Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2007, Page 70

Læknablaðið - 15.04.2007, Page 70
ÞIN G SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA Áberandi sýkingamerki voru ekki til staðar. Gerð var aðgerð þar sem rectus abdominis-flipi var lagður yfir græðlinginn og sárinu lokað.Tveimur mánuðum síðar er hann einkennalaus og lætur vel af sér. Ályktun: Ósæðarskeifugarnarfistill er alvarlegur fylgikvilli aðgerða vegna rofs á ósæðagúli. Eins og þetta tilfelli sýnir er meðferð flókin og mörg meðferðarúrræði í boði. í okkar tilfelli tókst að stöðva bráða blæðingu með innæðargræðlingi en frekari skurðaðgerð þurfti til að eiga við sýkingu og rof á skeifugörn sem fylgdi í kjölfarið. V-12 Aðskilinn lungnahluti (pulmonary sequestration) getur tengst efri hluta meltingarvegar. - Tvö einstök sjúkratilfelli Sœmundur Jón Oddsson'A, Þráinn Rósmundsson2-4, Vigdís Pétursdóttir’4, Friörik E. Yngvason5, Bjarni Torfason14,Tómas Guðbjartsson'4 saemiodds@hotmail. com ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2skurðdeild Barnaspítala Hringsins og 'rannsóknarstofu í meinafræði, Landspítala, 4læknadeild HÍ, 5Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri Inngangur: Aðskilinn lungnahluti er sjaldgæfur meðfæddur galli þar sem lungnavefur er án tengsla við bæði lungnaberkjur og lungnablóðrás. Lungnahlutinn er nærður af kerfisslagæð og getur ekki tekið þátt í loftskiptum. Einkenni geta verið fjölbreytt en eru oftast rakin til endurtekinna lungnasýkinga og/eða hjarta- bilunar. Orsök aðskilins lungnahluta er ekki þekkt. Ein kenning gerir ráð fyrir því að um afleiðingar endurtekinna lungnasýkinga sé að ræða. Síðari ár hafa þó flestir hallast að því að orsökin sé um meðfædd. Hér er lýst tveimur mjög sérstökum tilfellum sem styðja síðari tilgátuna. Þetta eru jafnframt fyrstu íslensku tilfellin af aðskildum lungnahluta sem lýst hefur verið. Sjúkratilfelli 1: Nýfætt stúlkubarn gekkst undir skuggaefnisrann- sókn á meltingarvegi vegna þrengingar á skeifugörn (atresia). Við rannsóknina barst skuggaefni upp í neðra blað hægra lunga og voru upptökin frá mótum maga og vélinda. Við skurðaðgerð kom í ljós stór aðskilinn lungnahluti sem var tvíblaða og lá út í bæði hægra og vinstra brjósthol. Lungnahlutinn var þakinn eigin fleiðru og nærður af stórri kviðarholsslagæð. Lungnahlutinn var fjarlægður með skurðaðgerð. Tveimur árum frá aðgerð heilsast stúlkunni vel. Sjúkratilelli 2: 18 ára piltur með rúmlega árs sögu um end- urtekna lungnabólgu greindist á tölvusneiðmynd með fyrirferð í miðju hægra lunga. Við skurðaðgerð sást aðskilinn lungnahluti neðst í efri lugnalappa. Lungnahlutinn var þakinn eigin fleiðru og inn í hann gekk berkja sem tengdist 4x5 cm stórri vökva- fylltri blöðru. Vefjagerð blöðrunnar samrýmdist vel vélindavegg. Ekki reyndist beinn samgangur á milli hennar og vélinda. Efri lungnalappinn var fjarlægður ásamt lungnahlutanum og blöðr- unni. Hálfu ári frá aðgerð er sjúklingurinn við ágæta líðan. Niðurstaöa: Aðskilinn lungnahluti getur tengst meltingarvegi með beinum eða óbeinum hætti. Þessi tengsl geta ýtt stoðum undir þá kenningu að um meðfæddan galla sé að ræða frekar en áunninn, enda eru lungu og