Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 46

Læknablaðið - 15.04.2007, Side 46
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA ÁGRIP ERINDA E-01 Valmiltistökur á Landspítala árin 1993-2004 Bergþór Björnsson', Guöjón Birgisson', Pétur Hannesson2, Margrét Oddsdóttir1-3 bergthb@gmail.com 'Skurðlækningadeild og 2myndgreiningadeild Landspítala, 3læknadeild HÍ Inngangur: Brottnám á milta er vel þekkt meðferð við ýmsum góðkynja og illkynja blóðsjúkdómum. Fram til ársins 1991 var um að ræða fremur stóra opna kviðarholsaðgerð en miltistöku með kviðsjá var fyrst lýst það ár. Byrjað var að gera miltistökur um kviðsjá á Landspítala árið 1994. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ástæður þessara aðgerða hér á landi og bera saman opnar aðgerðir og kviðsjáraðgerðir með tilliti til aðgerðarlengd- ar, fylgikvilla og legutíma. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár sjúklinga sem gengust undir brottnám á milta á Landspítala sem valaðgerð á rannsóknartímanum. Skráð var ábending aðgerðar, þættir tengdir aðgerð, legutími eftir aðgerð og fylgikvillar. Rannsóknin var samþykkt af Persónuvernd og Vísindasiðanefnd spítalans. Niðurstöður: A rannsóknartímabilinu voru gerðar 66 valmilt- istökur. Meðalaldur sjúklinga við aðgerð var 49,8 (8,9-82,3) ár, ekki var munur á aldri milli þeirra sem fóru í opna aðgerð og þeirra sem fóru í kviðsjáraðgerð. Karlar voru 34 en konur 32 og ekki var munur á aldri milli kynja. I 27 tilfellum var byrjað með kviðsjáraðgerð en í þremur tilfellum þurfti að skipta yfir í opna aðgerð, í tveimur tilfellum vegna blæðingar og í einu tilfelli liggja ekki fyrir upplýsingar um ástæðu. Opnar aðgerðir voru 38 og í einu tilfelli vantaði upplýsingar. Kynjaskipting í hópunum var jöfn. Algengustu ábendingar aðgerðar voru blóðflögufæð 32, eit- ilfrumukrabbamein 10 og hnattrauðkornakvilli (spherocytosis) 5. Samsvörun milli ábendinga aðgerða og meinafræði sýna var góð. Miðgildi aðgerðartíma var 110 mín, 132 mín fyrir kviðsjár- aðgerðir en 91 mín fyrir opnar (p<0,0001). Meðalblæðing var 670 ml: 580 ml í kviðsjáraðgerðum en 730 í opnum (p=0,4413). Meðallegutími var 8,4 dagar: 11,2 dagar eftir opnar aðgerðir en 4,4 eftir kviðsjáraðgerðir (p=0,0394). í 39 tilfellum komu ekki fram fylgikvillar en hjá 23 sjúklingum komu fram fylgikvillar, upplýsingar vantar í fjórum tilfellum. Af sjúklingum sem fóru í opnar aðgerðir fengu 15 (42%) fylgikvilla og eitt dauðsfall varð innan 30 daga frá aðgerð. Af sjúklingum sem fóru í kviðsjár- aðgerð fengu 8 (31%) fylgikvilla. Ekki var marktækur munur á tíðni fylgikvilla Ályktun: Miltistaka um kviðsjá hefur í för með sér tilhneigingu til minni blæðingar í aðgerð og færri fylgikvilla en opin aðgerð. Legutími er styttri eftir kviðsjáraðgerðir en opnar aðgerðir. Kviðsjáraðgerðir eru tímafrekari en opnar aðgerðir. E-02 Tvíblind slembirannsókn á virkni Scopoderm forðaplásturs gegn