Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 5
LISTAMAÐUR
MÁNAÐARINS
II M R Æ 6 A 0 G F R É T T I R
343 Af sjónarhóli stjórnar. Læknar, velkomnir á 21. öldina
- virkjum heimasíðuna
Sigurdís Haraldsdóttir
345 Starfsþroski og tvíhöfða stjórnkerfi.
Af stjórnarfundi LÍ á Flúðum
Hávar Sigurjónsson
346 Stendur undir nafni sem kennslu- og rannsóknarspítali
- viðtal við Olaf Baldursson
Hávar Sigurjónsson
351 Þótti hafa þrönga sérmenntun
- viðtal við Höskuld Baldursson skurðlækni
Hávar Sigurjónsson
356 Golfíð er fyrir alla aldurshópa.
Ahugamál Asgerðar Sverrisdóttur
Hávar Sigurjónsson
359 Sjúkraflutningar í dreifbýli
Björn Gunnarsson, Hildigunnur Svavarsdóttir,
Sveinbjörn Dúason, Helga K. Magnúsdóttir
F A S T I R P I S T L A R
365 íðorð 197. Vefjaflæði
Jóhann Heiðar Jóhannsson
366 Einingaverð og taxtar
366 Svar við tilfelli mánaðarins
372 Sérlyfjatextar
382 Ráðstefnur og fundir
383 Einu sinni var læknir - Hugleiðing höfundar
Kristín Steinsdóttir
Klippimyndin Kabarett (2004) er full af fjöllum
sem hefur hlaðið hverju ofan á annað þannig
að hún er óvenju löng og mjó. Þarna eru
kunnugleg kennileiti, í það minnsta bregður
fyrir Þingvöllum með Almannagjá og Öx-
arárfossi. Undirstaða listasögu þjóðarinnar
er fjöll og Þingvellir eru þar kapítuli út af fyrir
sig. Fjöll áttu sinn þátt í sjálfstæðisbaráttunni
og að móta með islendingum þjóðarímynd.
Hér eru jú fjölbreyttari fjöll en annars staðar
í veröldinni vegna jarðfræðilegrar sérstöðu
- í Ölpunum er bara ein gerð fjalla. Þjóðin
ann þeim í listum og frístundum, málar af
þeim myndir og klífur í gönguferðum. Hin
unga listakona, Ingibjörg Birgisdóttir (f.
1981), tekur við þessum menningararfi
og hrúgar upp í eins konar mystnur. Þessi
mynd hennar getur virkað eins og kaldhæðin
ádeila á sjálfsmynd þjóðarinnar. Eitthvað í
líkingu við viðáttuverk Errós þar sem hann
hleður saman myndum úr samfélagi fjölda-
framleiðslu og ofgnóttar, matarlandslag,
flugvélalandslag og svo framvegis. Þegar
betur er að gáð leynast í myndinni smáatriði
sem brjóta í bága við einsleitnina, punktur
yfir i-ið sem dregur að sér athygli og end-
urtekningin verður að veggfóðri þar á bak
við. Framan við fjöllin stigur par í þjóðbúningi
samkvæmisdans og annars staðar stendur
maður á hól og lítur fjalladýrðina augum eins
og í málverki þýska rómantíkersins Caspar
David Friedrichs. Tilgátan um kaldhæðni
víkur smám saman og nostalgísk rómantík
kemur í hennar stað. Ingibjörg virðist vinna
á mörkum yfirgengilegrar væmni og stríðn-
islegs húmors. Þegar allt kemur til alls virðist
myndefnið sjálft ekki lykilatriði heldur efn-
iskennd þess og framsetning, þetta kemur
líka fram í öðrum verkum Ingibjargar sem
teiknar á gulnuð saurblöð fornbóka, upp-
lituð og blettótt stilabókablöð og innrammar
í gamla, fundna ramma. Það er samt ekki
saga hlutanna, uppruni eða merking sem
skiptir máli, aðeins að þeir séu gamlir í sjálfu
sér. Ingibjörg viðar að sér því sem teng-
ist fjöldaframleiðslu liðinna tíma, gömlum
bókum, póstkortum, Ijósmyndum og öðru
prentverki. Þannig eru fjöllin fengin úr svart-
hvítum eða gulnuðum póstkortum, likast til
fjarri því að vera íslensk. Hún býr til grípandi
verk með næmni fyrir stemningu, uppbygg-
ingu og efniskennd.
Markús Andrésson
Læknablaðið 2007/93 269