efri meltingarfæri bæði upprunnin frá forgirni á fósturskeiði. V-13 Skurðaðgerðir vegna lungnameinvarpa nýrnafrumu- krabbameins á íslandi 1984 - 2006 Scemundur Jón Oddsson'1, Helgi ísaksson’, Eiríkur Jónsson1-4, Guðmundur Vikar Einarsson4,Tómas Guðbjartsson21 tomasgud@landspitali. is ‘Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, ’rannsóknarstofu í meina- fræði og Jþvagfæraskurðdeild Landspítala Inngangur: Við greiningu nýrnafrumukrabbmeins eru tæplega 20% sjúklinga með lungnameinvörp. Hluti þessara sjúklinga hefur stök meinvörp í lunga. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á 30-49% sjúkdómsfríar 5-ára lífshorfur hjá völdum hópi sjúklinga sem fara í brottnám á lungnameinvarpi nýrna- frumukrabbameins. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna afdrif sjúklinga sem gengust undir slíka aðgerð hér á landi á tímabilinu 1984-2006. Efniviður og aðferðir: Þessi rannsókn er hluti af stærri rannsókn á nýrnafrumukrabbameini á íslandi og byggir á gagnagrunni sem inniheldur alla sjúklinga sem greinst hafa með sjúkdóminn frá 1971 til 2006. í þessari afturskyggnu rannsókn voru athugaðir allir sjúklingar sem greinst höfðu með nýrnafrumukrabbamein sem meinverptust til lungna á tímabilinu 1984-2006 og geng- ust undir skurðaðgerð á lunga. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og Krabbameinsskrá auk gagnagrunns rannsóknar- stofu Landspítala í meinafræði. Könnuð voru afdrif sjúk- linganna, fylgikvillar og lífshorfur. Notast var viðTNM stigun og reiknaðar lífshorfur þar sem útreikningar miðuðust við 1. mars 2007. Niðurstöður: Alls gengust 14 sjúklingar undir lungnaaðgerð vegna meinvarpa frá nýrnafrumukrabbameini á 23 ára tímabili. í hópnum voru 10 karlar og 4 konur og meðalaldur við greiningu meinvarpa var 59 ár (bil 45-78 ár). Allir sjúklingarnir höfðu áður gengist undir nýrnabrottnám, að meðaltali 39 mánuðum áður (bil 1-132 mánuðir). T-stig upprunalegu nýrnaæxlanna var: T1 (n=l), T2 (n=5), T3a (n=5) og T3b (n=3). Af þeim voru 9 án eitlameinvarpa (N0) en 6 með dreifð eitlameinvörp (Nl-2). Lungnameinvarp var þekkt við greiningu hjá einum sjúklingi en greint síðar (>3 mán. frá nýrnaaðgerð) hjá 13 sjúklingum. Flestir (n=ll) þessara sjúklinga voru með stakt meinvarp, meðalstærð 27 mm (bil 8-50). Helmingur sjúklinganna gekkst undir brott- nám á lungnalappa (n=7), þrír fóru í fleygskurð og aðrir þrír í lungnabrottnám. Einn sjúklingur gekkst bæði undir fleygskurð og brottnám á lungnalappa. Hjá 6 sjúklingum voru meinvörp eingöngu hægra megin en hjá þremur vinstra megin. Samtals fóru þrír sjúklingar í fleiri en eina aðgerð og einn sjúklingur fór í aðgerð á báðum lungum. Fylgikvillar eftir aðgerð reyndust fátíðir, sá helsti var gáttaflökt sem greindist hjá einum sjúklingi. Aðgerðirnar tóku að meðaltali 123 mín og miðgildi legutíma var 10 dagar. í dag eru fjórir af sjúklingunum á lífi (meðal-eftirfylgni 82 mán.). Lífshorfur tveimur árum frá greiningu meinvarpa í lungum voru 64% og 29% eftir 5 ár. Til samanburðar var lifun þeirra sem fóru ekki í brottnám meinvarpsins (1984 -2000) 34% eftir 2 ár og 11% eftir 5 ár. 334 Læknablaðið 2007/93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.