Læknablaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 57
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA
fylgjast með loftreki. Aðgerðir og ómskoðanir voru teknar upp á
myndband til síðari tíma greiningar.
Niðurstöður: Marktækt meiri blæðing var við aðgerð í hópi UC
(p=0,02) og tilhneiging til lengri aðgerðartíma í sama hópi.Tíu af
15 dýrum fengu loftrek meðan á aðgerð stóð. Það var tilhneiging
til meiri loftreks í hópi UC, bæði af týpu I og týpu II.
Ályktun: Þessi rannsókn sýnir að brottnám vinstra hliðstæðs
lifrarblaðs er hægt að framkvæma með ómhníf (ultralsicion dis-
sector) og ómskærum (ultrasicion shears) eða æðadeili (vessel
sealing system). Niðurstöður þessarar rannsóknar hallast heldur
að notkun æðadeilis (vessel sealing system) þar sem blæðing er
marktækt minni.
E-26 Hár (16 mmHg) vs. lágur (8 mmHg) þrýstingur í
kviðarholi við kviðsjáraðgerðir á lifur minnkar blæðingu en
eykur hættu á loftreki
Kristinn Eiríksson', Christian Kylander2, Diddi Fors3, Stein Rubertsson’, Dag
Arvidsson4
mceiriks@gmail. com
'Stavanger University Hospital, Stavangri, Noregi, 3Department of surgery,
Karolinska University Hospital, Stokkhólmi, ’Department of anesthesiology,
Uppsala University Hospital, 4Department of Surgical Sciences, Uppsala
University, Uppsölum, Svíþjóð
Inngangur: Kviðsjáraðgerðir á lifur fara vaxandi. Almennt er
koltvísýringur (CO,) notaður til að blása út kviðarholið (pneu-
moperitoneum). Mismunandi skoðanir eru á því hve mikinn
gasþrýsting í kviðarholi skal nota. Hár þrýstingur getur mögu-
lega minnkað blæðingu frá skurðfleti lifrar. Hugsanleg aukin
hætta á myndun loftreks hefur komið í veg fyrir notkun á háum
gasþrýstingi. Markmið rannsóknarinnar er að skoða áhrif af mis-
munandi gasþrýstingi á grísi við kviðsjáraðgerðir á lifur.
Efniviður og aðferðir: 16 grísir voru slembiraðaðir í tvo hópa
með annars vegar 8 mmHg þrýsting og hins vegar 16 mmHg
þrýsting í kviðarholi. Fjarlægt var vinstra hliðstætt blað lifrar
með kviðsjáraðgerð. Vinstri lifrarbláæð var frílögð og gat var
klippt á æðina í staðlaðri stærð. Bláæðinni var síðan haldið
opinni í þrjár mínútur. Aðgerð síðan fullgerð. Fylgst var með
hjartslætti, hjartaútfalli (CO), slagæðaþrýstingi (AP), þrýst-
ingi í lungnaslagæð (PA), lungnafleygsþrýstingi (PCWP) og
holæðarþrýstingi (CVP). Auk þessa var stöðugt fylgst með
hlutþrýstingi súrefnis (p02), hlutþrýstingi koltvísýrings (pC02)
og sýrustigi (pH) í slagæð. Koltvísýringur í lok útöndunar
(EtCOz) var mældur. Ómun var gerð af hjarta með holsjárómun
frá vélinda. Aðgerðartími var skráður sem og magn blæðingar.
Niðurstöður: Aðgerðartími var styttri og blæðing minni við 16
mmHg þrýsting. í stærstum hluta 16 mmHg hópsins var lítil
sem engin blæðing frá lifrarbláæðinni. Hins vegar varð mikil
blóðrekamyndun staðfest með ómun. Það varð einnig fall í
EtC02, p02 og pH á meðan pCO, hækkaði. Blóðgastruflanir
voru marktækt meiri í 16 mmHg hópnum í seinni helmingi
aðgerðar og á hvfldartímabili eftir aðgerð, sem gæti skýrst af
aukinni samveitu blóðs í lungum hjá þeim dýrum sem höfðu
meiri blóðreka. Ekki var marktæk breyting í öðrum breytum
vegna blórekamyndunar.
