stór og þykk fylgja og langur naflastrengur eru einnig talin til mikilvægra ein- kenna við fæðingu. Ýmis önnur einkenni og líkam- leg frávik koma fyrir, svo sem afbrigðileg þvag- og kynfæri. Auk alls þessa er hætta á æxlisvexti aukin og greinast 5-10% barnanna með illkynja æxli á fyrstu æviárunum. Nýgengi Beckwith-Wiedemann heilkennis er talið um það bil 1:14 300 nýfædd börn (2). Sjúkdómsgreiningin hefur frá upphafi fyrst og fremst byggst á klínískri skoðun, en erfða- rannsóknir, svo sem á erfðamörkum, litningum og stökkbreytingum, geta nú staðfest greiningu enn frekar. í greininni er lýst fyrsta tilfellinu á íslandi þar sem klínísk greining var staðfest með erfða- markagreiningu. Sjúkratilfelll Fullburða drengur, fyrsta barn 22 ára gamallar ENGLISH SUMMARY Pálsson Gl, Finnsdóttir V, Jóhannsson JH, Ingvarsson S Uniparental disomy of chromosome 11 in a patient with Beckwith-Wiedemann syndrome. First reported case in lceland Læknablaðið 2005; 91: 837-40 Beckwith-Wiedemann syndrome (BWS) is a generalized overgrowth condition as well as regional and organ overgrowth in newborn children. It includes an increased risk of certain embryonal tumours. The aetiology of BWS is complex as different genetic and epigenetic alterations at chromsome region 11 p15.5 may occur. We report the first case of paternal uniparental disomy in Beckwith-Wiedemann syndrome in lceland. The diagnosis of Beckwith-Wiedemann syndrome is important as the risk of malignant tumors makes it mandatory that the children are followed for several years with regular investigations to detect the tumors as early as possible. Keywords: Beckwith-Wiedemann syndrome, disomy, genomic imprinting, chromosome 11. Correspondence: Sigurður Ingvarsson, siguring@hi.is móður, eðlileg 39 vikna meðganga og fæðing. Stórt barn, fæðingarþyngd 4660 g, lengd 54 cm og höfuðummál 36 cm. Þegar eftir fæðingu var tekið eftir sérkennilegu útliti, áberandi stórri tungu, sér- lega vinslri tunguhelmingi, ásamt ofvexti í vinstri líkamshelmingi, þar með töldu andliti (mynd 1). Blóðsykur mældist lágur fyrst eftir fæðingu og fékk barnið því sykurvatn í æð með góðurn árangri. I heildina hefur drengnum heilsast vel, verið hraustur og þroskast eðlilega. Gekkst þrí- vegis undir skurðaðgerð á fyrstu árunum með því markmiði að minnka tunguna sem ekki rúmaðist í munnholinu. Aberandi misvöxtur var í líkams- helmingum, og er enn vel merkjanlegur á útlimum og í andliti. Þarf nú upphækkun undir skó á hægra fæti og stærri skó á vinstri fót sem er tæpum 2,5 cni lengri. Til stendur að stöðva vöxt í vinstri ganglim með aðgerð síðar meir. Endurteknar ómrannsókn- ir á kviðarholslíffærum (lifur, bris, milti, nýru) hafa leitt í ljós líffærastækkanir en ekki gefið tilefni til grunsemda um æxlisvöxt. Læknablaðið 2005/91 837

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.