Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2005, Page 50

Læknablaðið - 15.11.2005, Page 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ Málþing á aðalfundi LÍ Ævistarf Arnar Bjarnasonar krufið til mergjar Þröstur Haraldsson Sú hefð hefur skapast á aöalfundum Læknafélags Islands að auk aðalfundarstarfa er eitthvert til- tekið umræðuefni tekið fyrir og því gerð ítarleg skil á sérstöku málþingi á laugardagsmorgni. Að þessu sinni fjallaði málþingið um líf og störf Arnar Bjarnasonar læknis sem lét af störfum sem læknir fyrir skömmu þótt hann sé fjarri því sestur í helgan stein. Tómas Zoéga var fyrsti frummælandi á mál- þinginu en á eftir honum talaði Guðmundur Þorgeirsson. Þessir tveir ræddu um þá hliðina á Erni snýr að siðfræði og skrifum um læknisfræði. Aðrir frummælendur voru Kristinn Tómasson sem ræddi um trúnaðarlækninn Örn og John R. Williams forystumaður Alþjóðafélags lækna en hann fjallaði um tvískipta ábyrgð lækna. Hér á eftir verður stiklað á stóru í erindum tveggja þeirra fyrstnefndu. Sá að sér í tíma ... Tómas rakti lífshlaup Arnar allar götur frá því hann kom í heiminn vestur á Isafirði árið 1934. Eftir stúdentspróf hóf hann nám í lögfræði „en sá að sér í tíma“ og skipti yfir í læknisfræði. Hann stundaði framhaldsnám í heimilis- og embættis- lækningum hér á landi og í Bretlandi og starfaði að því loknu í Vestmannaeyjum fram yfir gos. Eftir að heilbrigðisráðuneytið hætti að vera skúffa í dómsmálaráðuneytinu starfaði Örn þar um nokkurra ára skeið. Hann var forstjóri Holl- ustuverndar ríkisins, trúnaðarlæknir Ríkisendur- skoðunar og starfaði á skrifstofu Ríkisspítalanna síðustu starfsárin. Samhliða þessu kenndi hann læknanemum siðfræði og framhaldsnemum heimil- islækningar. Ritstörf og félagsstörf hafa alltaf verið stór hluti af lífi Arnar Bjarnasonar og þetta tvennt samein- aði hann sem ritstjóri Læknablaðsins um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Skömmu síðar varð hann formaður íðorðanefndar læknafélaganna og lagði fram drjúgan skerf til íðorðasafns lækna sem kom út á árunum 1985-1989. Hann var einnig virkur í erlendu samstarfi, ritstjóri Nordisk medic- in, stjórnarmaður í Norræna heilsuháskólanum og átti sæti í samstarfsnefnd Evrópuráðsins um lífsið- fræði urn árabil. Þar var hann formaður nefndar um líffæraflutninga og beitti sér fyrir gerð sérstaks sáttmála um þá. Þýðingar og útgáfustarf Arnar er umfangs- rnikið. Hann hefur þýtt kennslubækur um rökvísi og heimspeki læknisfræðinnar og fjöldann allan af yfirlýsingum, reglugerðum og tilskipunum um siðfræði og læknisfræði. Þá eru ótaldar nafnaskrár læknisfræðinnar en þar er mesta stórvirkið án efa ICD-10 sem hefur að geyma íslenskun á sjúkdóma- flokkum sérgreina læknisfræðinnar. - Og nú er hann geymdur í kjallara Þjóðarbók- hlöðunnar þar sem sem hann situr á safni Jóns Steffensen og fleiri góðra manna frá kl. 8 til 18 dag hvern og það þótt engin sé þar stimpilklukkan. Hann þýðir og skrifar unt læknisfræði miðalda og undirbýr útgáfu á lækningaritum frá þeim tíma, sagði Tómas Zoega um leið og hann þakkaði Erni fyrir samstarf á ýmsum sviðunt. Guðmundur Þorgeirsson með tilvilnun í Guðmund Hannesson á skjánum. Frjó umræða um íslenska læknisfræði Guðmundur Þorgeirsson nefndi erindi sitt Orð- ræða um læknisfræði á íslensku og sagði í upphafi að Guðmundur Hannesson hefði verið mikil- vægur áhrifavaldur og jafnvel fyrirmynd Arnar Bjarnasonar sem ritstjóra Læknablaðsins og í öðrum ritstörfum. Þeir áttu sameiginlega þá stefnu að íslenska allt sem íslenskað verður. Einnig að Læknablaðinu sé ætlað að vera málgagn lækna- stéttarinnar sem eigi sér tilverurétt, hvort sem fræðigreinar sem í því birtast eru fáar eða margar. Það eigi að vera fræðirit, fréttablað og félagslegur miðill. Guðmundur tíndi til fleiri fyrirmyndir og kenn- ara Arnar, þeirra á meðal tvo danska meltingar- 850 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.