ógleði og uppköstum eftir kviðar- holsspeglanir Bjarki Örvar Auðbergsson', Jón ívar Einarsson2, Aðalbjörn Þorsteinsson1-3 bjarkiau@hi.is ‘Læknadeild HÍ, 2kvennadeild og 3svæfinga- og gjörgæsludeild Landspftala Inngangur: Ógleði og uppköst (ÓU) eru algeng eftir skurð- aðgerðir, sérstaklega kviðarholsspeglanir. ÓU geta komið fram eftir að sjúklingar koma heim eftir dagaðgerðir. Sjúklingar vilja jafnvel síður upplifa ÓU en sársauka eftir aðgerð. Þó svo sjúklingar leiti sér sjaldnast aðstoðar vegna þess eru ÓU algeng ástæða endurinnlagna eftir dagaðgerðir. Scopoderm forðaplástur verkar í 72 klst og gæti því veitt langa vernd gegn ÓU. Rannsókn frá árinu 1990 sýndi að fyrirbyggjandi notkun Scopoderm minnkaði líkur á ÓU eftir kviðarholsspeglanir á konum. Sú niðurstaða þarfnast staðfestingar. Tilgangur rann- sóknarinnar er að kanna virkni Scopoderm forðaplásturs gegn ÓU eftir kviðarholsspeglanir á konum. Sjúklingar og aðferðir: Rannsóknin var tvíblind slembirann- sókn og þýðið var konur sem gengust undir kviðarholsspegl- anir frá 28.03.2006 til 01.08.2006 á kvennadeild Landspítala. Þátttakendur voru alls 48. Sjúklingum sem veittu upplýst sam- þykki var skipt af handahófi í Scopoderm hóp og lyfleysuhóp. Scopoderm hópurinn fékk virkan Scopoderm forðaplástur en lyfleysuhópurinn fékk eins plástur án lyfs. Plástrarnir voru settir á síðdegis daginn fyrir aðgerð og sjúklingar báru þá í þrjá sól- arhringa. Settur var upp sérstakur prótókoll fyrir lyfjagjöf í svæf- ingu til að hafa hana sambærilega milli sjúklinga. Upplýsinga var aflað frá hverjum sjúklingi í þrjá sólarhringa eftir aðgerð og spurt um ógleði, uppköst, líðan og hugsanlegar aukaverkanir meðferðar. Einnig var skráð notkun verkjalyfja og lyfja gegn ógleði og uppköstum, lengd svæfingar og lengd innlagnar. Notuð voru Wilcoxon rank-sum test, Student's t-test, Chi-square test og Fischer exact test við úrvinnslu gagna. Niðurstöður: Færri sjúklingar í Scopoderm hópi höfðu ógleði (20,8% á móti 62,5%, p=0,003) og uppköst (8,3% á móti 37,5%, p=0,016) fyrstu 24 tímana eftir aðgerð. NNT var þrír fyrir ógleði og fjórir fyrir uppköst. Munnþurrkur og sjóntruflanir voru marktækt algengari í Scopoderm hópi. Ekki var marktækur munur á tíðni þreytu eftir aðgerð eða húðertingar undan plástri. Meðalaldur þátttakenda var 40 ár og meðal þyngdarstuðull (BMI) var 25 kg/m:. Ekki var marktækur munur á dreifingu helstu áhættuþátta fyrir ÓU eftir aðgerðir, þ.e. reykinga, sögu um ferðaveiki eða sögu um ÓU í tengslum við aðgerðir. Ekki var heldur marktækur munur á lengd aðgerða, notkun dexametha- sons í aðgerð, ógleðilyfja eftir aðgerð eða ópíoið verkjalyfja eftir aðgerð. Ályktun: Scopoderm forðaplástur minnkar tíðni og alvarleika ÓU fyrstu 24 klst eftir kviðarholsspeglanir vegna kvensjúkdóma. Meðferðin er ódýr, einföld í notkun og þolist vel. 310 Læknablaðið 2007/93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.