Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 54
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA
kransæðahjáveituaðgerðar og ósæðarlokuskipta var farið inn í
hægri gátt og æxlið fjarlægt. Smásjárskoðun leiddi síðar í ljós að
um slímvefjaræxli var að ræða.
Umræða: Vélindaómskoðun er stöðluð rannsókn við hjarta-
aðgerðir hérlendis. Samkvæmt uppgjöri fyrstu tveggja ára í
gagnagrunni svæfingadeildar Landspítala finnast áður óþekktar
upplýsingar í rúmlega fimmtungi vélindaómskoðana. Þetta
breytir aðgerð eða meðferð í einni af hverri níu hjartaaðgerðum.
Slímvefjaræxli eru algengustu æxlin sem upprunnin eru í hjarta.
Þau eru hlaupkennd, jafnan stilkuð og oftast staðsett í í vinstri
gátt (fossa ovalis). Um það vil eitt tilfelli greinist hér á landi á
sex ára fresti. Slímvefjaræxli þarf að fjarlægja þar sem þau geta
valdið stíflu eða leka í mítur- og/eða þríblöðkulokum og verið
uppspretta blóðreks, þ.á.m til heila og lungna.
Niðurstaða: Vélindaómun er mikilvægt vöktunar- og greining-
artæki í hjartaaðgerðum. Vandaðar vélindaómskoðanir ásamt
náinni samvinnu svæfinga- og hjartaskurðlækna getur tryggt að
sjúklingar njóti hámarksávinnings af hjartaskurðaðgerðum.
E-20 Gagnsemi 64 sneiða tölvusneiðmyndatækis til grein-
ingar á endurþrengslum í stoðnetum
Sigurdís Haraldsdóttiru, Birna Jónsdóttir2, Jónína Guöjónsdóttir2, Axel
F. Sigurðsson1, Kristján Eyjólfsson1, Þórarinn Guðnason1, Sigurpáll S.
Scheving1, Ragnar Danielsen',Torfi F. Jónasson', Guðmundur Þorgeirsson',
Karl Andersen1
sigurdis@btnet. is
'Hjartadeild Landspítala, 2Læknisfræðileg myndgreining, Domus Medica,
3læknadeild HÍ
Inngangur: Stoðnetsísetningum er nú beitt í vaxandi mæli
hjá sjúklingum með kransæðaþrengsli. Búast má við end-
urþrengslum hjá 20-30% þessara sjúklinga en oft reynist erfitt
að greina endurþrengsli þar sem ekki er til gott greiningarpróf.
Nýlega hafa rutt sér til rúms 64 sneiða tölvusneiðmyndatæki sem
bjóða upp á mun betri myndgæði en eldri tölvusneiðmyndatæki.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna með hversu miklum
áreiðanleika hægt væri að greina endurþrengsli í stoðnetum með
64 sneiða tölvusneiðmyndatæki.
Efniviður: 54 sjúklingar sem gengust undir stoðnetsísetningu
voru teknir inn í rannsóknina en sjúklingar með bráða krans-
æðastíflu og nýrnabilun voru útilokaðir. Sex mánuðum eftir
kransæðaþræðingu og stoðnetsísetningu gengust sjúklingar
undir tölvusneiðmyndarannsókn og endurþræðing var gerð.
Niðurstöður: Sextán sjúklingar (30%) höfðu stöðuga hjartaöng,
21 sjúklingur (39%) hafði hvikula hjartaöng og 17 sjúklingar
(32%) höfðu NSTEMI við komu. Meðaltími frá kransæðaþræð-
ingu að endurþræðingu voru 197 (SD +/-35) dagar en meðaltími
frá tölvusneiðmynd að endurþræðingu voru 4 (SD +1-7) dagar.
Næmi tölvusneiðmynda til greiningar endurþrengsla reyndist
27% og sértæki 84%. Jákvætt forspárgildi var 25% og neikvætt
forspárgildi 86%. Ef úrtakinu var lagskipt eftir aldri kom í ljós að
sjúklingar <58 ára voru rétt greindir með tölvusneiðmyndatækni
í 88 % tilfella en sjúklingar > 69 ára í 60 % tilfella.
Alyktun: Tölvusneiðmyndatæknin hafði hátt sértæki og nei-
kvætt forspárgildi og er því gagnleg til að útiloka endurþrengsli.
