Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2005, Side 75

Læknablaðið - 15.11.2005, Side 75
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TILKYNNING / FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU / FRÁ TR Tilkynning frá Klínískri lífefnafræðideild Landspítala', Rannsóknadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri2, Rannsóknastofu sjúkrahúss Akraness3, Rannsóknastofu heilbrigðisstofnunar Suðurlands4, Rannsóknastofu heilbrigðisstofnunar Suðurnesja5, Rannsóknadeild heilbrigðisstofnunar Þingeyinga6, Rannsóknastofunni í Domus Medica7, Blóðrannsóknastofunni í Glæsibæ8, Klínískri lífefnafræðistofu Hjartavemdar9, Rannsóknastofunni í Mjódd10 Breyting á viðmiðunarmörkum í klínískri líf- efnafræði frá 1. nóvember 2005 Undanfarin ár hefur verið unnið að því verkefni á vegum Norrænu meinefnafræðisamtakanna (NFKK, Nordisk förening för klinisk kemi) að skilgreina og innleiða samnorræn viðmiðunar- rnörk fyrir 25 algengustu rannsóknir í klínískri lífefnafræði hjá fullorðnum. Rannsóknastofur á Norðurlöndum, alls 102, tóku þátt í verkefninu, þar af þrjár á íslandi. Alls voru mæld sýni frá 3036 manns 18 ára og eldri. Á hinum Norðurlöndunum hafa nýju viðmiðunarmörkin verið tekin í notkun. Þau eru svipuð þeim eldri nerna fyrir þrjú ensím sem eru alkalískir fosfatasar (ALP), amýlasar Mæling Ný samnorræn viðmiðunarmörk Eldri viðmióunarmörk á LSH Einlngar S-ALP 35-105 50-300 U/L S-Amýlasi 25-120 126-400 U/L SAmýlasi frá brisi 10-65 U/L SLD 105-205 240-480 U/L og laktat dehydrogenasi (LD). Samtímis verður breytt um aðferðir fyrir þessi ensím samkvæmt til- lögum IFCC (International Federation of Clinical Chemistry). Breytingarnar leiða til þess að niður- stöður úr þessum ensímmælingum lækka mikið eins og sést í töflunni. Nánari upplýsingar fást hjá undirrituðum og á slóðinni: www.furst.no/norip/ Ingunn Porsteinsdóttir læknir'4, ísleifur Ólafsson yfirlæknir1-5, Vigfús Þorsteinsson yfirlæknir26, Þorvaldur Veigar Guðmundsson læknir3, Matthías Kjeld læknir7, Sturla Arinbjarnarson læknir8, Elín Ólafsdóttir yfirlæknif', Leifur Franzson lyfjafræðingur10 Dreifibréf Landlæknisembættisins nr. 6/2005 Tilkynning frá sóttvarnalækni Nýjar leiðbeiningar um greiningu og meðferð höfuðlúsarsmits Til: Yfirlækna og hjúkrunarfbrstjóra/-stjóra heilsugæslustöðva, heimilis- lækna, skólastjóra grunnskóla, leikskólastjóra Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á hjálögðum leiðbeiningum um meðferð við höfuðlúsasmiti en þær hafa verið endurskoðaðar. Hægt er að nálgast þær á heimasíðu Landlæknisembællisins www.Iandlaeknir.is undir efnis- flokknum sóttvarnir/smitsjúkdómar. í leiðbeiningunum er meðal annars mælt nteð tveggja vikna meðferð sem felst í vandaðri kembingu í að minnsta kosti fimm skipti og notkun lúsadrepandi efnis í ísóprópýlalkóhóllausn sem sett er í hárið tvisvar sinn- um með viku millibili. Minnt er á að frá árinu 1999 hefur höfuðlús verið skráningarskyldur sjúkdómur og því er skylt að senda sóttvarnalækni skýrslu um fjölda höfuðlúsatilfella einu sinni í rnánuði. Seltjarnarnesi, 3. október 2005 Sóttvarnalæknir Endurskoðun vinnu- reglna við útgáfu lyfjaskírteina Umfangsmikil endurskoðun og samræming hefur átt sér stað á vinnureglununt á síðustu mánuðum. Á heimasíðu Tryggingastofnunar rík- isins www.tr.is ííhí//> krækjunni lyfjamál má linna algengustu vinnureglurnar. Nokkrar þeirra eru enn í vinnslu og munu þær birtast á heimasíðunni um leið og þær eru tilbúnar. Nánari upplýsingar veitir Guðrún I. Gylfadóttir, lyfjafræðingur. Læknir sækir um lyfjaskírteini á þartil- gerðunt vottorðum sem eru á heimasíðu TR, sjúkdómsgreining og/eða sjúkrasaga er alltaf forsenda fyrir útgáfu lyfjaskírteinis. Tryggingastofnun hefur heimild til út- gáfu lyfjaskírteina skv. 12. gr. reglugerðar nr. 458/2005 um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði. í samræmi við reglugerðina hefur TR sett sér vinnureglur þar sem meðal annars koma fram skilyrði fyrir samþykki/útgáfu lyfja- skírteinis og gildistími þeirra. Urn er að ræða almenna vinnureglu og sértækar vinnureglur er taka til ákveðinna lyfja, lyfjaflokka eða sjúk- dóma. Læknablaðið 2005/91 875

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.