Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR / STIKILBÓLGA Stikilbólga hjá börnum á íslandi Anna Freyja Finnbogadóttir1 Læknir Hannes Petersen1,2 Háls,- nef og EYRNALÆKNIR Þröstur Laxdal1,3 Barnalæknir Friðrik Guðbrandsson1,2 Háls,- nef og EYRNALÆKNIR Þórólfur Guðnason1,3 Barnalæknir Ásgeir Haraldsson1,3 Barnalæknir dæknadeild Háskóla íslands, 2háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala, 3Bamaspítali Hringsins, Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ásgeir Haraldsson, Barnaspítala Hringsins, Landspítali Hringbraut, 101 Reykjavík, ísland. Sími 5433050/5431000. asgeir@lsh.is Lykilorð: stikilbólga, nýgengi, miðeyrnabólga, sýklalyfja- notkun. Ágrip Inngangur: Stikilbólga er sýking í stikilholrým- um gagnaugabeins og fylgikvilli miðeyrnabólgu. Erlendar rannsóknir benda til að síðustu ár hafi nýgengi aukist með breyttri notkun sýklalyfja við miðeyrnabólgu. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða faraldsfræði, einkenni og meðferð stikilbólgu á íslandi síðustu 20 ár með sérstaka áherslu á börn með stikilbólgu, ásamt fylgni sýkla- lyfjanotkunar við nýgengi stikilbólgu. Sjúklingar og aðferðir: Upplýsingar um þá sem greindust með stikilbólgu á árunum 1984-2002 á Barnaspítala Hringsins, Landakoti og Landspítala (áður Borgarspítali og Sjúkrahús Reykjavíkur) voru skráðar og sjúkraskrár þeirra sem greindust á árunum 1999-2002 voru skoðaðar. Hjá heil- brigðisráðuneytinu fengust upplýsingar um sýkla- lyfjanotkun á íslandi á tímabilinu 1989-2002. Niðurstöður: Alls greindust 84 með stikilbólgu á árunum 1984-2002, þar af 52 börn (62%). Miðaldur þeirra var 2 ár og 8 mánuðir. Drengir voru 58%. Tuttugu og sex (50%) börn voru yngri en 3 ára. Á árunum 1999-2002 greindust 28 börn, miðaldur var 2 ár og 2 mánuðir. Fimmtán börn (54%) leituðu til læknis innan viku fyrir innlögn og greindust með miðeyrnabólgu. Ellefu börn (73%) fengu viðeig- andi sýklalyf en fjögur (27%) fengu ekki meðferð fyrir innlögn. Á tímabilinu 1989-2002 var marktæk fylgni á milli minnkandi notkunar sýklalyfja hjá börnum og vaxandi nýgengis stikilbólgu (r =-0,68; p = 0,007). Ályktanir: í kjölfar breyttra ráðlegginga um sýkla- lyfjanotkun við miðeyrnabólgu á íslandi sem birtar voru upp úr 1990 dró úr notkun sýklalyfja hjá börnum og nýgengi stikilbólgu jókst en óvíst er hvort um beint orsakasamhengi er að ræða. Mikilvægt er að greina miðeyrnabólgu og með- höndla á réttan hátt, og vera vakandi fyrir alvar- legum fylgikvillum, einkum hjá ungum börnum. Inngangur Stikilbólga er alvarleg sýking í slímhúðarþekju holrýma í stikli (stikilhluta processus mastoideus) gagnaugabeins. Sýkingin er fylgikvilli miðeyrna- bólgu sem er algeng hjá börnum. Áður en sýklalyf komu til sögunnar var algengt að stikilbólga fylgdi í kjölfar miðeyrnabólgu en nýgengi stikilbólgu minnkaði mjög á síðustu öld með aukinni sýkla- ENGLISH SUMMARY Finnbogadóttir AF, Petersen H, Laxdal Þ, Guðbrandsson F, Guðnason Þ, Haraldsson Á Mastoiditis in children in lceland Læknablaðið 2007; 93: 275-301 Introduction: Mastoiditis is an infection in the mastoideusprocess and is a complication of otitis media. Studies have revealed that the incidence might be increasing with altered antibiotic usage. The aim of the current study was to describe the epidemiology, clinical symptoms and treatment of mastoiditis in lceland during the last two decades with special emphasis on children and to study possible correlations between antibiotic use and incidence of mastoiditis. Patients and methods: Information on patients diagnosed with mastoiditis during the period 1984-2002 at The Children’s Hospital lceland, The Department of Paediatrics, Landakoti and Landspitali - University Hospital lceland was gathered and clinical data were recorded from patients records of children diagnosed with mastoiditis during 1999-2002. Information on antibiotic use during the years 1989-2002 was obtained from the Ministery of Health in lceland. Results: Eighty-four patients were diagnosed with mastoiditis during the period 1984-2002. Of those, 52 (62%) were children iess than 18 years of age. The mean age of those children was 2 years and 8 months. Boys were 58%. Twenty six (50%) of the children were less than three years old. During the years 1999-2002, a total of 28 children were diagnosed; the mean age was 2 years and 2 months. Fifteen children (54%) sought medical attention within a week prior to admission to hospital and had been diagnosed with otitis media. Eleven children (73%) were appropriately treated with antibiotics prior to the diagnosis of mastoiditis but four (27%) received no antibiotics. During the period 1989-2002, a statistically significant correlation was detected between decreased antibiotic use among children and increasing incidence of mastoiditis (r=-0.68; p=0.007). Discussion: Following changes in guidelines for antibiotic prescriptions for otitis media in lceiand during the nineties, antibiotic use in children decreased at the same time as the incidence for mastoiditis increased. It is uncertain, however, if a causal relationship exists. It is important to diagnose and appropriately treat otitis media, while staying alert for serious complications, especially in young children. Keywords: mastoiditis, antibiotic use, otitis media. Correspondence: Ásgeir Haraldsson asgeir@lsh.is Læknablaðið 2007/93 275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.