Hjá yngri hópum sjúklinga reyndust niðurstöðurnar áreiðanlegri
og tengist sennilega minna kalkmagni í æðum sem getur truflað
úrlestur mynda.
E-21 Djúpar sýkingar í bringubeinsskurði eftir opnar
hjartaskurðaðgerðir á íslandi
Steinn Steingrímsson', Magnús Gottfreðsson1-2, Bjarni Torfason 1J, Karl G.
Kristinsson1-4, Tómas Guðbjartsson1-3
steinns@hi.is
'Læknadeild HÍ, 2smitsjúkdómdeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild og
4sýklafræðideild Landspítala
Inngangur: Sýking í bringubeinsskurði er alvarlegur fylgikvilli
opinna hjartaskurðaðgerða en skv. erlendum rannsóknum
greinast þær í 1-8% tilfella. í kjölfar slíkra sýkinga eykst dán-
artíðni umtalsvert og sömuleiðis Iegutími. Markmið þessarar
rannsóknar var að kanna tíðni þessara alvarlegu sýkinga hér á
landi og rannsaka áhættuþætti.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og náði til allra
fullorðinna sem gengust undir opnar hjartaskurðaðgerðir á
íslandi 1997-2004, eða samtals 1650 einstaklinga (63 börnum var
sleppt). Upplýsingar um sjúklinga fengust úr sjúkra- og aðgerð-
arskrám. Sjúklingar sem reyndust vera með grunna sýkingu
eða los á bringubeinsskurði af öðrum orsökum en sýkingu voru
ekki teknir með í rannsóknina. Fyrir sérhvern sjúkling með sýk-
ingu voru valdir fjórir sjúklingar í samanburðarhóp sem gengist
höfðu undir hjartaskurðaðgerð á sama tímabili. Hóparnir voru
bornir saman með tilliti til ýmissa áhættuþátta og fjölbreytu-
greining notuð til að meta áhættuþætti fyrir sýkingu. Einnig var
farið yfir sýklaræktanir, lagt mat á árangur meðferðar og kann-
aðar lífshorfur
Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greindist 41 sjúklingur
(2,5%) með sýkingu í bringubeini og miðmæti og greindist
sýkingin yfirleitt innan tveggja vikna frá aðgerð. Oftast var um
að ræða kransæðahjáveituaðgerð (75%) og ósæðarlokuskipti
(17%). Ekki var marktækur munur á sýkingartíðni milli ára
á þessu 8 ára tímabili (bil 1,2-4%). Algengustu sýkingavaldar
voru Staphylococcus aureus (37%) og kóagúlasa-neikvæðir
Staphylokokkar (34%). Hóparnir voru sambærilegir hvað
varðar kynjahlutföll, líkamsþyngdarstuðul og ábendingu fyrir
aðgerð. Sjúklingar með sýkingu reyndust vera eldri (68,8 vs. 65,5
ára, p=0,04), höfðu oftar sögu um útæðasjúkdóm (32% vs. 8%,
p<0,001),heilablóðfall (15% vs.3%,p=0,003) og nýrnabilun (5%
vs. 1%, p=0,04). Einnig reyndust sýktu sjúklingarnir hafa hærra
Euroscore (7,6 vs. 4,6, p=0,001) og fleiri voru í NYHA flokki
IV (54% vs. 30%, p=0,004). Legutími (43 vs. 10 dagar, p<0,001)
og lengd meðferðar í öndunarvél var marktækt lengri hjá sýk-
ingarhópnum. í þessum hópi sást einnig tilhneiging til hærri
sjúkrahússdauða (10% vs. 4%, p=ns) og eins árs lífshorfur voru
marktækt lakari en hjá viðmiðunarhópi (83% vs. 95%,p=0,01).
Fjölbreytugreining sýndi að sterkustu sjálfstæðu áhættuþætt-
irnir fyrir sýkingu voru heilablóðfall (RR=5,1), útæðasjúkdómar
(RR=5,0), meðferð með bólgueyðandi sterum (RR=4,3), end-
uraðgerð vegna blæðinga (RR=4,7) og reykinga (RR=3,7).
Ályktun: Tíðni bringubeins- og miðmætissýkinga á íslandi
(2,5%) og áhættuþættir eru sambærilegir við stærri erlendar
318 Læknablaðið 2007/93