Ályktun: Hár þrýstingur í kviðarholi minnkar blæðingu við
kviðsjáraðgerð á lifur. Hár þrýstingur eykur einnig hættu á
myndun blóðreka. Mikil blóðrekamyndun vegna gas (týpa
II) leiðir til minni gasskipta í lungum og leiðir þess vegna til
koltvísýringshækkunar og súrefnislækkunar í blóði.
E-27 Bruni af völdum neysluvatns úr heitavatnslögnum
Lára C. Sigurðardóttir, Jens Kjartansson
larags@landspitali. is
Lýtalækningadeild Landspítala
Inngangur: Tilgangurinn með rannsókninni er að skoða hve
alvarlegir brunaáverkar af völdum neysluvatns úr heitavatns-
lögnum eru, auka almenna þekkingu og efla forvarnir.
Efniviður og aðferðir: Notuð var aftursæ aðferð og skoðaðar
sjúkraskrár á fimm ára tímabili (2002-2007.) Þýðið var allir sjúk-
lingar sem leituðu á Landspítala með brunaáverka og úrtakið
sjúklingar sem voru lagðir inn með brunaáverka eftir heitavatns-
bruna frá neysluvatnslögnum. Lögð var áhersla á aldursdreif-
ingu, áhættuhópa, slysstað, stig bruna, útbreiðslu brunaáverka,
meðferð og fylgikvilla.
Niðurstöður: Á tímabilinu voru 213 innlagnir á Landspítala
vegna brunaáverka. Þar af voru 29 sjúklingar (13,6%) með
brunaáverka af völdum neysluvatns úr heitavatnslögnum.
Flestir hlutu heitavatnsbruna á baðherbergi. Áhættuhópar eru
ung börn, aldraðir, fatlaðir og flogaveikir. Allir voru með í ein-
hverjum mæli grunnan eða djúpan II stigs bruna og/eða III stigs
bruna og nam útbreiðslan frá 2% og upp í 60% af líkamsyfir-
borði. Oft varð að flytja húð á brunasár. Fylgikvillar brunasára
eru margir, eins og lýti sem felast í örvef og afmyndaðri húð,
herping í stoðvef og hreyfihömlun ásamt því að ofholdgun og
bólgusjúkdómar geta komið fram í húð.
Ályktun: Brunaáverkar af völdum neysluvatns úr heitavatns-
lögnum geta verið lífshættulegir og haft í för með sér fylgikvilla
sem þarfnast langtíma meðferðar. Hægt er að koma í veg fyrir
þessa áverka með forvörnum.
E-28 Nýrnabrottnám með kviðsjártækni við nýrna-
frumukrabbameini er örugg aðgerð
Sigurður Guðjónsson', Magnus Annerstedt', Hans Frederiksen1, Fredrik
Sunden', Fredrik Liedberg2
sgudjonsson@hotmail.com
Þvagfæraskurðdeildir 'háskólasjúkrahússins í Lundi og 2sjúkrahússins í
Váxjö, Svíþjóð
Inngangur: Nýrnabrottnám er eina læknandi meðferðin við
nýrnafrumukrabbameini. Samkvæmt nýlegum leiðbeiningum
evrópsku þvagfæraskurðlæknasamtakanna (EAU) frá árinu
2006 er mælt með kviðsjáraðgerð við nýrnafrumukrabbameini
á stigum T1-T2 og hugsanlega T3a þegar hlutabrottnám á nýra
(partial nephrectomy) á ekki við. Á háskólasjúkrahúsinu í Lundi
hefur þessum leiðbeiningum verið fylgt síðan 2003 með fáeinum
undantekningum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna
árangur nýrnabrottnámsaðgerða með kviðsjártækni.
Efniviður og aðferðir: Frá 2002-2006 gengust 39 sjúklingar undir
Læknablaðið 2007/93 321