Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2005, Side 65

Læknablaðið - 15.11.2005, Side 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS Er Don Kíkote uppvakinn á Islandi? í septemberhefti Læknablaðsins (1) geysist Matt- hías Kjeld fram á ritvöllinn og vegur báðum hönd- um. Hann minnir á fræga persónu úr heimsbók- menntunum, Don Kíkóta sem helgaði líf sitt hugsjón riddaramennskunnar og varði hana með lensu á hesti sínum Rósinant gegn vindmyllum og öðrum ógnum. Matthías notar ekki lensu heldur háð og spott sem beinist rneðal annars gegn stofn- uninni sem hann vinnur við, stjórn hennar og heilbrigðisráðuneyti. Auk þess verða á vegi hans íslensk vísindi, Læknablaðið og læknadeild en þar er sennilega um slys að ræða sem oft gerast þegar menn fara mikinn. Hugsjón Don Kíkóta var alltaf á tæru en það er alls óljóst hver hugsjón Matthíasar er eða hvað vakir fyrir honum. Hann virðist mjög reiður en reiðir menn án hugsjóna eiga bágt. Matthías víkur að grein í Læknablaðinu sem undirritaðir eru höfundar að (2) og gerir við hana fjölda athugasemda sem aðallega einkennast af rangfærslum og rugli. Hér verða tekin nokkur dæmi. Rangfærslur 1. I grein Matthíasar bls. 766 segir: „Höfimdum hefur alveg láðst að skilgreina livað er íslensk grein og einnig hvað er klínísk grein. “ Þetta er ekki rétt. I grein okkar bls. 840 segir: „Gerð var leit í ISI gagnagrunninum að öllum greinum sem skráðar (lyklaðar) voru á gömul og ný heiti Landspítala fyrir tímabilið 1999-2003. Fjöldi greina fyrir Island allt var fundinn á sama hátt, með því að finna greinar í ISI grunninum sem voru skráðar á Island." Ennfremur bls. 840: „Flokkun greina eftir fagsviðum var samkvæmt tímaritum sem þær voru birtar í og voru greinar ekki tvítaldar þó fleira en eitt fagsvið stæði að þeim. Upplýsingar um þessa flokkun má finna í heimild (7).“ 2. í grein Matthíasar bls. 766 segir: „Loks er látið að því liggja í greininni að sanieining sjúkra- luísanna í Reykjavík eigi þátt í fjölgun birtra íslenskra vísindagreina en rök fyrir því verða ekki fundin í greininni!?" Þessi fullyrðing er röng. í grein okkar bls. 839- 40 segir: „Ekki er tímabært að meta endanlegan ár- angur sameiningarinnar á vísindavinnu sem hefur langan aðdraganda og þróunartíma.“ 3. í grein Matthíasar bls. 766 segir: „Pá virðast sumar ákvarðanir sem skipta höfuðmáli teknar eftir geðþótta og ekki gerð grein fyrir hvers vegna né hvaða áhrifþœr hafa á niðurstöður. Til dœmis er einn íslenskur höfundur valinn afþrem íslenskum lœknum sem voru meðal 376 höfunda að greininni með flestar tilvitnanir. “ Þetta er ekki rétt. A bls. 843 segir að einn íslensk- ur læknir hafi verið í stýrihóp og ritnefnd þessarar rannsóknar og hann fær því höfundaraðild en ekki hinir. Þeir sem sitja í stýrihóp rannsókna koma að hönnun rannsóknarinnar, framkvæmd, úrvinnslu og greinaskrifum og það er löng hefð fyrir því að þeir fái höfundaraðild. Þessi ákvörðun hefur engin áhrif á niðurstöður eða samanburð milli þjóða þar sem tilvitnanir í greinar eru ótengdar tilvitnunum í höfunda. Rugl Tilvitnanafjöldi í greinar eða tilvitnanafjöldi í ein- staka höfunda 1. I grein Matthíasar bls. 767 segir: „Loks blasir það við eftir því hvernig reiknað er og ekki er gerð grein fyrir í umrœddri grein (1) að ef allir þrír íslensku lœknarnir sem voru höfundar að mest tilvitnuðu greininni hefðu fengið inni hjá höfundum greinarinnar (!) með sínar tilvitnanir hver, þá hefðum við verið nieð ennþá meiri yfir- burði í tilvitnunum nteðal þjóða heints. Ef til vill grunsamlega yfirburði?“ Svar: Matthías ruglar saman tilvitnanafjölda f greinar og tilvitnanafjölda í einstaka höfunda sem hvergi kemur við sögu í samanburði milli þjóða. Það er skýr greinarmunur gerður á þessu í grein okkar á bls. 841, kaflanum Fjöldi tilvitnana. Rétt er að benda á að við útreikninga á tilvitnanatíðni í greinar þá kemur fjöldi höfunda og mannfjöldi þjóðanna sem standa að greinunum hvergi við sögu. Hver grein stendur á eigin verðleikum einum saman. 2. Á bls. 768 segir síðan: „Hvað skyldu t.d. Svíar (9,0 millj., 47 sjúkrasetur) og Norðmenn (4,6 millj., 22 sjúkrasetur) með miklu fleiri höfunda á þessari grein hafa fengið há meðaltöl tilvitnana ef þeir hefðu fengið sömu hlutfallslega aðild að greininni (1) og íslendingar? Pað hefði styrkt umrœdda grein Lœknablaðsins verulega ef slík- ar kannanir hefðu verið gerðar á áhrifum mest tilvitnuðu greinarinnar hjá þessum þjóðum, en höfundar hennar voru eingöngufrá Norðurlönd- unum?“ Bjarni Þjóðleifsson Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir Höfundur eru Læknablaðið 2005/91 865

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.