Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2005, Qupperneq 56

Læknablaðið - 15.11.2005, Qupperneq 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LYFJAMÁL eru settar inn í gagnagrunn stofnunarinnar. Ef um alvarlega aukaverkun er að ræða þarf stofnunin að senda markaðsleyfishafa lyfsins afrit af tilkynn- ingunni og annað afrit fer inn í EudraVigilance sem er gagnagrunnur yfir aukaverkanir hjá Lyfjamálastofnun Evrópu (EMEA). Lyfjastofnun er einnig aðili að aukaverkanakerfi Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO) sem heldur sams- konar gagnagrunn og þangað er tilkynningin einnig send. Stofnunin gefur aldrei upp við þriðja aðila hver tilkynnir þannig að nafn og vinnustaður viðkom- andi læknis kemur hvergi fram í afritum sem stofn- unin sendir frá sér,“ segja þau. Þau bæta því við að brýnt sé að læknar tilkynni um allar aukaverkanir, líka þær sem eru sjaldgæfar og ekki á sérlyfjaskrá. I því sambandi skal taka það fram að nægjanlegt er að um óstaðfestan grun um aukaverkun sé að ræða. „Þegar þær koma inn í gagnagrunnana kemur kannski í ljós að sömu aukaverkunar hefur orðið vart í öðrum löndum og við það styrkist myndin af verkun lyfsins og mögu- legum aukaverkunum. Með því móti er hægt að bæta þær upplýsingar sem settar eru í sérlyfjaskrá um viðkomandi lyf og þannig bætum við þjónust- una við sjúklinga.“ Hvernig á að tilkynna? Aðferðin við að tilkynna aukaverkanir lyfja er í raun sáraeinföld. Það er farið inn á heimasíðu Lyfjastofnunar - lyfjastofnun.is - og þar blasa við tvær leiðir. Hægt að fara beint inn á hlekk sem nefnist „Tilkynning um aukaverkun - eyðublað" en þá opnast rafrænt eyðublað sem hægt er að fylla út og senda beint á netinu. Vilji menn fá nánari upplýsingar er hægt að velja reitinn „Aukaverkanatilkynningar“ í efstu valstikunni en þá opnast nýr gluggi og vinstra megin í honum eru nokkrir valmöguleikar. Þar er hægt að fræðast unr það hvað á að tilkynna eða ná í lista yfir lyf vegna lyfjagátar en á honum eru öll lyf sem Lyfjastofnun fylgist sérstaklega með. Þarna er hægt að ná í áðurnefnt rafrænt eyðublað og einnig eyðublað á Word-formi ef menn kjósa þá aðferð frekar, og má þá senda það sem viðhengi í tölvupósti á netfangið lyfjastofnun@lyfjastofnun. is. Magnús bendir læknum á Landspítalanum á að kjósi þeir að nota Word-skjalið þurfa þeir að senda afrit af því til lyfjaeftirlits spítalans. „Ef læknar finna ekki þær upplýsingar sem þeir leita að á þessum síðum er þeim velkomið að hafa samband við okkur Evu,“ segir Magnús. „Ef þeir rekast á einhverjar aukaverkanir sem ekki eru í sérlyfjaskrá getum við verið þeim innan handar við að fletta upp í gagnagrunni WHO eða EudraVigilance. Það höfum við oft gert. Við erum þau einu sem hafa aðgang að þessum gagnagrunn- um hér á landi.“ Þau bæta því við að stundum berist þeim til- kynningar frá almenningi og Magnús nefnir eitt til- vik þegar í hlut átti fæðubótarefni. í þeim tilfellum bendum við fólki á að hafa samband við lækninn sinn og biðja hann að tilkynna aukaverkun telji hann um slíkt að ræða. Aðrir heilbrigðisstarfs- menn sem verða varir við eitthvað sem þeir halda að sé aukaverkun geta tilkynnt okkur, en best er að þeir hafi fyrst samband við lækni viðkomandi sjúk- lings til að fá staðfestingu. Hann veit miklu meira um sjúklinginn, þar á meðal hvort hann er á fleiri lyfjum en því sem liggur undir grun,“ segja þau. Tilkynningum hefur snarfjölgað Þau segja að lengi vel hafi íslenskir læknar ekki verið nógu duglegir að tilkynna um aukaverkanir en það sé að breytast mjög til batnaðar. „Um aldamótin mátti telja tilkynningar frá læknum á fingrunt annarrar handar. Árið 2001 fjölgaði þeim nokkuð og voru 16-18 á ári fram til 2003 en í fyrra voru þær 26 talsins. Á þessu ári hefur hins vegar orðið sprenging því tilkynning- arnar eru orðnar 71 og ekki korninn miður októ- ber. Almennt er talið að sé fjöldi tilkynninga um aukaverkanir undir 100 á hverja milljón íbúa á ári teljist það vera slök frammistaða. Við erum búin að ná því marki á þessu ári.“ Þennan árangur má að nokkru leyti þakka átaki sem Lyfjastofnun hefur gert til að kynna þessi mál fyrir læknum en það hefur staðið í nokkur ár. „Við það bætast svo mál eins og Vioxx- málið sem vakti menn til vitundar um nauðsyn þess að fylgjast vel með og skrá allar aukaverkanir. Við höfum notið góðs af því,“ segja þau Magnús Jóhannsson læknir og Eva Ágústsdóttir lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun. 856 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.