Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2005, Page 77

Læknablaðið - 15.11.2005, Page 77
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ 181 Bjúgaður, Guðjón Lárusson, lyflæknir, hringdi og tjáði óánægju sína með orðaval í sumum læknabréfunum sem honum berast. Sérstaklega er hann ósáttur við orðin bjúgaður, verkjaður og lyfjaður, og bað undirritaðan að herða baráttuna gegn þeim. Um þessi orð var fjallað í 170. pistli (Lækna- blaðið 2004; 10: 713) eftir að leitað hafði verið fulltingis hjá sérfræðingum íslenskrar málstöðvar. Þeir töldu orðin ekki samræmast íslensku málkerfi. Fram kom í pistlinum að þau ætti líklega að flokka sem lýsingarorð, mynduð af nafnorðunum, bjúgur, verkur og lyf. Gott dæmi um myndun lýsingarorðs af nafnorði er kjarkaður (af kjarkur). Flest þau orð sem enda á -aður eru hins vegar lýsingarháttur þátíðar af sagnorði, svo sem niálaður (af mála) og ölvaður (af ölva). Með bjúg, með verki Auðvelt er að Iagfæra með því að setja inn orðin sjúklingur er með bjúg í stað sjúklingur er bjúgað- ur og sjúklingur er með verki í stað sjúklingur er verkjaður. Síðasta orðmyndin, lyfjaður, er líklega öpuð eftir enska orðinu. drugged. og vísar þá til sjúklings sem er sljór eða daufur af völdum lyfja. Einnig þá samsetningu er auðvelt að laga með því að segja: sjúklingur er undir áhrifum lyfja eða sjúklingur sýnir lyfjaáhrif. Ólíklegt er hins vegar að orðið lyfjaður sé notað í almennri merkingu um venjulega lyfjagjöf til sjúklinga, svo sem sjúklingur var lyfjaður þrisvar á dag meðan hann dvaldi á spítalanum. Hvers er að vænta? Á vissan hátt er áhugavert að hugleiða upprunann. Orðmyndirnar bjúgaður og lyfjaður eru án efa til orðnar vegna áhrifa frá ensku orðunum edematous og drugged. Síðan má gera ráð fyrir að orðmyndin verkjaður hafi orðið til sem hliðstæða við þau. Spyrja má hvort fleiri hliðstæður séu í vændum: hitaður (með hita), hóstaður (með hósta), kvíðað- ur (með kvíða) og sáraður (með mörg sár). Úráta Læknir sem ekki vildi láta nafns getið hringdi og benti á að heitið erosion (sjá 179. pistil, Lækna- blaðið 2005; 91: 697) væri ekki aðeins notað um grunn sár, heldur einnig um litlar beinskemmdir sem stundum sjást á röntgenmyndum af beinum og liðamótum. Þá er gjarnan notað íslenska heitið úráta, sem er alveg í samræmi við það sem tilgreint var um uppruna hins latneska heitis (ex-rodere). Stunguóhöpp Ólafur Guðlaugsson, smitsjúkdómalæknir, greip undirritaðan á förnum vegi og vildi fá tillögur að íslenskum orðum til að vísa til þeirra einstaklinga sem eru þátttakendur í stunguóhöppum. Fyrir kemur að starfsmaður stingur sig á nál eða öðru áhaldi, sem þegar hefur verið stungið í líkamsvef eða vessa hjá sjúklingi. Við þetta getur borist smit- efni frá sjúklingi til starfsmanns, þannig að hinn síðarnefndi sýkist. Atburðarásin getur einnig verið öfug, þannig að vefur eða vessi frá starfsmanni smiti sjúkling. Ólafur greindi frá því að sá sem legði til hugs- anlegt smitefni væri nefndur donor á ensku, en recipient sá sem yrði fyrir smitefninu. Iðorðasafn lækna tilgreinir íslenska heitið gjafi fyrir donor og þegi fyrir recipient. Bæði eru þessi heiti stutt og lipur, komin í almenna notkun og hafa fengið fulla viðurkenningu, samanber blóðgjafí, blóðþegi, líf- færagjafi, líffæraþegi og sæðisgjafi. Smitgjafi, smitþegi Undirritaður sér enga ástæðu til að finna hér upp hjólið aftur og leggur því til að notuð verði íslensku heitin smitgjafí og smitþegi um þá ein- staklinga sem eru beinir þátttakendur í fyrrgreindu óhappaferli. Number needed to harm Engilbert Sigurðsson, geðlæknir, hafði samband í tilefni af umfjöllun í síðasta pistli um hugtakið number needed to treat. Hann benti á að hugtakið number necded to harm væri einnig til. Það væri notað í meðferðartilraunum um sambærileg tölu- gildi sem lýsa neikvæðum afleiðingum meðferðar, svo sem aukaverkunum. Á sama hátt og árangurs- skilafjöldinn, number needed to treat, gefur til kynna þann fjölda sjúklinga sem meðhöndla jjarf til að tiltekinn árangur náist, gefur number needed to harm til kynna livaða fjölda sjúklinga þarf að gefa sömu meðferð til að víst sé að tiltekin auka- verkun komi fram. Engilbert vildi láta skoða hvort heitið skaðatala kæmi til greina. Óskað er eftir fleiri tillögum. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali. is Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2005/91 877

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.