Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2005, Page 61

Læknablaðið - 15.11.2005, Page 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚR ÝMSUM ÁTTUM Nefnd falið að semja lagafrumvarp um stof nf ru m u ran n só kn i r Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd til að fjalla um nýtingu stofnfrumna til rannsókna og lækninga og semja frumvarp til laga nm stofnfrumurannsóknir. Stofnfrumurannsóknir hófust fyrst á níunda áratugnum. Töluverður árangur hefur náðst nú þegar og eru vonir bundn- ar við að stofnfrumur geti orðið til þess að lækna ýmsa illvíga sjúkdóma. Stofnfrumurannsóknir vekja hins vegar margvíslegar siðfræðilegar spurning- ar, einkum þegar notast er við fósturvísa til rannsóknanna og hafa umræður nm þau efni verið ofarlega á baugi meðal margra þjóða á liðnum árum. Hér á landi eru slíkar rannsóknir ekki heimilar samkvæmt lögum nema þær séu liður í glasafrjóvgunarmeðferð eða greiningu arfgengra sjúkdóma í fóstur- vísunum sjálfum. Að öðru leyti er ekki fjallað um stofnfrumurannsóknir í íslenskum lögum. Formaður nefndarinnar er Sveinn Magnússon skrifstofustjóri í heilbrigð- isráðuneytinu og aðrir nefndarmenn Sigurður Guðmundsson landlækn- ir, Magnús Karl Magnússon læknir, Björn Guðbjörnsson formaður Vísinda- siðanefndar, Þórarinn Guðjónsson frumulíffræðingur, Ingileif Jónsdóttir ónæmisfræðingur, Vilhjálmur Árnason formaður stjórnar Siðfræðistofnunar, Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingur og Jóhann Hjartarson lögfræðingur. Starfsmaður nefndarinnar er Ágúst Geir Ágústsson, lögfræðingur. Nefndinni er ætlað að ljúka störfum í lok mars 2006. (Frétt frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.) Villa í yfirlýsingu í síðasta tölublaði Læknablaðsins var birt sameiginleg yfirlýsing lækna og lyfjaiðnaðar um samskipti þessara aðila. Meinleg þýðingarvilla skaut upp kollinum í yfirlýsingunni og því verður hún birt aftur f heild í desemberblað- inu. Líf af lífi Þrátt fyrir miklar umræður um erfðafræði síðustu ár er almenn þekking á efninu sumpart brotakennd. Nú er komin út bókin Líf af lífi - gen, erfðir og erfðatœkni þar sem höfundur- inn, Guðmundur Eggertsson prófessor í líffræði við Háskóla íslands, rekur rannsóknir á erfða- efninu, skýrir hvernig genið er gert úr garði og hvernig það starfar í lifandi frumu. Sagt er frá þeim umdeildu rannsóknaraðferðum sem kenndar eru við erfðafræði og frá hugmyndum manna um að nýta þær aðferðir til lækninga og jafnvel breytinga á erfðaefni mannsins. Læknablaðið 2005/91 861

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.