Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2007, Page 84

Læknablaðið - 15.04.2007, Page 84
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANDSPÍTALI inga sem hér eru stundaðar er ótvíræður þó flókið geti verið að útskýra hvernig. Þegar um snúin og flókin tilfelli er að ræða þá verðum við margoft vör við það að aðkoma læknanemanna hvetur þá sem eru að sinna sjúklingunum, sérfræðingana fyrst og fremst, til meiri gagnrýnnar hugsunar. Gagnrýnin hugsun er vissulega alltaf til staðar en hún skerpist þegar menn eru með nemendur. Sjúklingar með flókin og erfið tilfelli hagnast tvímælalaust á þessu samspili. Þetta sjáum við á hverjum einasta degi. Háskólasjúkrahús er endastöð í heilbrigðiskerf- inu, þangað koma erfiðustu og flóknustu tilfellin og menn þurfa virkilega að beita fræðunum á sem skarpastan hátt. Þá leggja læknanemar sitt lóð á vogarskálarnar með því að spyrja áleitinna spurn- inga, hjálpa til við heimildaleit og útskýra tilfellin. Það er kannski helst þegar um rútínuverk er að ræða sem kalla ekki á mikla yfirlegu sem hægir á verkferlum vegna kennsluþáttarins. En oft vill ávinningurinn af hinu gleymast þegar verið er að ræða kosti og galla þess að reka öflugt háskóla- sjúkrahús. Svo má ekki gleyma uppvexti nemanna hér sem er forsenda nýliðunar heilbrigðisstétta. Þeir þroskast á nokkrum árum úr því að þiggja kennslu og lærdóm yfir í að kenna, þjóna sjúkling- um og taka þátt í vísindarannsóknum. Þegar við tölum um lœknanema erum við að tala um ansi breiðan hóp og mislangt á veg kominn í námi sínu. Sem einnig útskýrir þann fjölda sem hérfer ígegn á ári hverju. „Já, læknanemar fara í gegnum ýmsa kúrsa hér á 4., 5. og 6. ári læknanámsins en eftir útskrift úr læknadeildinni þá tekur kandídatsárið við sem er 12 mánaða tímabil sem allir verða að klára til að geta fengið lækningaleyfið. Samsetning kandídats- ársins er að miklu leyti ákvörðuð með lögum, hver læknir verður að taka ákveðinn tíma á lyflækn- ingadeild, skurðdeild, heilsugæslu og síðan á hver og einn eitthvert val um deildir. A síðasta ári höfum við lagt sérstaka áherslu á kandídatana og sett upp móttöku þar sem þeir fá þrjá hálfa daga á námskeiði þar sem spítalinn er kynntur og farið yfir ákveðin atriði er lúta að læknisstarfinu. Okkar skoðun er sú að þetta sé fyrsti áfangi að sérnámi hvers kandídats, þar sem náminu í læknadeild er lokið og starfsnám tekur við. Hversu mikilvægur námsþátturinn er sést best á því að við á SKVÞ gerum ráðningarsamninga við kandídata og ég er í rauninni þeirra formlegi yfirmaður þó enn sé það þannig að þau fái laun frá hverri deild fyrir sig eftir því sem þau færast til innan spítalans. Við tókum nýja hjúkrunarfræðinga inn á síðasta móttökunámskeið og það gafst mjög vel. Þessar stéttir eiga auðvitað margt sameiginlegt og okkur fannst líka full ástæða til að leggja áherslu á sam- starf þeirra og þetta reyndist bæði mjög þarft og „Ætlum okkur að gera enn betur í vísindarannsóknum, ” segir Ólafur Baldursson. gagnlegt. Við viljum líka fylgjast vel með hvernig kandídötunum reiðir af á árinu og til þess höfum við sett upp matskerfi þar sem þau eru metin í hverjum mánuði, og þá er spurt um þekkingu og samskipti við sjúklinga og samstarfsmenn svo eitt- hvað sé nefnt. Þetta skilaði mjög góðum árangri í vetur og greinilegt að það borgar sig að fylgjast vel með. Svo að loknu kandídatsárinu þá fá þau diplóma frá okkur og það hefur nánast alltaf geng- ið snurðulaust fyrir sig, skjal sem þau leggja fram þegar þau sækja um lækningaleyfi til heilbrigð- isráðuneytisins.” Hvað er þetta stór hópur árlega? „Þetta eru 35-40 á ári en svo fáum við núorðið alltaf nokkra íslenska læknakandídata sem lært hafa erlendis, flesta frá Danmörku og nokkra frá Ungverjalandi.” Sjáið þið einhvern mun á námi og undirbúningi þeirra sem lært hafa erlendis miðað við lœknanema úr HÍ? „Engan stóran mun. Við höfum sjálf spurt okkur þessarar spurningar og fylgst vel með þessu. Áherslumunur í náminu á vissum sviðum er þó greinilegur og til að mynda hafa danskir læknanemar til skamms tíma fengið meiri kennslu í samskiptum en íslenskir læknanemar. Þetta hefur reyndar breyst því nú er byrjað að kenna sam- skiptakúrs við læknadeild HÍ. Þessu var klárlega ábótavant í náminu hér heima og algjörlega tímabært að taka þetta upp. Við leggjum mjög mikla áherslu á að samskipti við sjúklinga og 348 Læknablaðið 2007/93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.